12.05.2017 20:44

Búferli: Torfalækur - Ásar - Mörk


                                               Þau undu lítt á Ásum

                                          Pistill um búferli 1850-1879

Húnvetningasögu hafa ýmsir skrifað þó Gísli Konráðsson sé þeirra þekktastur. Erlendur á Mörk er einn þeirra höfunda. Hann lýsir búnaðarsögu foreldra sinna sem fluttu að Torfalæk 1850, hófu þar búskap á hálfri jörðinni. Þau bjuggu þar 13 ár, fengu fjárkláðann að glíma við og harða vetur þó sá harðasti væri 1859. Þau fluttu upp á Bakása, að Ásum 1863 en þá flutti að Torfalæk Sigríður, ekkja Jóns í Sauðanesi Sveinssonar, með börn sín Jónas og Sigurlaugu. Þau fluttu á hina hálflenduna með fjölda búfjár líkt og foreldrar Erlendar höfðu hagað sínum búskap. Þótti þeim, sem fyrir voru, friðvænlegra að flytja á aðra jörð, en illa undu þau á Ásum og fluttu upp að Mörk á Laxárdal fjórum árum síðar. 

                                                                    Erlendur Guðmundsson: Heima og heiman Rv. 2002

Fyrrum Ásabændur fluttu að Eyvindarstöðum, þau Elísabet frá Sólheimum og Gísli Ólafsson, en þar eru nefnd til sögu langalangafi og amma Tryggva í Ártúnum svo tengt verði nútímabændum, en Sauðaneshjónin fyrstnefnd, Sigríður og Jón Sveinsson eru einnig langalangafi og amma Tryggva.

Þessar jarðir: Torfalækur, Mörk og Eyvindarstaðir eru merkisvarðar í búsetu síðustu alda í austurhéraðinu, núverandi Torfalækjarmenn hafa setið jörðina síðan 1863 Sigurlaug - Jón - Torfi - Jóhannes , en á Eyvindarstöðum var bændaröðin Ólafur Tómasson f. 1790   -  Gísli - Ósk - Gísli lést ungur - síðar seldi Jón faðir yngri Gísla Eyvindarstaði fyrir miðja nítjándu öld. Synir Óskar á Eyvindarstöðum og nýnefnds Jóns, þeir Gísli og Þorsteinn voru stofnendur og fyrstu stjórnendur Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps(stofnaður í árslok 1924).

Afkomendur Elísabetar og Gísla eldri dreifðust um Húnaþing, þau eignuðust alls 22 börn, þrír synir fluttu vestur um haf, skáldið og sonarsonurinn Gísli Ólafsson til Sauðárkróks, áður var fluttur þangað  Kristján Gíslason kaupmaður, sem réði til sín unglinginn Óla úr Hegranesinu til að sinna kúm og hestum. Síðan réðst unglingurinn vestur í Langadal þar sem Sigríður systir Kristjáns bjó með Pálma manni sínum á Æsustöðum og varð í fyllingu tímans tengdasonur þeirra. Þar verður bændaröðin:  Elísabet Eyv.st. - Sigríður á Æsustöðum - Jósefína í Holti - Sigríður í Ártúnum - Tryggvi í Ártúnum. Unglingurinn úr Nesinu, Ólafur Björnsson og Jósefína Pálmadóttir kona hans bjuggu lengst á Mörk en flutti ásamt Pálma syni sínum og Aðalbjörgu tengdadóttur út að Holti og Pálmi Ingimarsson núverandi bóndi í Árholti er 4. maður frá Jósefínu.

Hverfum upp að Mörk á Laxárdal árið 1867 með Erlendi:"Ekki verður mér það auðskilið hvað dró Guðmund og Steinunni (foreldra hans) til að flytja upp í Laxárdal og því fremur sem tvö systkini hennar, Guðrún kona Eysteins, sem hafði búið á Refsstöðum og flutti um þetta leyti að Orrastöðum og Hallgrímur sem hafði búið á Litla-Vatnsskarði og flutti að Meðalheimi, hefðu getað sagt þeim kosti og lesti Laxárdalsins og jarðarinnar. En að öðru leyti voru þeir bræður, Erlendur bóndi í Tungunesi og Jón bóndi í Stóradal, Pálmasynir, eigendur jarðarinnar Merkur og hafa umfram allt viljað fá dugandi og bjarga með því jörðinni úr margbýlis fátækt. Svo hafði Steinunni leiðst á Ásum og þeim báðum þótt hún erfið, en sagt að mikill væri heyskapur á Mörk og víðlendir hagar og landkostir ágætir fyrir búsmalann og gnægð fjallagrasa heim undir túni og þessir kostir voru meginstoðir undir framfærslu heimilanna eins og búskap bændanna var þá komið ásamt góðum flutningi þeirra þeirra bræðra, orkuðu því að þau fluttu að Mörk eftir að hafa búið í 17 ár.

                Eftirgjald jarðarinnar voru tíu sauðir veturgamlir í fardögum ár hvert. Tvö kúgildi í ám fylgdu jörðinni og eftir þau fjórir fjórðungar smjörs. Jafnframt rentuðu þau landshluta vestanverðu árinnar gegnt Mörk tilheyrandi Auðólfsstöðum í Langadal fyrir níu ríkisdali.

                Ekki var jörðin aðgengileg. Þar hafði um langt leyti verið tvíbýli minnst og stundum fjórbýli og þrifnaður mjög borinn fyrir borð. Stétt var framan undir bæjarhúsunum en var að mestu sokkin í alls konar óþverra og voru þetta vor mokaðir upp úr því tíu kláfahestar og margs konar ávöxtum er um veturinn höfðu vaxið utan um hólbunguna fram frá bæjardyrum. Um veturinn hafði mykjunni verið stundum greiddur vegur til bæjarlækjarins en í hann var innangengt um vatnsrangala." 

 

Ártöl og ættir:

Yngstur barna Sigríðar og Jóns í Sauðanesi var Jónas, tólf árum yngri en Guðrún sem giftist Jóhanni Sigvaldasyni og fluttu að Mjóadal og til þeirra flutti ekkjan Sigríður frá Torfalæk og Jónas sonur hennar sem eignaðist Aðalheiði Rósu frá Reykjum fyrir konu og flutti að Finnstungu.

Sigurlaug bjó áfram á Torfalæk, tók sér ráðsmann, Guðmund Guðmundsson og þar búa afkomendur þeirra enn.

Jón Sveinsson Sauðanesi f. 1848 - Jónas Jónsson Finnstungu f. 1847  - Tryggvi Jónasson Finnstungu f. 1892  - Jón Tryggvason Ártúnum f. 1917  -- Tryggvi í Ártúnum f. 1948

Jón Sveinsson Sauðanesi f. 1848  Guðrún Jónsdóttir Mjóadal f. 1836 Björg Jóhannsdóttir Auðólfsstöðum f. 1868 Guðrún S. Espólín Jónsdóttir Köldukinn f. 1890   Kristófer Kristjánsson Köldukinn f. 1829  Kristján Kristófersson Blönduósi f. 1855 Kristófer Kristjánsson Köldukinn f. 1983    

Jón Sveinsson Sauðanesi f. 1848 - Sigurlaug Jónsdóttir Torfalæk f. 1835  - Jón Guðmundsson Torfalæk f. 1878  - Torfi Jónsson Torfalæk f. 1915  - Jóhannes Torfason Torfalæk f. 1945

Ár 1879 flytja frá Mjóadal að Finnstungu Jónas Jónsson húsbóndi 32, Rósa Aðalheiður Sigurðardóttir kona hans, Jónas Jóhannsson fósturbarn 3 ára, Benedikt Benediktsson vm 29, Sigríður Jónsdóttir móðir bónda 73, Margrét Sigríður Hannessdóttir(réttfeðruð Jónsd.) vk. 19 ára, Katrín Sigr. Ólafsdóttir vk. 17 ára, Ólafur Eyjólfsson smali 17 ára

Um búferli Sigríðar frá Sauðanesi segir Kolka:"Rétt eftir 1860 keypti Sigríður Jónsdóttir(d.1892 85 ára) ekkja Jóns hreppstjóra Sveinssonar í Sauðanesi Torfalæk og fluttist þangað ásamt Sigurlaugu dóttur sinni, sem var mjög gáfuð og mikilsmetin kona(d. 1922) Sigurlaug bjó á Torfalæk um 40 ár með Guðmundi Guðmundssyni(d. 1914) en Guðmundur landlæknir og hann voru systkinasynir. Jón sonur þeirra bjó þar önnur 40 ár, fyrst í sambýli við foreldra sína. Hann var kvæntur frændkonu sinni, Ingibjörgu Björnsdóttur frá Marðarnúpi(d. 1940) er var hinn mesti kvenskörungur. Synir þeirra eru: Guðmundur skólastjóri á Hvanneyri, Björn veðurfræðingur og Jónas fræðslustjóri í Reykjavík, Jóhann ráðsmaður á Jaðri og Torfi bóndi á Torfalæk. Sonur Guðmundar á Torfalæk og Ingibjargar (d.1946) Ingimundardóttur smáskammtalæknis er bókarhöfundur", þ.e. Kolka sjálfur. P.V.G.Kolka/Föðurtún


 


Sveinn Halldórsson

Fæddur á Hömrum í Svínadal 1773

Látinn í Hjaltabakkasókn, A-Hún. 15. október 1838

Halldóra Sigurðardóttir

Fædd í Mörk á Laxárdal, A-Hún. 1765

Látin í Hjaltabakkasókn, A-Hún. 20. febrúar 1819

Jón "eldri" Sveinsson

Fæddur í Hjaltabakkasókn 3. desember 1804

Látinn 15. júní 1857

Hóf búskap að Tungunesi í Svínadal 1834, síðar bóndi og hreppstjóri í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1845.

Heimildir: Kb.Hjaltab.A-Hún., Kb.Auðkúla.A-Hún., 1845, Hún.1968:127, Æ.A-Hún.455.1, ÍÆ.V.411(viðb.)


Helgi Guðmundsson

1801 - 1863

Jóhanna Guðmundsdóttir

1806 - 1870

Þuríður Guðmundsdóttir

1810 - 1810Sölvi Sveinsson

1806 - 1838

Bjarni Sveinsson

1808 - 1871

Jón "yngri" Sveinsson

1809 - 1844

Ragnhildur Sveinsdóttir

1810 - 1811

Ragnhildur Sveinsdóttir

1811 - 1872

Guðrún Sveinsdóttir

1812

Kristinn Sveinsson

1814 - 1863

Guðmundur Sveinsson

1815 - 1887

Kristófer Sveinsson

1815 - 1873

Margrét Sveinsdóttir

1816 - 1870

Sigríður Sveinsdóttir

1818 - 1845

Sumarliði Sveinsson

1819

Hannes Sveinsson

1820

 

Sigríður Jónsdóttir

1806 - 1892

Eiginkona 1834

Húsfreyja í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1845.


  

Sigurlaug Jónsdóttir

1835 - 1922  

Guðrún Jónsdóttir

1836 - 1910  

Jónas Jónsson

1848 - 1936

Var í Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Var í Finnstungu, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Finnstungu.


Úr Íslendingabók

 

Börn Elísabetar Pálmadóttur 1824-1898 og Gísla Ólafssonar 1818-1894

hjóna búandi á Ásum en frá 1863 á Eyvindarstöðum

Guðrún Gísladóttir 1844-1907 Þverárdal

Illugi Gíslason 1845-1845

Pálmi Gíslason 1845

Drengur Gíslason 1846-1846

Ólafur Gíslason 1847-1912 Eiríksstöðum

Sigríður Gísladóttir 1848-1849

Ósk Gísladóttir 1849-1864

Illugi Gíslason 1850-1850

Jakob Gíslason 1851

Jón Gíslason 1852-1940 Blönduósi/Am.

Sigríður Gísladóttir 1853-1940 Æsustöðum

Ingiríður Gísladóttir 1854-1854

Erlendur Gíslason 1856-1945 Ameríku

Jóhannes Gíslason 1857-1929 Ameríku

Guðmundur Gíslason 1859-1905 Skeggsstöðum

Benidikt Kristján Gíslason 1860-1861

Andrés Gíslason 1862-1933 Steinárgerði

Benidikt Magnús Gíslason 1862-1864

Kristján Gíslason 1863-1954 kaupmaður Sauðárkróki

María Gísladóttir 1864-1938 Reykjavík

Sigurbjörg Gísladóttir 1866-1868

Ósk Gísladóttir 1868-1956 Eyvindarstöðum

Jón Steindór Gíslason 1871-1872

Eftir Íslendingabók og sjá Stikil 2 bls.16 og 35-36

 

Ítarefni:

Vöggustöðvar kórsins: http://stikill.123.is/blog/2017/03/31/763053/  

Stökuspjall um vísur og ljóð Jónasar Tr.: https://www.huni.is/index.php?cid=12568

Úr dagbók JTr. 1944: http://stikill.123.is/blog/2016/02/05/743826/

Ljóð Jónasar á Stikilsíðum: http://stikill.123.is/blog/2011/11/11/550654/

Efnisyfirlit yfir nýjustu færslur: http://stikill.123.is/blog/2016/11/07/756484/ 

Efnisyfirlit yfir færslur 2007-2014: http://stikill.123.is/blog/2007/07/02/124393/

Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 183
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 515390
Samtals gestir: 104641
Tölur uppfærðar: 4.12.2020 01:51:55