11.03.2011 05:21

Bólstaðarhlíðarsystur

Úr Brandsstaðaannál 1825   
Einnig dó séra Björn í Hlíð, meðal merkustu presta og búmaður mesti. Hann var 7 ár á Hofi og 41 á Bergsstöðum(hér á Björn við að nafni hans þjónaði Bergsstaðaprestakalli en bjó í Bólstaðarhlíð), átti 8 dætur er urðu mikilsháttar og giftust.
1.Kristín prófasti Þorvaldi Böðvarssyni;
2. Þóra prófasti Böðvari syni hans;
3. Guðrún prófasti Jónasi Benediktssyni á Höskuldsstöðum;
4. Elísabet prófasti Jóni Péturssyni, merkiskona, sama staðar;
5. Ingibjörg sýslumanni Sigurði Snorrasyni á Stóru-Giljá og síðar séra Benedikt Jónassyni frá Höskuldsstöðum, síðar á Melum;
6. Margrét séra Arnóri Árnasyni biskups, kapilán á Bergsstöðum;
7. Þórunn consistorialassessor og dómkirkjupresti Gunnlaugi Oddsen í Reykjavík;
8. Ingibjörg jarðeignabónda Guðmundi á Mælifellsá.  
Á sama tíma dó Jón, bróðir séra Björns, er lengi bjó í Kálfadal, vel efnugur; báðir yfir 70 ára. Á kyndilmessu urðu úti 8 manns í Húnavatnssýslu, flest nálægt Blöndu.
Brandsstaðaannáll bls. 93

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478614
Samtals gestir: 92248
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 20:57:10