20.10.2010 15:39

Af Laxárdal eftir sr. Gunnar Árnason

 

Gautsdalur

 

Örstutt bæjarleið er frá Mjóadal út og niður að Gautsdal. Farið er með læk, sem hefur grafið sér farveg eftir djúpu gili. Í því miðju er foss, sem vel dygði báðum bæjunum til raflýsingar.

Gautsdalur stendur undir suðurenda hárrar fjallsaxlar, upp frá efra mynni Auðólfsstaðaskarðs. Liggja grundir að bænum að vestan, engimýri suður og niður, en fyrir utan þrengist dalurinn. Gegnt bænum að sunnan, handan Gautsdalsár (Auðólfsstaðaár), er Mjóadalsrétt. Að þeirri rétt er smalað af framhluta Laxárdals og úr austurfjöllunum. Gestkvæmt er í Gautsdal réttardagana og stundum ómar söngurinn milli fjallanna. Þess þykist ég reka minni til, að þar hafi ég fyrst heyrt Stefán Guðmundsson (Stefán Íslandi) taka lagið, áður en hann fór út í löndin og varð konunglegur óperusöngvari.

Gautsdalur hefur mjög gengið kaupum og sölum sem aðrar Laxárdalsjarðir, en oft hefur verið þar vel búið og þó aldrei betur en nú. [Þangað fluttu Haraldur Eyjólfsson og Sigurbjörg Jónsdóttir frá Haga í Þingi árið 1929 og bjuggu þar ásamt börnum sínum og Jón sonur þeirra bjó síðar með þeim ásamt Valgerði konu sinni.] 
http://hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1105539/

Úr þætti sr. Gunnars Árnasonar: Af Laxárdal/Troðningar og tóftarbrot bls. 240-241

Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 183
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 515417
Samtals gestir: 104653
Tölur uppfærðar: 4.12.2020 05:07:44