07.04.2010 19:33

Minning um Sigurð frá Brún


Til minningar um Sigurð Jónsson frá Brún yrkir Ólafur í Forsæludal:


Glöggur auðna gestur

genginn er til náða

Þreyttum heiðin hefur

hlýlegt búið tjald.

Hlaut nú bleikur hestur

hinstu för að ráða

hans, sem einatt áður

átti á taumum vald.

Ekkert hik um áttir!

Ekkert val um leiðir!

Glymur gatan undir

gamalvönum jó -

Klár og knapi sáttir.

Kvöldið faðm sinn breiðir

Ljóðar bak við leiti

lind í grænum mó.

Blasa brekku-höllin.

Beint er áfram haldið.

Alls er numið yndi

eftir stundardvöl.

Hækkar hafa fjöllin.

Hlýlegt bíður tjaldið.

Allt að einum vinning

orðið - gleði og kvöl. Ólafur Sigfússon Forsæludal

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 133
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 478935
Samtals gestir: 92355
Tölur uppfærðar: 7.4.2020 09:41:22