16.07.2014 10:28

Síðustu Hólaprestar

         Síðustu Hólaprestar

 

Þeir sem renna kirkjubókarfilmu frá Blöndudalshólum gegnum lestrarvélina geta gleymt sér við lestur á glæsilegu handriti, fögur skrift ungu prestannna sem staðnæmast um áratug í hólaskjóli við elfarnið og vetrardrunur Blöndu sem tók sig stundum upp frammi í Blöndugili og þeytti jökum og ruðningum út farveginn og dreifði jökunum um eyrarnar út frá Finnstungu. Tveir fyrstu prestarnir, sr. Auðunn og Ólafur luku þar ævistarfinu og Ólafur hóf það raunar líka á þeim stað.

Á síðustu öld staðar/prestseturs/beneficium í Blöndudalshólum sátu þar 6 prestar, flestir vel kunnir og niðjaríkir og eru:

Auðunn Jónsson 1778-1807 Ættfaðir Blöndalsættar

Ólafur Tómasson 1807-1834

Sveinn Níelsson frá 1835  móðurfaðir Sveins forseta Björnssonar

Þorlákur Stefánsson frá 1844 faðir Þórarins B. Þorlákssonar listmálara og föðurfaðir Jóns Þorlákssonar verkfr., borgarstj. í Rv og forsætisráðherra

Hjörleifur Einarsson frá 1859 faðir Einars og sr. Tryggva Kvaran

Markús Gíslason frá 1869

Tveir þeirra, Sveinn og Þorlákur, urðu tengdasynir sr. Jóns Pétursson í Steinnesi

Prestatal: Auðkúla, Blöndudalshólar, Bergsstaðir: http://stikill.123.is/blog/2010/05/16/454453/  

 

1. Fyrstur þessara sexmenninga er sr. Auðunn Jónsson, 1750-1807, var prestssonur frá Bergsstöðum og aðstoðarprestur föður síns 1775-1782 en tók þá við Blöndudalskalli til dauðadags. Kona hans var Halldóra Jónsdóttir prests á Auðkúlu Björnssonar. Þau áttu margt barna: Jóna tvo, Gísla, Björn, Þorlák, Stefán, Árna, Benjamín en dætur Halldóra og Helga. Jón eldri 1776-1837 bjó að Eldjárnsstöðum og var jafnan fátækur. Jón yngri fékk seinna Helgu dóttur Kráks smiðs Sveinssonar prests úr Goðdölum og er hér var komið sögu bjó Krákur að Leifsstöðum. Gísli Auðunsson lærði í Hólaskóla og varð seinna prestur að Húsavík. Helgi silfursmiður á Brandsstöðum fóstraði Stefán og kenndi smíðar. Árni lést nær þrítugur og átti engin börn.(Húnv.saga 358) Björn sonur Auðunar prests fór utan til Kaupmannahafnar og nam lög. Var hann danskur lagamaður eða júristi sem kallað var. (Húnv.s. 546) Björn varð sýslumaður Húnvetninga og bjó í Hvammi í Vatnsdal. Jón yngri Auðunsson f. 1779 var bóndi og meðhjálpari á Leifsstöðum.

Við andlát sr. Auðuns var ort:

Séra Auðunn baninn bar

Blöndudals frá hólum

Svo í hauður settur var

sálar auður bærinn þar.

Jón Hjaltalín Oddsson 1749-1835 prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd

 

2. Næsti prestur, Ólafur Tómasson, var líka barnmargur, prestssonur frá Grenjaðarstað, í Hólaskóla 1793-6, settist 1799 að búi á Stóru-Giljá þar sem Helga Sveinsdóttir var ekkja eftir Jón Árnason, eignaðist Helgu fyrir konu og fékk Hóla í Blöndudal 1807 og vígðist þangað 3. Maí og var prestur til dauðadags 1834(PEÓ) Börn þeirra: Álfheiður 1801, tvígift en eignaðist áður Ingiríði, móður Bertels Þorleifssonar stúdents og skálds, Ingiríði átti Álfheiður með Ólafi Tómassyni á Eyvindarstöðum, Ragnhildur 1802, Sveinn 1803, Skúli 1804, Ólöf 1806, Friðfinnur 1807, Lilja 1807, Helga 1808, móðir Önnu Árnadóttur Köldukinn f.1851, Anna 1811, Stefán fíni 1812 var flækingur. Sr. Ólafur var góður kennimaður og söngmaður, starfsmaður mikill en breytinn í búnaðarháttum og sérvitur, ljúfmenni og vel látinn.(PEÓ) Börn Helgu með Jóni voru: Árni 1796, Þuríður 1797 á Móbergi k. Guðm. Guðmundssonar þar og Jón 1799.  Verðandimenn HH, GP, Bertel Þorleifsson og Einar H. Kvaran: http://is.wikipedia.org/wiki/Ver%C3%B0andi_(1882) 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3284409

3.Næstu níu ár var Sveinn Níelsson prestur í Blöndudalshólum, fór þaðan  vestur á Staðarbakka og síðan á Staðastað. Sveinn varð stúdent 1824 með mjög góðum vitnisburði, síðan 2 ár kennari og skrifari hjá Birni sýslumanni Blöndal í Hvammi, varð djákn 1828 á Grenjaðarstöðum og tengdasonur Jóns prests þar, en hann fór frá konu sinni, Guðnýju skáldkonu Jónsd. vestur í Bl.hóla 1835 og eftir tæpan áratug að Staðarbakka og Staðastað. SN og Guðný áttu 2 börn: Jón Aðalstein aðjunkt í Nyköbing, Sigríður átti Níels trésmið Eyjólfsson á Grímsstöðum á Mýrum. Seinni kona SH giftust 1836 var Guðrún Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. Börn þeirra: Elísabet Guðný, átti Björn ritstjóra og ráðherra Jónsson, Hallgrímur biskup, Jón á Selvelli í Breiðavík, Sveinn trésmiður í Rv.(PEÓ)

Sveinn var í röð fremstu kennimanna, gáfumaður mikill og skáldmæltur, smiður góður, orðlagður kennari og kenndi mörgum nemendum undir skóla. Skrifaði prestatal og prófasta Kh. 1869.

4.Þorlákur Stefánsson 1806-1872 fékk Blöndudalshóla 1844, bjó þar fyrst en en frá 1851 á Auðólfsstöðum í Langadal, en fór að Undirfelli 1860. K.1. Ragnheiður Jónsdóttir pr. á Miklabæ Jónssonar, börn: Halldóra Kristín og Steinunn. K.2. Sigurbjörg Jónsdóttir pr í Steinnesi Péturssonar. Börn þeirra: sr. Jón Stefán að Tjörn á Vatnsnesi, Þorlákur Símon að Vesturhópshólum og Þorfinnsstöðum, Magnús Sigurður d. í skóla1871, Halldór Bjarni að Hofi í Vatnsdal, Björn Einar trésmiður að Varmá, sr. Lárus Ólafur í Mýrdalsþingum, Böðvar Pétur sýsluskrifari og póstafgreiðslumaður á Blönduósi, sr. Arnór Jóhannesson Hesti, Sigurður Friðrik söðlasmiður, Þórarinn Benedikt listmálari Rv. (PEÓ)

5. Hjörleifur Einarsson var prestssonur frá Vallanesi og fékk Hóla 1859, fór þaðan í Goðdali tíu árum síðar og síðan 1876 í Undirfell þar sem hann varð prófastur 1885, lét til sín taka í kirkju- og bindindismálum og hýsti Kvennaskólann fyrsta ár hans á prestsetrinu Undirfelli og kenndi við hann en Björn Sigfússon, einn helsti frumkvöðull að þessu skólastarfi, var nágranni hans, bjó lengst á Kornsá.  K.1 Guðlaug Eyjólfsdóttir. Börn þeirra: Einar Kvaran rithöfundur, Þóra fór til Vesturheims, Sigurður Kvaran læknir, sr. Jósep á Breiðabólstað á Skógarströnd. K. 2. Björg Einarsdóttur, börn þeirra: Guðlaug átti Sigurð Kristinsson forstöðumann SÍS, sr. Tryggvi Kvaran pr á Mælifelli. Finni hönd mín hlýjan yl

hörðum lífs í byljum

sendir hún þúsund þakkir til

Þóreyjar á Giljum.

Tryggvi Kvaran Mælifelli þakkaði með vísunni tvíbandaða vettlinga frá Þóreyju.

 http://bragi.info/visur.php?VID=5233

6. Markús Gíslason 1837-1890 var síðasti prestur í Hólaprestakalli. Hann var af borgfirskum ættum, hann varð fyrst aðstoðarprestur í Stafholti í 4 ár, fékk Bergsstaði 1866, Blöndudalshóla 1869 og Stafafell í Lóni 1881 og hélt þann stað til dauðadags. Kona hans Metta Einarsdóttir var prestsdóttir frá Stafholti. Börn: Einar ríkisbókhaldari, Gísli, Kristsjana í Rv. Þóra átti Vilhelm kaupm. Jensen í Eskifirði, Sigurður og Sigríður Ólafía.

Blöndudalshólakirkja var aflögð 1882 og sókninni skipt milli Bergsstaða- Bólstaðarhlíðar- og Svínavatnssókna

                                      

    Nokkrar prestavísur

Finni hönd mín hlýjan yl

hörðum lífs í byljum

sendir hún þúsund þakkir til

Þóreyjar á Giljum. Tryggvi Kvaran Mælifelli þakkaði með vísunni tvíbandaða vettlinga frá Þóreyju. http://bragi.info/visur.php?VID=5233

 

Glúmur fékk vísuna senda með athugasemd frá IHJ "sjálfsagt margbúinn að senda þér þessa vísu"". Hann svaraði:

Þórey Kvarans þáði lof

því skal á það benda

að góða vísu aldrei of

oft er hægt að senda.GlG

 

Heyin mæna hátt við ský.

Hlíð er væn og Kúla græn.

Verkstjórn Árna veldur því

vella glær og prestsins bæn.

Sigurður Sigurðsson Auðkúluprestur 1843-55

 

Gamall vagar, seinn á sér

samt um dag á felli.(ferli)

Heimasnagar halda mér

helst þó bagar elli.

Sigurður Sigurðsson Auðkúluprestur 1843-1855

 

Prestar lifa ekki á

einu saman brauði;

leignasmjör þeir líka fá

landsskuldir og sauði.

Ólafur Bríem á Grund í Eyjafirði

 

Prestinum illa giftast gekk

gigtar flengdur hrísi

uns um síðir Ólöfu fékk

fyrir átta merkur af lýsi.

Ögmundur Sigurðsson á Tjörn 1799-1845 sem var orðinn 43 ára þegar hann kvæntist

 

 

 

Hólamaður á 20. öld, Bjarni Jónasson kennari og bóndi í Blöndudalshólum segir:

Prestssetrið Blöndudalshólar mun hafa verið nokkurs konar tengiliður milli hreppanna. Blönddælingar vestan ár sóttu þangað kirkju, enda áttu fremstu bæirnir að vestan kirkjusókn að Blöndudalshólum, þe, Bugsmenn.

Á þessum áratug(1840-50) sátu ágætis menn á prestsetrinu, fyrst sr. Sveinn Níelsson, móðurfaðir Sveins Björnssonar forseta, og svo sr. Þorlákur Stefánsson, afi Jóns Þorlákssonar ráðherra.

Í nágrenni prestsins í Blöndudalshólum bjó dugmesti foringi þessara sveita, Guðmundur Arnljótsson hreppstjóri á Guðlaugsstöðum, er naut almenns trausts og álits sýsluna sinna, sem best sést á því, að hann var varaþingmaður Húnvetninga fyrstu árin eftir að Alþingi var endurreist, og sat á þingi 1847. Kona Guðmundar á Guðlaugsstöðum var úr Bólstaðarhlíðarhreppi, Elín, dóttir Arnljóts Árnasonar á Gunnsteinsstöðum, er verið hafði forystumaður sinnar sveitar en nú var kominn á efri ár. Bjarni Jónasson/Vorboðar/Vorþeyr og vébönd bls. 139

 

Björn á Brandsstöðum annálaritari, samtímamaður og nágranni Hólaprests segir um eldsvoða hjá sr. Sveini:

1842

Um göngur náðist allt hey inn utan á Laxárdal. Á jóladaginn brast á norðan stórhríð og lagði þá að vetur með fönn og frostum.

Nóttina 15. febr. brann frambærinn í Blöndudalshólum: nýbyggt eldhús, bæjardyr og stofa, kistur allar og klæðnaður fólksins. Braut sr. Sveinn sig út um skrifhúsgluggann og náði þar út fólkinu, klæðlitlu og að köfnun komið. Varð sent til bæja, svo fólk kom til hjálpar, að eigi brynni fleiri hús. Veður var þá hvasst og kafald. Daginn eftir dreif að fólk, ei einast úr sóknunum, heldur vestan yfir Blöndu og úr Hlíðarsókn, með við og aðrar nauðsynjar, og á öðrum degi var reft upp 6 faðma löng brunatóftin og bæjarþil með dyraumbúningi sett framan undir. Bráðlega bættu efnamenn honum skaðann og af sumu tagi ríflega, því hann var í nálægum sérlega vel álitinn og elskaður af öllum.


Prestatal Auðkúla Blöndudalshólar Bergsstaðir: http://stikill.123.is/blog/2010/05/16/454453/

Blanda niður í grjóti, Sigurður frá Brún:

http://stikill.123.is/blog/2010/05/02/451385/

JI segir frá Bollastaðabændum:

http://stikill.123.is/blog/record/492507/

Búferli Klemensar og Gísla á Eyvindarstöðum:

http://stikill.123.is/blog/record/515728/

 

Sálnaregistur í Blöndudalshólaprestakalli/sókn 1860 - um nýár

(árslok 1860) Hin sóknin var Holtastaðasókn

1. Eiðsstaðir 9 í heimili;  

Helgi Benediktsson 43 bóndi

Ingibjörg Arnórsdóttir 46 kona h

Ingig. Ingib. Helgadóttir 12  börn búin með kverið

Bened. Jóh. Helgason 10  þeirra

Margr. María Helgad. 7  börn

Arnór Þorgr. Helgason 4   þeirra

Björn Jónsson 24 vinnum

Sigurlaug Kristjánsdóttir 20 vinnuk

Steinunn Þorsteinsdóttir 35 vinnk.

2.býli: 8 í heimili:

Ólafur Jónsson 62 bóndi

Sigurbjörg Tómasdóttir 59 kona hans

Benedikt Ólafsson 24 bóndi 

Hólmfr. Bjarnadóttir 30 kona hans

Bjarni Benediktsson 2 barn þeirra

Agnes Jónsdóttir 19 vinnuk

Árni Jónsson 17 smali 

Magnús Gíslason 9 hreppsómagi

2. Eldjárnsstaðir 9 í heimili;   

Jón Jónsson 66 bóndi

Engilráð Sigurðardóttir 64 kona hans

Jón Davíðsson 33 vinnum.

Steinunn Jónsdóttir 26 dóttir bónda

Jón Jónsson 2 barn þeirra

Sigurður Jónasson 6 barn hennar, kann boðorðin, er að stafa

Björn Gíslason 29 vinnum

Jón Guðmundsson 80 á meðgjöf

Margrét Jónsdóttir 26 vinnuk

3. Þröm 5 í heimili;   

Davíð Davíðsson 36 bóndi 

Þuríður Gíslad. 24 ráðsk.

Daði Davíðsson 2 sonur þeirra,

Díomedes Davíðsson á 1. ári, sonur þeirra,

Andrés Davíðsson 3 sonur bónda.

4. Rugludalur;    6 manns í heimili;

Jón Rafnsson 54 bóndi

Sigurlaug Þórðardóttir 60, kona hans

Ólafur Jónsson 20 sonur þeirra

Jónas Jónsson 13 launsonur bónda, búinn með lærdóminn, dáv.að sér

Ásdís Guðmundsdóttir vk. 60

(Ólafur Jónsson 1 árs niðursetn.) Skráð inn síðar.

Synir bónda Jóns bónda eru vel að sér bókl. eftir því sem sr. Hjörleifur skráir í kb.

5. Selland 4 í heimili;

Jóhann Gíslason 47 bóndi

Kristín Guðmundsd. 56 kona

Pétur Ólafsson 16 léttadr.

Kristín Guðmundsdóttir  vinnuk. 27

6. Bollastaðir 12 í heimili;

Guðm. Gíslason 30 bóndi

María Guðmundsd. 35

Gísli sonur þeirra 1

Gísli Guðmundsson 70 faðir bónda

Ingibjörg Guðmundsdóttir 17 stjúpdóttir bónda

Kristín Friðriksdóttir 36 vinnuk

Sólveig Sigurðardóttir 32 vinnuk

Oddný Árnadóttir 67 sjálfs sín lifir af eigum sínum, sjá manntal 1860

Kristján Kristjánsson 21 vinnumaður

Pálmi Pálmason 14 léttadrengur,  búinn með lærdóminn

Sigfús Hannesson 22 vm

Eyjólfur Jónasson 3 niðursetningur

7. Eyvindarstaðir 13 í heimili

Kristján K. Ólafsson  44 bóndi

Sigurb. Snæbjarnard 36

Ingiríður Kristjánsd. 10 dætur þ.:  Allar á góðum vegi

 Kolfinna Kristjánsd. 9     -                 bæði í lestri og kunnáttu

Guðrún Kristjánsd. 8  -

Sigríður Kristjánsd. 7 -

Illlæsilegt Bjarni Pálsson 25 vinnum

Illlæsilegt dóttir           lausak eða húsk

Guðmundur Jónsson 18 vinnum., vel að sér

Björn Sigvaldason 15 léttadrengur

Björg Eyjólfsdóttir 73 stjúpa bónda

Guðbjörg Pálsdóttir 28 vinnuk

Sigríður Jónsdóttir 36 vinnuk

 

8. Eyvindarstaðagerði 6 í heimili

Lárus Erlindsson 26 bóndi

Sigríður Hjálmarsdóttir 26 kona hans

Ósk 3  dætur þ.

Ingibj. á 1. ári dætur þ.

Rósída Jónsdóttir 63 húskona

Sigurbjörg Ólafsdóttir 40 húskonaRósída Jónsdóttir lifir mest á því sem henni er gefið eftir manntalinu 1860 eins og Sigurbjörg Ólafsdóttir 28 skilin kona og "sjálfrar sín"

 

9. Brandsstaðir 

1. býli: 5 í heimili;

Eggert Björnsson 39 bóndi og meðhjálpari sjá manntal 1860

Kristín Guðmundsdóttir 39 kona hans                                        

Björn Eggertsson11 börn þeirra, vankunnandi

Sesselja Hólmfr. Eggertsd. 10 börn þeirra, betr að sér

Rósa Jónasdóttir 9 niðursetn., er að stafa kann boðorðin

2. býli 2 í heimili

Helgi Björnsson 43 bóndi

Ólöf Guðmundsdóttir 48 kona hans

10. Blöndudalshólar: 6 í heimili

Hjörleifur Einarsson 29 prestur,

Guðlaug Eyjólfsdóttir 27 prestkona

Einar Gísli Hjörleifsson 1 sonur þeirra,

Baldvin Einarsson 19 vm,

Margrét Guðmundsd. 18 vinnuk.

Helga Jónsdóttir  12 tökubarn

2. býli: 6 í heimili;

Jón Ólafsson 55 bóndi,

Ingibj. Hannesdóttir 62 kh

Ólafur Jónsson 7 tökubarn

Guðmundur Árnason 31 vinnum

Sólveig Jónsdóttir 27 vinnuk

Sveinn Gottskálksson 24 vinnum.

11. Syðra-Tungukot stendur í eyði í  vetur

12. Finnstunga; 8 í heimili;

Ólafur Frím. Arason 31 bóndi

Steinunn Jóhannesd. 26 kh

Björg Sigr. Ólafsdóttir 2 dætur

Sigurb. St. Ólafsd., á 1. ári þeirra

Helga Jóhannesdóttir 27 vinnuk

Guðríður Guðmundsdóttir 5 dóttir hennar

Helga Aradóttir 15 léttastúlka  má varla heita stafandi

Baldvin Baldvinsson 21 vinnum., lesandi og kunnandi

            2. býli; 6 í heimili,

Jónas Frím. Sigurðsson 27 bóndi

Sigurlaug Sölvad. 30 kona hans

Steingr. Jónasson 5 börn þ.

Guðrún Jónasdóttir 3

Halldóra Guðmundsdóttir 18 vinnuk

Rannveig Jónsdóttir 41 húskona

13. Ytra-Tungukot 7 í heimili;

Jakob Jónsson 45 bóndi

Vilborg Bjarnad. 49 kona hans,

Bjarni J. Jakobsson 6 sonur þeirra, farinn að stafa

Guðrún Guðmundsdóttir 44 vinnuk.

Helga Björnsdóttir 12 tökubarn búin með 5 kapítula

María Stefánsdóttir 31 húskona

.. . íður Guðmundsdóttir 71 ekkja


Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 78
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 514033
Samtals gestir: 103947
Tölur uppfærðar: 24.11.2020 09:39:46