29.08.2017 11:30

Ávarp IHJ á Geitafelli, gestalisti, Vísur úr messuskrá 20/8 ´17 & Sveinn vm Steinnesi 1900

                       

Að spara spunann e. Elín Guðmundsdóttir Sneis.  úr Hlín 1923 bls. 40-42

Vegna þess hve alt hefir verið og er dýrt, er að því h/tur að lifa, má nú svo kalla sem sparnaðar-raddirnar hljómi frá manni til manns frá öllum stjettum mannfje-lagsins, hornanna milli í hinni víðu veröld. - Vonandi er að þetta sje meira en hljómurinn einn, þvi undir flest-um kringumstæðum er sparnaður og nýtni með happadrýgstu eiginleikum hvers manns. Verður því ekki góð vísa of oft kveðin í þessu efni frekar en öðru. - Pað eru svo misjöfn efnin og aðséaðan svo ólík hjá fólkinu og einstaklingunum, þótt margt sje sameiginlegt, og verð ur þvi hver að beita sínu viti og öflum til að lifa, eftir þeirri aðstöðu, sem hann hefir eða getur útsjeð sjer besta á* þeim stað og tíma, sem hann á einn eða annan hátt er bundinn við og lifir á. Eitt af því, er við konur þurfum að hafa hugfast, er að sneiða hjá að taka ú\ úr búðinni til klæðnaðar á okk-ar fjölskyldu, nema það minsta, er ekki verður hjá kom-ist; í því felst margra króna sparnaður fyrir búin. En til þess að geta það svo um muni, verðum við að vinna úr ullinni okkar, og það auðvitað á þann hátt sem okkur er ódýrast, þó í tilliti til skjóls og haldgæða flík-anna, er gerðar eru úr henni. Mjer ógnuðu útborganir bónda míns fyrir það sem úr búðinni var tekið, og svo fyrir prónaskap á nærfötum og sokkaplöggum (því sjálf er jeg ónýt orðin til að prjóna í höndum, þó jeg annars treysti mjer til að gera handunnar prjónaflíkur móts við hvern annan, ef eg aðeins þyldi þá iðju). Petta kom mjer til að kaupa sokkaprjónavjel, til þess að mjer yrði kleyft að koma upp sokkaplöggum og krakkanærfötum að minsta kosti, upp á mitt eindæmi, þegar búið væri að lopa ull-ina. - Jeg hafði stundum gert dálítið að þvi að spinna eingirni, sem jeg hafði jafnast mjög snúðlítið eða nær þvi snúðlaust. Þetta band bjóst jeg við að mjer gengi illa að prjóna í vjelinni, en í reyndinni gekk mjer það vel. Af þessu leiddi það, að jeg fór að forvitnast um, hvort ekki væri hægt að prjóna úr lopanum, dn þess að hann vori spunninn. Og mjer til nokkurrar undrunar tókst það strax vel. - En til þess að liðlega gangi að prjóna lopann, má ekki láta hann ganga í gegnum efri bandleíðarann á vjelinni, heldur aðeins þann neðri. - Reynsla mín" í þessu efni er ekki gömul, því jeg fór fyrst í vetur sem leið að reyna þetta, og hefi þó komist að þeirri niður-stöðu, að hjer sje ábyggilega um stóran sparnað að ræða, þar sém gera má ráð fyrir að hægt sje að losna við allan spunakostnað á þeim lopa er nota á í líklega allflestar prjónaflíkur. - Jeg hefi prjónað úr lopa: Heilsokka, neð-an á sokka, húfur, trefla og utanyfirpeysur á börn, 7 og 8 ára gömul. - Er því í fáum orðum reynsla mín sú, að flíkur þessar sjeu ekki lakari að haidgæðum, skjóli og áferð, en þ'ólt þær væru úr bandi af samskonar ull. Og í húfur tek eg lopann fram yfir band, því þær eru mikið Ijettari, liprari og áferðarfallegri en úr bandi. Jeg hefi selt eina húfu þannig gerða, og hjeldu þeir sem sáu hana, að hún væri útlend. - En þess ber að gæta, að þyki manni lopinn of smár einfaldur, er oft getur verið, eftir því í hvað hann er ætlaður, og hvað hann er fínn í eðli sínu, þá má prjóna hann tvöfaldan, eða úr tveimur plöt-um saman. - Fljótlegra er að fitja upp á bandi, þegar prjóna á lopa. Mjer þætti gaman, ef fleiri vildu reyna þennan lopa-prjónaskap, og birta síðan reynslu sína í Hlín, ef hún þætti nokkru máli skifta.
Elín Kr. Guðmundsdóttir. Sneis, Laxárdal, Húnavatnssýslu.


Ávarp IHJ í messukaffi á Geitfelli/Tjörn sun 20.8.17

Sögur, vísur og ljóð er uppskera íslenskrar þjóðar og afrakstur - um tíu alda bil, eins og líf okkar, þrautseigja, iðni, nægjusemi. Þessir eiginleikar endast vel hamingju manns enn í dag, en nú gleður okkur líka að fá svalað ferðaþránni og eins að hittast á mannamótum, eða í messukaffi eins og hér í dag. Messudagar eru ævagamall rammi um mannamót eða stefnumót, hún Hjallalands-Helgu ætlaði á mannamót þegar hún yrkir um Litlu-Jörp sem á seinna eftir að bera hana í söðli. Vísan þessi og vísur margar aðrar eftir alls1200 höfunda hafa verið færðar inn á Húnaflóa/Kvæða- og vísnavef, þar sem tildrög fylgja sumum, fróðleikur um höfundana, tilvísanir í rit sem tengjast og tengingar við systurvefi sem varðveita t.d. fleiri vísur höfundar.

Lengi var ég lítil, snauð
lagðist þungt í efa.
Loksins fann ég feikna auð
- fékk hann til að gefa.  

sagði Ólöf frá Hlöðum skáldkona af Vatnsnesi sem ól aldur sinn norður í Eyjafirði og helgaði líf sitt skáldskap og orðsnilld.

Mig langar að víkja að Bragaþingunum, sem við Jói í Stapa kveiktum hér við okkar fagra flóa 1989 og entust rúma fjóra hringi um landið -- á 23 árum. Þau tóku heila helgi og hundrað þúsund kall. Til messuferðar duga fáeinir klukkutíma og kannski tveir bláir seðlar fyrir kaffið.  

En meiri vers! Má ekki nánast heyra andvarp má í þessari vísu Jóns Sigfússonar Bergmann:

Mér varð oft um hjartað heitt
heldur meira en skyldi.
Þess vegna er ég ekki neitt
af því sem ég vildi.

Tjörn á ýmsa merka syni, þar ólst upp bóndinn, brautryðjandinn, þingmaðurinn og prestsonurinn Björn Sigfússon sem oft er kenndur við Kornsá, en vísnamaður þeirra Tjarnarmanna var Ögmundur prestur Sívertsen, uppi á dögum Fjölnismanna og náfrændi Tómasar Sæmundssonar. Svo bættust skosk fótspor við þann aragrúa íslenskra spora sem safnast höfðu þar á hlað þegar Róbert Jack gerðist Tjarnarprestur á síðustu öld og boltasamfélagið eignaðist góðan fulltrúa á kirkjuþinginu.

Í messuskránni tíndi ég saman dálítið sýnishorn af vísum, sem safnað hefur verið inn á vefinn, en í sveitinni hér hefur vaxið upp margt skáldið og nefni ég Sigurður Bjarnason, hið skammlífa og snjalla skáld sem var síyrkjandi ljóð, ljóðabréf og rímur.  Afi hans Sigurður Ólafsson var ekki síður snjall og eru þrjár vísur úr Vetrarkvíða hans í messuskránni. Enn er finna skáldmæltan Sigurð meðal Katadalsbænda, langyngstur, var Jónsson, óskyldur hinum fyrrnefndu, fæddur á Valdalæk. Hann orti af glettni og alvöru, lifði fram undir miðja síðustu öld og Loftur á Ásbjarnarstöðum, dóttursonur hans og börn hans kváðu vísur eftir hann í lok messunnar. 

Á Silfurplötum Iðunnar eru út komu fyrir nokkrum árum fá húnvetnsk byggðar-lög mikið rúm, þar er tilgreindur fjöldi kvæðamanna og hagyrðinga, vestan frá Vatnsnes austur á Laxárdal. Og þrjú fyrstu númerin í þessari vel unnu bók koma frá Árna gersemi frá Mörk á Laxárdal.

Á síðustu öld hlaut Jón Lárusson frá Hlíð á Vatnsnesi mikla frægð af kvæðamennsku sinni og kjarki er hann hélt suður með rútunni snemma vetrar 1928 ásamt þremur börnum sínum og kvað margsinnis fyrir fullu húsi í Reykjavík og Hafnarfirði.

Ári síðar var Kvæðamannafélagið Iðunn stofnað í Reykjavík og á góðan þátt í viðgangi kvæðamennsku og rannsókna á þessu sviði, sbr. safnritið Silfurplötur Iðunnar, 200 kveðin og skrifuð rímalög gefin út á 75 ára afmæli félagsins. Þar er vönduð skrá yfir kvæðamenn og hagyrðinga og þar segir um Björn Friðriksson:

Hann var einn af helstu frumkvöðlum þess að Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað, ritari í fyrstu stjórn og formaður á árunum 1943-1946.

Og það var einmitt á fundi hjá Iðunni fyrir nokkrum árum, sem Kvæðamannafélagið hér af Vatnsnesinu kom og og kynnti sig og kvæðamenn sem voru upprunnir héðan. Það var góð koma og vel kveðið.

Húnvetningar voru fjölmennastir meðal Iðunnarfélaga fyrstu árin og voru þar áberandi systkin af Vatnsnesi, þau Björn, Ingibjörg, Sigríður og Þuríður Friðriksbörn. Þau fæddust að Þorgrímsstöðum en ólust upp á Bergsstöðum.

Nú  fer að ljúka þessari kynningu á vísnavefnum Húnaflóa þó er fjöldi skálda ónefndur, þ.á.m sá sem ég hef mest dálæti á, Guðmundur Ketilsson góðbóndi á Illugastöðum, en í fyrra vorum við í guðsþjónustu hjá Skagastrandarpresti í Hofskirkju og settum Jón þjóðsagnasafnara Árnason í nokkurt kastljós og næsta sumar væri gaman að finna kirkju norður á Ströndum til að syngja í messu, súpa saman kaffisopa á eftir, hitta mann og annan og ef okkur endist örendið að koma aftur austur yfir flóann 2019 þá verða 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar og þá verður gott að hittast enn og aftur í Hofskirkju og gefa sögunni nýtt rúm. Jón fæddist 17. ág. 1819.

Ég lýk máli mínu með nokkrum vísum Sigurðar Gíslasonar, sem eru 10 vísur alls, fyrirsögn: Vatnsnesingar:

1.     Áður fyrr í kaupstað komu

karlar skeggprúðir

augnarfránir, handaheitir

halir vindgnúðir.

 

2.     Róður þessi karlar kunnu

knúðu árarnar

svo að græðir froðufelldur

flaut um súðirnar.

 

3.     Orka bjó í augnaleiftrum

æst og stillt í senn.

Þetta voru Vatnsnesingar

vörpulegir menn.

 

9.  Þó að brimið skylli á skerjum

skipum renndu fram

í þoku og myrkri kvað á keipum

kröftugt áraglamm.

http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=s0&ID=5101


Gestalisti frá messukaffinu í Geitafelli 20/8 ´17

Magnús Magnússon
Berglind Guðmundsdóttir
Magnús Máni Magnússon
Gummi G.
Gerður S. Ólafsdóttir
Vigdís Alfa Gunnarsdóttir
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir
Vigdís Jack
Ragnar Bragi Ægisson
Hlíf Sigurðardóttir Hrísakoti
Sigurður Tómas Jack
Anna Guðrún Gunnarsdóttir
Agnar Traustason
Agnar J Levy
Jónína Ögn Jóhannesdóttir
Jóna Halldóra Tryggvadóttir
Kristín Árnadóttir Borðeyri
Guðrún Þ. Jónsdóttir Selfossi
Auður Harpa Ólafsdóttir Selfossi
Þorbjörn Gíslason
Ólína Austfjörð
Sigurjón Guðmundsson
Jóhannes Erlendsson
Ingi Bjarnason
Sigríður Karlsdóttir
Benedikt Axelsson
Guðmundur Jónsson
Dóra M. Valdimarsdóttir
Björn Sigurbjörnsson Hlíð á Skaga
Sig. H Sigurðsson
Elínborg Ólafsdóttir frá Miðhópi
María V. Heiðdal
Þór Magnússon
Sigurður Pálsson Blönduósi
Alda D. Friðgeirsdóttir -
Gunnar Gunnarsson Rvk
Magnús Óskarsson frá Sölvanesi
Gunnlaugur P. Valdimarsson frá Kollafossi
Jóhannes Björnssson Laugarbakka
Helga Jóhannesdóttir      -
Guðlaug Sigurðardóttir Hvt.
Hjálmar Pálmason Hvt. afk. Jóns Hjálmarssonar í Hlíð
Jóhannes Jóhannesson Hvt.
Kristbjörg Sigurnýasdóttir Hvt.
Hallveig Björnsdóttir Rv.
Björn Viggósson Rv.
Sigurbjartur Frímannsson Brún
Anna Jack Rv.
Loftur Sv. Guðjónsson afk. Sig. Jónssonar Katadal
Ögn Levý Guðmundsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Helga Sigurhansdóttir
Ólæsilegt Helga Magnúsdóttir
Þóra Kristín Loftsdóttir
María Erla Eðvaldsdóttir
Guðmundur Jóhannsson Eyjabakka
Jóhannes Erlendsson bílasali
Jón Aðalsteinsson Hafnarfirði
Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir frá Geitafelli                          Vers úr ýmsum áttum -- birt í messuskránni Tjörn 20/8 ´17 

Gott er að finna á langri leið
ljúfan vin í gististað
eyktamörk að morgni heið
mildan blæ er haustar að. Páll V. G. Kolka 1895-1971

Strandabyggð í björtum skrúða
brosir fegurst hér á jörð
inn til dala, út til flúða
eilíf hljómar þakkargjörð. Jóhannes Jónsson Asparvík 1906-1984

Þegar fólk við drykk og dufl
drabbar suður í löndum
saumum við okkur sálarkufl
úr sólskini norður á Ströndum. Jónmundur Halldórsson pr. í Grunnavík

Um annað hugsa eg oftast nær
en um buxur mínar.
Mér er uxi meira kær
meri dugs og falleg ær. Sig. Sigurðsson pr. Auðkúlu

Dregur björg í búið einn
betur mörgum halnum
ólmari vörgum Aðalsteinn
innst í Hörgárdalnum. Bragi Sveinsson frá Flögu

Sveinn á Búðum fái fjúk.
fékk ´ann hennar Stínu
öndin spriklar öfundsjúk
inn í brjósti mínu  Kristján Jónssn Fjallaskáld

Líður óðum lífs á kvöld
lækkar sól á degi.
Djúp er þögn og kyrrðin köld
Kaldadals á vegi. Jakob Guðmundsson Húsafelli 1873-1963

  Úr vísnasafni Vatnsnesinga

Fjöllin hæru fella traf. 
Fitlar blær í runni. 
Jörðin grær og grænkar af
geislanæringunni.
 Sigurður Jónsson 1888-1945

Fjörðinn lykja freðin naust,
fjöllin slikja vefur,
sundin blika bárulaust,
bundin kvika sefur.
Ragnar Ágústsson 1935

Gamlir skjalavinir vært
vægðartali sinni
ungur halur ei þó skært
orðavalið finni.
Sigurður Bjarnason 1841-1865

Úr Vetrarkvíða

Angursskeytum að kastar.
Á mér steyta raunirnar.
Að þér leita allstaðar
ei hér veit, hvað líður þar.

Augað grætur óhöpp sín
yndis glæta dauf því skín
dofna bætur, dafnar pín
daga og nætur sakna ég þín.  

Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér. 

 

Verði sjórinn vellandi
víða foldin kalandi,
hellubjörgin hrynjandi, 
hugsa' eg til þín stynjandi.

 Í Vetrarkvíða eru alls 35 vísur sem Sigurðar Ólafssonar í Katadal 1782-1839 orti til konu sinnar.

 

                   Húnaflói - kvæða og vísnasafn

varð þriggja ára 6. ágúst s. l. en þar er nú að finna um 500 ljóð og hálft fimmta þúsund vísna eftir 1200 höfunda. Áhersla er lögð á söfnun vísna og ljóða frá héruðum við Húnaflóa. Vísur úr öðrum landshlutum fljóta með ef þær koma í sjónmál og eru auðfluttar þaðan.

Aðgangur að vefsíðunni er öllum frjáls og velkominn.

Vefsýslumenn eru Ingi Heiðmar Jónsson og Magnús Snædal.      

Veffang www.bragi.info/hunafloi

Úr vísnasafni Vatnsnesinga

Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð. Ólöf frá Hlöðum 1857-1933

Ljóðavinur! Hirtu hér
helst hvað skyni geðjast.
Slepptu hinu og hlífðu mér
hallmælinu við af þér. Helga Eiríksdóttir 1843

Tíðum þó sé tómlegt hér
og tilgangslaust mig dreymi
- að vera ein með sjálfri sér
er sælan mest í heimi. Ingibjörg Blöndal 1896-1977

Hæfir mér nú fátt um flest.
Framtök enn að dvína.
Lifi hver sem líkar best.
Leið eins fer ég mína. Guðmundur Ketilsson 1792-1859

Fagurbúna bjarta vík,
bær og túnið frjóa.
Logn við dúna dýr og rík
drottning Húnaflóa. Sr. Sigurður Norland Hindisvík 1885-1971


Gömul kynni eftir Björn Magnússon

Skömmu eftir aldamótin var ég samtíða Sveini Jósefssyni um tveggja ára tíma. Við vorum húskarlar séra Bjarna Pálssonar í Steinnesi. Sveinn var gildur maður til allra verka, en farinn að lýjast af mikilli vinnu en þó duglegur enn og mikill afkastamaður. Ég var óharðnaður unglingur, seinþroska og pasturslítill, 10 - 16 ára, ekki baggabær, enda nýsloppinn úr tveggja ára þrældómi, svelti og illu atlæti. Sveinn mun þá hafa verið um fimmtugt, meðalmaður á vöxt, þrekinn og sívalur, herðarnar nokkuð signar og kúptar, hann var fremur holdugur, rjóður í kinnum og var gráblár fölvi á andlitinu. Illhryssingsleg vetrarveðrátta, hríðar og frost höfðu skilið eftir merki á andliti hans. Hárið var dökkt og byrjað að grána, fremur þunnt. Augun gráblá, fremur daufleg. Fasið hæglátt. Hann var rólyndur og fáskiptinn og dulur.

Hann átti 3 sonu, vaxna; ekki voru þeir honum að skapi, enda var móðerni þeirra ekki gott. Skilið hafði hann samvistum við móður þeirra, en var nú giftur konu er Ingibjörg hét, voru þeirra samfarir góðar, hún var vönduð kona og hæglát.

Sá var helzti ljóður á ráði Sveins að hann var nokkuð ölkær og gætti lítt hófs, ef honum varð á að mynnast við flöskuna. Ingibjörg hélt honum mjög frá víni.

Þau höfðu eignast tvær dætur en misst báðar á 1. ári. Yngri dótturina misstu þau í Steinnesi. Ég man þann atburð eftir 50 ár eins og hann hefði gerst í gær. Litla stúlkan lá aftur í bak rúminu þeirra. Séra Bjarni kraup við rúmstokkinn, hélt um handleggi hennar og gerði ýmist að lyfta þeim eða þrýsta þeim að síðum hennar. Hún opnaði blá augun við og við og horfði á hann syfjuðum augum. Svona leið nokkur stund, barátta milli lífs og dauða - án þjáningar. Við rúmstokkinn stóð móðirin hljóðlát og harmi lostin. Létt andvarp leið frá brjósti litlu stúlkunnar, - annað og þriðja - og hún var örend.

Ekki var Sveinn við dánarbeð hennar, hann var einhvers staðar úti við vinnu sína - eða í ferðalagi. Seinna eignuðust þau þriðju dótturina, er hún enn á lífi.

Við Sveinn unnum mikið saman og fór vel á með okkur; hlífði hann mér við öllu erfiði, sem mér var um megn og var mér hinn bezti vinnufélagi.

Við unnum að vallarávinnslu, hann malaði áburðinn, ég mokaði upp í kvörnina. Sauðataðið, sem á þeim árum var brennt, stakk hann, krakkar báru til dyra en ég ók því í hjólbörum á þurrkvöllinn. Við tókum til tófta og biuggum um öll hey, bæði haust og vor, ristum heytorf og fluttum það úr flagi, var það hvortveggja erfitt verk. Þá voru engar hlöðurnar og þurfti mikið heytorf þar sem mikið var heyið. Mikill tími fór í að gera við hús, hlaða upp veggi og gera við þök. Við tókum upp mó. Stakk Sveinn móinn og kastaði upp úr gröfinni; ég henti hnausana á lofti og hlóð þeim í kesti á bakkanum. Eftir 2-3 daga reiddum við hann út í krókum eða á kerru, ef henni varð komið við. Síðan hreyktum við honum, og fluttum hann heim á haustin í hripum.

Venjulega byrjuðum við vinnu eftir morgunverð. Hafði ég þá verið í ýmsum snúningum, og unnum til kl. 8-9 á kvöldin. Þá fór ég heim og Sveinn að ganga til ánna - um sauðburðinn til kl. 11-12. Og kl. 7 á morgnana fór hann til ánna og hafði lokið eftirlitinu um kl. 9½. Bjargaði hann mörgu lambinu og margri lambsmóðurinni, sem gat ekki fætt án hjálpar, frá kvalafullum dauða. Liti út fyrir hret á kvöldi var smalað óbornum ám og þær hýstar, lömb sem komin voru á spena voru falin forsjá mæðra sinna og sakaði þau sjaldan nema hretið væri því verra. Sveinn þekkti allar ærnar með nafni og vissi um burðardaga þeirra og leitaði þeirra þangað til hann fann þær, hafði hann oft mikið fyrir þessu, en dyggð hans og húsbóndahollusta var meiri en í meðallagi; átti við hann, sem bóndi nokkur sagði um vinnumann sinn, að hann gréti af dyggð.

Stæði ær yfir dauðu lambi varð að koma henni í hús, leita síðan að tvílembingi og venja undir hana. Var þá skinnið fengið af því dauða og saumað á það lamb sem venja átti undir ána. Gott var að rjóða blóði hins dauða á höfuð og rass hins, var ærin síðan byrgð í dimmu húsi; tókst þá venjulega að blekkja ána, sem hélt það vera sitt er hún hafði þefað af því. Væri ærin lambelsk tók hún lambið fljótt, en væri hún stygg og kaldlynd gekk oft illa að sætta hana við lambið. Ég gekk sjaldan til ánna með Sveini, var latur að vaða blauta flóana og kunni engin tök að koma lambi á spena eða veita fæðingarhjálp; - það er þó hin mesta nauðsyn hverjum bónda að kunna á þessu góð skil.

Frá einum atburði ætla ég þó að segja, þar sem ég gat orðið að liði - og sýnir hörku sauðkindarinnar og hreysti.

Við Sveinn vorum að smala ánum og skyldu lömbin mörkuð. Rakst ég þá á unga á, sem lá afvelta milli þúfna með lamb í burðarliðnum. Fyrir aftan hana var þúfa og þrýsti hún svo að henni að höfuð lambsins rakst í þúfuna svo að fæðing var vonlaus. Ég hagræddi nú veslings ánni, sem var svo nauðulega stödd. En hún var slegin slíkum ótta að hún spratt upp og hljóp eins og hún væri hundelt. Lambið þrýstist smátt og smátt út úr burðarliðnum og skall fremur óþyrmilega á jörðina. Hin unga, óttaslegna, móðir sinnti ekki lambinu og hljóp áfram skelfingu lostin. Ég lagðist niður milli þúfna og beið þess að hún áttaði sig og vitjaði lambsins. Brátt stanzaði hún og hljóp til lambsins, sem var að reyna að brölta á fætur. Hún þefaði af því og tók að kara það. Ég beið þangað til lambið var komið á spena. Móðurástin hafði sigrazt á hræðslunni. Lífi móður og lambs var borgið.

Hér segir frá einni kaupstaðarferð okkar Sveins.

Áður en Kaupfélag Húnvetninga tók að hafa opna sölubúð allt árið höfðu bændur um nokkur ár starfrækt pöntunarfélag og pöntuðu matvöru og aðrar nauðsynjar; kom varan á vorin nokkru fyrir slátt og var skipt milli félagsmanna. Húsakostur var fyrst lítil eða enginn; varan geymd undir segli og vakað yfir henni. Pöntunarsvæðinu var skipt í deildir eftir hrepp um og vörunni úthlutað vissa daga í hverri deild undireins og hún var komin.

Laugardaginn í 10. sumarviku sendi séra Bjarni okkur Svein með 10 hesta undir reiðingi að sækja vörur. Við fórum Húnavatn á vaðinu fyrir vestan Akur. Er um hálftíma reið yfir vatnið sem er sjaldan grynnra en á síðu og dýpra um flóð og í norðankuli.

Við vorum með tvær folaldshryssur; þær eru alltaf vandmeðfarnar, hætt við klumsi ef þær hitna í rekstri og látnar standa í rétt.

Þegar í kaupstaðinn kom, létum við þær á gras. Sveinn var hraðhentur við að taka út vöruna og binda upp á hestana og hjálpaði ég honum eftir megni. Tókum við síðan hestana, löguðum á þeim reiðingana og girtum þá. Sveinn var handfljótur að snara upp vörunum. Eg varð að láta mér nægja að standa undir, þótti þó minnkun að; það var stolt hvers stráks að verða snemma baggafær, fyrr gat hann varla talist maður með mönnum og ekki hlutgengur í hópi kvenna, því hreysti og karlmennsku dáðu konur þá jafnvel meira en nú.

Þegar við vorum komnir inn fyrir Blöndu bað Sveinn mig að sjá um lestina og láta hana rölta suður veginn meðan hann skryppi til Möllersverzlunar og fengi sér á vasapelann.

Nokkru fyrir sunnan Draugagil náði hann lestinni og hafði tveggja potta blikkbrúsa á hnakknefinu með brennivíni, var hann búinn að taka úr honum tappann og svala sárasta þorstanum og lét nú verða stutt á milli sopa. Varð ég hræddur um að hann drykki sig ófæran og fékk hann til að láta dunkinn í poka og binda hann við hnakkinn. Sveinn var nú orðinn ör af víni og kvað við raust. Ég spurði hann hvort Ingibjörgu, konu hans, félli ekki illa, ef hann kæmi fullur heim. Hann sagði að nú yrði ekki farið að því, nú væri hann sinn eigin herra; kæmi hann lestinni heim og vörunni óskemmdri varðaði kerlingu sína ekkert um þó hann væri góðglaður, og ekki mætti minna vera en hann létti af  sér þrældómsokinu einu sinni á ári - og sæi til sólar.

Sagði hann mér, að einu sinni hefði hann verið staddur á Blönduósi og var búinn að fá sér þriggja pela flösku af brennivíni. Stóð hann á árbakkanum rétt norðan við Möllersbúðina, var búinn að taka tappann úr flöskunni og var að bera stútinn að vörum sér og hlakkaði til að fá sér vænan teig. Veit hann þá ekki fyrri til en læðst er aftan að honum, þar sem hann stóð grandalaus á árbakkanum og horfði til Strandafjalla og Húnaflóans sem sindraði í skini kvöldsólarinnar í júní og flaskan þrifin af honum og kastað út í Blöndu. "Var Ingibjörg mín þarna komin, og þá langaði mig til að berja hana", sagði Sveinn og hló við og kenndi klökkva og kjökurs í röddinni. "En svo mikið vald hafði ég yfir mér, lagsmaður, að ekki keypti ég aftur á flöskuna í þeirri ferð, og hefði hún þó átt það skilið fyrir bölvaða frekjuna. En Ingibjörg hefur verið mér góð kona og viljað mér vel. Ég var ógæfusamur maður áður en ég kynntist henni, en nú tel ég mig gæfumann, þó ég hafi misst litlu stúlkurnar okkar. En nú langar mig til að fá mér kot og fara að hokra. Í vinnumennskunni má ég aldrei um frjálst höfuð strjúka, kaupið lítið og verkin oft vanþökkuð þó maður reyni að leggja sig fram og vinni af dyggð og trúmennsku".

Öl er innri maður, segir máltækið. Víst var það, að vínið örvaði hann, svo að hann sagði hug sinn allan. Nú var hann ekki hinn duli og fáláti Sveinn. Við höfðum farið lestamannaleiðina inn Hjaltabakkamela, inn að Laxá, niður með henni og yfir hana þar sem hún fellur niður á sandinn, skammt frá sjó, suður Húnstaða- og Skinnastaðasand, suður að Akursmelum og vestur með þeim í áttina til Húnavatns. Hestarnir voru heimfúsir og stigu greitt. Nokkrum sinnum hafði Sveinn farið af baki og hresst sig á víninu en var enn ekki mjög drukkinn. Þegar við komum vestur fyrir melana og beygðum inn með vatninu, verður Sveini litið um öxl og sér þá að pokinn er horfinn frá hnakknum.

Sveinn bað mig að líta eftir lestinni meðan hann leitaði pokans. Brennivínið mætti hann ekki missa. Ég sagði að svo yrði að vera. Bað ég hann að hraða för sinni því óvíst væri að ég gæti haldið aftur af hestunum. Og ef ég missti þá í vatnið gæti svo farið að þeir veltu af sér böggunum og væri þá varan ónýt. Sveinn var óðar horfinn úr augsýn fyrir melbarð. En brátt sá ég hvar hann kom þeysandi, kveðandi við raust, með flaksandi kápuna og jakkann, baðandi út öllum öngum og með dunkinn í annarri hendi. Þá sá ég Svein glaðastan.

Við löguðum á hestunum og lögðum í vatnið. Það var grynnra en um morguninn, því nú var fjara. Sveinn reiddi nú dunkinn á hnakknefinu, vildi hann vita hvað honum leið úr þessu - ekki eiga neitt á hættu.

En helst til oft þótti mér hann taka úr honum tappann, það sem eftir var leiðarinnar. Gerðist hann nú alldrukkinn; oft lá nærri að hann dytti af hestbaki. Hann slagaði sitt á hvað út á hliðarnar. En það var eins og hesturinn skildi ástand riddarans og gekk undir hann svo hann gat rétt sig við.

Segir svo ekki af ferðum okkar fyrr en við komum í hlað í Steinnesi. Sveinn tók ofan af öllum hestunum, en datt á rassinn við hvern bagga um leið og hann lyftist upp af klakknum.

Leiðir okkar Sveins skildu. Hann fluttist vestur í sýslu þar sem hann mun hafa náð sér í kot og hokrað nokkur ár við lítil efni. Hann hafði eytt bestu árum ævi sinnar í örðugum vistum og var orðinn mjög lúinn þegar hann fór að eiga með sig sjálfur. Honum var líka þannig farið að vinna öðrum betur en sjálfum sér.

Húsbóndahollustan var honum í blóð borin. Hann varð ekki gamall maður. B.M.

 

Þjóðviljinn 22. maí 1955

Björn Magnússon 11.sept. 1887 - 6. des. 1955 Kennari á Blönduósi og víðar, síðar bóndi á Rútsstöðum í Svínadal, síðast í Reykjavík, húsagerðarmaður í Ásgarði Skildinganesi, Kjós 1930

Sveinn Jósefsson 10. júní 1861 - 14. apríl 1918, bóndi á Egilsstöðum, hjú í Steinnesi 1901

Sr. Bjarni Pálsson 20. jan. 1859 - 3. júní 1922 Prestur á Ríp í Hegranesi 1886-1887 og í Þingeyraklaustri í Þingi frá 1887 til dánardags. Prófastur frá1914.

 

Í manntalinu 1901 er Sveinn Jósepsson vinnumaður hjá prestinum í Steinnesi, orðinn fertugur, Ingibjörg kona hans, fjórum árum yngri, dæturnar báðar dánar en sú yngsta ófædd, unglingurinn Björn lýsir vinnubrögðum og verkaskiptum hjá sér og þessum lífsreynda vini sínum, sem á að baki, hjónaband og þrjá syni, en betur lukkast það sem Sveinn á nú, en sögumaðurinn Björn var bróðir Kristins á Kleifum og því á þessi rannsókn á Steinnesbúskap rætur í sýningu Kleifamanna í sumar(2017)/Ekkert jarm og Ásdís Kristinsdóttir sótti inn í hús myndina af bræðrunum frá Ægissíðu og bar hana út í sólskinið. Rifjaðist þá upp fyrir ritaranum að Jósefína amma hans hafði mætur á þessum mönnum og vildi ekki að gleymdist að þeir voru Húnvetningar.

 

  Þjóðviljinn 22. maí 1955 http://timarit.is/files/14120679.pdf#navpanes=1&view=FitH

Sýningin á Kleifum - Stökuspjall: https://www.huni.is/?cid=13971Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 478245
Samtals gestir: 92128
Tölur uppfærðar: 30.3.2020 07:14:17