01.05.2010 22:08

Skeggstaðaætt I

 

                                               Skeggsstaðaætt I

 

2cBjörg Þorkelsdóttir, f. 1773 í Eiríksstaðakoti, d. 30. maí 1828 í Kálfárdal á Skörðum. Bústýra í Selhaga á Skörðum 1813-1814. Vinnukona í Selhaga 1814-1815. Húsfreyja í Hvammi í Langadal 1815-1817, í Rugludal í Blöndudal 1817-1822 og í Kálfárdal 1822 til æviloka. Maður, g. 7. okt. 1817, Björn Árnason, f. 14. des. 1790 á Fjalli í Sæmundarhlíð, d. 2. des. 1838 í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Hann var bóndi á Auðnum í Sæmundarhlíð 1816-1817, í Kálfárdal 1822-1832 og í Sólheimum 1832 til æviloka. Foreldrar: Árni Helgason bóndi á Fjalli og kona hans Margrét Björnsdóttir.

2dIngiríður Þorkelsdóttir, f. 1774 í Eiríksstaðakoti, d. 8. maí 1842 í Þverárdal á Laxárdal fremri. Húsfreyja á Egilsá í Norðurárdal 1818-1819, í Litladalskoti í Tungusveit 1819-1822, á Reykjavöllum á Neðribyggð 1822-1825, á Þröm á Langholti 1825-1833 og á Fremstagili í Langadal 1833-1834. Vinnukona í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi 1834-1836, í Þverárdal 1836-1837, á Mánaskál á Laxárdal fremri 1837-1840 og í Þverárdal 1840 til æviloka. Maður, g. 4. maí 1818, Páll Ásmundsson, f. um 1748 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, d. 6. ágúst 1834 á Botnastöðum í Svartárdal. (Skiptab. Hún. 22. des. 1836). Hann var bóndi á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 1784-1786, á Sörlastöðum í Fnjóskadal 1786-1804, í Lögmannshlíð við Akureyri 1804-1806, á Efri-Glerá í Kræklingahlíð 1808-1811 og á Neðstalandi í Öxnadal 1811-1818. Foreldrar: Ásmundur Gíslason bóndi í Nesi í Höfðahverfi og kona hans Ingibjörg Þórðardóttir. Barn þeirra: a) Guðný, f. 28. apríl 1819.

3aGuðný Pálsdóttir, f. 28. apríl 1819 á Egilsá, d. 22. sept. 1900 í Geldingaholti í Seyluhreppi. Húsfreyja á Neðstabæ í Norðurárdal 1844-1851, á Efri-Mýrum í Refasveit 1852-1864 og í Hamrakoti á Ásum 1865-1873. Húskona í Hamrakoti 1873-1877. Vinnukona í Geldingaholti 1877-1884 og á Frostastöðum í Blönduhlíð 1884-1885. Bústýra í Geldingaholti 1885 til æviloka. Maður, g. 4. nóv. 1844, Eiríkur Guðmundsson, f. um 1806 á Kirkjubæ í Norðurárdal, d. 1872 eða 1873. Hann var bóndi í Neðri-Lækjardal í Refasveit 1841-1842 og á Neðstabæ 1842-1851. Foreldrar: Guðmundur Eiríksson bóndi í Höfðahólum á Skagaströnd og kona hans Helga Þorkelsdóttir. Sambýlismaður: Ásgrímur Þorsteinsson, f. 4. okt. 1833 í Svínavallakoti í Unadal, d. 5. des. 1913 í Geldingaholti. Hann var ráðsmaður í Geldingaholti 1867-1879, en bóndi í Geldingaholti 1879-1884, á Frostastöðum 1884-1885 og í Geldingaholti 1885-1898. Foreldrar: Þorsteinn Ásgrímsson bóndi á Spáná í Unadal og kona hans Sigríður Styrbjörnsdóttir.

2eÞorkell Jónsson, f. 1779 í Kálfárdal, d. 29. júlí 1843 á Fjalli í Sæmundarhlíð. (Skiptab. Skag. 5. jan. 1846). Bóndi í Sólheimum í Sæmundarhlíð 1809-1832 og á Fjalli 1832 til æviloka. Kona, g. 14. okt. 1809, Sigþrúður Árnadóttir, f. 6. jan. 1790 á Fjalli, d. 27. mars 1832 í Sólheimum. (Skiptab. Skag. 20. júní 1832). Foreldrar: Árni Helgason bóndi á Fjalli og kona hans Margrét Björnsdóttir. Börn þeirra: a) Ingiríður, f. 15. nóv. 1810, b) Margrét, f. 2. des. 1811, c) Björg, f. 1813 (sk. 25. okt. 1813), d) Árni, f. 6. júlí 1815, e) Ingibjörg, f. 15. des. 1817, f) Jón, f. 25. nóv. 1819, g) Oddný, f. 16. júní 1821, h) Jón, f. 5. nóv. 1822, i) Ingiríður, f. 24. júní 1824, j) Sesselja, f. 26. sept. 1827.

3aIngiríður Þorkelsdóttir, f. 15. nóv. 1810 í Sólheimum, d. 26. mars 1882 í Sölvanesi á Fremribyggð. Húsfreyja á Reykjavöllum á Neðribyggð 1834-1837. Vinnukona í Sólheimum 1837-1839. Húsfreyja á Reykjavöllum 1839-1850. Húskona á Álfgeirsvöllum á Efribyggð 1850-1853. Húsfreyja í Sölvanesi 1853-1859. Húskona í Sölvanesi 1859-1871. Húsfreyja í Sölvanesi 1871-1875. Fyrsti maður, g. 11. okt. 1833, Skúli Þorsteinsson, f. 13. mars 1807 á Reykjavöllum, d. 12. mars 1840 á Reykjavöllum. (Skiptab. Skag. 22. okt. 1840). Hann var vinnumaður í Þverárdal á Laxárdal fremri 1837-1839. Foreldrar: Þorsteinn Pálsson bóndi á Reykjavöllum og kona hans Ingibjörg Skúladóttir. Annar maður, g. 3. nóv. 1840, Kristján Jónsson, f. um 1799 á Skatastöðum í Austurdal, d. 11. sept. 1846 á Reykjavöllum. (Skiptab. Skag. 30. sept. 1847). Foreldrar: Jón Guðmundsson húsmaður á Bústöðum í Austurdal og barnsmóðir hans Kristín Magnúsdóttir vinnukona í Héraðsdal í Tungusveit. Þriðji maður, g. 1853, Guðmundur Jónsson, f. 2. okt. 1799 á Giljum í Vesturdal, d. 13. apríl 1858 í Sölvanesi. (Skiptab. Skag. 21. maí 1858). Hann var bóndi í Bjarnastaðahlíð í Vesturdal 1824-1850 og í Sölvanesi 1850 til æviloka. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Giljum og kona hans Guðrún Gísladóttir.

3bMargrét Þorkelsdóttir, f. 2. des. 1811 í Sólheimum, d. 3. okt. 1878 á Reynivöllum í Kjós. Húsfreyja á Veðramóti í Gönguskörðum 1837-1839, á Meyjarlandi á Reykjaströnd 1839-1852, á Sauðá í Borgarsveit 1852-1857, í Brennigerði í Borgarsveit 1857-1860 og í Áshildarholti í Borgarsveit 1860-1861. Maður, g. 24. júlí 1835, Bjarni Bjarnason, f. 24. júlí 1814 í Álftagerði hjá Víðimýri, dr. 12. nóv. 1878 í Winnipegvatni í Manitoba. (Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1928, bls. 115-117; Framfari 23. nóv. 1878). Hann var bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd 1864-1876 og í Höfn í Árnesbyggð í Nýja-Íslandi 1876 til æviloka. Foreldrar: Bjarni Jónsson bóndi á Sjávarborg í Borgarsveit og barnsmóðir hans Björg Þorvaldsdóttir húsfreyja á Kimbastöðum í Borgarsveit.

3cBjörg Þorkelsdóttir, f. 1813 (sk. 25. okt. 1813) í Sólheimum, d. 28. okt. 1868 í Glæsibæ í Staðarhreppi. Húsfreyja í Selhaga á Skörðum 1843-1847, á Fjalli í Sæmundarhlíð 1847-1848 og í Selhaga 1848-1849. Vinnukona í Þverárdal á Laxárdal fremri 1849-1850. Húsfreyja í Kálfárdal á Skörðum 1850-1854 og í Skálahnjúki í Gönguskörðum 1854-1855. Vinnukona í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi 1855-1859. Húskona í Bólstaðarhlíð 1859-1860. Vinnukona í Þverárdal 1860-1861, á Snæringsstöðum í Svínadal 1861-1862 og á Beinakeldu á Reykjabraut 1862-1864. Maður, g. 27. apríl 1843, Tómas Tómasson, f. 9. maí 1813 á Þröm á Langholti, d. 3. júní 1862 í Sauðanesi á Ásum. Foreldrar: Tómas Klemensson bóndi á Þröm og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir.

3dÁrni Þorkelsson, f. 6. júlí 1815 í Sólheimum, d. 12. ágúst 1850 í Þórðarseli í Gönguskörðum. (Skiptab. Skag. 22. des. 1851). Bóndi á Fjalli í Sæmundarhlíð 1844-1848, á Sauðá í Borgarsveit 1848-1849 og í Þórðarseli 1849 til æviloka. Kona, g. 9. maí 1844, Margrét Jónsdóttir, f. 24. maí 1821 í Kolgröf á Efribyggð, á lífi á Steini á Reykjaströnd 1887. (Vesturfaraskrá, bls. 253). Hún var húsfreyja í Þórðarseli 1849-1855 og á Steini 1855-1887. Foreldrar: Jón Ólafsson bóndi í Kálfárdal á Skörðum og kona hans Oddný Árnadóttir.

3eIngibjörg Þorkelsdóttir, f. 15. des. 1817 í Sólheimum, d. 8. okt. 1876 í Sölvanesi á Fremribyggð. (Skiptab. Skag. 30. maí 1877). Vinnukona í Sölvanesi 1854-1858, á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 1858-1859, á Starrastöðum á Fremribyggð 1859-1861, á Tunguhálsi í Tungusveit 1861-1863, á Sveinsstöðum í Tungusveit 1863-1864, á Tunguhálsi 1864-1867 og í Sölvanesi 1867-1870. Húskona í Sölvanesi 1870-1875.

3fJón Þorkelsson, f. 25. nóv. 1819 í Sólheimum, d. 29. nóv. 1819 í Sólheimum.

3gOddný Þorkelsdóttir, f. 16. júní 1821 í Sólheimum, d. 1. des. 1844 í Víðimýrarsókn í Skagafjarðarsýslu. (Skiptab. Skag. 6. jan. 1846). Vinnukona á Auðnum í Sæmundarhlíð 1839-1841.

3hJón Þorkelsson, f. 5. nóv. 1822 í Sólheimum, d. 21. jan. 1904 að Laufásvegi 5 í Reykjavík. Nemi á Bessastöðum á Álftanesi 1845-1846, í Reykjavík 1846-1848 og í Kaupmannahöfn 1848-1854. Kennari í Reykjavík 1854-1872. Rektor í Reykjavík 1872-1895. Kona, g. 18. nóv. 1854, Sigríður Jónsdóttir, f. 11. sept. 1817 á Kroppi í Hrafnagilshreppi, d. 21. okt. 1904 í Þingholtsstræti í Reykjavík. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Víðimýri í Seyluhreppi og kona hans Sigríður Davíðsdóttir.

3iIngiríður Þorkelsdóttir, f. 24. júní 1824 í Sólheimum, d. 25. des. 1900 á Eiríksstöðum í Svartárdal. Húsfreyja í Kálfárdal á Skörðum 1844-1849, á Hryggjum á Staðarfjöllum 1849-1852, á Kimbastöðum í Borgarsveit 1852-1854 og í Hólkoti í Staðarhreppi 1854-1856. Húskona í Vík í Staðarhreppi 1856-1859. Vinnukona á Ytra-Þverfelli á Skörðum 1859-1860, í Litladal í Svínavatnshreppi 1860-1861, í Vatnshlíð á Skörðum 1861-1863, á Syðra-Skörðugili á Langholti 1863-1864 og á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 1864-1865. Húskona á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1869-1870 og á Valabjörgum á Skörðum 1870-1871. Vinnukona á Bollastöðum í Blöndudal 1871-1872. Húskona í Sellandi í Blöndudal 1872-1873 og á Bjarnastöðum í Vatnsdal 1873-1876. Bústýra í Heiðarseli í Gönguskörðum 1876-1879. Húskona á Steini á Reykjaströnd 1879-1880 og í Mjóadal á Laxárdal fremri 1880-1881. Bústýra í Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði 1881-1882. Maður, g. 9. maí 1844, Helgi Jónsson, f. 26. sept. 1818 í Kolgröf á Efribyggð, d. 29. apríl 1879 á Vakursstöðum í Hallárdal. Hann var vinnumaður á Dúki í Sæmundarhlíð 1859-1860. Foreldrar: Jón Ólafsson bóndi í Kálfárdal og kona hans Oddný Árnadóttir.

3jSesselja Þorkelsdóttir, f. 26. sept. 1827 í Sólheimum, d. 13. nóv. 1890 á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Vinnukona á Skarðsá í Sæmundarhlíð 1855-1857, í Merkigarði í Tungusveit 1857-1858, í Glæsibæ í Staðarhreppi 1859-1861 og á Hóli í Sæmundarhlíð 1861-1881.

2fMargrét Jónsdóttir, f. um 1783 í Kálfárdal, d. 19. mars 1865 í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi. Vinnukona í Selhaga á Skörðum 1813-1815, í Hvammi í Langadal 1815-1817, í Rugludal í Blöndudal 1817-1822 og í Kálfárdal 1822-1830. Bústýra á Auðnum í Sæmundarhlíð 1830-1831. Húskona í Kálfárdal 1831-1860. Próventukona í Bólstaðarhlíð 1860 til æviloka.

2gGuðrún Jónsdóttir, f. 1786 í Kálfárdal, d. 25. júlí 1879 á Tindum á Ásum. Húsfreyja í Garði í Hegranesi 1811-1812 og á Fremstagili í Langadal 1812-1836. Maður, g. 21. okt. 1811, Jón Árnason, f. 1772 (sk. 15. des. 1772) á Reykjavöllum á Neðribyggð, d. 8. mars 1846 á Ystagili í Langadal. (Skiptab. Hún. 1. des. 1846). Hann var bóndi í Garði 1798-1812, en vinnumaður á Geitaskarði í Langadal 1840-1841. Foreldrar: Árni Tómasson bóndi á Reykjavöllum og kona hans Engilráð Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Jón, f. 20. maí 1812, b) Björg, f. 15. júní 1815, c) Guðrún, f. um 1816, d) Gísli, f. 27. ágúst 1817, e) Helga, f. 13. des. 1818, f) Jónas, f. 15. des. 1819, g) Jóhannes, f. 10. júní 1821, h) Jónas, f. 8. maí 1826, i) Guðrún, f. 13. apríl 1829.

3aJón Jónsson, f. 20. maí 1812 í Garði, d. 14. ágúst 1889 á Kirkjubóli í Norðfirði. Ráðsmaður í Laxnesi í Mosfellssveit 1855-1856. Lausamaður í Garðhúsum á Akranesi 1856-1859. Vinnumaður á Víðimýri í Seyluhreppi 1860-1861. Bóndi í Litladal í Blönduhlíð 1861-1862. Húsmaður í Ytra-Vallholti í Vallhólmi 1862-1863, á Tindum á Ásum 1863-1864, í Litladal í Svínavatnshreppi 1865-1869 og 1870-1873, á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1873-1875 og í Litladal í Svínavatnshreppi 1875-1883.

3bBjörg Jónsdóttir, f. 15. júní 1815 á Fremstagili, d. 3. júní 1838 í Þverárdal á Laxárdal fremri. Vinnukona á Ytri-Ey á Skagaströnd 1836-1837 og í Þverárdal 1837 til æviloka.

3c*Guðrún Jónsdóttir, f. um 1816, d. 2. febr. 1821 á Fremstagili.

3dGísli Jónsson, f. 27. ágúst 1817 á Fremstagili, d. 23. sept. 1817 á Fremstagili.

3eHelga Jónsdóttir, f. 13. des. 1818 á Fremstagili, d. 3. nóv. 1889 á Tindum á Ásum. (Skiptab. Hún. 25. nóv. 1890). Húsfreyja á Ystagili í Langadal 1836-1846, á Orrastöðum á Ásum 1846-1861 og á Tindum 1861 til æviloka. Fyrri maður, g. 12. okt. 1836, Sveinn Jónsson, f. um 1802 á Ystagili, d. 12. júlí 1846 á Orrastöðum. (Skiptab. Hún. 27. apríl 1847). Hann var bóndi á Ystagili 1834-1846. Foreldrar: Jón Guðmundsson bóndi á Ystagili og kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Seinni maður, g. 23. okt. 1856, Jónas Erlendsson, f. 23. júlí 1818 á Öxnhóli í Hörgárdal, d. 17. febr. 1895 á Tindum. (Skiptab. Hún. 15. apríl 1896). Hann var bóndi á Tindum 1861 til æviloka. Foreldrar: Erlendur Þórðarson bóndi á Öxnhóli og seinni kona hans Sigríður Guðmundsdóttir.

3fJónas Jónsson, f. 15. des. 1819 á Fremstagili, d. 1. apríl 1824 á Fremstagili.

3gJóhannes Jónsson, f. 10. júní 1821 á Fremstagili, d. 21. des. 1872 í Höfðakaupstað. (Skiptab. Hún. 5. des. 1873). Vinnumaður á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal 1840-1847, á Orrastöðum á Ásum 1847-1861 og á Tindum á Ásum 1861-1862. Húsmaður á Húnsstöðum á Ásum 1862-1863. Vinnumaður á Húnsstöðum 1863-1865. Lausamaður á Húnsstöðum 1865-1868. Vinnumaður í Eyjarkoti á Skagaströnd 1868-1869 og á Syðri-Ey á Skagaströnd 1869-1870.

3hJónas Jónsson, f. 8. maí 1826 á Fremstagili, d. 26. maí 1826 á Fremstagili.

3iGuðrún Jónsdóttir, f. 13. apríl 1829 á Fremstagili, d. 15. apríl 1834 á Fremstagili.

2hJónsbarn, dó ungt. (Skeggsstaðaætt).

2i         Jónsbarn, dó ungt. (Skeggsstaðaætt).

1eJón Jónsson, f. um 1745 á Skeggsstöðum, dr. 14. nóv. 1781 á Húnaflóa. Búlaus í Kálfárdal á Skörðum 1780 til æviloka.

1fGuðmundur Jónsson, f. nál. 1747 á Skeggsstöðum, dó ungur. (Skeggsstaðaætt).

1gGuðmundur Jónsson, f. nál. 1747 á Skeggsstöðum, dó ungur. (Skeggsstaðaætt).

1hGuðmundur Jónsson, f. 1749 á Skeggsstöðum, d. 31. mars 1847 í Stóradal í Svínavatnshreppi. Búlaus á Skeggsstöðum 1780-1781. Bóndi á Gili í Svartárdal 1781-1782, í Þverárdal á Laxárdal fremri 1782-1787, í Hvammi í Svartárdal 1787-1792 og í Stóradal 1792-1808. Húsmaður í Stóradal 1814-1827. Bóndi í Stóradal 1828-1833. Húsmaður í Stóradal 1834-1835. Kona, g. 1781, Ingibjörg Andrésdóttir, f. um 1757 í Stafni í Svartárdal, d. 18. maí 1826 í Stóradal. Foreldrar: Andrés Björnsson bóndi í Valadal á Skörðum og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Björg, f. 1781, b) Ingibjörg, f. 1782, c) Guðrún, f. 1790, d) Ingiríður, f. 1790.

2aBjörg Guðmundsdóttir, f. 1781, á lífi í Þverárdal 1787.

2bIngibjörg Guðmundsdóttir, f. 1782 í Þverárdal, d. 17. des. 1859 í Stóradal í Svínavatnshreppi. (Skiptab. Hún. 1. og 26. maí 1860 og 2. des. 1862). Fermd í Auðkúluprestakalli í Húnavatnssýslu 1798. Húsfreyja í Stóradal 1808 til æviloka. Fyrri maður, g. 6. ágúst 1804, Þorleifur Þorkelsson, f. 1771 í Eiríksstaðakoti í Svartárdal, d. 5. okt. 1838 í Stóradal. (Skiptab. Hún. 28. maí 1839). Foreldrar: Þorkell Þorleifsson húsmaður í Eiríksstaðakoti og kona hans Ingiríður Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Ingibjörg, f. 28. sept. 1804, b) Guðrún, f. 5. maí 1806, c) Ingibjörg, f. 25. mars 1807, d) Guðmundur, f. 11. jan. 1809, e) Andrés, f. 1810, f) Elísabet, f. 20. okt. 1814, g) Þorleifur, f. 1815, h) Þorkell, f. 15. apríl 1818, i) Sveinn, f. 12. júlí 1819, j) Elísabet, f. 11. mars 1821, k) Salóme, f. 12. nóv. 1822, l) Þorkell, f. 7. nóv. 1824, m) Ingibjörg Salóme, f. 30. ágúst 1826. - Sjá um þau fyrr í þættinum. - Seinni maður, g. 14. okt. 1847, Kristján Jónsson, f. 1798 eða 1799 á Eiðsstöðum í Blöndudal, d. 28. maí 1866 í Stóradal. (Skiptab. Hún. 15. júní 1866 og 12. nóv. 1867). Hann var bóndi á Mosfelli í Svínadal 1822-1832, á Auðkúlu í Svínadal 1832-1833, á Snæringsstöðum í Svínadal 1833-1847 og í Stóradal 1847 til æviloka. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Snæringsstöðum og kona hans Sigríður Jónsdóttir.

2cGuðrún Guðmundsdóttir, f. 1790 í Hvammi, d. 12. jan. 1884 á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Fermd í Svínavatnssókn í Húnavatnssýslu 1803. Húsfreyja á Frostastöðum í Blönduhlíð 1808-1810, á Refsstöðum á Laxárdal fremri 1810-1816 og á Gunnsteinsstöðum í Langadal 1816-1848. Maður, g. 21. apríl 1808, Arnljótur Árnason, f. 1779 á Gunnsteinsstöðum, d. 7. des. 1865 á Guðlaugsstöðum. Foreldrar: Árni Sigurðsson bóndi á Gunnsteinsstöðum og kona hans Elín Arnljótsdóttir. Barn þeirra: a) Elín, f. 19. okt. 1808.

3aElín Arnljótsdóttir, f. 19. okt. 1808 á Frostastöðum, d. 5. júlí 1890 á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Húsfreyja á Brún í Svartárdal 1829-1834 og á Guðlaugsstöðum 1834-1879. Maður, g. 21. okt. 1828, Guðmundur Arnljótsson, f. 13. maí 1802 á Guðlaugsstöðum, d. 2. febr. 1875 á Guðlaugsstöðum. Foreldrar: Arnljótur Illugason bóndi á Guðlaugsstöðum og kona hans Rannveig Jónsdóttir.

2dIngiríður Guðmundsdóttir, f. 1790 í Hvammi, d. 9. júní 1828 á Eyvindarstöðum í Blöndudal. (Skiptab. Hún. 13. maí 1829). Fermd í Svínavatnssókn í Húnavatnssýslu 1803. Húsfreyja á Eyvindarstöðum 1808 til æviloka. Fyrri maður, g. 21. apríl 1808, Jón Bjarnason, f. um 1782 í Holti í Svínadal, d. 29. ágúst 1813 á Eyvindarstöðum. (Skiptab. Hún. 25. apríl og 31. maí 1814). Foreldrar: Bjarni Bjarnason bóndi í Holti og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Guðmundur, f. 18. okt. 1808, b) Eyjólfur, f. 22. jan. 1812, c) Ingibjörg, f. um 1813. Seinni maður, g. 1815, Ólafur Tómasson, f. um 1790 á Eiðsstöðum í Blöndudal, d. 11. ágúst 1855 á Eyvindarstöðum. Hann var bóndi á Eyvindarstöðum 1815 til æviloka. Foreldrar: Tómas Tómasson bóndi á Eiðsstöðum og kona hans Ingiríður Jónsdóttir. Börn þeirra: d) Jón, f. 15. jan. 1816, e) Kristján Konráð, f. 24. ágúst 1817, f) Gísli, f. 12. sept. 1818, g) Sigurbjörg, f. 2. ágúst 1821, h) Björg, f. 6. mars 1825, i) Einar, f. 13. apríl 1826.

3aGuðmundur Jónsson, f. 18. okt. 1808 á Eyvindarstöðum, d. 26. okt. 1885 á Brún í Svartárdal. Bóndi í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal 1830-1838, á Hóli í Svartárdal 1838-1852, á Torfustöðum í Svartárdal 1852-1857 og á Brún 1857-1871. Kona, g. 15. júní 1831, Ingveldur Jónsdóttir, f. 15. júlí 1792 á Hvanneyri í Siglufirði, d. 12. mars 1875 á Brún. Foreldrar: Jón Jónsson prestur á Barði í Fljótum og kona hans Guðrún Pétursdóttir.

3bEyjólfur Jónsson, f. 22. jan. 1812 á Eyvindarstöðum, d. 21. maí 1838 í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal. (Skiptab. Hún. 29. okt. 1838). Vinnumaður í Eyvindarstaðagerði 1834 til æviloka.

3cIngibjörg Jónsdóttir, f. um 1813 á Eyvindarstöðum, d. um 1819 í Húnavatnssýslu. (Skeggsstaðaætt).

3dJón Ólafsson, f. 15. jan. 1816 á Eyvindarstöðum, d. 20. júlí 1894 á Brandsstöðum í Blöndudal. Bóndi í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal 1840-1850, á Eyvindarstöðum 1853-1854, í Eyvindarstaðagerði 1855-1859, í Finnstungu í Blöndudal 1859-1860, í Kálfárdal á Skörðum 1860-1861, í Eyvindarstaðagerði 1861-1862 og í Rugludal í Blöndudal 1862-1863. Húsmaður á Brandsstöðum í Blöndudal 1863-1864, í Stóradal í Svínavatnshreppi 1864-1865, á Eyvindarstöðum 1865-1866, í Stóradalsseli í Sléttárdal 1867-1868 og á Brandsstöðum 1868-1870. Bóndi í Teigakoti í Svartárdal 1870-1871, á Fossum í Svartárdal 1871-1873 og í Barkarstaðagerði í Svartárdal 1873-1877. Húsmaður í Barkarstaðagerði 1877-1878 og á Eyvindarstöðum 1878-1879. Fyrri kona, g. 3. ágúst 1843, Kristín Snæbjörnsdóttir, f. 7. júlí 1814 á Gilsstöðum í Vatnsdal, d. 17. febr. 1854 á Eyvindarstöðum. (Skiptab. Hún. 20. des. 1854). Foreldrar: Snæbjörn Snæbjörnsson bóndi í Forsæludal í Vatnsdal og kona hans Kolfinna Bjarnadóttir. Seinni kona, g. 10. júní 1855, Ragnhildur Sveinsdóttir, f. 22. sept. 1811 á Hnjúkum á Ásum, d. 26. júlí 1872 í Enni í Refasveit. Hún var húsfreyja í Kambakoti á Skagaströnd 1845-1851. Foreldrar: Sveinn Halldórsson bóndi á Hnjúkum og seinni kona hans Margrét Illugadóttir. Sambýliskona: Sigurlaug Kristjánsdóttir, f. 22. febr. 1829 á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri, d. 7. maí 1904 í Klampenborg á Vatneyri í Patreksfirði. Hún var bústýra í Finnstungu 1859-1860, í Kálfárdal 1860-1861, í Eyvindarstaðagerði 1861-1862, í Rugludal 1862-1863, í Teigakoti 1870-1871, á Fossum 1871-1873 og í Barkarstaðagerði 1873-1877. Foreldrar: Kristján Jónsson bóndi á Litla-Vatnsskarði og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir.

3eKristján Konráð Ólafsson, f. 24. ágúst 1817 á Eyvindarstöðum, d. 23. sept. 1862 á Eyvindarstöðum. (Skiptab. Hún. 29. des. 1863). Vinnumaður á Holtastöðum í Langadal 1848-1850. Bóndi í Holti í Svínadal 1850-1853, á Kagaðarhóli á Ásum 1853-1856 og á Eyvindarstöðum 1856 til æviloka. Kona, g. 5. okt. 1847, Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir, f. 21. júní 1824 á Gilsstöðum í Vatnsdal, d. 1. okt. 1862 á Eyvindarstöðum. (Skiptab. Hún. 29. des. 1863). Foreldrar: Snæbjörn Snæbjörnsson bóndi í Forsæludal í Vatnsdal og kona hans Kolfinna Bjarnadóttir.

3fGísli Ólafsson, f. 12. sept. 1818 á Eyvindarstöðum, d. 7. des. 1894 á Eyvindarstöðum. (Skiptab. Hún. 11. apríl 1896). Bóndi á Ásum á Bakásum 1843-1846, á Holtastöðum í Langadal 1846-1851, á Ásum 1851-1863, á Eyvindarstöðum 1863-1889, á Sjávarborg í Borgarsveit 1889-1890 og á Eyvindarstöðum 1890 til æviloka. Kona, g. 13. okt. 1843, Elísabet Pálmadóttir, f. 20. sept. 1824 í Sólheimum í Svínavatnshreppi, d. 22. sept. 1898 á Eyvindarstöðum. (Skiptab. Hún. 29. nóv. 1899). Hún bjó ekkja á Eyvindarstöðum 1894-1895. Foreldrar: Pálmi Jónsson bóndi í Sólheimum og kona hans Ósk Erlendsdóttir.

3gSigurbjörg Ólafsdóttir, f. 2. ágúst 1821 á Eyvindarstöðum, d. 14. jan. 1887 í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal. Húsfreyja í Syðra-Tungukoti í Blöndudal 1845-1849. Húskona í Syðra-Tungukoti 1849-1851 og í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi 1851-1852. Bústýra á Frostastöðum í Blönduhlíð 1852-1853. Húskona í Bólstaðarhlíð 1853-1854, í Eyvindarstaðagerði 1854-1855, í Blöndudalshólum í Blöndudal 1855-1856 og í Eyvindarstaðagerði 1860-1866. Maður, g. 18. okt. 1844, Árni Pétursson, f. 5. febr. 1819 á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, d. 23. des. 1862 í Litladal í Svínavatnshreppi. (Skiptab. Hún. 13. nóv. 1863). Hann var bóndi í Litladal 1857 til æviloka. Foreldrar: Pétur Arngrímsson bóndi á Geirmundarstöðum og kona hans Björg Árnadóttir. Sambýlismaður: Jón Hákonarson Espólín, f. 16. jan. 1825 á Ystu-Grund í Blönduhlíð, d. 14. júní 1853 á Frostastöðum. Hann var bóndi á Frostastöðum 1846-1847 og 1852 til æviloka. Foreldrar: Hákon Jónsson Espólín prestur í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd og fyrri kona hans Sigríður Jónsdóttir.

3hBjörg Ólafsdóttir, f. 6. mars 1825 á Eyvindarstöðum, d. 27. nóv. 1862 á Þóreyjarnúpi í Línakradal. (Skiptab. Hún. 28. apríl 1864). Húsfreyja í Forsæludal í Vatnsdal 1846-1852 og á Þóreyjarnúpi 1852 til æviloka. Maður, g. 17. okt. 1846, Snæbjörn Snæbjörnsson, f. 19. júní 1819 á Gilsstöðum í Vatnsdal, d. 27. des. 1858 á Þóreyjarnúpi. (Skiptab. Hún. 28. apríl 1864). Foreldrar: Snæbjörn Snæbjörnsson bóndi í Forsæludal og kona hans Kolfinna Bjarnadóttir. Sambýlismaður: Pétur Guðmundsson, f. 7. sept. 1836 í Efstabæ í Skorradal, dr. í des. 1885 í Skorradalsvatni í Borgarfjarðarsýslu. Hann var vinnumaður á Þóreyjarnúpi 1860-1863, en húsmaður í Landakoti í Reykjavík 1865-1877. Foreldrar: Guðmundur Ólafsson bóndi í Gröf í Skilmannahreppi og kona hans Kristín Jónsdóttir.

3iEinar Ólafsson, f. 13. apríl 1826 á Eyvindarstöðum, d. 7. júlí 1826 á Eyvindarstöðum.

 

Flettingar í dag: 115
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478550
Samtals gestir: 92242
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 19:53:22