10.07.2011 22:38

Hittust við Hólakirkju

    Prestssetrið Blöndudalshólar mun hafa verið nokkurs konar tengiliður milli hreppanna. Blönddælingar vestan ár sóttu mikið þangað kirkju, enda áttu fremstu bæirnir að vestan kirkjusókn að Blöndudalshólum.

        Á þessum áratug (1840-50) sátu ágætis menn á prestsetrinu, fyrst sr. Sveinn Níelsson, móðurfaðir Sveins Björnssonar forseta, og svo sr. Þorlákur Stefánsson, afi Jóns Þorlákssonar ráðherra.

        Í nágrenni prestsins í Blöndudalshólum bjó dugmesti foringi þessara sveita, Guðmundur Arnljótsson hreppstjóri á Guðlaugsstöðum, er naut almenns trausts og álits sýsluna sinna, sem best sést á því, að hann var varaþingmaður Húnvetninga fyrstu árin eftir að Alþingi var endurreist, og sat á þingi 1847. 
        Kona Guðmundar á Guðlaugsstöðum var úr Bólstaðarhlíðarhreppi, Elín, dóttir Arnljóts Árnasonar á Gunnsteinsstöðum, er verið hafði forystumaður sinnar sveitar en nú var kominn á efri ár.
Bjarni Jónasson/Vorboðar/Vorþeyr og vébönd bls. 139

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478614
Samtals gestir: 92248
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 20:57:10