09.06.2017 10:40

Í Hlíðarsókn 1905

1905

Ef við veljum að setjast niður með sóknarmönnum í Bergsstaðaprestakalli 1905, fyrir rúmri öld, göngum við fyrst heim götuna á Botnastöðum en þangað flutti nýja ljósmóðirin í sveitinni, Sólveig Guðmundsdóttir 29 ára ásamt Halldóri Hjálmarssyni 34 og sonunum Sigurði 7 og Hafsteini 1 árs, en næstelsti sonurinn,  Guðmundur, var í fóstri út í Refasveit.    

 http://stikill.123.is/blog/2017/02/24/761266/      

Áður hafði Sólveig verið ljósmóðir Svínvetninga, en ekki höfðu þau heldur haft öruggt jarðnæði þar, voru tvö síðustu árin húsmennsku í Tungunesi.

Bændurnir í nágrenninu eru Guðmundur Klemensson 58 í Bólstaðarhlíð, Pálmi Sigurðsson 53 á Æsustöðum, annar bónda þar er tengdasonurinn Zóphónías Einarsson 28 ára, Skarphéðinn Einarsson 31 er bóndi á Mörk en þar búa einnig Þorsteinn Þórðarson 33, sjá neðar Guðbjörg J. 57 móðir hans og 3 Jósepsdætur, Ingibjörg 22 vk, Salóme 17 vk og Ingiríður 10 systir þeirra.

Sigurður Semingsson 38 er í Hvammi, GErl 58 í Mjóadal og Elísabet dóttir hans hafði eignast Stefán Sigurðsson 26 fyrir mann og þau bjuggu einnig í Mjóadal þar til þau fluttu að Gili. Í Þverárdal bjó sonur sýslumannsekkjunnar frú Hildar Bjarnadóttur 70 frá Geitaskarði, hann Brynjólfur Bjarnason 40 sem átt hafði Steinunni, systur Erlendar á Mörk sjá Erl.Guðm. Heima og heiman. 

Í Kálfárdal bjó hagyrðingurinn Ágúst Sigfússon 37, í Selhaga Þorvaldur Jónsson 42, en þangað flutti 2-3 árum síðar ljósmóðurfjölskyldan á Botnastöðum og Sigurður vísnasafnari kennir sig við kotið og yrkir um elskulegar vísur og heimasveitina sína, var líka á Brún og í Bólstaðarhlíð með Haraldi frá Tungunesi, sjá vísur hans á Húnaflóa/vísnavef.

Í Vatnshlíð er eldri bóndinn Guðmundur 60 og Pétur sonur hans 18, sem settist góðu heilli niður og skrifaði minningar sínar um Sólveigu ljósmóður í Selhaga bjó á sveitarenda en reyndar var stutt frá Vatnshlíð þegar Pétur fór að eignast börn með sunnlensku konunni sinni, Herdísi Grímsdóttur frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum.

Á Botnastöðum bjó auk ljósmóðurfjölskyldunnar, Sveinn Ingimarsson 39 ára m/móður Ingibjörgu Ólafsdóttur 66 en Lárus Árnason býr á Gili og Sigríður Jónsdóttir 49 kona hans og Árni Ólafur Lárusson 18 sonur þeirra, var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1930.

Á Fjósum búa Stefán Eyjólfsson 32 og systir hans Þórunn 35 og barn hennar Klemens Þorleifsson 9 ára síðar kennari í Brautarholti á Skeiðum og Rvík. Þorleifur var bróðursonur Guðm. Kl. í Hlíð. Á Skeggsstöðum býr Sigvaldi Björnsson 47 af Auðólfsstaða og Snæbirningakyni og k.h. Hólmfríður Bjarnadóttir 43.

Í Blöndudalshólum býr Erl. Erlendsson, sunnl. en giftur húnvetnskri, síðar organisti og bóndi á Hnausum og afi núverandi Húnsstaða- og Akursmanna.

Í Tungu eru JJ 57 ára, k. h. Aðalheiður Rósa og Tryggvi son Jónasar 13 ára, einnig er þar bóndi Sigurjón Jóhannsson 32 og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir er síðar bjuggu á Eiríksstöðum, Austurhlíð og Blöndudalshólum.

Guðmundur Þorsteinn Þórðarson 27. ágúst 1873 - 19. mars 1962 Var á meðgjöf Bólstaðarhlíðarsókn Hún 1880. Daglaunamaður á Sauðárkróki 1930. Verkamaður á Skróki síðar búsettur í Kópavogi. Móðir hans Guðbjörg Jónasdóttir 1850-1941


Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 141
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 528144
Samtals gestir: 109672
Tölur uppfærðar: 5.3.2021 03:09:47