Gestabók

26.12.2020 kl. 10:29

Tölvupóstur - aðgangur á nýjutölvu.

https://mail.google.com/mail/u/0/#drafts

IHJ

24.3.2020 kl. 11:53

Sig. vísnasafnari 5-6 ára í Tungunesi

Lausamálstexti frá SigHalld. vísnasafnari frá æskuárum hans í Tungunesi: Eitt sinn kom Símon að Tungunesi í Svínavatnshreppi. Þar bjó þá Elísabet Erlendsdóttir, Pálmasonar. Erlendur mun hafa verið landskunnur bóndi á sinni tíð. Elísabet var orðin ekkja og hafði ráðsmann. Hún átti fjögur börn: Ingibjörgu, Erlend, Harald og Theódór. Þar átti þá heima Sigurður Halldórsson mun þá hafa verið 5-6 ára, faðir hans var ráðsmaður hjá Elísabetu. Símon kvað um Erlend:

Kominn annar Erlendur
er að Tungunesi
hár og grannur Hallgríms bur
harmar fjarri vési.

Um Ingibjörgu:
Dreifir klár og dyggðamörg
drunga og þungu vési
tíu ára Ingibjörg
ung í Tungunesi.

Símon var úti á túni og krakkarnir allir hjá honum. Haraldur sem var fremur stirður datt um þúfu. Þá kvað Símon:
Haraldur á höfuðið
hneig ofan af þúfu
flatur liggur foldu við
fríður sveinn á grúfu.

Eitt kvöld er ég var háttaður, vantaði mig eitthvað og kallaði hátt á mömmu. Þá kvað Símon:
Nýháttaður nú um sinn
niflung fingra mjalla
sorgum hlaðinn Siggi minn
sína´ á mömmu´ að kalla.

V'isur þessar eru mæltar af munni fram að því er virtist umhugsunar og fyrirhafnarlaust. (S.H:)

IHJ

IHJ

24.3.2020 kl. 11:05

Sig. vísnasafnari 5-6 ára í Tungunesi

Lausamálstexti frá SigHalld. vísnasafnari frá æskuárum hans í Tungunesi: Eitt sinn kom Símon að Tungunesi í Svínavatnshreppi. Þar bjó þá Elísabet Erlendsdóttir, Pálmasonar. Erlendur mun hafa verið landskunnur bóndi á sinni tíð. Elísabet var orðin ekkja og hafði ráðsmann. Hún átti fjögur börn: Ingibjörgu, Erlend, Harald og Theódór. Þar átti þá heima Sigurður Halldórsson mun þá hafa verið 5-6 ára, faðir hans var ráðsmaður hjá Elísabetu. Símon kvað um Erlend:

Kominn annar Erlendur
er að Tungunesi
hár og grannur Hallgríms bur
harmar fjarri vési.

Um Ingibjörgu:
Dreifir klár og dyggðamörg
drunga og þungu vési
tíu ára Ingibjörg
ung í Tungunesi.

Símon var úti á túni og krakkarnir allir hjá honum. Haraldur sem var fremur stirður datt um þúfu. Þá kvað Símon:
Haraldur á höfuðið
hneig ofan af þúfu
flatur liggur foldu við
fríður sveinn á grúfu.

Eitt kvöld er ég var háttaður, vantaði mig eitthvað og kallaði hátt á mömmu. Þá kvað Símon:
Nýháttaður nú um sinn
niflung fingra mjalla
sorgum hlaðinn Siggi minn
sína á mömmu kallar.

V'isur þessar eru mæltar af munni fram að því er virtist umhugsunar og fyrirhafnarlaust. (S.H:)

IHJ

16.2.2020 kl. 13:01

handrit.is - Nafnaskrá

https://handrit.is/is/manuscript/browse/people?script=no

IHJ

9.8.2018 kl. 20:32

Hrós um vefsýslumann og garðvinnu hans

Og svo morgunvísa Glúms, oftast er hann að hæla vini sínum og skjallar hann stundum:

Meðan Glúmur sífellt sefur
seinn á fætur
Ingi úr sínum garði grefur
grjót og rætur. GlG 9/8 ´18

Glúmur

28.8.2017 kl. 8:46

Eyjafjallajökull

Tíglar hittust á Bókakaffi fö. 25.8 og þá kom upp vísan GSt. um Eyjafjallajökulsgoslok:
Í sólarljóma lítur
landið yfir vökull,
orðinn aftur hvítur
Eyjafjallajökull. GSt.
Austur á Skógasafni hittum við lau. 26.8 Smára Ólason og hann varð spenntur að frétta af vísunni og hefur nú fengið hana senda.

IHJ

17.8.2017 kl. 14:11

Vísur til vísnavefs

Líst mér svæðið ekki á
elda klæðabörinn
hvort sem gæðin hljóta má
hér eða mæðukjörin. e. Hólmfr. Bjarnad. úr hdr. PSig/Steinárætt

IHJ

18.5.2017 kl. 17:24

Nýtt ljóðaúrval

Guðný í Klömbrum á fleiri en eitt ljóð í nýrri öndvegisútgáfu, ljóðum völdum af Páli Valssyni.
https://www.facebook.com/BjarturBooks

IHJ

17.1.2017 kl. 8:21

Um Guðnýju í Klömbrum

skrifar Helga Kress merka grein, sem nálgast má á vefnum: https://notendur.hi.is/helga/Gegnum%20or%C3%B0ahj%C3%BApinn.37-57.pdf
Eiginmaður hennar Sveinn Níelsson gerðist prestur í Blöndudalshólum eftir skilnað þeirra.

IHJ

2.9.2016 kl. 10:30

Forvitni

Kannast einhver við Ingibjörgu Þorkelsdóttur (1883-1954) húsfreyju á Skagaströnd? Hún var dóttir Þorkels og Engilráðar á Barkarstöðum í Svartárdal. Hún var jarðsett í Spákonufellskirkjugarði.

Karl G. Smith

31.3.2015 kl. 9:36

Þakka svarið...

Vonandi fá gömlu bæjarhúsin að Gunnsteinsstöðum svo og þau önnur, gömlu bæjarhúsin sem fá eru eftir í hinum "rómantíska" Langadal að lifa sem lengst og gleðja augu ferðalanga um ókomna framtíð! Þakka svarið, Karl.

Karl G. Smith

30.3.2015 kl. 19:00

Í Hólabæ

er aðeins búið og bóndinn þar nytjar Gunnssteinsstaði og hefur m.a.s. kýrnar í fjósinu á Gst., en íbúðarhúsið gamla fyrir ofan gamla kirkjugarðinn og stóru öspina, íbúðarhúsið á Stefán Hafsteinsson, föðurbróðir bóndans og yngsti sonur Guðrúnar og Hafsteins oddvita og fyrrum bænda á Gunnsteinsstöðum. Stefán býr á Blönduósi

IHJ

30.3.2015 kl. 12:08

Gunnsteinsstaðir

Smá fyrirspurn; er búið enn á Gunnsteinsstöðum í Langadal.Mér sýnist tómlegt þar heim að líta en þarna er einstaklega falleg bæjarhús sem vert væri að láta halda sér. Fer árlega þarna framhjá og tómlegt yrði,hyrfu húsin.

Karl G. Smith

31.1.2015 kl. 15:17

Dumpa á þínar dyr...

Kveðju ber frá Bakka,
um bjarta vetrar nótt.
Um heima, íss og klaka
heyr hér hafið hljótt.

Óðinn

6.3.2014 kl. 22:08

Sæll og Bless

Síðan þín snjallra ljóða,
skelegga, sagnafróða.
Heyrandi hafsins hljóða.
Hendi þér kveðju góða.

Óðinn

www.brim.123.is

30.5.2013 kl. 16:42

Takk !

Þakka svarið IHJ. Ingibjörg á Bakka í Vallhólmi, er jörðuð í Spákonufellskirkjugarði 1952.Björg í Kirkjugarði Akureyrar 1972 og rakst ég þar á leiði hennar í vor! En, það er margt skrýtið sem fær mann til að fara að grúska í svona nokkru eftir lestur ævisagna. Takk.

KarlG. Smith

engin

30.5.2013 kl. 6:21

Dregst!

Takk fyrir innlitið Karl, virtu mér á betri veg að eitthvað dregst að gefist til að leita uppi þessar Barkastaðasystur, en ég sé þó í fljótheitum í Íslendinga-bókinni að önnur flytur í Eyjafjörðinn en hin, Ingibjörg er á Bakka í Vallhólmi líkl. var það 1930.

IHJ

http://blogg.visir.is/iihjstikill/

23.5.2013 kl. 17:21

Dætur Þorkels og Engilráðar

Hver varð lífsferill dætra Þorkels og Engilráðar á Barkarstöðum í Svartárdal, þeirra Björgu og Ingibjargar sem Theodór Friðriksson getur um í "Í verum"?
Björg 1883-1972,Ingibjörg 1885-1954.

Karl G. Smith

engin

17.2.2013 kl. 5:37

Árni gersemi í Skyttudal

Þakka sömuleiðis fyrir komuna Karl.
Árni gersemi, kvæðamaðurinn snjalli, var ekki síður frægur fyrir drykkjufýsn sína en kveðskap og honum varð lítt við hendur fast fram yfir miðjan aldur að hann flutti norður í Skagafjörð í nokkur misseri, eignaðist þar unga konu sem hann kom með aftur vestur og hóf búskap í Skyttudal, hjáleigu frá Hlíð, stórbýlinu Bólstaðarhlíð. Gamalgróin vináttu hafði verið hjá Árna föður hans við Klemens gamla í Hlíð, sem var vígsluvottur við giftingu foreldra Árna og Guðmundur í Hlíð Klemensson reyndist Árna góður bakhjarl meðan lífið entist Árna. Hann dó innan við sextugt frá ungri konu sinni og ófermdum syni í árslok 1917. IHJ
http://stikill.123.is/blog/record/223022/

IHJ

http://blogg.visir.is/iihjstikill/

16.2.2013 kl. 21:43

Takk!

Já, takk fyrir frásögnina um Árna "gersemi" eftir Svein frá Elivogum.Bjó Sveinn þá á Gvendarstöðum? Gekk þarna um sumarið 1994 um Strjúgsskarð,Víðidal og til Tungu,(Skollatungu), löng ganga á einum degi en ógleymanleg. Hvar í Bólstaðrhlíðarhreppi hóf Árni "gersemi" sinn búskap? Takk fyrir, Karl.

Karl G. Smith

0

27.9.2009 kl. 15:17

Vindhælishreppur

Takk fyrir upplýsingarnar á vefnum. Hafði sérstaklega gaman að fræðast um bæina í Hallárdal.

Björn Stefánsson

Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 569079
Samtals gestir: 125910
Tölur uppfærðar: 29.11.2021 19:51:37