06.03.2011 09:40

Bændaríma Friðgeirs í Hvammi

Hér kemur seinni hluti bændarímu Friðgeirs í Hvammi, lesendur eru beðnir að lesa vísurnar með þeim fyrirvara að þær eru hér í fyrstu uppskrift og torráðin orð kynnu að lesast á nýjan hátt í annað sinn eða við þriðju yfirferð.

Bændaríma yfir Bólstaðarhlíðarhrepp - seinni hluti

        26. Vatnshlíð hýsir velmetinn

        vart þar rís hans jafninginn

        honum kýs ég heiðurinn

        höldar prísa hann Stefán minn.

 

        27. Margrét býr þar ekkja ein

        iðin skýr og menntahrein

        Jósef hýr við hringarein

        hennar rýrist sorgarmein.

 

        28. Metið glaða góðmenni

        greiðahraður þjóð veitti

        böl er það að brestur fé

        Botnastaða-Illugi.

 

        29. Á Gili valinn seggur sat

        sá er kala frí við pat

        lánar halur hey og mat

        harður talinn Jósafat.

 

        30. Björn án galla geðs um rann

        garpar kalla verkfæran

        þó með alla öld með sann

        eflaust kalla fátækan.

 

        31. Bænda einn er í tali

        ekki seinn að vinnunni

        sinnis hreinn með siðgæði

        situr Steinn á Rústinni.

 

32.Örva Þórunn Hannes hjá

hyggju stóran kalla má

situr rór í sinni krá

sveitastjórinn Fjósum á

 

33. Öld með hraða orð velur

ýmsum skaða frásneiddurn

nefndur maður máls virtur

minn Skeggstaða Brynjólfur.

 

34. Ólaf glaðan öldin sér

efni laðar hann að sér

iðinn, hraður álma ver

Eiríksstaðakot byggir.

 

35. Gætir svara siðprúður

seggja skara geðfelldur

ölið bar þeim baldur hvur

Brúnar hari Guðmundur

 

36. Eins þar býr hann Arnljótur

auðnu stýrir fjölvirkur

álma týrinn örlátur

er vel skýr og menntaður.

 

37. Greina hraður efni á

EiríksstaðaBjarni má

heyra það um lóð og lá

listamaður bús við stjá.

 

38. Gengur hröðum gæfu á

görpum mjöðinn veitir blá

Torfustöðum Árni á

auði glöðum stýra má.

 

39. Alúð glæðir geðs um hörg

greind er bæði og vinnufjörg

Gerði ræður gæðamörg

gefni klæða heitir Björg.

 

40. Eitthvað græða ýtum hjá

oft með næði Sigfús má

brögnum gæði út beitir smá

Barkar- ræður -stöðum á.

 

41. Hrósið ber af bændunum

bestu hér að kenningum

mjög óþver í manndyggðum

Markús séra á Bergsstöðum.

 

42. Markús prestinn menn lofi

mælir flest af skynsemi

hirðir best um Bergsstaði

beina gestum veitandi.

 

43. Einar skaða auðnir fann

ærumaður þó er hann

lunds með glaða brands við bann

býr Leifsstaðasamkundan.

 

44. Björn mun dárum dyggðugri

dellutárið veitandi

þvita ár er í Gerði

orðinn sár á kvenfólki.

 

45. Steiná ræður Magnús minn

maður gæða viðfelldinn

lætur flæða fjárhlut sinn

fyrir kvæða samninginn.

 

46. Engu fóli er líkur

iðjuróli gagnsamur

freyrinn bóla bóklærður

býr á Hóli Guðmundur.

 

47. Þetta votta þjóðin má

en þaðan brottu vík ég frá

situr glotta sínum hjá

Sveinn minn Skottastöðum á.

 

48. Brauðs í þroti bóndjarfur

bæjarpoti þaulvanur

tignar rotin, telst óþur

Teigakoti hann Guðmundur.

 

49. Hefla Hefta valdur vel metinn

við búskavaldur að gætinn

í Hvammi aldur elur sinn

er Jón taldur fullorðinn.

 

50. Stöðum Kúfu Árni á

allvel búið getur sá

þessu snúinn þykir frá

þeim sem hrúga sveitir á.

 

51. Býr í Stafni stálaver

stilltur Bjarni, þjóðin tér,

greiða nafnið blíða ber

brauði safnar handa þér.

 

52. Ólaf harðan meta má

með ei sparði greiða sá

rjóður barða runnur sá

ræður garði konungs á.

 

53. Stefán Fossum einn býr á

ekki er tossum líkur sá

þundur blossa bragi smá

býr til oss svo líka má.

 

54. Enn má græða greppa tal

góma flæði veita skal

Jón í ræður Rugludal

rekkinn gæða met eg hal.

 

55. Auðarbrú að ástandi

ókunn trúi eg mér væri

Una sú með árvekni

annast bú í Sellandi.

 

56. Gleðimaður gjafmildur

góðsinnaður velmenntur

besti það er búhöldur

Bollastaða Guðmundur.

 

57. Mitt í röðum rekka þar

rækir hröðu skyldurnar

hug með glöðum, greiðasnar

Gísli á stöðum Eyvindar.

 

58. Sýnum veitir þar og þeir

og þrætu skeita Gerði meir

sverða beitir sagðir tveir

Sveinbjörn heiti og Klemens þeir.

 

59. Iðinn snýr að athöfnum

ekki rýr í manndyggðum

Helgi býr á Brandsstöðum

Baldvin stýrir helmingnum.

 

60. Hjörleif prestinn Hólum frá

heyrði eg bestan lofstír fá

helgra lestur syngur sá

sama flestir um það tjá.

 

61. Birni það eg frétti frá

fæstum skaða veitir sá

hýr og glaður gumum hjá

greiðamaður Tungu á.

 

62. Guðmund hýran garpar sjá

gæfan snýr að þeim ósmá

iðinn týrinn tjörgu sá

Tungu býr vel koti á.

 

63. Fest í tjóður þagnar þá

þvinguð ljóðin setja smá

veiga slóð mér vertu hjá

vænti ég góðan koss að fá.

 

64. Við þig ræða meir ei má

mín er kvæða ryðguð skrá

vertu bæði um lóð og lá

lofðung hæða falin já.

 

65. Þá mig hæða heimur þver

og hroki skæður narra fer

félags bræður bið ég hér

bíði ræðu mína þér.

 

66. Mengið blessan bestu fel

baslið versa fram ég sel

alla þessa er ég tel

auðnan hressa geymi vel.

 

Ort af Friðgeiri Árnasyni

Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478591
Samtals gestir: 92247
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 20:25:06