03.08.2014 08:40

Jón Árnason - nokkur bréf

                                                                      Sjá yfirlit neðst:

Jón Árnason bókavörður við Stiftsbókasafnið í Reykjavík

er þekktari sem þjóðsagnasafnari og segir sjálfur svo frá foreldrum sínum og æskuslóðum sínum:

 Ég er fæddur á Hofi á Skagaströnd 17. ág. 1819. Faðir minn var Árni prestur Illugason, ættaður frá Borg á Mýrum og móðir Steinunn Ólafsdóttir frá Harastöðum í Hofssókn, bóndadóttir. . . . 

Frá uppvaxtarárum mínum man ég fátt að segja. Þó rekur mig helst minni til þess er ég var á 6. árinu, að faðir minn gerði það fyrir mig að lofa mér að fara á annexíuna, bænhúsið í Höfnum og þótti mér gaman að komast svo langt úteftir og sjá mig um á svo nýstárlegum stað. Þó minnist ég þess, að mér varð einna starsýnast á Króksbjarg og Bjargastapa og heyra þar ritugargið í Stapanum.

            Á 5. -7.ári held ég hafi heyrt fyrst flestar þær þjóðsögur, sem frá minni hendi beinlínis standa í safninu, enda er sú saga til þess, að enginn sem kom að Hofi af almúgamönnum og var þar nætursakir, átti frið fyrir mér frá því að segja mér sögur, enda þótt ég oft yrði lafhræddur af sögunum sem mér voru sagðar og það svo, að ég bað móður mína að halda utan um mig í rúminu.

            . . .

            Meðan ég var hjá Egilsen(Sveinbirni skólameistara) var ég oftast heima, kynntist mjög fáum og tók ekkert þátt í bæjarlífinu, enda var ei mikið um að vera. Eg var oftast að lesa, enda hef eg komist það sem eg hefi komist meira af iðni en gáfum. - Hjá Helga biskupi var eg á kontór frá kl. 9 - 2 og 3 - 7 og hafði að mig minnir 400 dali í laun, sem hann hækkaði seinna upp í 500 dali. 1858 kom Maurer hingað og þóttist hann sjá mót á því að hér væri meira til af þjóðsögum en menn höfðu búist við og þá lagði hann að okkur sr. Magnúsi (Grímssyni), að við skyldum halda áfram að safna þjóðsögum, með því þá var ekki um auðugan garð að gresja til þeirra hluta, vísindalegar interesser engar. Dr. Maurer lofaði okkur, að hann skyldi annast um þær yrðu gefnar út, ef við söfnuðum. En einu eða tveimur árum seinna dó síra Magnús, svo eg var einn eftir við að safna þjóðsögum. En allt um það vannst mér það starf svo vel að fyrra bindið af þeim kom út 1862 og síðara bindið tveimur árum seinna. Að þjóðsögunum vann ég í hjáverkum, frítímum frá kontórnum; hafði ég þá oft meira að gera fyrir sjálfan mig en á kontórnum, sat við skriftir fram á miðja nótt og alla helga daga frá morgni til kvölds, enda var eg búinn að ganga svo nærri mér, að eg um vorið 1862 lagðist í megnri taugaveiki, svo dr. Hjaltalín hugði mér ekki líf, enda barst það frá honum, svo altalað var eitt skipti um allan bæ,, að eg væri dauður. Eg lagðist 11.júní og lá til þess seint í ágúst, að eg fór að skreiðast á fætur, en gat svo að segja ekkert gert fyrr en seinast í september. Helgi biskup tók mig í sitt hús meðan eg var veikur. Veikin byrjaði með yfirliði og svo uppköstum á kontórnum, og stundaði biskupsfrúin mig eins og besta móðir. Áður en eg varð veikur, var eg búinn að senda allt handritið til 1. bindis þjóðsagnanna, svo það kom út meðan eg var veikur. Þegar ég fór að hressast aftur, tók eg til óspilltra málanna með að hreinskrifa síðara bindi þjóðsagnanna, auk skrifstofustarfanna, sem síra Stefán Helgason tók að sér meðan eg var veikur, svo eg hafði lokið öllu handritinu fyrir nýár 1863.      

 Úr fórum Jóns Árnasonar I bls. 9-10 og 13-14

 

 

 

                         Jóhannes á Gunnsteinsstöðum 

            skrifar Jóni Árnasyni

           Gunnsteinsstöðum 5. okt. 1859

 

Nú vík eg sögunni til sjálfs mín og er þar lítið af að segja. Mér gengur seint að safna, því óvíða er nokkuð til en þar sem það er, fæst það ekki nema afskrifað sé, og er það ekki öllum jafnhent svo vel fari.

Hjálmar karl á Minni-Ökrum í Blönduhlíð hefir nú lengi verið fulltrúi minn í því efni og hefir margt til, en ekker fæst nema í afskriftum, en það gengur seint, því bæði er hann orðinn mjög lasburða, fatlaður í höndum, þarf að neyta allrar orku til að vinna fyrir lífi sínu og þar til oft svo vesæll, að hann getur ekki á penna tekið tímum saman. Í fyrra lauk hann samt af að skrifa fyrir mig Söguna af Grími Skeljungsbana, þátt af Móðari í Móðarsfelli(hér við Vatnsskarð) og byrjaði svo jafnframt á Sögunni af Þorbjörgu Kolku í Kolkunesi og Grími bónda í Höfnum á Skaga, en vill ekki láta mig hafa þetta nema allt í einu, en síðasti er óbúinn enn. Úr fórum Jóns Árnasonar I bls. 151

 

 

                                       Jóhannes á Gunnsteinsstöðum 

           skrifar Jóni Árnasyni

           Gunnsteinsstöðum 17. apríl 1860

 

. . . Það er því verr og miður, að enginn sá sjóður er til á landi hér, sem gæti orðið til styrktar fyrir Hjálmar karlinn eða hvern annan, sem vildi og gæti ritað eitthvað til gagns og skemmtunar, og víst ekki um annað að gjöra heldur en það, ef nokkrir mennta- og föðurlandsvinir vildu taka sig saman um að láta hann fá árlega svo sem 2 rd hver, (því ég ætla, að karlinum nægði sér  til lífs uppeldis, ef hann gæti fengið svo sem 30 rd. á ári, og þó minna væri á meðan hann hefur eitthvað lítið sjálfur), með því móti gæti hann þó unnið töluvert gagn söguvísindum okkar. Ef að nokkrir menntamenn í Reykjavík vildu nú taka sig saman um þetta, þá væri það æskilegt, en það mundi ekki verða tilfellið, þó þess væri farið á leit.

            Ekki veit ég nema karlinum kæmi betur, að það gengi í gegnum mig, eða þá beinlínis til hans, ef þér þóknuðust honum eitthvað, því ég hygg það sé orðið heldur fátt á milli síra Jóns Hallssonar og hans. Fyrirgefið flaustur þetta yðar heiðrandi vin

                                                                                              J. Guðmundarsyni

Jón Árnason hefir skrifað á þetta bréf:"Ég verð ekki eftir með 2 rd. Árlega til Hjálmars, ef hann lætur allt, sem hann skrifar og hefir samið, geymast sem landsins eign á stiftsbókasafninu í Reykjavík." Úr fórum Jóns Árnasonar I bls. 208


                      Jón Árnason

skrifar síra Halldóri Jónssyni

                    Reykjavík 24. maí 1862

 

Háttvirti herra prófastur, elskaði vinur minn.

Eins og þú munt hafa orðið var við, hafði ég beðið candid. Stein, sem hjá þér er, að líta eftir og skýra mér frá, ef hann sæi fyrir sér einhvers staðar einhverjar merkilegar minjar liðinna alda í gripum eða áhöldum. Nú hefir hann í vetur látið mig vita, að til væri hjá þér skrína Guðbrandar bps, hurðarflak, sem sagt sé að hafi verið fyrir hofinu gamla, og hringurinn úr henni, sem að vísu hafi seinna verið hafður í kirkjuhurðinni á Hofi, en sé þó þaðan tekinn nú og ekki lengur brúkaður. Eg hefi nú beðið Stein að leggja fölur á þetta við þig mín vegna, af því eg og nokkrir fleiri menn hér í bænum höfum bundist í félagsskap nokkurs konar til að útvega alls konar fornmenjar, sem fáanlegur kynna að vera, en sér í lagi þó, að komast eftir, hvar slíkt væri niður komið og hlutast til þess að slíku væri hvorki fargað burt úr landinu né eyðilagt í landinu sjálfu héðan af; meðfram af því og í þeirri von, að einhvern tíma kynnu Íslendingar að komast svo langt, að þeir fyndu þörf á að stofna landinu sjálfu forngripasafn, þó lítið yrði. Nú hefir okkur dottið í hug að leita í því veglyndismanna og kunningja okkar, að vera í ráðum og aðbeiningu með okkur til þessa fyrirtækis okkar, og vita, hvort landar okkar vildu ekki góðsamlega eftirláta okkur slíka muni með sem bestum kjörum, máske gefa sumt, en selja sumt, og í öllu falli hlutast til, að hlutirnir geymdust óeyddir og svo menn vissu hvar þeir væri, þangað til ef einhver fjárstyrkur fengist til að innleysa þá sem nú er enginn nema hvað prívatmenn geta og vilja miðla af eigin litlu efnum. . . .

            Þetta má þér vera orðið leiðindabréf, enda plága eg alla, sem eg skrifa, með einhverjum ófögnuði viðlíka og þessi er.

                                                           Þinn elskandi einlægur vinur

                                                                       Jón Árnason

Úr fórum Jóns Árnasonar II bls. 7 síra Halldór Jónsson á Hofi(1810-1881), prófastur og alþingismaður.

        

 

 

Benedikt Gröndal skáld og höfundur

                Heljarslóðarorrustu skrifar Jóni Árnasyni

 

[Khöfn 14. júlí 1866]

 

Kæri Jón minn!

Hver andskotinn gengur nú að þér Jón! Því þú skrifar mér ekki Jón! Ætlarðu nú aldrei að skrifa mér oftar Jón! Ertu reiður við mig Jón! Jón Árnason! Jón Árnason! Jón Árnason! Hvað er nú í veginum Jón? Ja Jón! Þú átt hjá mér þessa 2 dali, sem myndin átti að takast fyrir, en myndin er raunar svo leiðinleg, að ég vona að þú látir þennan Sigfús taka af þér betri mynd - þennan Sigfús, þennan makalausa Sigfús, sem er photographanna fursti og frímúrari. - Vertu nú ekki reiður Jón! Nú segja hér allir að þú sért að fara að gifta þig, og þú hefir líklega ekki vegna þess haft tíma til að skrifa mér - færðu ekki helvítadóm af peningum með konunni, Jón? Eg vona þú skrifir mér, Jón og annars veit eg ekki til, að eg hafi gert þér neitt illt, Jón. . . .

Núnú Jón, biskupinn kemur til nú til þín, eg hef ekki talað illt orð við hann, því mér finnst hann tala við neinn og náttúrlega síst við mig, sem hann sjálfsagt finnur, að er mjög óbiskupslegur og ókirkjulegur maður. Fyrirgefðu, kæri Jón, miðann. - Hvernig fer nú fyrir Steina þarna í Glasgow? Bara hann nú ekki drekki þar, því það er sagt illt af stað þeim, en Steini kvað vera berserkur við öl.


                                           Þinn Ben.Úr fórum Jóns Árnasonar II bls. 110

 

Laugardaginn 25. ágúst 1866 var brúðkaup haldið í Flatey á Breiðafirði. Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, sem þá var ungur maður, var staddur í Flatey um þessa helgi. Í dagbók hans 25 ágúst stendur skrifað: "Suðaustan kæla . . . Um kvöldið var í Flatey brúðkaup  Jóns stúdents Árnasonar úr Reykjavík og Katrínar Þorvaldsdóttur frá Hrappsey. Þar var margt stórmenni og mikið um dýrðir hjá heldra fólki. Eg orti brúðkaupsvísur með fornyrðalagi." Næsta dag skrifar Sighvatur "Austan hægð, fyrst væta. Eg orti aðrar brúðkaupsvísur. Jón Árnason gaf mér þrjá ríkisdali" - Að minnsta kosti þrjú skáld önnur ortu kvæði til brúðhjónanna: Jón Thoroddsen sýslumaður, Gísli Konráðsson sagnaritari og Hákon borgari Bjarnason. Úr fórum Jóns Árnasonar II bls. 111 - texti Finns Sigmundssonar sem bjó til prentunar

 

Jón Árnason skrifar Maurer

        Þjóðsagnaútgefanda 

Rv. 6. sept. 1866

 Eg get nú og sagt yður annað meira, og það er það, að nú er ég kvæntur fyrir ekki fullum mánuði. Það er óþarfi fyrir mig að segja yður það, að sá tími, sem eg hefi verið giftur, er sælasti tími lífs míns, því það veit eg, að þér vitið eins vel og eg. Kona mín heitir Katrín, dóttir Þorvaldar heitins Sívertsens í Hrappsey á Breiðafirði. Þegar þér voruð hér á ferð, var hún gift síra Lárusi sál. Johnsen, sem þá var í Dagverðarnesi á Skarðsströnd. Síðan fyrri maður hennar dó og faðir hennar líka, hefir hún verið í Flatey og þangað sótti eg hana nú í ágúst. Mikið fannst mér Flatey hafa sett ofan síðan eg sá hana seinast 1842 og 1843, þar sem bæði gamli Kúld er dáinn, yngri Kúld burtu, prófasturinn, síra Ólafur Sívertsen og kona hans bæði dáin svo nú er enginn sem mannsmót er að sunnan til á Flatey eftir nema gamli Gísli Konráðsson, hann situr þar enn einn með sveittan skalla, silfurhvítan af hærum, grafinn í bókum og önnum kafinn í afskriftum. Eg varð hissa þegar eg kom inn til hans og sá hann iðandi af ákafanum og áframhaldinu, afkróaðan í svo þröngu rúmi eins og fugl í búri. Hann var í veislunni minni eins og þér getið nærri og sagði hann, að það mundi verða síðasta veislan sem hann sæti. Hann ljóðaði á okkur brúðhjónin ásamt fleirum sem þar kváðu til okkar.

 

Guðmundur Einarsson sýsluskrifari

skrifar Jóni Árnasyni -


 Geitisskarði 15. okt. 1864

Elskulegi vinur!

Hjartanlega þakka eg þér fyrir sendinguna síðast, nl. Þjóðsögurnar og svo allt og allt gott þess utan.

            Nú ætla eg ef lifi í vetur, að senda þér eitthvert hrafl úr gátusafninu mínu með skýringum, sem eg hef gjört þar við, sem einkanlega er við þær sem málfræðislegar eru eða myrkorðar, því við hinar þurfti engar skýringar að gjöra sem ráðnar eru með einu orði, er ekki þarf eftir að grafast af ráðningu annarra orða. En fyrir því að eg er allajafna svo önnum kafinn og er nú tekinn í frítímum mínum að snúast við öðru en gátum, þá hefi eg í hyggju að fá mann, er ritar allvel og rétt, að afskrifa eftir handriti mínu; en það kann nú nokkuð að dragast fram eftir vetrinum fyrir honum, því hann hefir nú við fleiru að snúast, en ég vona þú getir fengið nokkuð sýnishorn til að vita, hvernig þér líst á þá nauðaljótu syrpu; það er annars ekki svo alllítið safn, sem eg er búinn að amla saman því gáturnar eru orðnar yfir 500 að tölu og í raun og veru virðist mér ekki minna varið í þær en málshættina, sem hefir verið safnað og svo útgefið, því í gátunum liggur enn meiri skáldskapur og þar að auki veit eg engan sem hefir safnað þeim fyrri í nokkurri sérstakri heild, en mér virðist þó ekki illa til fallið að halda á loft þessari sérstaklegu vísindagrein þjóðarinnar. Ekki hef eg viljað snúa útlendum gátum á íslensku, því mér hefir þótt þær ekki eiga hér heima enda þótt mér sé ei grunlaust um að nokkrar gamlar gátur sé svo undir komnar, svo sem eins og gátan um æfi mannsins í vísnabókinni gömlu, en þar er hún komin í íslenskan kveðskap og er að álíta sem omarbejdet þó efnið kunni að vera annars staðar að.

            Eg hefi fornminjarnar allajafna í huga, ef eitthvað kynni að áskotnast, en það er næsta fátt um slíkt hér um slóðir; eg veit ekki hvar í skollanum þeir hinir piltarnir grafa upp þessa stokka og allan þremilinn með höfðaletri etc. eg held þeir sé farnir búa þá til sjálfir svo þessar skepnur fæðist gamlar.

            Nóg um þetta að sinni og verð eg nú að hætta þessu rugli og kveð þig því óskum allra heilla.

                                                                       Þinn vinur

                                                                                  G. Einarsson

 

 Jón Sigurðsson á Gautlöndum

skrifar Jóni Árnasyni -

 

Gautlöndum 12. febrúar 1866

Ástkæri vinur!

Eg þakka þér alúðlegast vinsamlegt bréf 10. nóv. síðastl. sem og alla aðra tryggð og velvild þína við mig. Eg verð nú að hafa hraðar hendur, því í mörg horn er að líta með skriftir og annað - - - -

            Alls ekkert hefi ég getað útrétt fyrir þig í því að safna sögum ennþá og ber margt til þess, það fyrst, að eg hefi lítinn tíma til þeirra starfa, þar næst hygg eg, að flestar þær sögur, sem hér eru af kóngi og drottningu etc. sé uppteknar í sögusafnið, sumar að vísu nokkuð breyttar frá því sem þær eru sagðar hér. Í þriðja lagi hrökk upp af í vetur sú eina sögukerling, sem hér var að gagni, en hinu yngra fólki þykir sögumenntin svo auvirðileg, að það hefir lagt hana alveg fyrir óðal. Samt mun eg alltaf hafa þig í huga, ef eg næ í eitthvað, sem mér þykir veiður í. Eru ekki þær sögur góðar, sem þulur hafa, t.a.m. af Brúsaskegg: Stendur í brekku Brúsaskeggur etc.? Það mætti fá eitthvað af þessleiðis sögum hér, og þær eru fullar af fyndni. - Nóg um þetta.

            Eg kem þá til aðalefnisins sem mig varðar mestu. Þú mátt eigi taka það fyrir skjall þó eg segi, að eg hafi það álit á þér og það traust til þín, að þú sért heilráður og góðráður hverjum þeim, sem leitar til þín af góðum hug, og það gjöri eg nú að þessu sinni, Eg mun hafa getið þess við þig í sumar, að eg hefði í huga að koma tveim drengjuim í skóla, þegar færi gæfist, og með tilliti til þeirra vil eg nú biðja þig um góð ráð og hollar tillögur. Annar drengurinn er sonur minn, Kristján að nafni, 14 ára í vor. Hinn er sonur síra Þorláks á Skútustöðum og kemur hann mér við að því leyti, að eg er lögverji barnanna og svo bað móðir drengsins mig sérstaklega fyrir hann á deyjanda degi, og deyjandi manns orðum gleymi eg trauðla. Hann heitir Björn og er fimmtán ára í vor; getur faðir hans ekkert lagt af mörkum við hann, því hann er fátækur, svo eigi er öðru til að tjalda með hann en því sem guð og góðir menn tilleggja honum til farareyris í skóla, og svo ef hann fengi einhvern tíma dálítinn arf eftir móðurforeldra sína. Sama er nú reyndar að segja um minn dreng, að eigi hefi eg aflögu handa honum og fjarri því; en eitthvað kynni þó til að verða meðan mín nýtur við. Missi mín við, er hann á bláhjarni. Þeir hafa nú lesið í tvo vetur, auk þessa vetrar, og þykir þeim ganga heldur vel bóknámið, enda hygg eg þeir hafi báðir dágóðar gáfur og iðnir eru þeir og námfúsir, hvað sem síðar reynist. Hvað mikið þeir eru búnir að lesa nú, veit eg ekki; en síra Gunnar á Hálsi, sem er kennari þeirra í vetur, heldur að þeir geti komist í annan eða jafnvel þriðja bekk skóla í vor. . . .

- Þá vil eg enn þiggja ráð þín með tilliti til samastaðar fyrir drengina í Víkinni. Mér er, sem þú getur nærri, annt um dreng minn og er vandur að stað fyrir hann, að hann sé þar sem góð regla og skipan er á öllum heimilisbrag og sem minnst tilefni til afvegaleiðslu. Þó ég segi sjálfur frá, þá er það satt, að drengurinn fer óspilltur úr föðurgarði, með hreint og auðsveipið hjartalag, sem þá líka er gjarnan útsett fyrir áhrifum hins vonda, sé það títt um hönd haft. Eg fyrir mitt leyti hefi nú helst haft augastað á samastað fyrir drengina hjá húsmóður minni sem var, Madame Möller, en vil þó heyra þitt álit um það og gjarnan þiggja, ef þú getur vísað mér á líklegri samastað. - Loksins kem eg þá að þvím að ítreka það sem eg lítillega kalsaði við þig í sumar, að taka að þér fjárhald drengjanna og alla umsjón með þeim mín vegna. Mér skilst nú að vísu af bréfi þínu, að óvíst muni þú verðir framvegis við þá stöðu sem þú hefir nú, en eg gjöri mér samt von um, að þú hafir aðsetur þitt í Reykjavík fyrir það fyrsta. Skyldi samt einhver sú breyting koma á hagi þína, sem gjörði þér ómögulegt að verða við þessum tilmælum mínum, vona eg þú látir mig vita það, svo eg geti þá leitað annars staðar fyrir mér.

Þú spyrð mig að, hvað eg vilji við þig gjöra, þegar þú hverfir frá þeirri stöðu, sem nú hefirðu á hendi; það skal eg segja þér. Væri eg kóngur yfir Íslandi, skyldi eg gjöra þig að prófasti á einhverju hægu og góðu sveitabrauði, og gefa þér eina af þessum nettvöxnu fagurleitu, íslensku sveitastúlkum fyrir konu. Sveitalífið er svo rólegt og þægilegt, þegar það lætur vel, og að vera prestur á góður og hægu brauði, álít eg eina hina skemmtilegustu stöðu sem maður getur kosið sér.

Fyrirgefðu svo allt þetta raus sem eg hefi mætt þig með að þessu sinni, og lifðu svo heill og glaður sem best fær óskað þér vinur þinn        J. Sigurðsson

Úr fórum Jóns Árnasonar II bls. 96-98 Kristján Jónsson f. 1852 varð dómsstjóri, alþm. og ráðherra en Björn Þorláksson f. 1851 varð prestur á Dvergasteini og alþingismaður

 

 

Jón Árnason skrifar

Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum

 

Reykjavík 26. mars 1866

 

. . . Það er ekki spursmál um, að besti samastaður fyrir pilta er hjá Madme G. Möller, húsmóður þinni sem var í sumar, en hún hefir svo marga líklega, að þú ættir að leggja það undir við hana í tíma að taka þína drengi; því það er áreiðanlegt, að hún hefir ekki fyrir sínum piltum neitt ljótt og lætur sér mikið annt um þá, sem hjá henni eru, að þeim líði vel.

            Það er enginn galdur að vera fjárhaldsmaður pilta, ef þeir hafa nóga peninga, en án þeirra er ekki neitt gaman að vera fjárhaldsmaður allslausra fátæklinga. Ef eg verð hér, vil eg ekki skorast undan liðsemd við þig með tilliti til fjárhaldsins. - -

            Með kærustu kveðju til þín og þinna er eg jafnan þinn einlæglega elskandi vinur

                                                                                                          Jón Árnason

 

 

 

Jón Árnason skrifar

 

 

 

Lítið var en lokið er

leturgjörðum mínum.

           Svo skrifar Jón Árnason sjóndapur og hrumur í elli.

 


Jón Árnason þjóðsagnasafnari - Nokkur bréf:

 http://stikill.123.is/blog/2014/08/03/jon-arnason---nokkur-bref/

Síðustu Holaprestar:  

http://stikill.123.is/blog/2014/07/16/siustu-holaprestar/

Hulda Pálsdóttir, minningar úr Kvennaskólanum 1924-5: http://stikill.123.is/blog/2014/07/02/vetur-a-kvennaskolanum---hp/

Elínborg Lárusdóttir í Kvennaskólanum Blönduósi 1907-9: http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2014/02/

 Friðrik Hansen: Skáldið í dalnum GÓ - ljóð: http://stikill.123.is/blog/2012/02/13/599242/

Hannes Pétursson: Um Gísla Ólafsson: http://stikill.123.is/blog/2012/02/13/599242/

Ljóð Jónasar Tryggvasonar I:

 http://stikill.123.is/blog/2011/11/11/550654/  

Ljóð Jónasar Tryggvasonar II:

 http://stikill.123.is/blog/2011/10/23/547953/

Friðrik Guðmundsson: Arnljótur frá Auðólfsstöðum: http://stikill.123.is/blog/2011/10/18/547408/        

Við mig rjálar - Árni gersemi: http://stikill.123.is/blog/record/534301/
G.Frímann: Drukkinn bóndi úr Skyttudal:
http://stikill.123.is/blog/record/533462/
Kammerráðið á Ytri-Ey e. MB: 
http://stikill.123.is/blog/record/532996/
Hólaprestar um 1850: 
http://stikill.123.is/blog/record/532617/
Bændaríma FÁ: Una í Sellandi + 2 vísur 
http://stikill.123.is/blog/record/528943/
Úr Sóknlýs 1841 búskaparlag: 
http://stikill.123.is/blog/record/520123/
Sr. Björn og Björn í Höfnum: MB Hafnamenn . .
http://stikill.123.is/blog/record/519371/
Sr. Björn og dætur e. P.E. Ólason: 
http://stikill.123.is/blog/record/519100/
Sóknarlýsingar frá nítjándu öld: 
http://stikill.123.is/blog/record/518441/
Jón Sveinsson í Sauðanesi: 
http://stikill.123.is/blog/record/517497/
Búferli Klemensar og Gísla á Eyvindarst.: 
http://stikill.123.is/blog/record/515728/
GF: Minningaljóð eftir Tryggva í Tungu
http://stikill.123.is/blog/record/515360/
Magnús á S-Hóli skrifar um Björn á Brandsstöðum. http://blogg.visir.is/iihjstikill/?p=2022#comment-708
Sveinn húsmaður: 
http://stikill.123.is/blog/record/510867/
Úr Brandsstaðaannál frá 1825: 
http://stikill.123.is/blog/record/509908/
Um Guðm. Ketilsson e. Bj. Sigfússon:
http://stikill.123.is/blog/record/514230/
Af sonum Kvæða-Ketils: 
http://stikill.123.is/blog/record/508919/
Bændaríma Friðgeirs í Hvammi - seinni hluti - 
http://stikill.123.is/blog/record/508721/
sr. Gunnar Árnason: Lýsing á Magnúsi á Hóli og verkum hans: 
http://stikill.123.is/blog/record/505883/
J.Ill.:Um bændarímu FÁ, Guðm. á Bollastöðum: 
http://stikill.123.is/blog/record/504272/
RGSn.,Kb.&IHJ Annáll af Laxárdal :
http://stikill.123.is/blog/record/504051/
Tr. Jónasson, ávarp á 20 ára afmæli kórsins: 
http://stikill.123.is/blog/record/502130/ 
Bergsstaðasókn 1873: 
http://stikill.123.is/blog/record/499599/
Friðgeir Árnason: Bændaríma yfir Bólstaðarhlíðarhrepp - fyrri hluti: 
http://stikill.123.is/blog/record/498915/
JBB: Sjósókn Húnvetninga - úr dölunum - 1840
http://stikill.123.is/blog/record/495946/
JI um Guðm. á Bollastöðum. 
http://stikill.123.is/blog/record/492507/
Merkurmanntal 1848-65   
http://stikill.123.is/blog/record/488363/
Slitur úr sóknarmannatali Bergsstaðaprestakalls:
http://stikill.123.is/blog/record/485458/
Jónas Illugason: Mannlýsingar úr þættinum Eitt ár: 
http://stikill.123.is/blog/record/485013/
sr. GÁ: Lýsing á Gautsdal, rödd Jón í Gautsdal og ferðasaga: 
http://stikill.123.is/blog/record/483474/
Mannfjöldi 1927-9 
http://stikill.123.is/blog/record/481873/
Arnljótur Guðmundsson minn. 2002 
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=678707
Torfi í Ólafsdal: 
http://olafsdalur.is/page/21655/
Hugmyndir um fyrirmyndarbú Húnvetninga 1866-9: 
http://olafsdalur.is/blog/record/415138/
Prestar á Auðkúlu, í Hólum og á Bergsstöðum:
http://stikill.123.is/blog/record/454453/
Sig. frá Brún: Blanda niður í grjóti 
http://stikill.123.is/blog/record/451385/
Úttekt á Þverárdal 1901: 
http://stikill.123.is/blog/record/447095/
Úttekt á Hvammi á Laxárdal 1897.
http://stikill.123.is/blog/record/446847/
Ólafur í Forsæludal yrkir eftir Sigurð frá Brún:
http://stikill.123.is/blog/record/445975/
Maurer 1858: Um klyfjahesta:
http://stikill.123.is/blog/record/439302/
Formannsbréf á fyrsta ári - Sögufélag:
http://stikill.123.is/blog/record/436675/
Rúnar Kristjánsson: Stikill.
http://stikill.123.is/blog/record/433389/ 
Einn er skipstjórinn: 
http://stikill.123.is/blog/record/431777/
300 svanir í Þinginu:
http://stikill.123.is/blog/record/429832/
Verslun um 1800:
http://stikill.123.is/blog/record/428819/
Um búskaparhætti í austursveitum Húnavatnssýslu 1840:
http://stikill.123.is/blog/record/427355/
Félagar 1911 í Ræktunarfélaginu:
http://stikill.123.is/blog/record/426149/
MB:Brot úr þætti um sr. Eggert Briem:
http://stikill.123.is/blog/record/425923/
Páll Imsland: Pistill um Arnlj.Ólafsson:
http://stikill.123.is/blog/record/425463/
MBSyðra-Hóli: Langt rekið Jósafat á Brandsstöðum.
http://stikill.123.is/blog/record/424027/ 
Pistlar úr þáttum JI - Svipir og sagnir I:
http://stikill.123.is/blog/record/418286/
Á Bergsstöðum 1850
http://stikill.123.is/blog/record/413659/
Jólamessa í Hlíð á annan 1927 ÓB:
http://stikill.123.is/blog/record/412007/

MB: Gamli ketill vinur minn

http://stikill.123.is/blog/2009/10/29/410564/

Páll á Höllustöðum kveður Björn móðurbróður sinn á Löngumýri:

http://stikill.123.is/blog/2009/10/28/410361/

Fréttir af Birni Eysteinssyni:

http://stikill.123.is/blog/2009/09/22/402228/

Nokkrir búferlaflutningar - eftir sóknarmannatölum frá 1905

http://stikill.123.is/blog/2009/09/05/398624/

Kveðja Björns Sveinssonar til Svartárdalsins og vina sinna 1950

http://stikill.123.is/blog/2009/08/24/396226/

MB: Slæm hestsskil

http://stikill.123.is/blog/2009/08/01/391720/

Sr. Gunnar skrifar um útsýni af bæjarhlaði Magnúsar á Syðra-Hóli og fræðimenn fyrirrennara þeirra félaganna:

http://stikill.123.is/blog/2009/07/31/391572/

Um Stikil 1-4

http://stikill.123.is/blog/2009/07/21/389654/

Erlendur á Mörk skrifar um Hallárdal:

http://stikill.123.is/blog/2009/05/19/376336/

Þorrablót í Þinghúsinu 1955 - bréf Guðm. Guðnasonar

http://stikill.123.is/blog/2009/05/05/372653/

Jónas trúir dagbók sinni fyrir hugleiðingum um angan túnmoldar:

http://stikill.123.is/blog/2009/04/28/370751/

Ástin á tímum afa og ömmu, Anna Hinriksdóttir skrifar um móðurforeldra sína, sumt eftir ástarbréfum afa síns og fleiri gögnum:

http://stikill.123.is/blog/2009/04/24/369748/

Þorsteinn Jónsson söngstjóri og organisti við Bólstaðarhlíðar- og Blönduóskirkjur:

http://stikill.123.is/blog/2009/03/31/363559/

Manntöl úr Stikli 1-4

http://stikill.123.is/blog/2009/03/31/363457/

1909 Á Blönduósi - Björn Th. skrifar um Þorvald Skúlason:

http://stikill.123.is/blog/2009/03/06/356208/

1960 Dagbók Jónasar Tryggvasonar - hann flutti í nóv. 1959 út á Blönduós:

http://stikill.123.is/blog/2009/03/02/354784/

1872 voru foreldrar Jónasar Illugasonar búsett í Finnstungu hjá móðurbróður JI, Eitt ár hluti:

http://stikill.123.is/blog/2009/02/17/350800/

Arnljótur Ólafsson á Bægisá/Sauðanesi:

http://stikill.123.is/blog/2009/02/16/350514/

Bólu-Hjálmar yrkir um vini sína í Langadal:

http://stikill.123.is/blog/2009/02/16/350450/

Ferð ungbarns, Sig. frá Brún yfir hálsinn milli Svartárdals og Blöndu og yfir ána að Eldjárnsstöðum:

http://stikill.123.is/blog/2009/02/13/349846/

Búendur í Bólstaðarhlíðarhreppi 1842 - ytri hlutinn:

http://stikill.123.is/blog/2009/02/13/349675/

Að baki blárra fjalla yrkir Rósberg um heimabyggðina á Laxárdal:

http://stikill.123.is/blog/2009/02/11/349061/

Rósberg skrifar um Ólaf Bjarnason

http://stikill.123.is/blog/2009/02/10/348777/

Bergnumin hjörð - ljóð JT

http://stikill.123.is/blog/2009/01/22/342206/

1947 Um andlát Sigvalda á Skeggsstöðum - dagbók JT

http://stikill.123.is/blog/2009/01/19/341072/

Um Ólaf Bjarnson skrifar Jón Eyþórsson - og rekur gamlar vísur eftir honum

http://stikill.123.is/blog/2009/01/16/340323/ 

1953 Um Bergsstaðakirkju 70 ára skrifar sr. Birgir Snæbjörnsson

Jónas í Ártúnum skrifar sr. Gunnari Árnasyni 1955

http://stikill.123.is/blog/2009/01/13/339239/

Um Bjarna á Bollastöðum skrifar Jón Eyþórsson:

http://stikill.123.is/blog/2009/01/11/338533/

Lýsingar Erlendar á Mörk af búskap foreldra hans - um 1870

http://stikill.123.is/blog/2009/01/08/337776/

Í minningu Sigurðar frá Brún yrkir Ólafur í Forsæludal:

http://stikill.123.is/blog/yearmonth/2008/12/

Eftir systkinin Sigurð á Skeggsstöðum og Guðrúnu Þorfinns skrifaði sr. Jón Ísfeld í Húnavöku

Jónas Tryggvason orti um Marka-Leifa og ferðir hans yfir Vatnsskarð

http://stikill.123.is/blog/2008/12/20/331370/

Úr dagbók JT 1947&1948 - Ingi á Bollastöðum fékk 4 jeppann, Eyvindarstaðafólk fluttu út að Holti, 400 plöntur gróðursettar á Botnastaðamónum, þeir fóru 10 vestur í Svínavatnskirkju að syngja yfir Önnu á Ásum:

http://stikill.123.is/blog/2008/11/30/324438/

Hektari handa trjám á Botnastaðamó 7.7. 1946, sumarskemmtihús á mónum, Bóas, Siggi á Skeggsstöðum og Jón í Ártúnum komnir í hreppsnefnd

1925 - árið sem sr. Gunnar Árnason útskrifaðist úr guðfræðinni - fór norður, Holtastaðir, Bergsstaðaprestsetur og dalirnir með gestsaugum:

http://stikill.123.is/blog/2008/11/14/318222/

Jónas Illugason skrifar um Hlaupa-Kristínu:

http://stikill.123.is/blog/2008/11/10/316763/

Farkennsla í Bólstaðarhlíðarhreppi 1933-34, skýrslur Bj. Jónassonar í Blöndudalshólum:

http://stikill.123.is/blog/2008/11/04/314564/

Útfararræða sr. Gunnars eftir Sigurð Semingsson í Hvammi:

http://stikill.123.is/blog/2008/11/03/313877/

Svör Bjarna kennara í Blöndudalshólum við spurningum Sigvalda Hjálmarsson blaðamanns og sveitunga Bjarna

http://stikill.123.is/blog/2008/11/02/313664/

Frá Brynjólfi í Þverárdal

http://stikill.123.is/blog/2008/10/27/310517/

Úttekt á Blöndudalsvegi 1934

http://stikill.123.is/blog/2008/09/08/287980/

Jósafat á Brandsstöðum:

http://stikill.123.is/blog/2008/09/17/292203/

Gísli frá Eiríksstöðum yrkir til fornvinar Björns Sveinsson á Gili í Borgarsveit, áður í Þverárdal Húnav.

http://stikill.123.is/blog/2008/09/30/297687/

Bréf Erlendar Pálmasonar í Tungunesi v/harðindanna 1881-87

http://stikill.123.is/blog/2008/08/23/282212/

Þrakk við sauðarétt 2011 - úr Húnv.sögu GK

http://stikill.123.is/blog/2008/07/31/274841/

EG bréf frá jólum 1929

http://stikill.123.is/blog/2008/07/15/269711/

Vegfræðingaskýrsla 1890 um aðalpóstleiðina frá Stóru-Giljá að Bólstaðarhlíð

http://stikill.123.is/blog/2008/07/04/266240/

EG bréf, farið til grasa fram í Stafnsfell 1933

http://stikill.123.is/blog/2008/06/29/264453/

Úr dagbók Bjarna í Hólum 1942, kórferð í Dali og heyskapur í Hólum

http://stikill.123.is/blog/2008/06/26/263557/

Hugleiðingar Jónasar Tryggvasonar Blönduósi í ársbyrjun 1960

http://stikill.123.is/blog/2008/06/25/263198/

EG bréf frá haustinu 1934, kaffisala í réttum, draumar, annríki húsmóður:

http://stikill.123.is/blog/2008/06/23/262520/

Bréf frá Bollastaðasystrum, Unni og Maríu

http://stikill.123.is/blog/2008/05/18/249069/

Gísli frá Eiríksstöðum yrkir afmælisljóð til Hafsteins á Gunnsteinsstöðum

http://stikill.123.is/blog/2008/04/26/239679/

Hulda á Höllustöðum segir frá móður sinni, Guðrúnu á Guðlaugsstöðum:

http://stikill.123.is/blog/2008/04/25/239352/

Blanda er slagæð austustu húnvetnsku sveitanna segir Hannes Pálsson Guðlaugsstöðum:

http://stikill.123.is/blog/2008/04/13/233335/

1952 Nokkrir apríldagar úr dagbók Jónasar Tryggvasonar, um félagsheimilisbyggingu

http://stikill.123.is/blog/2008/04/13/233335/

Endurvakið ungmennafélagið 1935

http://stikill.123.is/blog/2008/04/13/233335/

Úr fundargerðum UMFBól 1935-1947:

http://stikill.123.is/blog/2008/04/13/232917/

Frá Árna gersemi, bónda í Skyttudal segir Sveinn Hannesson frá Elivogum:

http://stikill.123.is/blog/2008/03/21/223022/

Um verstöðvar á Skaga og útræði þaðan segir Magnús á Hóli:

http://stikill.123.is/blog/2008/03/09/217545/

Fáein atriði úr þætti Magnúsar á Hóli um húsfrú Þórdísi

http://stikill.123.is/blog/2008/03/06/216588/

Morgunbláir dalir Guðmundar Jósafatssonar

http://stikill.123.is/blog/2008/03/06/216342/

Um starf hreppsstjóra segir Magnús á Hóli:

http://stikill.123.is/blog/2008/03/04/215514/

Skipting bæja milli sókna í Bólstaðarhlíðarhreppi á 19. öld.

http://stikill.123.is/blog/2008/02/27/212445/

Björn á Brandsstöðum ræktaði kartöflur:

http://stikill.123.is/blog/2008/02/11/205016/

Ef einhver kynni síðar að fletta þessari bók, Unnur Pétursdóttir frá Bollastöðum:

 lhttp://stikill.123.is/blog/2008/02/02/200932/

Þá gekk ein kona í félagið, Anna Bjarnadóttir:

http://stikill.123.is/blog/2008/02/02/200830/

1954 Dagbók Jónasar Tryggvasonar í Ártúnum, m. a. um framkvæmdir við byggingu Húnavers:

http://stikill.123.is/blog/2008/01/23/196654/

Kennsla, farkennsla, árið 1933-34, skýrslur BJ kennara um börn og námsefni:

http://stikill.123.is/blog/2008/01/15/193445/

 Árið 1969 lést Elísabet á Gili og Hulda Á Stefánsdóttir á Þingeyrum skrifaði eftir hana:

 http://stikill.123.is/blog/2007/12/30/187046/

Á árinu 1957 voru vígð félagsheimili í Húnaveri og Sævangi, grein í Tímanum:

http://stikill.123.is/blog/2007/10/04/154780/

Húnvetnskar vísur settar á spjöld og stækkaðar á Bragaþingi á Blönduósi 2007: http://stikill.123.is/blog/2007/08/20/139201/

Þýskur málfræðingur Bruno Schweizer kom til Klemensar í Bólstaðarhlíð í júlí 1935 http://stikill.123.is/blog/2007/08/09/135460/

Frásögn af fertugsafmæli Húnavers 7. des. 1997 http://stikill.123.is/blog/2007/07/21/129942/

 

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 478234
Samtals gestir: 92128
Tölur uppfærðar: 30.3.2020 06:18:22