27.05.2012 22:45

Skáldið í dalnum

Skáldið í dalnum

- Gísli Ólafsson -

Sé ég til baka. Silfrar máni tinda

og svellin gljá við dalabýlin fríð.

Áin í buga bregður sléttum linda

úr bláum ís, sem speglar bratta hlíð.

Fjarlægir, hvítir hnjúkar standa í röðum

hylla nýfætt skáld á Eiríksstöðum.

 

Sé ég til baka: Sumarhaga fríða

sólfagrar myndir rísa bjarta nótt.

Í friðsælum hvömmum kvikir lækir líða

litfagrar rósir döggvast - allt er hljótt.

Vængbreiðir svanir fljúga fram til heiða.

Fjarlægðir bláar skáld til drauma leiða.


Sé ég til baka - heyri hörpustrengi

hljóma um berjamó í fjallaþröng.

Kveðin er vísa á túni og úti á engi

og ástir dalsins lifna í nýjum söng.

Risfríðir, háir hnjúkar standa í röðum

hylla sextugt skáld á Eiríksstöðum.
                                                   Friðrik Hansen

Friðrik Hansen/Ætti ég hörpu

útg. Hannes Pétursson 1982

Gíslavaka í Húnaveri 9. júní

    lau. 9.6.2012

Í Svartárdalnum, sveitinni hans

Gísla Ólafssonar, verður efnt til

samkomu í Húnaveri laugardaginn

9. júní kl. 14. Þar verða ljóð hans

kveðin, sungin og lesin og Kristján

Eiríksson íslenskufræðingur hjá

Árnastofnun flytur erindi um

Gísla og verk hans. Kvenfélagið

selur kaffi gegn hóflegu gjaldi

og sama gildir um aðgangseyri.

Menningarsjóður Norðurlands

vestra styrkir samkomuna.

 

Gísli Ólafsson varð kunnur af

vísnagerð á unga aldri. Vísur hans

um lækinn og hlýjuna heima á

Eiríksstöðum urðu fljótt fleygar og

eru enn kveðnar á kvæðamannaþingum.

Hann lýsti hlutskipti Kolfinnu

sem Hallfreður yfirgaf uns hann birtist

henni aftur í selinu á Laxárdalnum.

Skáldið Gísli reið einnig um nótt

upp Norðurárdal þar sem bærinn á

Kirkjubæ var hruninn og burtu allt og

við það ljóð samdi Pétur Sigurðsson

frá Geirmundarstöðum magnað lag.

Búskapur Grettis í Drangey og afturganga

Jónasar í Gjánni fengu líka sín

ljóð.

Lækurinn, 3. og 5. vísa.

Bæ ég lítinn byggði þar

og blómum utan skreytti.

Yfir tún og engjarnar

oft ég læknum veitti.

 

Æskan hverfur, yndi dvín

allt er líkt og draumur.

Áfram líður ævin mín

eins og lækjarstraumur.

                                 G.Ó.

Gísli gaf út nokkrar ljóðabækur,

samdi og flutti skemmtiljóð á samkomum

og fær mjög vandaða og

bjarta lýsingu hjá Hannesi Péturssyni

skáldi frá Sauðárkróki í nýrri minningabók

hans, Jarðlag í tímanum.

Gísli stofnaði ungur fjölskyldu

en eftir nokkurra ára búskap heima

í dölunum flutti hann út á Blönduós

og síðar norður á Sauðárkrók þar sem

hann bjó síðan.

 

Á Eyvindarstöðum í Blöndudalshólasókn

bjuggu Gísli Ólafsson

og Elísabet Pálmadóttir, eignuðust

þau 22 börn á árunum 1844-1871 og

urðu sum nafnkennd. Þrír bræður fóru

til Ameríku, Kristján kaupmaður á

Krókinn, Guðmundur varð húsmaður

á Skeggsstöðum, Sigríður bjó á

Æsustöðum, Ósk á Eyvindarstöðum

en elsti bróðirinn Ólafur var bóndi á

Eiríksstöðum og þar ólst upp Gísli

sonur hans og alnafni afa síns á Evindarstöðum.

Birtist í Bændablaðinu í maí 2012

Gísli Ólafsson Kveðja til Björns Sveinssonar á Gili (Þverárdal fyrr) í Borgarsveit http://www.123.is/stikill/blog/record/297687/

Gísli Ólafsson Afmælisvísur til Hafsteins á Gunnsteinsstöðum http://www.123.is/stikill/blog/record/239679/


 

 

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 478256
Samtals gestir: 92128
Tölur uppfærðar: 30.3.2020 07:45:48