01.05.2010 21:49

Skeggsstaðaætt III

Skeggsstaðaætt III

 

2ePétur Ólafsson, f. 13. maí 1792 í Valadal, d. 26. júlí 1843 í Teigakoti í Tungusveit. (Skiptab. Skag. 9. apríl 1844). Fermdur í Glaumbæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1805. Vinnumaður á Víðimýri í Seyluhreppi 1816-1828 og á Álfgeirsvöllum á Efribyggð 1828-1833. Bóndi í Teigakoti 1833 til æviloka. Barnsmóðir: Ingveldur Jónsdóttir, f. 15. júlí 1792 á Hvanneyri í Siglufirði, d. 12. mars 1875 á Brún í Svartárdal. Hún var húsfreyja í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal 1831-1838, á Hóli í Svartárdal 1838-1852, á Torfustöðum í Svartárdal 1852-1857 og á Brún 1857-1871. Foreldrar: Jón Jónsson prestur á Barði í Fljótum og kona hans Guðrún Pétursdóttir. Barn þeirra: a) Pétur, f. 4. júlí 1818. Kona, g. 22. sept. 1831, Guðbjörg Markúsdóttir, f. 8. sept. 1815 á Álfgeirsvöllum, d. 5. febr. 1869 í Teigakoti. Hún var húsfreyja í Teigakoti 1833-1857 og 1861 til æviloka. Foreldrar: Markús Andrésson bóndi á Ytri-Löngumýri í Blöndudal og barnsmóðir hans Rut Konráðsdóttir húsfreyja á Álfgeirsvöllum. Börn þeirra: b) Stefán, f. 12. okt. 1831, c) Ingibjörg, f. 12. nóv. 1832, d) Björg, f. 3. ágúst 1834, e) Þorbjörg, f. 20. ágúst 1837, f) Pétur, f. 22. júlí 1838, g) Pétur, f. 29. des. 1843.

3aPétur Pétursson, f. 4. júlí 1818 í Valadal á Skörðum, d. 17. júlí 1818 í Valadal.

3bStefán Pétursson, f. 12. okt. 1831 á Álfgeirsvöllum, d. 21. júní 1861 í Haga á Árskógsströnd. Vinnumaður á Starrastöðum á Fremribyggð 1855-1856, í Syðri-Haga á Árskógsströnd 1856-1859, í Syðra-Kálfsskinni á Árskógsströnd 1859-1860 og í Ytri-Haga á Árskógsströnd 1860-1861.

3cIngibjörg Pétursdóttir, f. 12. nóv. 1832 á Álfgeirsvöllum, d. 29. okt. 1911 í Teigakoti. Vinnukona á Syðri-Mælifellsá á Efribyggð 1854-1855, í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 1855-1861, á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð 1861-1864, í Ytri-Svartárdal 1864-1866 og í Teigakoti 1867-1870. Bústýra í Teigakoti 1870 til æviloka.

3dBjörg Pétursdóttir, f. 3. ágúst 1834 í Teigakoti, d. 22. des. 1901 í Gilhaga á Fremribyggð. Vinnukona í Bakkakoti í Vesturdal 1856-1859, á Hofstöðum í Hofstaðabyggð 1859-1866, á Lýtingsstöðum í Tungusveit 1866-1867, á Hofstöðum 1867-1872, á Sveinsstöðum í Tungusveit 1872-1874, í Teigakoti 1874-1875, á Sveinsstöðum 1875-1877, í Litladalskoti í Tungusveit 1877-1882 og á Sveinsstöðum 1882-1885.

3eÞorbjörg Pétursdóttir, f. 20. ágúst 1837 í Teigakoti, á lífi í Stokkhólma í Vallhólmi 1882. Vinnukona í Goðdölum í Vesturdal 1856-1858, í Fremri-Svartárdal í Svartárdal 1859-1862, á Hofstöðum í Hofstaðabyggð 1862-1863, í Axlarhaga í Blönduhlíð 1863-1864, á Flugumýri í Blönduhlíð 1864-1865, í Blöndudalshólum í Blöndudal 1865-1868, á Sveinsstöðum í Tungusveit 1868-1871, í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 1871-1872, á Vindheimum í Tungusveit 1872-1874 og á Gunnfríðarstöðum á Bakásum 1874-1875. Bústýra í Grundargerði á Laxárdal fremri 1875-1876. Vinnukona í Neðra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1881-1882 og í Stokkhólma 1882-1883. Hún er talin hafa farið vestur um haf. (Misskipt er manna láni I, bls. 156-159).

3fPétur Pétursson, f. 22. júlí 1838 í Teigakoti, d. 22. nóv. 1838 í Teigakoti.

3gPétur Pétursson, f. 29. des. 1843 í Teigakoti, d. 27. ágúst 1909 í Teigakoti. Bóndi í Teigakoti 1870 til æviloka.

2fEyjólfur Ólafsson, f. 20. júní 1793 í Valadal, d. 23. des. 1873 í Goðdölum í Vesturdal. Fermdur í Glaumbæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1807. Bóndi á Reykjarhóli hjá Víðimýri 1822-1823, á Sauðá í Borgarsveit 1823-1827 og á Daufá á Neðribyggð 1827-1845. Vinnumaður á Daufá 1845-1846. Húsmaður á Brenniborg á Neðribyggð 1846-1847. Bóndi á Brenniborg 1847-1848. Húsmaður á Hrauni í Tungusveit 1848-1849. Vinnumaður á Lýtingsstöðum í Tungusveit 1849-1851. Bóndi í Villinganesi í Tungusveit 1851-1853. Kona: Halldóra Jónsdóttir, f. 13. júní 1796 í Hvarfi í Víðidal, d. 9. ágúst 1843 á Daufá. (Skiptab. Skag. 13. júní 1845). Foreldrar: Jón Þorsteinsson bóndi í Öxnatungu í Víðidal og kona hans Guðrún Samsonsdóttir. Börn þeirra: a) Símon, f. 15. júlí 1822, b) Ingibjörg, f. um 1824, c) Björg, f. 1825 eða 1826, d) Helga, f. 5. nóv. 1827, e) Ingibjörg, f. 8. jan. 1829, f) Eyjólfur, f. 29. nóv. 1829, g) Pétur, f. 29. nóv. 1829, h) drengur, f. 29. nóv. 1829, i) Halldór, f. 6. des. 1830, j) Ólafur, f. 6. des. 1830, k) Soffía, f. 13. mars 1832, l) Guðbjörg, f. 23. des. 1833, m) Halldóra, f. 19. júní 1835, n) Eyjólfur, f. 29. júlí 1836, o) Margrét, f. 15. okt. 1837, p) Sigurlaug, f. 2. nóv. 1840.

3aSímon Eyjólfsson, f. 15. júlí 1822 í Skagafjarðarsýslu, d. 5. maí 1892 í Goðdalaprestakalli í Skagafjarðarsýslu. Vinnumaður á Mosfelli í Svínadal 1858-1859, á Gili í Svartárdal 1859-1860, í Hvammi í Svartárdal 1860-1862, á Fjósum í Svartárdal 1862-1863, á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum 1863-1867, á Hömrum á Fremribyggð 1867-1868, í Goðdölum í Vesturdal 1868-1869 og á Auðólfsstöðum í Langadal 1869-1870.

3bIngibjörg Eyjólfsdóttir, f. um 1824 á Sauðá, d. 5. jan. 1828 á Daufá.

3cBjörg Eyjólfsdóttir, f. 1825 eða 1826 á Sauðá, d. 19. des. 1827 á Daufá.

3dHelga Eyjólfsdóttir, f. 5. nóv. 1827 á Daufá, d. 6. jan. 1828 á Daufá.

3eIngibjörg Eyjólfsdóttir, f. 8. jan. 1829 á Daufá, d. 12. des. 1858 á Gilsbakka í Austurdal. Húsfreyja í Steinárgerði í Svartárdal 1854-1855 og á Gilsbakka 1855 til æviloka. Maður, g. 16. okt. 1853, Andrés Guðmundsson, f. 4. sept. 1822 á Barkarstöðum í Svartárdal, d. 6. febr. 1875 í Holtskoti í Seyluhreppi. Hann var bóndi á Gilsbakka 1855-1861, á Egilsá í Norðurárdal 1861-1862, á Tyrfingsstöðum á Kjálka 1862-1863 og í Skálahnjúki í Gönguskörðum 1863-1871. Foreldrar: Guðmundur Eyjólfsson bóndi í Valadal á Skörðum og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir.

3fEyjólfur Eyjólfsson, f. 29. nóv. 1829 á Daufá, d. 6. jan. 1830 á Daufá.

3gPétur Eyjólfsson, f. 29. nóv. 1829 á Daufá, d. 17. des. 1829 á Kirkjuhóli hjá Víðimýri.

3hEyjólfsson, f. 29. nóv. 1829 á Daufá.

3iHalldór Eyjólfsson, f. 6. des. 1830 á Daufá, dr. 9. maí 1836 í Daufá.

3jÓlafur Eyjólfsson, f. 6. des. 1830 á Daufá, d. 20. júlí 1897 í Bakkakoti í Vesturdal. (Skiptab. Skag. 10. febr. 1898). Bóndi í Villinganesi í Tungusveit 1853-1856, í Héraðsdal í Tungusveit 1856-1861, á Gvendarstöðum á Staðarfjöllum 1861-1863 og í Brennigerði í Borgarsveit 1863-1864. Vinnumaður í Glaumbæ á Langholti 1864-1865, á Krithóli á Neðribyggð 1865-1866, á Vindheimum í Tungusveit 1866-1868, í Villinganesi 1868-1870, á Breið í Tungusveit 1870-1871, á Reykjum í Tungusveit 1871-1873 og á Krithóli 1873-1874. Bóndi í Reykjaseli á Mælifellsdal 1874-1876 og í Valagerði á Skörðum 1876-1877. Vinnumaður á Reykjavöllum á Neðribyggð 1877-1879 og á Tunguhálsi í Tungusveit 1879-1880. Bóndi í Litluhlíð í Vesturdal 1880-1881. Vinnumaður á Uppsölum í Blönduhlíð 1881-1882, á Vöglum í Blönduhlíð 1882-1883, á Reykjum 1883-1884 og í Litladal í Tungusveit 1884-1886. Húsmaður á Ánastöðum í Svartárdal 1886-1888. Kona, g. 28. okt. 1881, Björg Jónsdóttir, f. um 1844 í Fagranessókn í Skagafjarðarsýslu, d. 18. júlí 1913 á Þorljótsstöðum í Vesturdal. Hún var vinnukona í Bakkakoti í Vesturdal 1884-1885. Foreldrar: Jón Jónsson húsmaður á Innstalandi á Reykjaströnd og kona hans Ólöf Hinriksdóttir.

3kSoffía Eyjólfsdóttir, f. 13. mars 1832 á Daufá, á lífi í Ballard í Washington 1900. Vinnukona á Leifsstöðum í Svartárdal 1859-1861, í Hvammi í Svartárdal 1861-1862, á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 1862-1863, á Rútsstöðum í Svínadal 1865-1867 og á Mosfelli í Svínadal 1867-1868. Húskona á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1868-1869. Vinnukona á Syðri-Löngumýri í Blöndudal 1869-1871. Bústýra á Brandsstöðum í Blöndudal 1871-1876, í Víðinesbyggð í Nýja-Íslandi 1878-1880 og í Hallsonbyggð í Norður-Dakota 1880-1892. Sambýlismaður: Sölvi Sölvason, f. í febrúar 1830 á Syðri-Löngumýri, d. 17. maí 1903 í Ballard. (Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1904, bls. 120; Lögberg 18. júní 1903). Hann var bóndi á Ytri-Löngumýri 1854-1865, á Rútsstöðum 1865-1867, á Mosfelli 1867-1868, á Brandsstöðum 1871-1876, í Víðinesbyggð 1878-1880 og í Hallsonbyggð 1880-1892. Foreldrar: Sölvi Sveinsson bóndi á Syðri-Löngumýri og kona hans Helga Halldórsdóttir.

3lGuðbjörg Eyjólfsdóttir, f. 23. des. 1833 á Daufá, d. 31. jan. 1895 í Hallsonbyggð í Norður-Dakota. (Lögberg 28. febr. 1895). Bústýra í Breiðargerði í Tungusveit 1855-1856. Vinnukona á Ánastöðum í Svartárdal 1856-1857. Húsfreyja í Sólheimagerði í Blönduhlíð 1857-1858, á Breið í Tungusveit 1858-1859, á Tunguhálsi í Tungusveit 1859-1860 og á Miðvöllum í Svartárdal 1860-1861. Húskona í Breiðargerði 1861-1862. Húsfreyja á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 1862-1868. Húskona á Breið 1868-1869, í Breiðargerði 1869-1870, á Hrauni í Tungusveit 1870-1871, á Þorsteinsstöðum í Tungusveit 1871-1872, á Starrastöðum á Fremribyggð 1872-1873, í Laufási á Neðribyggð 1873-1874 og á Brenniborg á Neðribyggð 1874-1875. Húsfreyja í Borgarseli í Borgarsveit 1875-1876, á Vindheimum í Fljótsbyggð í Nýja-Íslandi 1878-1882, í Winnipeg í Manitoba 1882-1883 og í Hallsonbyggð 1883 til æviloka. Fyrri maður, g. 15. okt. 1857, Guðmundur Ísleifsson, f. 23. sept. 1826 í Kálfárdal í Gönguskörðum, d. 11. júní 1867 á Hafgrímsstöðum. (Skiptab. Skag. 31. des. 1867). Hann var vinnumaður í Gilhaga á Fremribyggð 1856-1857. Foreldrar: Ísleifur Bjarnason bóndi í Kálfárdal og fyrri kona hans Guðný Guðmundsdóttir. Seinni maður, g. 16. maí 1878, Jóhann Jóhannsson, f. 19. sept. 1831 á Vindheimum í Tungusveit, d. 24. febr. 1919 í Hallsonbyggð. (Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1920, bls. 90; Lögberg 13. mars og 10. apríl 1919). Hann var bóndi á Vindheimum í Tungusveit 1862-1864, á Krithóli á Neðribyggð 1864-1865, á Hafgrímsstöðum 1865-1867, í Kolgröf á Efribyggð 1868-1869, á Steinsstöðum í Tungusveit 1869-1876 og á Vindheimum í Fljótsbyggð 1876-1882. Foreldrar: Jóhann Jóhannesson bóndi á Vindheimum og barnsmóðir hans Helga Sighvatsdóttir húsfreyja í Bitrugerði í Kræklingahlíð.

3mHalldóra Eyjólfsdóttir, f. 19. júní 1835 á Daufá, d. 16. nóv. 1835 á Daufá.

3nEyjólfur Eyjólfsson, f. 29. júlí 1836 á Daufá, d. 6. ágúst 1837 á Daufá.

3oMargrét Eyjólfsdóttir, f. 15. okt. 1837 á Daufá, d. 15. apríl 1838 á Daufá.

3pSigurlaug Eyjólfsdóttir, f. 2. nóv. 1840 á Daufá, á lífi í Stóradal í Svínavatnshreppi 1876. (Vesturfaraskrá, bls. 233). Bústýra í Barkarstaðagerði í Svartárdal 1861-1862. Húsfreyja í Barkarstaðagerði 1862-1865 og á Núpi á Laxárdal fremri 1866-1867. Vinnukona á Eyvindarstöðum í Blöndudal 1867-1869. Húskona í Kolgröf á Efribyggð 1869-1871. Vinnukona á Brandsstöðum í Blöndudal 1871-1873, á Eiðsstöðum í Blöndudal 1873-1874, á Eyvindarstöðum 1874-1875 og í Stóradal 1875-1876. Maður, g. 28. nóv. 1862, Ólafur Oddsson, f. 24. okt. 1809 á Marðarnúpi í Vatnsdal, d. 21. apríl 1882 í Eiríksstaðakoti í Svartárdal. Hann var bóndi í Steinárgerði í Svartárdal 1831-1836, á Steiná í Svartárdal 1838-1860 og í Kolgröf á Efribyggð 1860-1861. Foreldrar: Oddur Ólafsson bóndi á Brún í Svartárdal og kona hans Ingunn Jónsdóttir.

2gHannes Ólafsson, f. í júní 1794 í Valadal, d. 11. júlí 1794 í Valadal.

2hJón Ólafsson, f. 25. ágúst 1795 í Valadal, dó ungur. (Skeggsstaðaætt).

1lSigríður Jónsdóttir, f. um 1755 á Skeggsstöðum, d. 20. júlí 1843 í Sólheimum í Svínavatnshreppi. Vinnukona í Þverárdal á Laxárdal fremri 1801 og á Syðri-Löngumýri í Blöndudal 1805. Skylduhjú í Sólheimum 1816 til æviloka.

1mValgerður Jónsdóttir, f. um 1757 á Skeggsstöðum, d. 11. jan. 1835 á Sneis á Laxárdal fremri. Búlaus á Dúki í Sæmundarhlíð 1792-1793. Húsfreyja á Þröm á Langholti 1793-1803. Húskona á Fjósum í Svartárdal 1813-1825, í Rugludal í Blöndudal 1825-1828 og á Fjósum 1828-1831. Maður: Vigfús Erlendsson, f. um 1760, d. 19. júní 1827 í Knopfsborg á Seltjarnarnesi. (Sýsluskj. Skag. XXI-1, 24. sept. 1827). Hann var vinnumaður í Syðri-Mjóadal á Laxárdal fremri 1786-1790 og í Hvammi á Laxárdal fremri 1791-1792, en búlaus í Pottagerði í Staðarhreppi 1821-1822. Foreldrar: Erlendur Magnússon bóndi í Hólakoti á Höfðaströnd og fyrri kona hans Halldóra Þorláksdóttir. Börn þeirra: a) Jón, f. 1792, b) Halldóra, f. 29. sept. 1793, c) Sigríður, f. um 1796, d) Guðmundur, f. um 1799.

2aJón Vigfússon, f. 1792 á Dúki, d. 8. apríl 1872 í Enni í Viðvíkursveit. Fermdur í Svínavatnssókn í Húnavatnssýslu 1805. Vinnumaður á Reynistað í Staðarhreppi 1812-1814. Fangi á Reynistað 1814-1815 og í Kaupmannahöfn 1815-1826. Bóndi í Þúfum í Óslandshlíð 1830-1837, í Svínavallakoti í Unadal 1837-1844 og í Þúfum 1844-1854. Húsmaður í Stóragerði í Óslandshlíð 1854-1855 og í Kýrholti í Viðvíkursveit 1855-1862. Bóndi í Stóragerði 1862-1870. Fyrri kona: Elín Styrbjörnsdóttir, f. 1796 eða 1797 í Hrúthúsum í Fljótum, d. 15. sept. 1831 í Þúfum. (Skiptab. Skag. 25. febr. 1832). Börn þeirra: a) Guðrún Karítas, f. 16. apríl 1830, b) Lárus, f. 1831. Foreldrar: Styrbjörn Þorkelsson bóndi í Þúfum og kona hans Guðrún Þorfinnsdóttir. Barnsmóðir: Oddný Rafnsdóttir, f. um 1789 í Þúfum, d. 10. des. 1873 á Reykjarhóli á Bökkum. Hún var vinnukona í Brekkukoti í Óslandshlíð 1834-1843, í Svínavallakoti 1843-1844, á Ytri-Brekkum í Blönduhlíð 1844-1845, á Hofdölum í Hofstaðabyggð 1845-1847 og í Tungu í Stíflu 1847-1850. Foreldrar: Rafn Ólafsson bóndi á Krossi í Óslandshlíð og kona hans Margrét Þorkelsdóttir. Barn þeirra: c) Björg, f. 11. nóv. 1832. Seinni kona: Halldóra Tómasdóttir, f. 13. nóv. 1791 á Kálfsá í Ólafsfirði, d. 23. okt. 1869 í Stóragerði. Foreldrar: Tómas Jónsson bóndi á Brúnastöðum í Tungusveit og kona hans Vigdís Magnúsdóttir. Börn þeirra: d) Elín Sigríður, f. 2. júní 1833, e) Helga, f. 29. des. 1834.

3aGuðrún Karítas Jónsdóttir, f. 16. apríl 1830 í Þúfum, d. 22. mars 1923 á Neðstalandi í Öxnadal. Húsfreyja í Stóragerði í Óslandshlíð 1854-1856. Húskona í Þúfum 1856-1857. Húsfreyja í Þúfum 1857-1858, í Stóra-Holti í Fljótum 1858-1859 og á Minna-Grindli í Fljótum 1859-1860. Vinnukona á Reykjarhóli á Bökkum 1860-1861, í Stóragerði 1861-1862, í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1862-1863, í Kýrholti í Viðvíkursveit 1864-1866 og á Kóngsstöðum í Skíðadal 1866-1867. Húsfreyja á Hraunshöfða í Öxnadal 1867-1874 og á Skjaldarstöðum í Öxnadal 1874-1883. Húskona í Staðartungu í Hörgárdal 1883-1884 og á Neðstalandi 1884-1886. Húsfreyja á Miðlandi í Öxnadal 1886-1894. Fyrri maður, g. 9. nóv. 1854, Halldór Þorvaldsson, f. 15. mars 1824 í Nesi í Flókadal, d. 12. febr. 1860 á Minna-Grindli. Foreldrar: Þorvaldur Jónsson bóndi í Nesi og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Seinni maður, g. 26. okt. 1867, Jón Sigurðsson, f. 12. febr. 1836 í Efstalandskoti í Öxnadal, d. 12. sept. 1920 í Sólheimum í Blönduhlíð. Hann var bóndi á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal 1860-1867, en húsmaður í Staðartungu 1883-1885. Foreldrar: Sigurður Hermannsson bóndi á Stekkjarflötum í Austurdal og kona hans Rósa Jóhannesdóttir.

3bLárus Jónsson, f. 1831 í Þúfum, d. 6. des. 1831 í Þúfum. (Skiptab. Skag. 25. febr. 1832).

3cBjörg Jónsdóttir, f. 11. nóv. 1832 í Miklabæjarsókn í Óslandshlíð, d. 19. júlí 1876 á Reykjarhóli á Bökkum. (Skiptab. Skag. 4. júní 1878). Húsfreyja á Reykjarhóli 1857 til æviloka. Fyrri maður, g. 27. nóv. 1857, Magnús Jónsson, f. 1. apríl 1809 í Efra-Haganesi í Fljótum, d. 17. júní 1862 á Reykjarhóli. (Skiptab. Skag. 29. sept. 1862). Hann var bóndi í Neðra-Haganesi í Fljótum 1835-1837 og á Reykjarhóli 1837 til æviloka. Foreldrar: Jón Filippusson bóndi í Neðra-Haganesi og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Seinni maður, g. 16. okt. 1865, Jóhann Jóhannsson, f. 19. okt. 1815 á Brúnastöðum í Fljótum, d. 3. apríl 1877 á Reykjarhóli. (Skiptab. Skag. 4. júní 1878). Hann var bóndi á Steinavöllum í Flókadal 1848-1864 og á Reykjarhóli 1865 til æviloka. Foreldrar: Jóhann Jónsson bóndi á Þorbrandsstöðum í Langadal og barnsmóðir hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsmóðir í Ökrum í Fljótum.

3dElín Sigríður Jónsdóttir, f. 2. júní 1833 í Þúfum, d. 13. jan. 1905 á Mið-Grund í Blönduhlíð. Húsfreyja í Kýrholti í Viðvíkursveit 1854-1866, í Enni í Viðvíkursveit 1866-1888 og á Miklabæ í Óslandshlíð 1889-1890. Maður, g. 3. okt. 1854, Magnús Gunnlaugsson, f. 31. jan. 1811 á Tunguhálsi í Tungusveit, d. 2. nóv. 1898 á Mið-Grund. Hann var bóndi á Sveinsstöðum í Tungusveit 1836-1840, á Hofi í Vesturdal 1840-1844, á Frostastöðum í Blönduhlíð 1844-1848 og í Kýrholti 1848-1866. Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon bóndi á Sveinsstöðum í Tungusveit og kona hans Ólöf Jónsdóttir.

3eHelga Jónsdóttir, f. 29. des. 1834 í Þúfum, d. 15. apríl 1917 í Enni í Viðvíkursveit. Húsfreyja í Stóragerði í Óslandshlíð 1866-1875, í Þúfum 1875-1888, á Miklahóli í Viðvíkursveit 1888-1895 og í Enni 1895 til æviloka. Maður, g. 3. okt. 1866, Björn Illugason, f. 15. okt. 1841 í Flugumýrarsókn í Skagafjarðarsýslu, d. 1. febr. 1920 á Bakka í Viðvíkursveit. Foreldrar: Illugi Björnsson bóndi í Brekkukoti í Óslandshlíð og kona hans Helga Guðmundsdóttir.

2bHalldóra Vigfúsdóttir, f. 29. sept. 1793 á Þröm, d. 1. júní 1870 á Kirkjubæ í Norðurárdal. Vinnukona í Kolgröf á Efribyggð 1823-1824, á Geirastöðum í Þingi 1825-1826, í Litladal í Svínavatnshreppi 1826-1827, á Valabjörgum á Skörðum 1827-1828, í Hólabæ í Langadal 1828-1829, á Neðstabæ í Norðurárdal 1829-1830, á Neðra-Skúfi í Norðurárdal 1830-1831, á Kirkjubæ 1831-1832, á Neðstabæ 1832-1834, á Fjósum í Svartárdal 1835-1836, í Stóradal í Svínavatnshreppi 1837-1843, á Breiðavaði í Langadal 1843-1844, á Gunnsteinsstöðum í Langadal 1845-1846, í Eyjarkoti á Skagaströnd 1846-1847, í Keflavík í Hegranesi 1847-1848 og á Miðsitju í Blönduhlíð 1849-1850. Húskona á Þangskála á Skaga 1852-1853, á Gauksstöðum á Skaga 1853-1855, á Fossi á Skaga 1855-1856 og á Þorbjargarstöðum í Laxárdal ytri 1856-1857. Vinnukona í Skriðu í Hallárdal 1857-1858, á Vakursstöðum í Hallárdal 1858-1859 og í Álfhóli á Skagaströnd 1859-1860. Húskona í Álfhóli 1860-1861. Barnsfaðir: Eyjólfur Jónasson, f. 9. sept. 1794 á Ytri-Ey á Skagaströnd, d. 12. okt. 1859 á Syðra-Þverfelli á Skörðum. (Skiptab. Hún. 21. des. 1861). Hann var bóndi á Gili í Svartárdal 1819-1825, á Fjósum í Svartárdal 1825-1827, í Selhaga á Skörðum 1827-1829, á Ytra-Þverfelli á Skörðum 1849-1853 og á Syðra-Þverfelli 1853 til æviloka. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi á Gili og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Barn þeirra: a) stúlka, f. 13. júlí 1829. Barnsfaðir: Jón Rafnsson, f. 18. ágúst 1790 á Hjaltabakka á Ásum, d. 2. okt. 1859 á Balaskarði á Laxárdal fremri. Hann var bóndi á Njálsstöðum á Skagaströnd 1816-1826. Foreldrar: Rafn Jónsson prestur á Hjaltabakka og kona hans Kristín Eggertsdóttir. Barn þeirra: b) Solveig, f. 6. ágúst 1833.

3aEyjólfsdóttir, f. 13. júlí 1829 á Neðstabæ.

3bSolveig Jónsdóttir, f. 6. ágúst 1833 á Neðstabæ, d. 3. jan. 1913 í Mýrarkoti á Laxárdal fremri. Húskona á Bakka á Skagaströnd 1859-1861. Húsfreyja á Finnsstaðanesi á Skagaströnd 1861-1877. Maður, g. 6. jan. 1861, Sigurður Ólafur Guðmundsson, f. 16. okt. 1830 í Króki á Skagaströnd, dr. 17. mars 1870 á Húnaflóa. Foreldrar: Guðmundur Magnússon bóndi í Króki og kona hans Soffía Ólafsdóttir.

2cSigríður Vigfúsdóttir, f. um 1796 á Þröm, d. 25. júlí 1859 á Breiðavaði í Langadal. (Skiptab. Hún. 6. júlí 1860). Vinnukona á Miðgili í Langadal 1820-1821. Húsfreyja á Breiðavaði 1823-1825. Bústýra á Breiðavaði 1826-1827. Húsfreyja á Breiðavaði 1827-1831, á Sneis á Laxárdal fremri 1831-1835 og á Breiðavaði 1835 til æviloka. Barnsfaðir: Björn Ólafsson, f. 15. apríl 1791 í Valadal á Skörðum, d. 5. nóv. 1865 í Stokkhólma í Vallhólmi. Hann var bóndi á Valabjörgum á Skörðum 1817-1857. Foreldrar: Ólafur Andrésson bóndi í Valadal og miðkona hans Björg Jónsdóttir. Barn þeirra: a) Björn, f. um 1815. - Sjá um hann fyrr í þættinum. - Fyrri maður, g. 12. nóv. 1820, Jón Eiríksson, f. um 1798 í Engihlíð í Langadal, d. 18. jan. 1825 á Breiðavaði. Foreldrar: Eiríkur Helgason bóndi á Miðgili og fyrri kona hans Sigríður Jónsdóttir. Börn þeirra: b) Eiríkur, f. 27. júlí 1820, c) Eyjólfur, f. 27. júlí 1823. Seinni maður, g. 6. okt. 1827, Jónas Jóhannesson, f. um 1800 á Breiðavaði, d. 15. apríl 1865 á Breiðavaði. Hann var bóndi á Breiðavaði 1835 til æviloka. Foreldrar: Jóhannes Jónsson bóndi á Breiðavaði og kona hans Guðrún Árnadóttir. Börn þeirra: d) Lárus Frímann, f. 25. sept. 1826, e) Lárus Frímann, f. 21. okt. 1828, f) Sigríður, f. 11. júní 1831, g) Áslaug, f. 22. ágúst 1834.

3bEiríkur Jónsson, f. 27. júlí 1820 á Miðgili, d. 14. nóv. 1823 á Miðgili.

3cEyjólfur Jónsson, f. 27. júlí 1823 á Breiðavaði, d. 25. sept. 1823 á Breiðavaði.

3dLárus Frímann Jónasson, f. 25. sept. 1826 á Breiðavaði, d. 12. des. 1827 á Breiðavaði.

3eLárus Frímann Jónasson, f. 21. okt. 1828 á Breiðavaði, d. 6. júlí 1830 á Breiðavaði.

3fSigríður Jónasdóttir, f. 11. júní 1831 á Sneis, d. 13. maí 1889 í Miðhúsum í Biskupstungum. Húsfreyja á Breiðavaði í Langadal 1860-1871 og í Stardal á Kjalarnesi 1871-1888. Maður, g. 20. okt. 1860, Sigurður Guðmundsson, f. 13. mars 1831 í Hólakoti í Reykjavík, d. 24. júní 1910 í Stekkholti í Biskupstungum. Foreldrar: Guðmundur Gissurarson vaktari í Grjóta í Reykjavík og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir.

3gÁslaug Jónasdóttir, f. 22. ágúst 1834 á Sneis, d. 12. júlí 1895 á Stóru-Giljá í Þingi. Húsfreyja á Breiðavaði í Langadal 1858-1869 og á Beinakeldu á Reykjabraut 1869-1874. Maður, g. 23. okt. 1857, Ari Hermann Arason, f. 28. nóv. 1830 í Engihlíð í Langadal, d. 15. júní 1871 á Beinakeldu. Foreldrar: Ari Hermannsson bóndi á Hrafnabjörgum í Svínadal og kona hans Helga Ólafsdóttir.

2dGuðmundur Vigfússon, f. um 1799 á Þröm, d. 19. des. 1838 á Varmalandi í Sæmundarhlíð. (Skiptab. Skag. 27. júlí 1839). Búlaus á Varmalandi 1824-1825. Bóndi á Varmalandi 1825-1831, í Holtsmúla á Langholti 1831-1832 og á Varmalandi 1832 til æviloka. Kona: Helga Gissurardóttir, f. um 1797, d. 17. jan. 1839 á Varmalandi. (Skiptab. Skag. 27. júlí 1839). Foreldrar: Gissur Ófeigsson bóndi á Varmalandi og kona hans Hildur Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Guðrún, f. um 1824, b) Rósa, f. um 1826, c) Guðmundur, f. 27. mars 1829, d) Hildur, f. 1830 eða 1831, e) Björn, f. 6. jan. 1832, f) Guðrún, f. 1833.

3aGuðrún Guðmundsdóttir, f. um 1824 á Varmalandi, d. 1828 (gr. 18. maí 1828) á Varmalandi.

3bRósa Guðmundsdóttir, f. um 1826 á Varmalandi, d. 1828 (gr. 11. maí 1828) á Varmalandi.

3cGuðmundur Guðmundsson, f. 27. mars 1829 á Varmalandi, d. 19. apríl 1908 í Grænhól í Borgarsveit. (Skiptab. Skag. 10. mars 1909). Vinnumaður í Vík í Staðarhreppi 1860-1863. Húsmaður í Vík 1863-1865. Ráðsmaður í Borgargerði í Borgarsveit 1870-1874. Bóndi á Gili í Borgarsveit 1874-1887 og í Grænhól 1887 til æviloka. Sambýliskona: Sigríður Ingimundardóttir, f. 10. apríl 1828 í Minni-Vogum á Vatnsleysuströnd, d. 27. maí 1894 á Kimbastöðum í Borgarsveit. Hún var húsfreyja í Sólheimum í Sæmundarhlíð 1855-1860 og í Borgargerði 1860-1874, en bústýra á Gili 1874-1887. Foreldrar: Ingimundur Sigurðsson húsmaður í Tjarnarkoti í Vogum og kona hans Agnes Jónsdóttir. Sambýliskona: Anna Bjarnadóttir, f. 9. nóv. 1856 í Glaumbæ í Langadal, d. 3. apríl 1933 á Sjávarborg í Borgarsveit. Hún var bústýra í Grænhól 1890-1908. Foreldrar: Bjarni Guðmundsson bóndi í Brennigerði í Borgarsveit og kona hans Sigurlaug Gísladóttir.

3dHildur Guðmundsdóttir, f. 1830 eða 1831 á Varmalandi, d. 1. jan. 1901 á Dúki í Sæmundarhlíð. Vinnukona í Sólheimum í Sæmundarhlíð 1860-1862 og í Vík í Staðarhreppi 1862-1865. Bústýra í Selhólum í Gönguskörðum 1867. Vinnukona á Páfastöðum á Langholti 1870-1871. Húskona á Núpi á Laxárdal fremri 1873-1874, á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri 1874-1876, í Hróarsstaðaseli á Skagaströnd 1876-1877 og í Skeggjastaðagerði á Skagaströnd 1877-1878. Vinnukona í Glaumbæ í Langadal 1878-1880 og í Borgargerði í Borgarsveit 1880-1881. Sambýlismaður: Björn Jónsson, f. 23. maí 1836 á Neðstabæ í Norðurárdal, d. 11. jan. 1910 á Vindhæli á Skagaströnd. Hann var bóndi á Trölleyrum í Gönguskörðum 1860-1862 og í Selhólum 1863-1868, en húsmaður á Núpi 1872-1874, á Kirkjuskarði 1874-1876, í Hróarsstaðaseli 1876-1877 og í Skeggjastaðagerði 1877-1878. Foreldrar: Jón Guðmundsson bóndi í Neðri-Lækjardal í Refasveit og kona hans Valgerður Þorsteinsdóttir.

3eBjörn Guðmundsson, f. 6. jan. 1832 í Holtsmúla, d. 22. maí 1872 á Akureyri. (Skiptab. Eyj. 31. okt. 1872). Vinnumaður í Brekku hjá Víðimýri 1850-1851, á Silfrastöðum í Blönduhlíð 1851-1852, á Uppsölum í Blönduhlíð 1852-1853, á Vöglum á Þelamörk 1855-1856, í Syðra-Brekkukoti í Hörgárdal 1856-1860, á Akureyri 1860-1861, á Kjarna í Hrafnagilshreppi 1861-1862, á Svínárnesi á Látraströnd 1862-1863 og á Akureyri 1863-1865. Húsmaður á Akureyri 1865-1866. Vinnumaður á Vöglum 1866-1867 og á Höfða í Höfðahverfi 1867-1868.

3fGuðrún Guðmundsdóttir, f. 1833 á Varmalandi, d. 24. des. 1833 á Varmalandi.

1nIngibjörg Jónsdóttir, f. um 1760 á Skeggsstöðum, d. 4. febr. 1847 á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. (Skiptab. Hún. 10. júní og 29. des. 1847). Búlaus á Ytri-Ey á Skagaströnd 1791-1792. Húsfreyja á Ytri-Ey 1793-1795, á Gili í Svartárdal 1797-1821, á Geithömrum í Svínadal 1821-1845 og á Eyjólfsstöðum 1845 til æviloka. Fyrri maður, g. 30. des. 1791, Jónas Jónsson, f. um 1765 á Ytri-Ey, d. í júní 1818 á Njálsstöðum á Skagaströnd. (Skiptab. Hún. 27. maí 1819). Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Ytri-Ey og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Margrét, f. 15. júní 1792, b) Björg, f. 16. júlí 1793, c) Eyjólfur, f. 9. sept. 1794, d) Sigurlaug, f. 1795, e) Ingibjörg, f. 26. júní 1797, f) Einar, f. um 1798. Seinni maður, g. 3. sept. 1821, Sigurður Sigurðsson, f. 15. sept. 1790 á Rútsstöðum í Svínadal, d. 16. jan. 1863 á Eyjólfsstöðum. Hann var bóndi á Eyjólfsstöðum 1845 til æviloka. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson bóndi á Rútsstöðum og kona hans Vigdís Halldórsdóttir.

2aMargrét Jónasdóttir, f. 15. júní 1792 á Ytri-Ey, d. 11. júní 1862 í Þverárdal á Laxárdal fremri. Húsfreyja í Þverárdal 1819-1822, á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1822-1824 og í Þverárdal 1824-1861. Húskona í Þverárdal 1861 til æviloka. Maður, g. 25. sept. 1819, Guðmundur Einarsson, f. 1796 í Þverárdal, d. 9. júní 1863 á Gili í Svartárdal. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi í Þverárdal og fyrri kona hans Valgerður Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Jónas, f. 1. ágúst 1820, b) Ingibjörg, f. 7. ágúst 1821, c) Einar, f. 25. jan. 1830, d) Valgerður, f. 4. ágúst 1831.

3aJónas Guðmundsson, f. 1. ágúst 1820 í Þverárdal, d. 23. okt. 1897 á Skarði á Skarðsströnd. Nemi á Bessastöðum á Álftanesi 1838-1843 og í Kaupmannahöfn 1845-1850. Kennari í Reykjavík 1851-1872. Prestur í Hítardal í Hraunhreppi 1872-1876 og á Staðarhrauni í Hraunhreppi 1876-1890. Bóndi á Skarði 1890 til æviloka. Kona, g. 29. sept. 1865, Elinborg Kristjánsdóttir, f. 12. sept. 1840 í Hrappsey á Breiðafirði, d. 14. mars 1902 á Skarði. Foreldrar: Kristján Klingenberg Skúlason Magnúsen sýslumaður á Skarði og kona hans Ingibjörg Ebenesersdóttir.

3bIngibjörg Guðmundsdóttir, f. 7. ágúst 1821 í Þverárdal, d. 8. ágúst 1899 í Unuhúsi við Garðastræti í Reykjavík. Saumakona í Reykjavík.

3cEinar Guðmundsson, f. 25. jan. 1830 í Þverárdal, d. 3. maí 1875 í Hítardal í Hraunhreppi. Bóndi í Þverárdal 1853-1861, í Kálfárdal á Skörðum 1861-1863 og á Gili í Svartárdal 1863-1864. Húsmaður á Gili 1864-1866. Bóndi á Botnastöðum í Svartárdal 1866-1867. Húsmaður á Botnastöðum 1867-1869. Bóndi á Leifsstöðum í Svartárdal 1869-1870. Húsmaður í Þverárdal 1870-1871 og í Hvammi á Laxárdal fremri 1871-1872. Kona, g. 14. júní 1853, Björg Jónasdóttir, f. 18. ágúst 1831 á Gili, d. 21. jan. 1897 í Garðbæ á Eyrarbakka. Hún var húskona í Hvammi í Svartárdal 1873-1874 og í Skyttudal á Laxárdal fremri 1874-1875, en vinnukona í Hítardal 1875-1876 og á Staðarhrauni í Hraunhreppi 1876-1885. Foreldrar: Jónas Einarsson bóndi á Gili og kona hans Guðrún Illugadóttir.

3dValgerður Guðmundsdóttir, f. 4. ágúst 1831 í Þverárdal, d. 3. apríl 1833 í Þverárdal.

2bBjörg Jónasdóttir, f. 16. júlí 1793 á Ytri-Ey, d. 25. febr. 1850 í Skyttudal á Laxárdal fremri. (Skiptab. Hún. 9. sept. 1850, 30. júlí og 14. ágúst 1851). Húsfreyja í Selhaga á Skörðum 1814-1827. Húskona í Nesi í Aðaldal 1827-1829 og í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi 1829-1834. Húsfreyja í Bólstaðarhlíð 1834-1837. Vinnukona í Þverárdal á Laxárdal fremri 1837-1838. Húskona í Skyttudal 1839-1843. Húsfreyja í Skyttudal 1843 til æviloka. Fyrri maður, g. 1814, Sigfús Oddsson, f. 29. nóv. 1790 á Skarðsá í Sæmundarhlíð, d. 5. júní 1840 í Eiríksstaðakoti í Svartárdal. (Skiptab. Hún. 1. nóv. og 31. des. 1841). Hann var bóndi í Selhaga 1813-1826, á Fjósum í Svartárdal 1826-1828 og í Eiríksstaðakoti 1828-1838. Foreldrar: Oddur Oddsson bóndi í Geldingaholti í Seyluhreppi og barnsmóðir hans Helga Þorleifsdóttir húsfreyja í Selhaga. Börn þeirra: a) Eyjólfur, f. um 1815, b) Jónas, f. 13. sept. 1816, c) Ingibjörg, f. 12. nóv. 1818, d) Jón, f. 22. mars 1824. Seinni maður, kl. 14. jan. 1835 / g. 1835, Guðmundur Árnason, f. 1799 eða 1800 á Þröm í Blöndudal, d. 25. okt. 1883 í Höfnum á Skaga. Hann var vinnumaður í Ytri-Mjóadal á Laxárdal fremri 1850-1853, á Snæringsstöðum í Svínadal 1853-1855 og á Skeggsstöðum 1855-1856. Foreldrar: Árni Jónsson bóndi á Þröm og fyrri kona hans Sigríður Sveinbjörnsdóttir. Barn þeirra: e) Margrét, f. 3. maí 1832.

3aEyjólfur Sigfússon, f. um 1815 í Selhaga, d. 27. nóv. 1820 í Selhaga.

3bJónas Sigfússon, f. 13. sept. 1816 í Selhaga, d. 10. maí 1875 á Syðri-Steinnýjarstöðum á Skagaströnd. Bóndi á Balaskarði á Laxárdal fremri 1846-1849. Húsmaður á Kirkjuhóli hjá Víðimýri 1849-1850 og í Brekku hjá Víðimýri 1850-1851. Bóndi á Grófargili á Langholti 1851-1858 og í Finnstungu í Blöndudal 1858-1859. Húsmaður á Fjósum í Svartárdal 1859-1861, í Selhaga 1861-1862, á Skeggsstöðum 1862-1863 og á Skottastöðum í Svartárdal 1863-1864. Vinnumaður á Skottastöðum 1864-1865. Húsmaður í Fjósaseli í Svartárdal 1865-1868, í Eiríksstaðakoti í Svartárdal 1868-1869, í Kálfárdal á Skörðum 1870-1871, í Barkarstaðagerði í Svartárdal 1871-1872 og á Bollastöðum í Blöndudal 1873 til æviloka.  Kona, g. 23. okt. 1845, Margrét Ólafsdóttir, f. 7. des. 1824 í Valadal á Skörðum, d. 21. maí 1894 á Þverá í Norðurárdal. Hún var vinnukona á Hjaltabakka á Ásum 1859-1861, í Syðri-Mjóadal á Laxárdal fremri 1868-1870, á Æsustöðum í Langadal 1870-1871, í Mjóadal 1871-1873, á Torfalæk á Ásum 1873-1875 og í Mjóadal 1875-1887. Foreldrar: Ólafur Andrésson bóndi í Valadal og þriðja kona hans Helga Þorbergsdóttir.

3cIngibjörg Sigfúsdóttir, f. 12. nóv. 1818 í Selhaga, d. 10. jan. 1890 í Winnipeg í Manitoba. (Lögberg 15. jan. 1890). Húsfreyja á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal 1839-1842, á Grund í Svínadal 1842-1846, á Ásum á Bakásum 1846-1851 og í Finnstungu í Blöndudal 1851-1858. Vinnukona á Björgum á Skagaströnd 1858-1859. Húsfreyja í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal 1859-1860 og í Efri-Lækjardal í Refasveit 1860-1874. Húskona í Efri-Lækjardal 1874-1875, í Svangrund í Refasveit 1875-1876, á Syðri-Ey á Skagaströnd 1876-1877, í Eyjarkoti á Skagaströnd 1877-1878, í Efri-Lækjardal 1878-1880 og á Blönduósi 1880-1883. Maður, g. 31. maí 1838, Guðmundur Hermannsson, f. 4. jan. 1811 á Þverá í Hallárdal, d. 13. júní 1881 á Gilsstöðum í Vatnsdal. (Skiptab. Hún. 20. des. 1882). Hann var húsmaður á Efri-Mýrum í Refasveit 1864-1865, á Hrafnabjörgum í Svínadal 1865-1866, á Snæringsstöðum í Svínadal 1867-1868, í Marðarnúpsseli í Svínadal 1869-1870 og á Hrafnabjörgum 1870-1871, en bóndi á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1871-1872. Foreldrar: Hermann Guðmundsson bóndi í Engihlíð í Langadal og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir.

3dJón Sigfússon, f. 22. mars 1824 í Selhaga, d. 23. ágúst 1860 á Efstaholti í Reykjavík. Húsmaður í Skyttudal á Laxárdal fremri 1849-1850. Bóndi í Skyttudal 1850-1852 og í Brautarholti á Kjalarnesi 1852-1854. Kona, g. 28. júní 1849, Sigríður Jónsdóttir, f. 2. apríl 1827 í Stöðlakoti í Reykjavík, d. 3. júlí 1898 á Desjarmýri í Borgarfirði. Hún var húsfreyja í Hlíðarhúsum í Reykjavík 1870-1889. Foreldrar: Jón Jónsson sjómaður á Bergsstöðum í Reykjavík og kona hans Sigríður Hannesdóttir.

3eMargrét Guðmundsdóttir, f. 3. maí 1832 í Bólstaðarhlíð, d. 15. júlí 1878 í Höfnum á Skaga. (Skiptab. Hún. 5. ágúst 1879). Húsfreyja í Eyjarkoti á Skagaströnd 1857-1858 og í Höfnum 1858 til æviloka. Maður, g. 20. okt. 1856, Árni Sigurðsson, f. 7. mars 1835 á Ytri-Ey á Skagaströnd, d. 17. júlí 1886 í Höfnum. (Skiptab. Hún. 2. apríl og 27. ágúst 1887). Hann var bóndi í Höfnum 1858 til æviloka. Foreldrar: Sigurður Árnason bóndi í Höfnum og seinni kona hans Sigurlaug Jónasdóttir.

2cEyjólfur Jónasson, f. 9. sept. 1794 á Ytri-Ey, d. 12. okt. 1859 á Syðra-Þverfelli á Skörðum. (Skiptab. Hún. 21. des. 1861). Bóndi á Gili í Svartárdal 1819-1825, á Fjósum í Svartárdal 1825-1827 og í Selhaga á Skörðum 1828-1829. Vinnumaður á Auðólfsstöðum í Langadal 1829-1830, í Reykjavík 1830-1831, í Sjávarhólum á Kjalarnesi 1831-1834, á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit 1834-1836, í Kollafirði á Kjalarnesi 1839-1841 og í Þverárkoti á Kjalarnesi 1842-1846. Húsmaður á Skeggsstöðum 1847-1849. Bóndi á Ytra-Þverfelli á Skörðum 1849-1853 og á Syðra-Þverfelli 1853 til æviloka. Fyrri kona, g. 25. sept. 1819, Björg Einarsdóttir, f. um 1793 í Þverárdal á Laxárdal fremri, d. 8. ágúst 1822 á Gili. (Skiptab. Hún. 27. maí 1823). Foreldrar: Einar Jónsson bóndi í Þverárdal og fyrri kona hans Valgerður Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Sigurlaug, f. 21. nóv. 1819, b) Jónas, f. 24. júlí 1821, c) Björg, f. 1822. Barnsmóðir: Guðrún Helgadóttir, f. um 1798 á Barkarstöðum í Svartárdal, d. 12. des. 1871 í Brekku í Þingi. Hún var húsfreyja á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 1830-1834 og í Brekku 1834-1859. Foreldrar: Helgi Árnason vinnumaður á Barkarstöðum og fyrri kona hans Guðrún Höskuldsdóttir. Barn þeirra: d) Jóhannes, f. 17. okt. 1823. Barnsmóðir: Ólöf Þorleifsdóttir, f. 9. okt. 1795 í Kambakoti á Skagaströnd, á lífi á Ytra-Þverfelli 1861. Hún var húsfreyja á Ytra-Þverfelli 1842-1857. Foreldrar: Þorleifur Markússon bóndi í Kambakoti og barnsmóðir hans Ólöf Eyvindsdóttir vinnukona á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Börn þeirra: e) Sigurbjörg, f. 4. apríl 1824, f) Eyjólfur, f. 30. sept. 1825. Barnsmóðir: Halldóra Vigfúsdóttir, f. 29. sept. 1793 á Þröm á Langholti, d. 1. júní 1870 á Kirkjubæ í Norðurárdal. Hún var húskona á Þangskála á Skaga 1852-1853, á Gauksstöðum á Skaga 1853-1855, á Fossi á Skaga 1855-1856, á Þorbjargarstöðum í Laxárdal ytri 1856-1857 og í Álfhóli á Skagaströnd 1860-1861. Foreldrar: Vigfús Erlendsson bóndi á Þröm og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Barn þeirra: g) stúlka, f. 13. júlí 1829. - Sjá um hana fyrr í þættinum. - Barnsmóðir: Guðríður Ingjaldsdóttir, f. 8. apríl 1802 í Króki í Grafningi, d. 20. apríl 1870 í Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd. Hún var húsfreyja í Hvassahraunskoti á Vatnsleysuströnd 1835-1862. Foreldrar: Ingjaldur Sigurðsson bóndi í Króki og seinni kona hans Borghildur Guðbrandsdóttir. Barn þeirra: h) Kristján, f. 11. apríl 1832. Barnsmóðir: Gunnhildur Vigfúsdóttir, f. 12. ágúst 1797 í Norður-Gröf á Kjalarnesi, d. 18. febr. 1868 á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd. Hún var vinnukona í Álfsnesi á Kjalarnesi 1837-1850 og á Ferstiklu 1850-1860. Foreldrar: Vigfús Halldórsson bóndi á Suður-Reykjum í Mosfellssveit og kona hans Valgerður Ívarsdóttir. Barn þeirra: i) Pétur, f. 18. júlí 1833. Barnsmóðir: Þórey Oddsdóttir, f. 26. jan. 1798 á Hrafnkelsstöðum í Garði, d. 26. jan. 1858 í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Hún var vinnukona í Hrólfsskála 1841 til æviloka. Foreldrar: Oddur Guðmundsson bóndi í Þúfukoti í Kjós og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir. Barn þeirra: j) Eyjólfur, f. 15. júlí 1835. Barnsmóðir: Valgerður Erlendsdóttir, f. 15. maí 1798 á Minna-Mosfelli í Mosfellssveit, d. 16. ágúst 1852 í Þerney á Kollafirði. Hún var vinnukona í Leirvogstungu í Mosfellssveit 1845-1847, í Laxnesi í Mosfellssveit 1847-1848 og í Þerney 1848 til æviloka. Foreldrar: Erlendur Bjarnason bóndi á Minna-Mosfelli og kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir. Barn þeirra: k) Sigríður, f. 11. ágúst 1841. Barnsmóðir: Guðrún Gísladóttir, f. 2. apríl 1821 í Villinganesi í Tungusveit, d. 21. júní 1866 í Gilhagaseli á Gilhagadal. (Skiptab. Skag. 7. mars 1867). Hún var vinnukona á Grófargili á Langholti 1852-1853, í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit 1853-1855, í Hvammkoti í Tungusveit 1855-1856, á Írafelli í Svartárdal 1856-1863 og í Gilhagaseli 1863 til æviloka. Foreldrar: Gísli Jónsson bóndi á Hrauni í Tungusveit og kona hans Sigríður Ólafsdóttir. Barn þeirra: l) Eyjólfur Helgi, f. 24. febr. 1853. Seinni kona, g. 14. júní 1853, Málhildur Gísladóttir, f. 4. ágúst 1801 í Lambhúsum á Kjalarnesi, d. 30. júlí 1882 á Möðruvöllum í Kjós. Hún var húsfreyja í Þverárkoti 1826-1846, en vinnukona í Lykkju á Kjalarnesi 1847-1848 og í Þverárdal 1848-1849. Foreldrar: Gísli Vilhjálmsson vinnumaður í Ártúni á Kjalarnesi og kona hans Guðrún Magnúsdóttir.

3aSigurlaug Eyjólfsdóttir, f. 21. nóv. 1819 á Gili, d. 10. febr. 1892 á Undirfelli í Vatnsdal. (Skiptab. Hún. 1. mars 1892). Bústýra á Skeggsstöðum 1839-1840. Húsfreyja á Skeggsstöðum 1840-1851, á Víðimýri í Seyluhreppi 1851-1860 og á Mælifellsá á Efribyggð 1860-1885. Maður, g. 23. apríl 1840, Einar Hannesson, f. 1803 í Skyttudal á Laxárdal fremri, d. 3. júlí 1891 á Undirfelli. (Skiptab. Hún. 12. okt. 1891). Hann var bóndi á Brún í Svartárdal 1834-1837 og á Skeggsstöðum 1837-1851. Foreldrar: Hannes Hannesson bóndi á Ásum á Bakásum og kona hans Björg Jónsdóttir.

3bJónas Eyjólfsson, f. 24. júlí 1821 á Gili, d. 19. apríl 1859 á Fjósum í Svartárdal. (Skiptab. Hún. 21. des. 1861). Vinnumaður á Fjósum 1853-1858. Bóndi á Fjósum 1858 til æviloka. Kona, g. 14. júní 1853, Dýrborg Árnadóttir, f. 22. nóv. 1835 í Vatnshlíð á Skörðum, d. 1. mars 1863 á Gili. (Skiptab. Hún. 29. des. 1864). Hún bjó ekkja á Fjósum 1859-1861 og á Gili 1861 til æviloka. Foreldrar: Árni Þorbergsson bóndi á Fjósum og kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir.

3cBjörg Eyjólfsdóttir, f. 1822 á Gili, d. 17. nóv. 1822 á Gunnsteinsstöðum í Langadal.

3dJóhannes Eyjólfsson, f. 17. okt. 1823 á Gili, d. 13. nóv. 1902 í Blöndudalshólum í Blöndudal. Bóndi í Brekku í Þingi 1859-1888 og í Brekkukoti í Þingi 1888-1892. Kona, g. 7. okt. 1852, Sigurlaug Eiríksdóttir, f. 2. sept. 1830 á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri, d. 22. febr. 1921 á Torfastöðum í Biskupstungum. Foreldrar: Eiríkur Jónsson bóndi á Stóru-Giljá í Þingi og kona hans Guðrún Jónsdóttir.

3eSigurbjörg Eyjólfsdóttir, f. 4. apríl 1824 á Gili, d. 25. des. 1894 í Brandon í Manitoba. (Lögberg 16. jan. 1895). Húsfreyja á Hrafnagili í Laxárdal ytri 1849-1850. Húskona á Fjalli í Sæmundarhlíð 1850-1851. Húsfreyja á Reykjum í Tungusveit 1851-1852 og í Syðra-Vallholti í Vallhólmi 1852-1853. Húskona í Brekku hjá Víðimýri 1853-1854. Húsfreyja í Álftagerði hjá Víðimýri 1854-1859 og í Selhaga á Skörðum 1859-1862. Húskona í Húsey í Vallhólmi 1862-1863. Húsfreyja í Húsey 1863-1864, í Sólheimum í Sæmundarhlíð 1864-1870 og í Elivogum á Langholti 1870-1875. Húskona í Elivogum 1875-1876, á Litlu-Seylu á Langholti 1876-1877, á Ytri-Ey á Skagaströnd 1878-1880, á Neðra-Skúfi í Norðurárdal 1880-1881 og á Sauðárkróki 1881-1893. Maður, g. 3. nóv. 1848, Gunnlaugur Guðmundsson, f. 1817 í Vatnshlíð á Skörðum, d. 13. júní 1876 í Elivogum. Foreldrar: Guðmundur Magnússon bóndi í Vatnshlíð og fyrri kona hans Helga Oddsdóttir.

3fEyjólfur Jónasson, f. 30. sept. 1825 í Selhaga, d. 24. mars 1892 í Kálfárdal á Skörðum. Bóndi á Ytra-Þverfelli á Skörðum 1853-1863 og í Kálfárdal 1863-1891. Kona, g. 14. júní 1853, Sigþrúður Jónsdóttir, f. 29. okt. 1829 í Kolgröf á Efribyggð, d. 16. mars 1907 á Krithóli á Neðribyggð. Foreldrar: Jón Ólafsson bóndi í Kálfárdal og kona hans Oddný Árnadóttir.

3hKristján Eyjólfsson, f. 11. apríl 1832 í Lambhaga í Mosfellssveit, d. 21. okt. 1832 í Lambhaga.

3iPétur Eyjólfsson, f. 18. júlí 1833 á Mosfelli í Mosfellssveit, dr. 21. mars 1859 á Faxaflóa. Vinnumaður á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd 1854-1855 og í Reykjavík 1855-1856.

3jEyjólfur Eyjólfsson, f. 15. júlí 1835 á Korpúlfsstöðum, dr. 14. des. 1867 í Blöndu í Húnavatnssýslu. Húsmaður í Brekku í Þingi 1858-1859. Vinnumaður í Brekku 1859-1861. Ráðsmaður á Blálandi í Hallárdal 1861-1862. Bóndi á Blálandi 1861-1862. Kona, g. 2. nóv. 1862, Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 25. jan. 1820 á Kjalarlandi á Skagaströnd, d. 1. jan. 1883 í Stóradal í Svínavatnshreppi. Hún var húsfreyja á Blálandi 1840-1863, en húskona á Hafursstöðum á Skagaströnd 1864-1865. Foreldrar: Guðmundur Pétursson bóndi á Kjalarlandi og kona hans Þorgerður Hallsdóttir.

3kSigríður Eyjólfsdóttir, f. 11. ágúst 1841 í Kollafirði, d. 14. jan. 1914 í Hrísdal í Miklaholtshreppi. Vinnukona í Brekku í Þingi 1863-1869. Húskona á Litlu-Giljá í Þingi 1869-1870. Vinnukona í Presthúsum á Kjalarnesi 1870-1872 og á Vallá á Kjalarnesi 1872-1876. Húskona á Jörfa á Kjalarnesi 1876-1880. Vinnukona í Ártúni á Kjalarnesi 1880-1881. Húskona á Mosfelli í Mosfellssveit 1881-1882. Húsfreyja í Laxnesi í Mosfellssveit 1883-1884, í Lambhaga í Mosfellssveit 1884-1889, á Eyvindarstöðum á Álftanesi 1889-1891, í Akrakoti á Álftanesi 1891-1897 og í Hrísdal 1897 til æviloka. Sambýlismaður: Jóhann Ármannsson, f. 27. febr. 1837 í Brekkukoti í Þingi, d. 1909 í Sólheimum í Svínavatnshreppi. Hann var vinnumaður í Brekku 1866-1869 og á Litlu-Giljá 1869-1870, en húsmaður á Hjaltabakka á Ásum 1870-1871. Foreldrar: Ármann Jónsson bóndi í Brekkukoti og seinni kona hans Ósk Sveinsdóttir. Maður, g. 25. nóv. 1881, Oddur Ásmundsson, f. 27. júlí 1856 á Vallá, d. 13. júlí 1934 í Hrísdal. Hann var bóndi í Hrísdal 1897 til æviloka. Foreldrar: Ásmundur Þórhallason bóndi á Vallá og seinni kona hans Svanborg Oddsdóttir.

3lEyjólfur Helgi Guðrúnarson, f. 24. febr. 1853 á Grófargili, d. 6. apríl 1857 í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit.

2dSigurlaug Jónasdóttir, f. 1795 á Gili, d. 18. jan. 1880 í Höfnum á Skaga. Húskona í Köldukinn á Ásum 1822-1823, á Breiðavaði í Langadal 1823-1824 og á Hnjúkum á Ásum 1826-1827. Bústýra í Engihlíð í Langadal 1827-1828. Húskona á Efra-Skúfi í Norðurárdal 1828-1830. Húsfreyja á Efra-Skúfi 1830-1831 og á Neðra-Skúfi í Norðurárdal 1831-1832. Húskona á Ytri-Ey á Skagaströnd 1832-1834. Bústýra á Ytri-Ey 1834-1835. Húsfreyja á Ytri-Ey 1835-1840 og í Höfnum 1840-1864. Barnsfaðir: Ísleifur Jóhannesson, f. 9. ágúst 1787 á Syðra-Hóli á Skagaströnd, d. 13. ágúst 1829 í Kaupmannahöfn. Hann var vinnumaður á Torfalæk á Ásum 1811-1813 og á Breiðavaði 1818-1819, en fangi á Gunnsteinsstöðum í Langadal 1823-1824 og í Kaupmannahöfn 1824 til æviloka. Foreldrar: Jóhannes Jónsson bóndi á Breiðavaði og kona hans Guðrún Árnadóttir. Börn þeirra. a) Jónas, f. 31. júlí 1820, b) barn, f. nál. 1825. Barnsfaðir: Jóhann Jónsson, f. 16. jan. 1798 á Fremri-Fitjum í Miðfirði, d. 7. júlí 1865 á Þorbrandsstöðum í Langadal. (Skiptab. Hún. 28. júní 1866). Hann var bóndi á Holtastöðum í Langadal 1823-1826, í Vatnahverfi í Refasveit 1826-1827, í Engihlíð 1827-1828, á Holtastöðum 1828-1846, á Gunnfríðarstöðum á Bakásum 1846-1847, í Kúskerpi í Refasveit 1847-1848, á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1848-1849, í Engihlíð 1849-1853 og í Eyjarkoti á Skagaströnd 1853-1856, en húsmaður í Höskuldsstaðaseli á Sléttárdal 1857-1858 og á Stóru-Mörk á Laxárdal fremri 1858-1859. Foreldrar: Jón Arngrímsson bóndi í Höfðakoti í Eyrarsveit og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Barn þeirra: c) Jóhann Frímann, f. 18. mars 1828. Maður, g. 25. júlí 1835, Sigurður Árnason, f. 3. des. 1798 á Geitaskarði í Langadal, d. 27. apríl 1879 í Höfnum. Hann var bóndi á Neðra-Skúfi 1825-1826, á Efra-Skúfi 1826-1831 og á Ytri-Ey 1831-1840. Foreldrar: Árni Magnússon bóndi í Eyjarkoti á Skagaströnd og sambýliskona hans Ingibjörg Árnadóttir. Börn þeirra: d) Árni, f. 7. mars 1835, e) Elísabet, f. 27. júní 1836, f) Björn, f. 18. ágúst 1837, g) Björn, f. 9. febr. 1840.

3aJónas Ísleifsson, f. 31. júlí 1820 á Gili í Svartárdal, d. 17. febr. 1886 í Strjúgsseli á Laxárdal fremri. Vinnumaður í Saurbæ í Saurbæjarhreppi 1862-1864. Húsmaður í Miðgerði í Saurbæjarhreppi 1864-1865. Vinnumaður í Syðri-Mjóadal á Laxárdal fremri 1865-1866. Húsmaður á Skottastöðum í Svartárdal 1866-1867, í Syðra-Tungukoti í Blöndudal 1867-1868, í Mjóadal 1869-1870 og 1871-1872 og í Gautsdal á Laxárdal fremri 1874-1875. Vinnumaður á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 1875-1876. Húsmaður í Hvammi í Svartárdal 1876-1877, á Skottastöðum 1877-1878, í Gilhagaseli á Gilhagadal 1878-1883, í Víðimýrarseli hjá Víðimýri 1883-1885 og í Strjúgsseli 1885 til æviloka. Kona, g. 26. sept. 1863, Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 9. okt. 1834 í Hólakoti í Saurbæjarhreppi, d. 12. mars 1907 á Háeyri á Sauðárkróki. Hún var vinnukona á Auðólfsstöðum í Langadal 1865-1866, en húskona á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri 1870-1871, í Gautsdal 1873-1875 og í Hvammi 1875-1877. Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson bóndi í Hólakoti og seinni kona hans Guðný Friðfinnsdóttir.

3bÍsleifsbarn, f. nál. 1825, dó ungt. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 4761).

3cJóhann Frímann Jóhannsson, f. 18. mars 1828 í Engihlíð, dr. 18. júlí 1850 í Hafralónsá í Þistilfirði. Vinnumaður í Þverárdal á Laxárdal fremri 1845-1846, í Skyttudal á Laxárdal fremri 1848-1849 og í Engihlíð 1849-1850.

3dÁrni Sigurðsson, f. 7. mars 1835 á Ytri-Ey, d. 17. júlí 1886 í Höfnum á Skaga. (Skiptab. Hún. 2. apríl og 27. ágúst 1887). Bóndi í Eyjarkoti á Skagaströnd 1857-1858 og í Höfnum 1858 til æviloka. Fyrri kona, g. 20. okt. 1856, Margrét Guðmundsdóttir, f. 3. maí 1832 í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi, d. 15. júlí 1878 í Höfnum. (Skiptab. Hún. 5. ágúst 1879). Foreldrar: Guðmundur Árnason bóndi í Skyttudal á Laxárdal fremri og kona hans Björg Jónasdóttir. Seinni kona, g. 31. júlí 1879, Jóninna Þórey Jónsdóttir, f. 14. okt. 1852 á Víðivöllum í Fnjóskadal, d. 14. apríl 1938 í Stykkishólmi. Hún bjó ekkja í Höfnum 1886-1920. Foreldrar: Jón Sigfússon bóndi á Espihóli í Hrafnagilshreppi og kona hans Steinvör Jónsdóttir.

3eElísabet Sigurðardóttir, f. 27. júní 1836 á Ytri-Ey, d. 2. apríl 1913 á Jaðri í Höfðakaupstað. Húsfreyja á Hólanesi í Höfðakaupstað 1862-1868, á Ytri-Ey á Skagaströnd 1868-1883 og á Syðri-Ey á Skagaströnd 1883-1890. Vinnukona á Hólum í Hjaltadal 1890-1892. Húskona á Hólum 1892-1893 og á Vindhæli á Skagaströnd 1893-1894. Fyrri maður, g. 16. sept. 1862, Jens Anders Knudsen, f. 27. febr. 1812 í Reykjavík, d. 28. febr. 1872 á Ytri-Ey. (Skiptab. Hún. 26. júlí 1872 og 9. ágúst 1873). Hann var verslunarstjóri á Hólanesi 1851-1868. Foreldrar: Lauritz Michael Knudsen kaupmaður í Reykjavík og kona hans Margrethe Andrea Hölter. Seinni maður, g. 17. ágúst 1878, Gunnlaugur Einar Gunnlaugsson, f. 26. sept. 1849 á Hrafnagili í Laxárdal ytri, d. 13. nóv. 1904 í Brandon í Manitoba. (Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1905, bls. 116). Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi í Elivogum á Langholti og kona hans Sigurbjörg Eyjólfsdóttir.

3fBjörn Sigurðsson, f. 18. ágúst 1837 á Ytri-Ey, d. 18. des. 1837 á Ytri-Ey.

3gBjörn Sigurðsson, f. 9. febr. 1840 á Ytri-Ey, d. 24. júlí 1868 á Tjörn á Skagaströnd. (Skiptab. Hún. 20. des. 1869). Bóndi á Tjörn 1864 til æviloka. Kona, g. 27. jan. 1864, Elín Jónsdóttir, f. 7. nóv. 1833 á Eyrarbakka, d. 20. júní 1902 í Prestshúsi á Sauðárkróki. Hún var húsfreyja á Tjörn 1864-1869, á Syðri-Ey á Skagaströnd 1871-1874, á Neðra-Skúfi í Norðurárdal 1874-1882 og 1884-1887. Foreldrar: Jón Þorsteinsson bóndi í Eyfakoti á Eyrarbakka og kona hans Solveig Sigurðardóttir.

2eIngibjörg Jónasdóttir, f. 26. júní 1797 á Gili, d. 1797 á Syðra-Hóli á Skagaströnd.

2fEinar Jónasson, f. um 1798 á Gili, d. 18. febr. 1835 í Reykjavík. Kaupmaður í Reykjavík. Kona, g. 3. okt. 1824, Margrét Höskuldsdóttir, f. 1799 (sk. 23. nóv. 1799) á Setbergi við Hafnarfjörð, d. 23. des. 1863 í Reykjavík. Hún var húsfreyja í Reykjavík 1824-1839, í Kollafirði á Kjalarnesi 1839-1843 og í Reykjavík 1843 til æviloka. Foreldrar: Höskuldur Pétursson bóndi á Bústöðum í Seltjarnarneshreppi og kona hans Arnheiður Stefánsdóttir. Börn þeirra: a) Katrín Elísabet, f. 29. ágúst 1825, b) Jónas Hendrik, f. 4. okt. 1829, c) Guðmundur, f. 28. apríl 1831, d) Pétur, f. 7. maí 1832, e) Ingibjörg, f. 2. júlí 1833, f) Arnheiður, f. 25. júlí 1835.

3aKatrín Elísabet Einarsdóttir, f. 29. ágúst 1825 í Reykjavík, d. 23. nóv. 1897 að Vesturgötu 45 í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík. Maður, g. 21. mars 1863, Ludvig Arne Knudsen, f. 14. apríl 1822 í Reykjavík, d. 18. jan. 1896 að Vesturgötu 45. Foreldrar: Lauritz Michael Knudsen kaupmaður í Reykjavík og kona hans Margrethe Andrea Hölter.

3bJónas Hendrik Jónassen, f. 4. okt. 1829 í Reykjavík, d. 8. ágúst 1872 í Reykjavík. Verslunarstjóri í Reykjavík. Kona, g. 12. nóv. 1853, Kristjana Zoega, f. 6. maí 1828 í Reykjavík, d. 22. nóv. 1890 að Kirkjustræti 8 í Reykjavík. Foreldrar: Jóhannes Zoega glerskeri í Reykjavík og kona hans Ingigerður Ingimundardóttir.

3cGuðmundur Einarsson, f. 28. apríl 1831 í Reykjavík, d. 11. okt. 1870 í Geirsbæ í Reykjavík. Bóndi í Kálfárdal á Skörðum 1856-1860. Húsmaður á Botnastöðum í Svartárdal 1860-1861. Bóndi á Botnastöðum 1861-1864. Kona, g. 31. okt. 1855, Ingibjörg Guðrún Klemensdóttir, f. 24. sept. 1833 í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi, á lífi í Vesturheimi 1887. (Skiptab. Hún. 19. des. 1887). Hún var húskona í Bólstaðarhlíð 1871-1875. Foreldrar: Klemens Klemensson bóndi í Bólstaðarhlíð og kona hans Ingibjörg Þorleifsdóttir.

3dPétur Einarsson, f. 7. maí 1832 í Reykjavík, d. 16. apríl 1925 að Amtmannsstíg 5 í Reykjavík. Bóndi í Auðsholti í Biskupstungum 1860-1864, í Árhrauni á Skeiðum 1864-1870, á Felli í Biskupstungum 1870-1888, í Þingvallabyggð í Saskatchewan 1888-1894, við Sandy Bay í Manitoba 1894-1897 og við Westbourne í Manitoba 1897-1900. Fyrri kona, g. 1860, Helga Eyjólfsdóttir, f. 1. nóv. 1828 á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum, d. 17. júlí 1861 í Auðsholti. Foreldrar: Eyjólfur Guðmundsson bóndi í Auðsholti og kona hans Sigríður Ólafsdóttir. Seinni kona, g. 4. júní 1862, Halla Magnúsdóttir, f. 26. okt. 1833 á Felli, d. 19. okt. 1903 í Winnipeg í Manitoba. (Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1904, bls. 122; Lögberg 22. okt. og 5. nóv. 1903). Foreldrar: Magnús Jónsson kaupmaður í Bráðræði í Reykjavík og kona hans Guðrún Jónsdóttir.

3eIngibjörg Einarsdóttir, f. 2. júlí 1833 í Reykjavík, d. 14. nóv. 1917 að Skólastræti 5 í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík. Maður, g. 18. jan. 1870, Vigfús Guðnason, f. 18. mars 1834 á Ingunnarstöðum í Brynjudal, d. 11. maí 1917 að Skólastræti 5. Foreldrar: Guðni Jónsson bóndi í Hvammi í Kjós og kona hans Sigríður Gísladóttir.

3fArnheiður Einarsdóttir, f. 25. júlí 1835 í Reykjavík, d. 1. ágúst 1835 í Reykjavík.

1oEyjólfur Jónsson, f. 1761 á Skeggsstöðum, d. 16. febr. 1843 á Barkarstöðum í Svartárdal. (Skiptab. Hún. 26. febr. 1844). Búlaus í Þverárdal á Laxárdal fremri 1791-1792. Vinnumaður í Þverárdal 1800-1803. Ráðsmaður á Eiríksstöðum í Svartárdal 1810-1837 og á Barkarstöðum 1837-1840. Húsmaður á Barkarstöðum 1840 til æviloka. Barnsmóðir: Sigurlaug Björnsdóttir, f. um 1766 á Geitaskarði í Langadal, d. 23. okt. 1839 á Flugumýri í Blönduhlíð. Hún var húskona á Barkarstöðum 1800-1801, en bjó á Barkarstöðum 1805-1829 og 1831-1832. Foreldrar: Björn Ólafsson bóndi á Bergsstöðum í Svartárdal og kona hans Ingiríður Jónsdóttir. Barn þeirra: a) Guðmundur, f. um 1790.

2aGuðmundur Eyjólfsson, f. um 1790 á Bergsstöðum í Svartárdal, d. 21. júlí 1843 í Valadal á Skörðum. (Skiptab. Skag. 17. júní 1844). Ráðsmaður á Barkarstöðum í Svartárdal 1816-1818. Bóndi á Barkarstöðum 1821-1837, á Flugumýri í Blönduhlíð 1837-1840 og í Valadal 1840 til æviloka. Kona, g. 4. júní 1816, Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 16. mars 1790 í Valadal, d. 15. júní 1869 í Litluhlíð í Vesturdal. Hún var húsfreyja í Valadal 1840-1851 og í Stafni í Svartárdal 1851-1859. Foreldrar: Ólafur Andrésson bóndi í Valadal og miðkona hans Björg Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Ólafur, f. 30. sept. 1817, b) Guðmundur, f. 27. sept. 1818, c) Eyjólfur, f. 1. nóv. 1819, d) Magnús, f. 25. júní 1821, e) Andrés, f. 4. sept. 1822, f) Sigurlaug, f. 5. júlí 1824, g) Guðrún, f. 31. júlí 1827, h) Björn, f. 10. maí 1830, i) Sigurlaug, f. 27. mars 1832. - Sjá um þau fyrr í þættinum. - Barnsmóðir: Helga Þórðardóttir, f. um 1793 í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi, d. 18. júní 1856 í Steinárgerði í Svartárdal. (Skiptab. Hún. 29. apríl 1858). Hún var vinnukona í Álftagerði hjá Víðimýri 1814-1830, á Barkarstöðum 1830-1834 og á Eiðsstöðum í Blöndudal 1834-1836, en húsfreyja á Steiná í Svartárdal 1836-1839 og í Steinárgerði 1839 til æviloka. Foreldrar: Þórður Jónsson bóndi á Kúfustöðum í Svartárdal og kona hans Hólmfríður Bjarnadóttir. Barn þeirra: j) Jón, f. 21. mars 1833.

3jJón Guðmundsson, f. 21. mars 1833 á Barkarstöðum, d. 20. okt. 1835 á Eiðsstöðum.

1pEinar Jónsson, f. 1766 á Skeggsstöðum, d. 31. des. 1853 á Gili í Svartárdal. Bóndi í Þverárdal á Laxárdal fremri 1791-1837 og á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum 1837-1851. Fyrri kona, g. 1790, Valgerður Jónsdóttir, f. um 1763 í Saurbæ í Vatnsdal, d. 20. júlí 1834 í Þverárdal. (Skiptab. Hún. 1. maí 1835). Hún var vinnukona í Höfnum á Skaga 1784-1787. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi í Saurbæ og seinni kona hans Valgerður Sigurðardóttir. Börn þeirra: a) Björg, f. um 1793, b) Guðmundur, f. 1796, c) Eyjólfur, f. um 1797, d) Jónas, f. 8. mars 1801. Seinni kona, g. 10. okt. 1837, Halldóra Jónsdóttir, f. um 1784 í Fagranessókn í Skagafjarðarsýslu, d. 5. júní 1851 á Stóra-Vatnsskarði. Hún var vinnukona á Hryggjum á Staðarfjöllum 1819-1820, en húsfreyja á Stóra-Vatnsskarði 1821 til æviloka. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi í Tungu í Gönguskörðum og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir.

2aBjörg Einarsdóttir, f. um 1793 í Þverárdal, d. 8. ágúst 1822 á Gili í Svartárdal. (Skiptab. Hún. 27. maí 1823). Húsfreyja á Gili 1819 til æviloka. Maður, g. 25. sept. 1819, Eyjólfur Jónasson, f. 9. sept. 1794 á Ytri-Ey á Skagaströnd, d. 12. okt. 1859 á Syðra-Þverfelli á Skörðum. (Skiptab. Hún. 21. des. 1861). Hann var bóndi á Gili 1819-1825, á Fjósum í Svartárdal 1825-1827, í Selhaga á Skörðum 1827-1829, á Ytra-Þverfelli á Skörðum 1849-1853 og á Syðra-Þverfelli 1853 til æviloka. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi á Gili og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Sigurlaug, f. 21. nóv. 1819, b) Jónas, f. 24. júlí 1821, c) Björg, f. 1822. - Sjá um þau fyrr í þættinum.

2bGuðmundur Einarsson, f. 1796 í Þverárdal, d. 9. júní 1863 á Gili í Svartárdal. Bóndi í Þverárdal 1819-1822, á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1822-1824 og í Þverárdal 1824-1861. Húsmaður í Þverárdal 1861-1862. Kona, g. 25. sept. 1819, Margrét Jónasdóttir, f. 15. júní 1792 á Ytri-Ey á Skagaströnd, d. 11. júní 1862 í Þverárdal. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi á Gili og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Jónas, f. 1. ágúst 1820, b) Ingibjörg, f. 7. ágúst 1821, c) Einar, f. 25. jan. 1830, d) Valgerður, f. 4. ágúst 1831. - Sjá um þau fyrr í þættinum. - Barnsmóðir: Ósk Pétursdóttir, f. 17. okt. 1820 á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, d. 10. maí 1882 á Miðgili í Langadal. Hún var bústýra á Miðgili 1863 til æviloka. Foreldrar: Pétur Arngrímsson bóndi á Geirmundarstöðum og kona hans Björg Árnadóttir. Barn þeirra: e) Einar, f. 4. mars 1854.

3eEinar Guðmundsson, f. 4. mars 1854 í Þverárdal, d. 18. febr. 1936 á Síðu í Refasveit. Húsmaður á Blönduósi 1883-1886, á Læk í Höfðakaupstað 1886-1887, á Þingeyrum í Þingi 1887-1889 og á Hnjúkum á Ásum 1889-1891. Bóndi á Ystagili í Langadal 1891-1896 og á Síðu 1896 til æviloka. Kona, g. 23. okt. 1883, Sigurlaug Þorbjörg Björnsdóttir, f. 28. sept. 1858 á Undirfelli í Vatnsdal, d. 12. febr. 1932 á Síðu. Foreldrar: Björn Helgason bóndi á Jörfa í Víðidal og kona hans Elísabet Erlendsdóttir.

2cEyjólfur Einarsson, f. um 1797 í Þverárdal, d. 13. maí 1817 í Bólstaðarhlíðarsókn í Húnavatnssýslu. Vinnumaður í Þverárdal.

2dJónas Einarsson, f. 8. mars 1801 í Þverárdal, d. 8. des. 1859 á Gili í Svartárdal. Bóndi í Þverárdal 1822-1824, á Stóru-Mörk á Laxárdal fremri 1824-1831 og á Gili 1831-1856. Húsmaður á Gili 1856 til æviloka. Kona, g. 10. okt. 1822, Guðrún Illugadóttir, f. um 1800 á Eyvindarstöðum í Blöndudal, d. 14. nóv. 1855 á Gili. Foreldrar: Illugi Gíslason bóndi í Holti í Svínadal og kona hans Þuríður Ásmundsdóttir. Börn þeirra: a) Illugi, f. 30. ágúst 1825, b) Sigríður, f. 26. okt. 1829, c) Björg, f. 18. ágúst 1831, d) Einar, f. 28. jan. 1833. Barnsmóðir: Dagbjört Kráksdóttir, f. 28. ágúst 1838 á Steiná í Svartárdal, d. 31. maí 1895 á Brandsstöðum í Blöndudal. Hún var bústýra í Steinárgerði í Svartárdal 1873-1886. Foreldrar: Krákur Jónsson bóndi í Steinárgerði og kona hans Helga Þórðardóttir. Barn þeirra: e) Guðrún, f. 27. ágúst 1859.

3aIllugi Jónasson, f. 30. ágúst 1825 á Stóru-Mörk, d. 11. júlí 1900 í Eiríksstaðakoti í Svartárdal. Bóndi á Steiná í Svartárdal 1854-1856, á Gili í Svartárdal 1856-1860, í Hvammi í Svartárdal 1860-1863 og á Botnastöðum í Svartárdal 1863-1872. Húsmaður í Finnstungu í Blöndudal 1872-1873. Bóndi í Skyttudal á Laxárdal fremri 1873-1879. Húsmaður á Skeggsstöðum 1879-1883. Bóndi í Sellandi í Blöndudal 1883-1886. Kona, g. 14. júní 1853, Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 13. okt. 1825 á Auðólfsstöðum í Langadal, d. 28. nóv. 1885 í Sellandi. Foreldrar: Ólafur Björnsson bóndi á Auðólfsstöðum og kona hans Margrét Snæbjörnsdóttir.

3bSigríður Jónasdóttir, f. 26. okt. 1829 á Stóru-Mörk, d. 5. jan. 1893 á Sauðanesi á Langanesi. Húskona í Gröf í Skilmannahreppi 1856-1857. Húsfreyja í Reykjavík 1857-1866. Bústýra á Gili í Svartárdal 1866-1868. Húskona á Gili 1868-1871 og á Botnastöðum í Svartárdal 1871-1872. Vinnukona á Skeggsstöðum 1875-1876 og á Hjaltabakka á Ásum 1876-1880. Húskona í Skyttudal á Laxárdal fremri 1880-1881. Maður, g. 13. sept. 1856, Gísli Ólafsson, f. 20. des. 1828 á Auðólfsstöðum í Langadal, d. 8. júlí 1865 í Melshúsum í Reykjavík. Foreldrar: Ólafur Björnsson bóndi á Auðólfsstöðum og kona hans Margrét Snæbjörnsdóttir.

3cBjörg Jónasdóttir, f. 18. ágúst 1831 á Gili, d. 21. jan. 1897 í Garðbæ á Eyrarbakka. Húsfreyja í Þverárdal á Laxárdal fremri 1853-1861, í Kálfárdal á Skörðum 1861-1863 og á Gili 1863-1864. Húskona á Gili 1864-1866. Húsfreyja á Botnastöðum í Svartárdal 1866-1867. Húskona á Botnastöðum 1867-1869. Húsfreyja á Leifsstöðum í Svartárdal 1869-1870. Húskona í Þverárdal 1870-1871, í Hvammi á Laxárdal fremri 1871-1872, í Hvammi í Svartárdal 1873-1874 og í Skyttudal á Laxárdal fremri 1874-1875. Vinnukona í Hítardal í Hraunhreppi 1875-1876 og á Staðarhrauni í Hraunhreppi 1876-1885. Maður, g. 14. júní 1853, Einar Guðmundsson, f. 25. jan. 1830 í Þverárdal, d. 3. maí 1875 í Hítardal. Foreldrar: Guðmundur Einarsson bóndi í Þverárdal og kona hans Margrét Jónasdóttir.

3dEinar Jónasson, f. 28. jan. 1833 á Gili, d. 5. nóv. 1899 á Botnastöðum í Svartárdal. Bóndi á Gili 1864-1868. Húsmaður á Botnastöðum 1868-1872, í Finnstungu í Blöndudal 1872-1874, í Ytra-Tungukoti í Blöndudal 1874-1876, í Þverárdal á Laxárdal fremri 1876-1877, í Skyttudal á Laxárdal fremri 1877-1879, í Þverárdal 1879-1880 og í Skyttudal 1880-1881.

3eGuðrún Jónasdóttir, f. 27. ágúst 1859 á Gili, d. 24. sept. 1923 í Stafni í Svartárdal. Húsfreyja í Steinárgerði í Svartárdal 1877-1879 og á Brandsstöðum í Blöndudal 1879-1900. Húskona á Brandsstöðum 1900-1901. Húsfreyja á Valabjörgum á Skörðum 1901-1902, í Steinárgerði 1902-1907 og í Stafni 1907-1920. Maður, g. 20. okt. 1877, Ólafur Jónsson, f. 16. mars 1844 í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal, d. 7. jan. 1930 á Skeggsstöðum. Foreldrar: Jón Ólafsson bóndi í Eyvindarstaðagerði og fyrri kona hans Kristín Snæbjörnsdóttir.

 

Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478591
Samtals gestir: 92247
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 20:25:06