15.03.2011 05:46

Sveinn húsmaður

    Jónas Illugason kemur víða við í sögugeymd húnvetnsku dalanna. Þáttur hans Eitt ár segir merkilega sögu af tilteknu ári, þ. e. fardagaárið 1872-3. Á því ári deyr móðurbróðir Jónasar, Björn Ólafsson, bóndi í Finnstungu og húsmennskufólkið, fjölskylda Jónasar flutti frá Tungu flutti að Ytrakoti þegar heimilið leystist upp við dauða húsbóndans á árinu eina IHJ

                                   Jónas Illugason Eitt ár 1872-3

    Þá er að nefna annað fólk á heimilinu.

    Sveinn Jónsson, maður um fertugt var þar í húsmennsku og kona hans, Þuríður Ásmundsdóttir frá Holti í Svínadal. Hjá þeim var drengur sex ára gamall, Jónas að nafni, kenndu Einari Jakobssyni frá Engihlíð, en raunar sonur Einars Jónassonar frá Gili. Hann treystist ekki til að gangast við faðerni, því að faðir hans, Jónas á Gili Einarsson, hafði áður átt barn með sömu konu, Dagbjörtu Kráksdóttur frá Steinárgerði. Samkvæmt lögmáli þeirra tíma hefði það kostað Einar háa fésekt og jafnvel buxnafall að gangast við króganum. Þó Sveinn teldist húsmaður, mátti hann eins kallast vinnumaður Björns að nokkru leyti, því að hann var aðalskepnuhirðir hans um veturinn, gætti bæði sauðfjár og hrossa, auk þess sem samvinna var með þeim um heyskapinn. Veit ég ekki hvernig skipti voru með þeim, en fæði hafði Sveinn hjá sér.

    Ennfremur var í Tungu Einar Jónasson frá Gili, áður nefndur, einhleypur maður og var oft að heiman í vinnu hingað og þangað og stundum í slarki og óreglu, því að hann var drykkjumaður mikill. Troðningar og tóftarbrot bls. 40

Sálnaregistur 1875 Finnstungukot ytra Sveinn Jónsson 50 húsbóndi

                                   Þuríður Ásmundsdóttir 43 húsfreyja

                                   Sveinn Illugason 20 vm

                                   Árni Jónasson 17 smali

                                   Jónas Einarsson 9 tökubarn

                                   Guðrún Illugadóttir 18 vk

                                   Einar Jónasson 41 húsmaður

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478532
Samtals gestir: 92242
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 19:21:12