13.05.2016 10:58

Skáldatal við Húnaflóa

                           Skáldatal við Húnaflóa -

Fram eftir 20. öldinni var mikil umferð um Strjúgsskarð, ýmist upp á Laxárdalinn og til bæja þar eða áleiðis norður í Víðidal og Skagafjörð. Undir skarðinu stendur bærinn Strjúgsstaðir í Langadal og þar bjó frægasta rímnaskáldið á 16. öld, Þórður Magnússon f. 1550, og orti þessa ferðavísu:

1.  Þó slípist hestur og slitni gjörð
slettunum ekki kvíddu
hugsaðu hvorki um himin né jörð
haltu þér fast og ríddu.
ÞM

Þá kemur að vísu öldungsins:

2. Kær bið eg ráði Kristur því
kóngurinn öllum meiri
hvort ég lifi heimi í 
hvítasunnur fleiri
ÞM 

Þórður orti rímu sem hann nefndi Mæðgnasennu og úr henni er þessi alkunna vísa:

3. Við skulum ekki hafa hátt,
hér er margt að ugga.
Eg hef heyrt í alla nátt
andardrátt á glugga.
ÞM

Hinn lærði Páll Vídalín f. 1667 kenndi sig við Víðidalstungu og bjó þar. Hann var eitt snjallasta skáld samtíðar sinnar og á tvo sálma í sálmabókinni 1997:

4. Sá ljósi dagur liðinn er,
líður að næturstund,
ó, Herra Jesús, hjá oss ver,              
hægan gef þú oss blund.
Gleðji oss Guð í himnaríki.

Páll var skipaður í nefnd með Árna Magnússyni skólabróður sínum að vinna að jarðabók um Ísland. Verkið vann Páll að stórum hluta en það tók tólf ár.

5. Kúgaðu fé af kotungi, 
svo kveini undan þér almúgi;
 
þú hefnir þess í héraði
 
sem hallaðist á alþingi.

Vísuna þá arna orti Páll um Björn sýslumann á Burstafelli, sumir segja þegar Björn tapaði máli á Alþingi. Um sveitina sína kvað Páll:

6.  Ó þú þunga umbreyting.
         Ó, þú sprund og halur.
         Ó, þú Tunga og allt um kring.
         Ó, þú Víðidalur.

Fjallaskaginn sem skilur að Miðfjörð og Húnafjörð heitir Vatnsnes og þar hefur lengi verið góð skáldasveit. Það frægasta, Guðmundur Bergþórsson fæddist að Stöpum tíu árum fyrr en Páll Vídalín. Hann taldist talandi skáld og rímnagerð og erfiljóða var hans lifibrauð. Hann flutti vestur undir Jökul þar sem fjölbýlla var og fiskisælla en á Vatnsnesinu. Guðmundur var mjög hamlaður en vinstri höndin nýttist honum, bæði til að færa sig sjálfan og til skrifta.

7.  Örmum vefjast söl og sef
 sævar hefjast dun.
Ei skal tefja, öld ég gef
oddhent stefjahrun.
GB

Sr. Björn í Bólstaðarhlíð f. 1749 var áður prestur út á Hofi á Skagaströnd en flutti síðar inn í dalina. Björn á Auðólfsstöðum var sömuleiðis búsettur út í Höfnum áður en hann gerði sín búferli. Geymd er vísa eftir Björn prest frá árum þeirra nafnanna úti á Skaga. Þeir héldu vinskap og sr. Björn messaði nokkrar messur  yfir árið út í Höfnum og sendi þangað Guðmund vinnumann sinn í bónarferð,  og hafði seðil meðferðis til Hafnarbónda. Kannski átti þetta að vera messutollur:

8.  Studdu hann Gvend með stóran poka
    strax er, nafni, sendi eg þér.
    Ofan í hann þú átt að moka
    öllu því sem lauslegt er.
    Sé það hnísa. Sé það smér.
    Sé það stórar hvalþjósir.
    Allt mun þetta etið á Hofi
    enginn þó að skammtinn lofi.

Nokkru eldri en Björn í Bólstaðarhlíð var Hallvarður á Horni vestur f. 1723 og lengst bjó í Skjaldabjarnarvík. Hann orti ljóðabréf með mögnuðum veðurlýsingum:

9.

10.

Í Trékyllis eina vík eg ört réð halda. 
Bæði gekk þar brim og alda
beint í land með austankalda. 

11.

Á grynningum ekki par sig aldan duldi.
Stóð þar eftir stormur og kuldi,
Strandasýslu fjöllin huldi.

12.

Drifsjór stundi, drun um allan dag til enda
sem upp að landi eg réð benda,
aldrei var þar gott að lenda.

49.

Hælavíkur held eg bjarg með hæstu fjöllum,
þó sem Hornbjarg þarflegt köllum.
Þau eru mest á Ströndum öllum.

50.

Kátlegt er þó kunnugt sé, minn kæri vinur,
   þá Hælavíkurbjargið hrynur. HH

 

10.  Lífið titrar myrkri mót,  
mig þó viti ei saka hót,
heldur strita á feginsfót
fram að nytja stórubót.
GK

 

Guðmundur á Illugastöðum orti vísur um andvökuna, helgidaga og lúsaböðun, rabbaði við Illugastaðasteina, gaf þeim svarrétt og var alla tíð trúr félagi sínum fræga bróður, Natani Ketilssyni.

           

11. Þegar nafn mitt eftirá
allra þögn er falið,
Illugastaða steinar þá
standið upp og talið.
GK

 

Guðmundur lætur steinana svara:


12.   Engin voru verk hans góð,
en víða hálfmynd nokkur.
Gvendur heitinn hefur þjóð
hnoðað brauð af okkur.
GK

 

Sjá áfram: http://stikill.123.is/blog/2016/05/12/748682/

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 478234
Samtals gestir: 92128
Tölur uppfærðar: 30.3.2020 06:18:21