06.02.2014 00:16

Elínborg Lárusdóttir í Kvennaskólanum á Blönduósi 1907-1909

        Sjá skrá neðst í skjalinu yfir kennslukonur við Ytri-Eyjar og Blönduóss-kvennaskóla 1879-1939

En allar munum vér minnast kvennaskólans á Blönduósi með fögnuði í huga og yngri í anda því að minningin um æskuárin ber blæ vorsins segir Elínborg Lárusdóttir rithöfundur sem var í Kvennaskólanum á Blönduósi tvo vetur, 1907-1909 og rifjar upp daga sína á bökkum Blöndu í bókinni um Kvennaskólann á Blönduósi 1879-1939. Elínborg var fædd á Tunguhálsi í Skagafirði 1891 og var aðeins 15 ára þegar hún fór í Kvennaskólann. Hún skrifar:

Félagslíf utan skólans var ekki fjölbreytt. Nokkrar stúlkur voru í stúku og sóttu fundi yfir á Blönduósi. Mig minnir að við yrðum ætíð að vera komnar inn kl. 11 að kvöldi. En félagslíf innan skólans var skemmtilegt. Við dönsuðum á laugardagskvöldum og skemmtum okkur ágætlega þótt herrana vantaði. Eining og samhugur var meðal námsmeyja. Ég held, að við höfum yfirleitt saknað þess að skilja á vorin og hlakkað til þess að mæta aftur næsta haust.

Kvennaskólinn á Blönduósi gleymist ekki þeim sem einu sinni hafa þar dvalist. Við vorum allar á æskuskeiði. Margar langt innan við tvítugt. Lífið lá eins og óráðinn draumur fram undan. Verkefnin biðu okkar í komandi framtíð. Allar höfum við víst átt óskir, sem stefnt hafa að einhverju vissu marki. Og tíminn einn og atburðir lífsins hafa nú sennilega skorið úr því, hvað langt við höfum komist áleiðis. Sumar eru dánar og horfnar - aðrar sitja sem gráhærðar gamlar konur hver á sínu landshorni. Meðal þeirra er ég. En allar munum vér minnast kvennaskólans á Blönduósi með fögnuði í huga og yngri í anda því að minningin um æskuárin ber blæ vorsins. Skólinn - grundirnar í kring þar sem við vorum að leikjum í frímínútum þar til bjallan kallaði okkur inn til þess náms sem átti að verða undirstaða þeirrar þekkingar sem lífið sjálft gerði kröfu til. - Kaupfélagið, er bauð okkur ýmislegt góðgæti sem var óþarflega ágengt á budduna okkar því að vasapeninga höfðum við flestar mjög af skornum skammti og sumar enga, - Blanda kolmórauð og ægileg var á milli okkar og kaupstaðarpiltanna. En sjálfsagt hefir svo verið til ætlast er skólinn var byggður að við skinum í hæfilegri fjarlægð eins og lýsandi stjörnur. - Ja - ég skal nú láta það ósagt, hversu lýsandi við vorum. En heitar höfum við víst verið, því að ég minnist þess nú, að einn góður borgari, sem þó var kominn af unglingsárunum, sendi þrettán stúlkum kort á þrettándanum. Á einu kortinu stóð þetta: Ó það brennur, fleira er heitt en eldurinn.

Þegar gott var veður og Blanda söng sitt gamla lag sínum dimma, þunga rómi, þá held ég, að hún hafi sungið inn í okkur kjark og þor. Og er við gengum eftir sandinum og litum brimgarðinn, sem lá meðfram ströndinni, hvítfreyðandi öldurnar teygðu sig hátt í loft upp, en lengra úti lá sjórinn lygn og spegilsléttur og stafaði á hann gullnum bjarma í aftanskini sólarinnar. Og lengst í fjarska risu myrkblá Strandafjöllin úr hafinu, há og tíguleg, með sínum einkennilegu bergstöllum, sínum risavaxna myndugleik gnæfðu þau hátt við himin, þá störðum við hugfangnar á fegurð náttúrunnar - eitthvað bærðist í brjósti okkar, sem engin orð ná yfir. - Við vorum allar ungar. Þá var vor æskunnar og útþráin kallaði.

                                                                  Elínborg Lárusdóttir

Skrá yfir kennslukonur

við Ytri-Eyjar- og Blönduóss-kvennaskóla 1879-1939

 1. Björg Hlöðversdóttir Schou forst.k. 1879 - 1880

 2. Elín Briem frá Reynisstað forst.k. 1880 - 1881

 3. Þórdís Eggertsdóttir frá Kleifum forst.k. 1881 - 1883

 4. Elín Briem frá Reynisstað forst.k. 1883 - 1895

 5. Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal 1883 - 1887

 6. Dýrfinna Jónasdóttir frá Keldudal 1885 - 1889

 7. Marta Stephensen frá Viðey 1888 - 1891

 8. Margrét Sigurðardóttir frá Sæunnarstöðum 1889 - 1894

 9. Herdís Pétursdóttir frá Álfgeirsvöllum 1890 - 1891

 10. Marja Ásgeirsdóttir 1891 - 1894

 11. Sigríður Briem frá Reynisstað 1892 - 1893

 12. Þórey Jónsdóttir frá Klyppsstað 1893 - 1895

 13. Þuríður Jakobsdóttir Árbakka 1894 - 1895

 14. Björg Þorláksdóttir Vesturhópshólum 1894 - 1897

 15. Guðrún Jónsdóttir frá Litladal forst.k. 1895 - 1898

 16. Guðlaug Eiríksdóttir Brú á Jökuldal1895 - 1897

 17. Kristín Jónsdóttir frá Litladal 1895 - 1901, forst.kona 1898 - 1901 

 18. Guðrún Jóhannsdóttir Lýtingsstöðum 1897 - 1901

 19. Jórunn Þórðardóttir Reykjavík 1897 - 1901

 20. Kristín Jónsdóttir Auðólfsstöðum 1901 - 1904 forst.k. 1903 - 1904

 21. Kristín Guðmundsdóttir Purkey 1899 - 1900

 22. Dýrfinna Jónasdóttir frá Auðólfsstöðum 1901 - 1904

 23. Guðríður Sigurðardóttir Lækjarmóti 1901 - 1911 Forst.k. 1904 - 1011

 24. Elín Briem Reykjavík forst.k.1901 - 1903 og 1912 - 1915

 25. Þuríður Sigfúsdóttir Kornsá 1902 - 1903

 26. Halldóra Matthíasdóttir Akureyri 1903 - 1904

 27. Guðrún Björnsdóttir Kornsá 1904 - 1908

 28. Guðrún R. Guðmundsdóttir Reykjavík 1904 - 1908

 29. Sigurrós Þórðardóttir Stóra-Fjarðarhorni 1905 -´18, forst.k´11 - 12 15 - 18

 30. Margrét Stefánsdóttir Flögu 1907 - 1910     

 31. Guðrún Björnsdóttir Vaði Skriðdal 1907 - 1908

 32. Aðalheiður R. Jónsdóttir Finnstungu 1907 - 1909

 33. Anna R. Þorvaldsdóttir Arasen Víðimýri 1909 - 1916, forst.k.1919 - 1923

 34. Elín Sigurðardóttir Reykjavík 1909 - 1911

 35. Ingibjörg Sigurðardóttir Sæunnarstöðum 1908 - 1913

 36. Ingibjörg Benediktsdóttir Bergsstöðum 1910 - 1912

 37. Ingibjörg Briem frá Álfgeirsvöllum 1913 - 1914

 38. Ingibjörg Einarsdóttir Reykholti 1914 - 1918

 39. Kristín Jónsdóttir Siglufirði 1914 - 1918

 40. Elín Theódórsdóttir Blönduósi 1916 - 1918

 41. Guðlaug Hjörl. Kvaran frá Undirfelli 1919 - 1920

 42. Rannveig Hansdóttir Líndal frá Lækjamóti 1919 - 1921

 43. Guðbjörg Björnsdóttir Miklabæ 1919 - 1920

 44. Unnur Pétursdóttir Bollastöðum 1920 - 1923

 45. Sigurlaug Sigurðardóttir Víðivöllum 1920 - 1923

 46. Guðrún Björnsdóttir frá Veðramóti forst.k. 1923 - 1924

 47. Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum 1923 - ´29 forst.k. 1924 -´29

 48. Hólmfríður Hemmert Blönduósi 1923 - 1924

 49. Jóhanna Jónsdóttir frá Eyri 1923 - 1924

 50. Rannveig Jónasdóttir Stóru-Laugum 1923 - 1932

 51. Lilja Sigurðardóttir Víðivöllum 1924 - 1925

 52. Rannveig Hansdóttir Líndal frá Lækjamóti 1924 - 1933

 53. Sigríður Theódórsdóttir Bægisá 1924 - 1930

 54. Ásta Sighvatsdóttir Blönduósi 1925 - 1932

 55. Árný Filipusdóttir Hellum forst.k. 1929 - 1932

 56. Brynhildur Ingvarsdóttir Akureyri 1932 - 1934

 57. Hulda Stefánsdóttir Þingeyrum 1932 - 1937

 58. Margrét Jónsdóttir Akureyri 1932 - 1939

 59. Sigurlaug Björnsdóttir Kornsá 1933 - 1939

 60. Sigrún Ingólfsdóttir Fjósatungu 1934 - 1936

 61. Magdalena Hallgrímsdóttir Akureyri 1934 - 1935

 62. Margrét Bjarnadóttir Leifsstöðum 1936 - 1939

 63. Sólveig Benediktsdóttir Húsavík forst.k. 1937 - 1939

 64. Karlotta Jóhannsdóttir Brekkukoti 1937 - 1939

 65. Lára Jóhannesdóttir Auðunarstöðum 1930 - 1932

   

   

  Úr Manntalinu 1880:

  Prestsfjölskyldan á Auðkúlu í Húnavatnssýslu 1880 og prestsdæturnar þar en tvær urðu kennslukonur við Ytri-Eyjarskóla og sr. Stefán M. Jónsson maður Þóru var stjórnarnefndarmaður 1897-1900 

  Jón Þórðarson prófastur          54

  Sigríður Eiríksdóttir húsmóðir 52

  Vilborg Jónsdóttir        17 ára

  Guðný Jónsdóttir         16  ára

  Guðrún Jónsdóttir        11 ára

  Þóra Jónsdóttir            8    f. 1872

  Kristín Jónsdóttir         6  ára

  Sjá númer 15 og 17

Flettingar í dag: 115
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478550
Samtals gestir: 92242
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 19:53:22