07.11.2016 17:02

Efnisyfirlit yfir nýjustu færslur


Guðsþjónusta í Prestbakkakirkju 19. ág. 2018, sjá meira efni hér neðar:


Nýtt efnisyfirlit á Stikilsvefnum:

Vísur Sig. á Jörva í Hnappadal - eftir Halldóru B Björnsson(sunnudagsblað) http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2016/10/

Jónas Tryggvason, viðtal í Samvinnunni: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2016/10/

Jón Árnason frá Hofi:  http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2016/08/

Annríki á biskupskontórnum: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2016/08/

Af Háagerðisfólki og brottför HB úr Vatnsdalnum: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2016/06/

Jón þjóðsagnasafnari Árnason: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2016/06/

Skáldatal við Húnaflóa I&II: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2016/05/

IHJ/Til hvers karlakór flutt 24/2 ´16: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2015/11/  

Jónas Tryggvason Úr dagbók 1944: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2016/02/

Um nokkra Snæbirninga(af sr. Sn Halld. í Grímstungu): http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2015/11/

Ingunn Jónsdóttir segir frá búendum í Vatnsdal um 1880: http://stikill.123.is/blog/2015/07/14/733214/

Alfaraleiðir, kirkjur og hýsing í Sóknarlýsingum 1840 og síðar: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2015/06/

Frá Jósep í Hnausum 1835 til Páls Kolka og Héraðshælisins 1955: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2015/05/

Einar prestslausi í Grímstungu e. Þorstein frá Hamri: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2015/04/

1852-3 Yfirlit yfir Hlíðarhrepp eftir Björn á Brandsstöðum: http://stikill.123.is/blog/2015/02/27/________________________________/

n   nær líka yfir Svínavatns- og Engihlíðarhreppa

Jón Benedikt frá Húnsstöðum, ávarp á gamlársdag 2014 í Blönduóskirkju/Hugrenningar um tímann: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2015/01/

Halldóra Bjarnadóttir segir frá Jóni frænda sínum Árnasyni og tengill á efnisyfirlit: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2014/12/

Jón Árnason þjóðsagnasafnari: Nokkur bréf: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2014/08/

Síðustu Hólaprestar: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2014/07/

1924-5 Hulda Pálsdóttir/Vetur á Kvennaskólanum: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2014/07/

1907-09 Elínborg Lárusdóttir í Kvennaskólanum á Blönduósi: http://stikill.123.is/blog/2014/02/06/elinborg-larusdottir-i-kvennaskolanum-a-blond/

Fertugsafmæli Húnavers og efnisyfirlit til 2014 http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2007/07/Messuáróður!

Guðsþjónusta verður í Prestbakkakirkju 19. ágúst í sumar kl. 14

Á Prestbakka og Stað í Hrútafirði eru kirkjur þeirra Hrútfirðinga og prestsetur hafa verið á báðum jörðunum.

A. Um einn Staðarpresta, Þórarinn Kristjánsson og ævi hans, var nýverið samin bókin Þættir af séra Þórarinum og fleirum. Höfundurinn er nafni hans og afkomendi, skáldið Þórarinn Eldjárn.

B. Jón Guðnason prestur og þjóðskjalavörður á Prestbakka skrifaði margar bækur og þar á meðal þykk ábúendatöl úr Dala- og Strandasýslum. 

C. Annar rithöfundur og fræðimaður er síðasti Prestsbakkaprestur, sr. Ágúst Sigurðsson  frá Möðruvöllum í Hörgárdal er samdi fjölda fræðibóka, en sérstaklega um prestsetur og presta.

D.   Þessar kirkjusóknir, Prestbakka og Staðar, hafa orðið jaðarsóknir á kristnum öldum. Önnur var í Skálholtsbiskupsdæmi, sú vestari, en hin, Staðarsóknin vestast í Hólabiskupsdæmi, er mun meira í alfaraleið og hýsti á síðustu öld miðstöð fyrir landpóstana. Nú hefur Strandaprófastsdæmi sameinast nágrönnum sínum við Húnaflóann, í Húnavatnsprófastsdæmi og báðar sóknirnar tilheyra Melstaðarprestakalli.
 
A.  Karlleggur Tjarnarmanna:
1. Þórarinn Kristjánsson 1816-1883 prestur, sat Stað í Hrútafirði 1847-67, síðar Reykholt&Vatnsfjörð
2. Kristján Eldjárn Þórarinsson 1843-1917 prestur á Tjörn 
3. Þórarinn Kristján Eldjárn 1886-1968 bóndi og kennari á Tjörn
4. Kristján Eldjárn forseti 1916-1982  
5. Þórarinn Eldjárn skáld 1949

Lýsing á sjálfsprottnu mannþingi í fjörukambi 1874 úr
Saga af séra Þórarinum og fleirum:
En ég varð strax allur að eyrum yfir þeim tíðindum sem einn hinna aðkomnu hafði fram að færa og gjammaði um og glammaði: Að húsbóndi minn, séra Þórarinn Kristjánsson í Vatnsfirði væri orðinn riddari af Dannebrog og Dannebrogsmaður. Sá aðkomni kvaðst geta svarið það. Einhver jarteikn þar að lútandi, skjöl og plögg, væru komin með póstskipi og jafnvel krossinn sjálfur og hlyti það góss brátt að berast prófasti ef hann væri ekki hreinlega þegar kominn með það í hendur.
Þetta þóttu mér að vonum mikil stórmerki. Fjörukambsmenn höfðu þó fátt til málanna að leggja annað en háðsglósur einar og skens svo mér satt að segja blöskraði á þeim talandinn og þórðarglöð meinbægnin. Það var með hreinum ólíkindum hver illvirkir í athugasemdum þessir kauðar gátu verið.
ÞEldjárn/Saga af Þórarinum . .  bls. 120


Staðarskáli er Ísland: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4144

Prestatal á Stað frá 1800
1796 Guðmundur Eiríksson
1806 Jónatan Sigurðsson
1808 Þorkell Guðnason
1830 Gunnl. Gunnlaugsson
1846 Þórarinn Kristjánsson
1867 Brandur Tómasson
1877 Páll Ólafsson

Prestatal á Prestbakka frá 1800
1794 Sveinn Jónsson
1811 Jón Jónsson
1836 Búi Jónsson
1849 Þórarinn Kristjánsson
1867 Jón Bjarnason
1869 Brandur Tómasson
1880 Páll Ólafsson
1901 Eiríkur Gíslason
1921 Þorsteinn Ástráðsson
1928 Jón Guðnason
1948 Yngvi Þ. Árnason
1989-2002 Ágúst Sigurðsson

Núverandi eigendur jarðarinnar á Stað og stofnendur Staðaskála eru afkomendur síðasta Staðarprests, sr. Eiríks Gíslasonar sem sat í fyrstu á Bakka, þjónaði Stað, keypti þá jörð síðan og flutti þangað og tók þá að sér landpóstana sem fóru um stað og synir hans bjuggu þar síðan og sonarsynirnir, Eiríkur, Magnús og Bára úr Ófeigsfirði stofnsettu Staðarskála.
Meiri messuáróður: Guðsþjónusta er ein elsta samkoma sem við tökum þátt í og sú sem hér er kynnt verður hin þriðja umhverfis flóann Strandamanna og Húnvetninga. Sumir segja hann blárri öðrum flóum. Líklega megum við lengi messa svo sú fullyrðing verði mælanleg. En góð samkoma getur verið gulls ígildi,

Vísað er til:

Um Prestbakkakirkju:
https://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20VF%20prestbakkakirkja1.htm

sr. Ágúst Sigurðsson: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1346490/Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 478245
Samtals gestir: 92128
Tölur uppfærðar: 30.3.2020 07:14:17