07.08.2017 21:53

Vísnaþáttur JTr. 1970 & Mt.1910

JÓNAS TRYGGVASON:

Fjallgöngumaður

1. Mér varð oft í æsku litið
upp á fjallsins bláu tinda.
Þangað hug minn sífellt seiddi
sumarfegurð bjartra mynda.
Eftir því, sem árin liðu,
eldheitari varð sú þrá
að sigra bergsins bröttu leiðir,
brúninni að ná.

2. Ýmsum fannst sem engum mundi
auðnast slíka þraut að vinna.
Deigra manna æðruorðum
engu hlýt ég þó að sinna.
Upp skal klífa á efsta tindinn
og ekki sakast neitt um það,
þótt góðrar ferðar enginn óski,
er ég legg af stað.

3. Morgunsólin hæsta hnjúkinn
hjúpar gullnum töfraeldi.
Yfir bláum eggjum hvílir
undrafegurð, tign og veldi.
Meðan aðrir ennþá sofa,
einn ég reika fjallsins til.
Við mér blasa brattir hjallar
bergsins gráu þil.

4. Hlær mér kapp í heitum barmi,
hér mun engum duga að letja.
Áfram skal en ei til baka.
Örðugleikar skapið hvetja.
Þar, sem ekkert er að vinna,
engum sigri er hægt að ná;
þar, sem engu er unnt að tapa,
ekkert vinnast má.

5. Urðin liggur brött að baki
bergið rís, er ofar dregur.
Hér er örðugt yfirferðar,
ekki er þetta ruddur vegur.
Þeim, sem troðnar götur ganga
gleymist oft, að hverja slóð,
sem er greiðfær öllum orðin
einhver fyrstur tróð.

6. Tyllt er hönd á tæpar syllur,
tánum beitt í naumar sprungur,
lengra, ofar, áfram miðar
yfir torsótt hrikaklungur.
Vöðvar stælast, viljinn harðnar
við að sigra hverja raun.
Oft hafa þyngstu erfiðleikar
átt sér dýrust laun.

7. Loks við augum brúnin blasir
björtum vafin sólararmi.
Þrönga hef ég götu gengið,
gleðin ólgar mér í barmi.
Það, sem unga æsku dreymdi,
uppfyllingu hlotið fær,
stund, sem áður oft ég þráði,
er nú loksins nær.
 
8. Tigna fjall, sem ávallt áttir
innstu þrá í huga mínum.
Eg vil dvelja einn og njóta
útsýnar af tindi þínum.
Engin laun þó önnur hljóti
en þá dásamlegu sýn,
finnst mér vera að fullu goldin
ferðin upp til þín.

9. Stend ég einn á hæsta hnjúknum,
hrifinn töfrum morgunstundar.
Eldur sólar sindrar yfir
sveitinni, sem ennþá blundar.
Finnst mér eins og yfir landið
einhver rétti bjarta hönd,
hönd, sem blessar yfir alla
innst úr dal að strönd.

Úr Húnavöku 1968 bls. 30-32
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=382381&pageId=6342954&lang=is&q=H%DANAVAKA


Sóknarbörnin 1910                Bólstaðarhlíðarsókn

Höskuldsstaðasókn er fjölmennust í mt. 1910 en þá telja 3 sóknir í austursýslunni vel á fjórða hundrað sóknarbörn: Þingeyrasókn, sem nær vestur í Víðdal 323 manns, í Blönduóssókn eru 345 manns en Blönduósbyggðin fyrir utan á heyrði til Höskuldsstaðasókn sem telur alls 354 sálir og er fjölmennust. Fámennastar eru Auðkúlusókn 104, Bergsstaðasókn 133, en Bólstaðarhlíðarsókn og Svínavatnssókn eru áþekkar með 166 og 169 manns.

Bólstaðarhlíð varð prestsetur jafnframt því að vera  eignarjörð sr. Björns Jónssonar sem dæturnar átti sjö og þær presta sem sátu á sínum kirkjujörðum svo engin var tilbúin að taka við ættarsetrinu í Hlíð þegar dauðinn barði á dyr hjá presti.  http://stikill.123.is/blog/2011/04/25/519100/   Útvegsbóndinn og smiðurinn Klemens Klemensson -- utan af Skaga -- kom þá til sögunnar, var fluttur að Holtastöðum, tengdasonur Þorleifs ríka í Stóradal og systir hans, Valgerður Klemensdóttir, varð seinni kona sr. Björns. Þau barnlaus svo ekkjan var ein af erfingjunum. En Klemens hittum við á Auðólfsstöðum 1816, er þá tvítugur vinnumaður hjá Birni Guðmundssyni móðurbróður sínum og afa Arnljóts Ólafssonar Sauðanesprests. Sr. Björn í Bólstaðarhlíð átti Hlíðar-Halldóru(1703) fyrir ömmu, þá er stóð uppi í hárinu á Páli Vídalín og orti um hann vísuna:

Á grænum klæðum skartið skín
skrýtilega kvað hann.
Virðar segja Vídalín
vera skrækrómaðan.     http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=26875  

Sonarsonur hennar, séra Björn í Bólstaðarhlíð/Hofi, sendir beiðni um matföng á seðli til vinar síns og nágranna Björns í Höfnum en þá var sr. Björn prestur á Hofi og söng tíðir í bænhúsinu í Höfnum. Björn lauk svo ljóðinu:

Allt mun þetta etið á Hofi
enginn þó að skammtinn lofi.   http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=24700  

 http://stikill.123.is/blog/record/515728/  Klemens Klemensson kemst að höfuðbólinu eftir daga sr. Björns, byggir þar upp glæsilega kirkju af timbri og skírir syni sína Þorleif og Guðmund, yngra bróðurinn en sá erfir höfuðbólið. Konu sína sækir Guðmundur vestur fyrir Blöndu, Ingiríði Erlendsdóttur frá Tungunesi. Árið 1910 eru þau hjónin enn húsbændur á bænum, komin um sextugt, Erlendur sonur þeirra hefur náð 13 ára aldri en eldri sonurinn, Klemens er að heiman, stundar nám við Flensborg í Hafnarfirði, lauk þaðan prófi og fór síðar út til náms í Voss og Askov og dvaldi ytra fram  haustsins 1915, en þá kom hann heim og tók við ættaróðalinu í fardögum 1916 þó hugur hans stefndi fremur til kennslustarfa og trúmála.

Guðmundur Klemensson húsbóndi G 1848 -  Ósk Ingiríður Erlendsdóttir húsfreyja 1851 -  Klemens Guðmundsson 1892 í námi v/Flensborgarskóla -  Erlendur Guðmundsson barn þeirra 1897 -  Þórunn Eyjólfsdóttir ekkja, húskona 1870 -  Klemens Þorleifsson sonur hennar 1896, Ingiríður Elísabet Sigfúsdóttir fósturbarn hjónanna 1904 -  Jón Þorfinnsson húsmaður G 1883 -  Guðrún Árnadóttir G 1887 -  Hilmar Angantýr Jónsson sonur þeirra 1910 -  Halldór Jónas Halldórsson lausamaður G1862 -  Guðrún Gísladóttir húskona 1864 G -  Sólveig Guðrún Halldórsdóttir barn þeirra 1908 -  Þorkell Tómasson þurfamaður 1861 -  Jón Hallgrímsson lausamaður 1838 -  Þóra Jónsdóttir húskona ekkja enginn aldur

Sá er menntunar leitaði, Klemens Guðmundsson, varð sem einbirni, því Erlendur bróðir hans náði ekki fullorðinsaldri og hlaut Klemens því að hverfa heim eftir námsár við lýðháskóla úti í Noregi og Danmörku, fékk eiginkonu norðan af Langholti,  Elísabetu frá Kjartansstöðum, glæsilega stúlku og búkonu en oft var  Klemens afbæjar, erindum að sinna, símstöð var sett upp í Bólstaðarhlíð og miklar gestakomur þar. Skilnaður varð með þeim Klemensi og Elísabetu og skiptu þau höfuðbólinu milli sín, en Erlendur sonur þeirra fékk helming föður síns og bjó þannig á móti móður sinni. Klemens flutti á Botnastaði og síðar í Húnaver þegar það var reist og leigjendur hans á Botnastöðum, þau Anna og Guðmundur urðu fyrstu húsverðir í félagsheimilinu.

Brúðkaupsdagur þeirra Klemens og Elísabetar var sautjándi júní 1916, hefur borið upp á laugardag og faðir brúðgumans var svaramaður, en hinn var stórfrændi brúðarinnar, hann Stefán búfræðingur sem hafði gifst annarri Elísabetu upp á Laxárdal og náfrænku Klemensar. Ingiríður í Hlíð og Guðmundur í Mjóadal voru systkin. Stefán í Mjóadal fær titilinn organisti. Hann flytur síðar með sína Elísabet að Gili og eignast organista og söngstjóra fyrir tengdason, Þorstein frá Eyvindarstöðum, organista í Bólstaðarhlíðarkirkju og forveri Jóns í Ártúnum, þau Steini og Imma fluttu til Blönduóss, keyptu Fornastaði, hún hélt áfram ljósmóðurstörfum sínum en hann varð sýsluskrifari og organisti í þessum höfuðstað Húnvetninga.

Manntalið 1910 hefst í Þverárdal: Þorvaldur Guðmundsson húsbóndi G 1883 -  Ingibjörg Salóme Pálmadóttir k.h. 1884 - Svavar Dalmann sonur þeirra 1910 -  Guðm. Gíslason hjú þeirra G 1852 - Vilhjálmur Benediktsson hjú þeirra óg 1894 -  Júlíana Guðrún Diðriksdóttir hjú þeirra óg 1877 -  Guðrún Karitas Guðmundsdóttir tökubarn óg. 1897 -  Hansína Sigurbjörg Guðmundsd. hjú þeirra óg. 1886 -  Guðbjörg Guðmundsdóttir húskona G 1862 -  Emelía Ingibjörg Guðmundsdóttir dóttir hennar óg. 1893 -  Ingibjörg Ólafsdóttir húskona óg. 1871 -  Ingólfur Theódór Guðmundsson sonur hennar 1905 -  Brynjólfur Benedikt Bjarnason húsmaður 1865 -  Skyttudalur Árni Frímann Árnason húsbóndi 1861 -  Guðrún Stefanía Björnsdóttir k.h. 1881 -  Friðgeir Árnason sonur þeirra 1905 -  Mjóidalur Guðm. Erlendsson húsbóndi G 1847 Ingibjörg Sigurðardóttir k.h. 1848 -  Jóhannes Ásgrímsson hjú þeirra óg. 1858 -  Björn Ludvig Blöndal Jónsson hjú þeirra 1894 - María Steinsdóttir hjú þeirra ekkja 1870 - Björg Sveinsdóttir dóttir hennar 1897 - Arndís Guðmundsdóttir hjú þeirra óg. 1896 Guðríður Guðmundsdóttir kostuð af syni sínum, ekkja 1837 - Stefán Sigurðsson húsbóndi G 1879 - Elísabet Guðmundsdóttir k.h. 1884 - Ingibjörg Stefánsdóttir dóttir þeirra 1907 Gautsdalur Guðmundur Björnsson húsbóndi G 1866 - Margrét Gísladóttir húsmóðir G 1844 - Bjarni Guðjón Guðmundsson tökubarn 1897 - Hvammur Sigurður Semingsson húsbóndi G 1867 - Elísabet Jónsdóttir k.h. 1865 - Kristján Sigurðsson sonur þeirra óg. 1896 - Jón Sigurðsson s.þ. 1898 - Þorbjörg Sigurðardóttir d.þ. 1899 - Þorsteinn Sigurðsson s.þ. 1901 - María Sigurðardóttir d. þ. 1902 -  Guðmundur Sigurðsson s. þ. 1904 - Sveinbjörg Sigurðardóttir d. þ. 1905 - Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir d. þ. 1905 - Árný Guðlaug Sigurðardóttir d.þ. 1907 - Guðlaug Jónsdóttir húskona ekka 1963 Mörk Skarphéðinn Einarsson húsbóndi G 1874 - Halldóra Jónsdóttir k.h. 1880 - Ósk Skarphéðinsdóttir dóttir þeirra 1902 - Guðmundur Þorsteinn Þórðarson húsbóndi óg. 1873 Guðbjörg Jónasdóttir húsmóðir óg. 1848 - Ingiríður Jósepsdóttir dóttir hennar 1895 - Guðberg Stefánsson dóttursonur hennar 1909 - Skeggsstaðir Sigvaldi Björnsson húsbóndi G 1848 -  Hólmfríður Bjarnadóttir kona hans 1862 -  Jóna Sigvaldadóttir 1891 -  Kristín Sigvaldadóttir 1900 -  Margrét Jónsdóttir ættingi G 1830 -  Pétur Ólafsson húsmaður óg 1830 -  Guðmundur Sveinsson hjú óg. 1871 -  Þóra Halldórsdóttir á meðgjöf 1906 -  Björn Ólafsson fósturbarn 1897 -  Benedikt Benjamínsson lausamaður óg. 1878 -  Sigríður Björnsdóttir ættingi óg 1862 Fjósar Gunnar Jónsson húsbóndi G 1882 -  Ingibjörg Lárusdóttir k.h. 1883 Drengur 1910 s.þ. Helga Jónsdóttir móðir húsb. ekkja 1846 - Árni Jónsson vm óg 1877 Ingibjörg Helgadóttir húskona 1852 - Guðmundur Halldórsson á meðgjöf Gil Sigurjón Helgason húsbóndi 1867 - Sigrún Tobíasdóttir -  Tobías 1897 - Sigurður 1900 -  Þórður allir Sigurjónssynir 1909 -  Guðrún Jónasdóttir móðir konunnar 1844 -  Sigurjón Gíslason hjú 1894 -  Sigurbjörg Jónsdóttir hjú 1865 - Stefán Eyjólfsson lausamaður 1873 Botnastaðir Björn Sveinsson húsbóndi 1867 - Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja 1868 - Jón Björnsson 1891 Eiríkur Björnsson 1895

Þorvaldur í Þverárdal er nýgiftur konu af grónum bændaættum, dóttur Pálma á Ytri-Löngumýri og systur Jóns á Akri. S Þau bjuggu 1 ár í Þverárdal, á Mörk 1911-15 og fluttu þá yfir í Skagafjörð, að Brennigerði í Borgarsveit og síðast á Krók þar sem Þorvaldur var sjúkrahúsráðsmaður og síðar hreppsstjóri. Þorvaldur Guðmundsson Minning: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1338777

Í Skyttudal býr Árni gersemi sem fæddist á ysta bæ sóknarinnar, út á Mörk á Laxárdal 1861 meðan þar var margbýlisfátæktarbasl eins og bræðurnir og jarðeigendur Erlendur og Jón í Stóradal kynntu jörðina fyrir foreldrum Erlendar á Mörk, en að Skyttudal kom Árni hann eftir hretviðri ævinnar með unga konu norðan úr Sæmundarhlíð og unga soninn Friðgeir sem flutti með móður sinni á Krók en síðan til Siglufjarðar þar sem hann ílentist. Drukkinn bóndi úr Skyttudal/Gfrímann: http://stikill.123.is/blog/record/533462/ Saga af Laxárdal á 18. og 19. öld: http://stikill.123.is/blog/2011/02/11/504051/  Merkurmannatal 1848-1865: http://stikill.123.is/blog/2010/11/14/488363/

Hreppstjóri sveitarinnar situr í Mjóadal, Guðmundur frá Tungunesi og þar býr með honum dóttir hans, Elísabet og Stefán verðandi hreppsstjóri, þau keyptu síðar Gil og gerðu þar garðinn frægan, en bréf Elísabetar til Ingibjargar systur hennar í Síðumúla er einstök heimild um hversdag sveitunganna og hjartalag bréfritara.

Nokkur bréf EG eru prentuð í Stikli 4/IHJ

Brúðkaupsopnan í kirkjubókinni

Min. Bergsstaðaprestakall 1857-1922 bls. 284-285

Kirkjubækur skiptast niður í skírnir, fermingar, giftingar, útfarir og lengi vel voru þar manntöl sem prestarnir tóku þegar þeir húsvitjuðu, hlýddu börnum yfir, hvort þau væru læs og hvernig þau væru að sér. Erlendur á Mörk á sína sögu af prestskomunni eins og fleiru, en á stóru brúðkaupsopnunni eru skráðar 13 giftingar:

1.      23/2 ´02 Sigrún S. Gunnarsdóttir og Sveinn Geirsson, bæði vinnufólk á Eiðsstöðum. Svaramenn eru Hannes á Eiðsstöðum og Pétur á Bollastöðum.

2.       18/8 ´02 Kristvina og Sigfús Eyjólfsson

3.       30/8 ´02 Halldóra Jónsdóttir og Skarphéðinn Einarsson á Mörk

4.       13/11 ´02 Zóphónías Einarsson lausamaður á Æsustöðum 25 og Guðrún Sólveig Pálmadóttir bóndadóttir Æsustöðum 24 ára. Svaramenn: Pálmi Sigurðsson Æsustöðum og Guðmundur bóndi Jónsson á Auðólfsstöðum.

5.     16/7 ´03 Guðmundur Jónsson Auðólfsstöðum og Jónína S. Hannesdóttir ráðskona hans. Svaramenn Árni Ásgrímur Þorkelsson Geitaskarði ogBrynjólfur Bjarnason óðalsbóndi Þverárdal.

6.       16/7 ´03 Friðfinnur Jónsson trésmiður Blönduósi 30 og Þórunn Hannesdóttir heimasæta á Fjósum 29 ára. Svaramenn Jónas Jónsson óðalsbóndi í Tungu og Páll Sigurðsson bóndi á Fjósum.

7.       27/10 ´03 Jón Ólafsson vm Vatnshlíð 37 og Una Sigríður Jónsdóttir vk Vatnshlíð 30, gift í Valadal. Svaramenn: Guðmundur Sigurðsson bóndi í Vatnshlíð og Hjálmar Sigurðsson söðlasmiður Blönduósi.

8.     22/11 ´03(óvíst, gæti verið ´04 eða ´05) Andrés Gíslason bóndi á Hóli 41 og Margrét Sigríður Jónsdóttir ráðskona á Hóli 30 ára. Svaramenn: Þorkell Þorkelsson b. Barkarstöðum og Jón Jónsson b. Eyvindarstöðum.

9.    23/6 ´06 Stefán Sigurðsson búfræðingur Mjóadal 26 ára og Elísabet Guðmundsdóttir heimasæta í Mjóadal, gift heima í M. Svaramenn: Guðm. Erlendsson óðalsb, í Mjóadal og Jónas Jónsson óðalsb. Finnstungu.

10.   25/8 ´06 Sigurður Helgi Sigurðsson 32 kaupm. Siglufirði og Margrét Pétursdóttir heimasæta á Gunnsteinsstöðum 23 ára. Svaramenn Pétur Pétursson óðalsbóndi á Gunnsteinsstöðum og Ásgrímur Pétursson bókhaldari Hofsósi.

11.   30/10 ´06 Jón Jóhannsson vm Stafni og Ingibjörg Gísladóttir vk. Stafni 26 ára Svaramenn Eyjólfur Hansson b. Stafni og Sigfús Eyjólfsson b. Botnastöðum

12.   6/12 ´06 Sveinn Jónsson húsmaður Eiríksstöðum 39 og Vilborg Ólafsdóttir 19 ára heimasæta á Eiríksstöðum. Svaramenn: Jónas Illugason Brattahlíð og Jón Jónsson b. Eyvindarstöðum.

13.   Gunnar Jónsson 25 ára búfræðingur á Fjósum og Ingibjörg Lárusdóttir 24 húskona á Fjósum, gift í Skarði v/Sauðárkrók

 

Á næstu síðu

14.1907   Benedikt Helgason 30 ára og Guðrún Þorláksdóttir 21 árs Ytra-Tungukoti. Svaramenn Jónas Jónsson og Sigurjón Jóhannsson bændur í Finnstungu

15.    Þorkell 35 ára lausamaður á Brandsstöðum og Rósa Helgadóttir húskona í Brattahlíð 36 ára, eru í húsmennsku á Botnastöðum 1915, á Bergsstöðum 1917


Nokkrir bæir í Hlíðarsókn 1905: http://stikill.123.is/blog/2017/06/09/766059/

 Á öftustu opnu í kirkjubók fyrir Bergsstaðaprestakall 1857-1922 er skrá yfir dána:
1918 25/6 Guðrún S. Ólafsdóttir prestskona á Bergsstöðum 27 ára -- æðastífla
1919 26/5 Guðmundur Sigurðsson f bóndi í Vatnshlíð 74 ára -- heilablóðfall
- 27/5 Þorkell Tómasson þurfamaður til heimilis í Skyttudal 65 -- lungnabólga
- 25/6 Björn Stefánsson 61 árs, á framf sonar, Ólafs í Mörk -- bilun í höfði(útf.Ríp)
- 12/7 Óskírður drengur Gísla Pálmas Æsust, útför fi. 18/9
- 17/9 Pétur Pétursson óðalsb. Bollastöðum 57 útf. þri 7/10 -- lífhimnubólga
1920 24/2 Þorbjörg Guðm.d. heimas. Mjóadal 35 útf. þri. 23/3 -- brjóstveiki
 -- 12/9 Elísabet Jónsdóttir hfr.Hvammi Lax 56 ára útf. lau 2/10 nýrnaveiki

Vísnaþáttur úr Einherja 7/10 1970


Jónas Illugason frá Brattahlíð kvað á yngri árum:
Stend ég upp við stafinn minn
Stormar lífsins hvína.
Ég er að leita en ekki finn
efni í konu mína.

Um fréttaglaðan mann, sem mjög var á stjái, kvað Jónas:
Flækings hraðar ferðum glatt
fyllir slaðurseyra.
Á sér stað hann segi satt,
svo er það ei meira.

Þegar Jónas, á efri árum, fór í síðasta sinn um Eyvindarstaðaheiði og kvaddi þar kunnar stöðvar, orti hann m. a. eftirfarandi vísur í áfangastað gangnamanna við Svörtukvísl:
1. Ýms upprifjast atvikin.
Óm ég liðins heyri
þá er kveð ég síðsta sinn
Svörtukvíslareyri.


2. Hér var ærsla-áfanginn
og arnar- flíkað leiri,
og margur sopinn seitillinn
á Svörtukvíslareyri.


3. Óðum styttist áfanginn,
annar byrjar meiri.
Legst ég brátt í síðsta sinn
á svörtu kvíslareyri.


4. Frænda og vina flokkurinn,
falinn heims af leiri,
fagnar mér í fyrsta sinn
á fögru kvíslareyri.


Að gefnu tilefni á hreppsnefndarfundi kvað Kristján
Sigurðsson frá Hvammi eitt sinn:
Lítið er um lærdóminn.
Læs er ekki kennarinn.
Eitthvað krotar oddvitinn,
en óskrifandi er presturinn.


Í bændaför, sem Húnvetningar fóru í fyrir allmörgum
árum, var meðal annarra þátttakenda ung stúlka, fósturdóttir Jósafats á Brandsstöðum, en hinsvegar var nafn Jósafats á skrá yfir þátttakendur fararinnar.
Þá kvað Jón frá Eyvindarstöðum:
Mikið breytir fólki fat.
Farvi á vörum rauður sat.
Ég eiginlega aldrei gat
áttað mig á Jósafat.


Kristján frá Hvammi leit öðruvísi á málið:
Það er á fólki misjafnt mat.
Menn eru að þrá og vona.
Ég kann vel við Jósafat.
Ég vil hafa 'ann svona.


Sveinn Hannesson frá Elivogum bjó síðustu ár æfi sinnar á Refsstöðum í Laxárdal. Eitt sinn á hörðum útmánuði varð jarðlaust í dalnum. Þá bauð séra Gunnar Árnason Sveini að taka hross hans í hagagöngu í Æsustaðafjalli. 
Af því tilefni kvað Sveinn:
Þegar hestahaga þraut,
herti klakatakið,
Gunnar prestur skildi skaut
skálds yfir nakið bakið.


Halldór Guðmundsson, EfriLækjardal, lánaði eitt sinn Stefáni skáldi frá Hvítadal reiðhest sinn gráan, mikinn gæðing. Þegar Stefán skilaði hestinum, varpaði hann á eiganda hans þessari stöku:
Gráni fljót og geymi sig,
gráni rót - og fylli,
gráni hótin, gleðji þig
Grána fótasnilli.


Eftir beiðni sendi ég Einherja örfáar stökur úr ýmsum
áttum og þó allar með nokkrum hætti tengdar sama
umhverfi.
Traustatak er viðhaft á birtingu vísnanna, en ég vona, að þar komi þó ekki til neinna eftirmála.
Jónas Tryggvason
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 478234
Samtals gestir: 92128
Tölur uppfærðar: 30.3.2020 06:18:21