20.03.2010 00:25

Merkurætt

                 Guðmundur Sigurður Jóhannsson

         Húnvetnskir ættstuðlar

 

                                                Merkurætt - um ættforeldrana

Merkurætt er rakin frá hjónunum Jóni Jónssyni og Guðríði Hannesdóttur, sem bjuggu á Stóru-Mörk á Laxárdal fremri á fyrri hluta átjándu aldar. Ættatölur herma, að Jón hafi verið skagfirskur að uppruna. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 337). Fræðaþulurinn Gísli Konráðsson í Flatey á Breiðafirði getur Jóns á eftirfarandi hátt í þætti af Þorvarði presti Bárðarsyni á Bergsstöðum í Svartárdal: "Smali sá var með presti er Jón hét ... Jón smali bjó síðan að Mörk í Laxárdal og var kallaður "harði bóndi". Þótti hann ærið mislyndur en hverjum manni harðgjörvari." (Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, bls. 55).

            Jón og Guðríður áttu barn saman í lausaleik í Bergsstaðaprestakalli árið 1722 eða árið 1723, og var það fyrsta barneign beggja. (Skjalasafn Rentukammers Y-25; Dómab. Hún. 12. maí 1723). Hafa þau gengið í hjúskap mjög fljótlega eftir það. Jón keypti Stóru-Mörk fyrir lausafé af Árna Þorsteinssyni bónda í Bólstaðarhlíð, og er eignarbréf hans fyrir jörðinni dagsett 16. september 1726. (Dómab. Hún. 9. maí 1733). Hann var þingvitni á manntalsþingum að Bólstaðarhlíð 30. apríl 1739, 28. apríl 1740 og 4. maí 1746. Lausafjártíund Jóns á árunum 1733-1746 var á bilinu tólf til tuttugu hundruð.

                                                                    

                                              MERKURÆTT

Jón Jónsson, f. nál. 1700, á lífi á Stóru-Mörk á Laxárdal fremri 1746. (Dómab. Hún. 4. maí 1746). Smali á Bergsstöðum í Svartárdal. Bóndi á Stóru-Mörk 1733-1746. Kona, ls. 1722 eða 1723, Guðríður Hannesdóttir, f. um 1699. Faðir: Hannes Ásgrímsson bóndi á Löngumýri í Vallhólmi. Börn þeirra: a) Guðmundur, f. um 1722, b) Hannes, f. um 1724, c) Sveinn, f. um 1724, d) Ingibjörg, f. um 1727, e) Ingiríður, f. um 1728, f) Vilborg, f. um 1728, g) Halldóra, f. um 1733, h) Jón, f. um 1735, i) Helgi, f. um 1739, j) Þórunn, f. um 1740, k) Sigurður, f. um 1742, l) Jón, m) Jósef.

1a*Guðmundur Jónsson, f. um 1722, á lífi á Stóru-Mörk 1762. Bóndi á Stóru-Mörk 1751-1753. Húsmaður á Stóru-Mörk 1762. Kona: Ingunn Jónsdóttir, f. um 1699, á lífi á Stóru-Mörk 1762.

1bHannes Jónsson, f. um 1724, d. 27. maí 1800 á Merkigili í Austurdal. Hann gæti verið sá sem bjó í Vík í Staðarhreppi 1749-1750. Bóndi á Sneis á Laxárdal fremri 1751-1752. Búlaus í Engihlíðarhreppi í Húnavatnssýslu 1752-1753. Bóndi á Stóru-Mörk 1753-1759, í Sauðanesi á Ásum 1762-1763, í Engihlíð í Langadal 1773-1774 og í Holti á Ásum 1774-1794. Fyrri kona: Steinunn Árnadóttir, f. um 1733, á lífi í Sauðanesi 1762. Faðir: Árni Einarsson bóndi á Móbergi í Langadal. - 1762 voru hjá þeim einn drengur 3 ára og ein stúlka 1 árs. - Börn þeirra: a) Jón, f. um 1750, b) Anna, f. um 1755, c) Elín, f. um 1756, d) Guðríður, f. um 1761, e) Sigríður, f. um 1763. Seinni kona: Þuríður Bjarnadóttir, f. 1722 eða 1723 í Auðkúluprestakalli í Húnavatnssýslu, á lífi í Holti 1794. Foreldrar: Bjarni Jónsson bóndi á Hrafnabjörgum í Svínadal og barnsmóðir hans Þórdís Oddsdóttir vinnukona í Auðkúluprestakalli. Börn þeirra: f) Málfríður, f. um 1766, g) Hannes, f. um 1770, h) barn, i) barn, j) barn. Barnsmóðir: Ingibjörg Jónsdóttir, f. um 1760 á Stóru-Giljá í Þingi, d. 8. jan. 1843 í Þorgeirsstaðahlíð í Miðdölum. Hún var bústýra á Steinsstöðum í Tungusveit 1800-1801, en húskona á Hamri á Bakásum 1816-1817, í Sólheimum í Svínavatnshreppi 1823-1824 og á Smyrlabergi á Ásum 1824-1825. Barn þeirra: k) Elín, f. 4. mars 1794.

2aJón Hannesson, f. um 1750, d. 19. sept. 1796 á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal. (Skiptab. Hún. 6. júní 1797). Búlaus á Torfustöðum í Svartárdal 1774-1775, í Stafni í Svartárdal 1776-1777, í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi 1777-1778 og í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1778-1779. Bóndi í Vöglum í Vatnsdal 1779-1781. Búlaus á Ásum á Bakásum 1781-1782. Bóndi á Æsustöðum í Langadal 1782-1783 og á Þröm í Blöndudal 1784-1786. Vinnumaður í Þverárdal á Laxárdal fremri 1786-1787 og í Tungunesi á Bakásum 1791-1792. Bóndi á Litlu-Ásgeirsá 1793 til æviloka. Barnsmóðir: Guðrún Rafnsdóttir, f. um 1735 á Moldhaugum í Kræklingahlíð. Hún var vinnukona í Bólstaðarhlíð. Foreldrar: Rafn Gunnarsson bóndi í Bási í Hörgárdal og kona hans Guðrún Þórisdóttir. Barn þeirra: a) Þuríður, f. um 1776. Kona: Ingunn Guðmundsdóttir, f. um 1750 í Ljótshólum í Svínadal, d. 2. ágúst 1831 á Vatnshorni í Línakradal. (Skiptab. Hún. 20. maí 1831). Hún var vinnukona á Syðri-Löngumýri í Blöndudal 1788-1792, en húsfreyja á Litlu-Ásgeirsá 1793-1801, í Hrísum í Víðidal 1805-1814 og á Vatnshorni 1814 til æviloka. Foreldrar: Guðmundur Hálfdanarson bóndi á Ytri-Löngumýri í Blöndudal og fyrri kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Börn þeirra: b) Guðrún, f. um 1778, c) Steingrímur, f. um 1781, d) Soffía, f. um 1783, e) Jón, f. um 1787, f) Einar, f. 1. júní 1790, g) Ingibjörg, f. 1793.

3aÞuríður Jónsdóttir, f. um 1776, d. 5. júlí 1810 í Hvammi í Svartárdal. (Skiptab. Hún. 23. júlí 1810 og 29. júní 1811). Húsfreyja í Hvammi 1800 til æviloka. Maður: Magnús Björnsson, f. um 1767 á Geitaskarði í Langadal, d. 28. júlí 1843 í Hvammi. Hann var bóndi í Hvammi 1793 til æviloka. Foreldrar: Björn Ólafsson bóndi á Bergsstöðum í Svartárdal og barnsmóðir hans Jarþrúður Jónsdóttir húsfreyja í Köldukinn á Ásum.

3bGuðrún Jónsdóttir, f. um 1778 á Ytri-Löngumýri, d. 29. maí 1862 í Gafli í Víðidal. Fermd í Víðidalstungusókn í Húnavatnssýslu 1795. Vinnukona á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal 1800-1801. Húsfreyja í Nípukoti í Víðidal 1801-1816, á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði 1816-1817, á Skarfshóli í Miðfirði 1817-1821 og í Litlu-Tungu í Miðfirði 1822-1826. Vinnukona á Söndum í Miðfirði 1826-1828, á Kötlustöðum í Vatnsdal 1828-1830, á Tindum á Ásum 1830-1831, á Ásum á Bakásum 1831-1833, í Víðidalstungu í Víðidal 1833-1835 og á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1840-1851. Maður, g. 13. júlí 1800, Jón Þórðarson, f. 1775 (sk. 23. sept. 1775) á Fossi í Hrútafirði, d. 10. febr. 1826 í Litlutungu. (Skiptab. Hún. 21. des. 1827). Foreldrar: Þórður Þorkelsson vinnumaður í Nípukoti og barnsmóðir hans Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Ólafsvík.

3cSteingrímur Jónsson, f. um 1781 í Vöglum, á lífi á Skinþúfu í Vallhólmi 1858. Fermdur í Undirfellsprestakalli í Húnavatnssýslu 1796. Vinnumaður í Hvammi í Vatnsdal 1801. Bóndi á Bakka á Skagaströnd 1806-1811. Vinnumaður á Bakka 1813-1814. Bóndi í Kurfi á Skagaströnd 1818-1819. Vinnumaður í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi 1822-1827, á Eyvindarstöðum í Blöndudal 1827-1832, í Sólheimum í Svínavatnshreppi 1832-1838, á Bollastöðum í Blöndudal 1838-1840, á Hrafnabjörgum í Svínadal 1840-1843, í Valdarási í Víðidal 1843-1844 og á Neðri-Fitjum í Víðidal 1844-1845. Ráðsmaður á Jörfa í Víðidal 1845-1847. Vinnumaður á Breiðabólstað í Vesturhópi 1847-1849, í Vesturhópshólum í Vesturhópi 1849-1850 og á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1850-1851. Kona, g. 17. sept. 1806, Sigríður Ólafsdóttir, f. 1774 í Spákonufellssókn í Húnavatnssýslu, d. 30. júní 1843 í Hlöðuneskoti á Vatnsleysuströnd. Hún var húsfreyja á Bakka 1796-1811, en vinnukona á Hofi á Skagaströnd 1819-1820, á Æsustöðum í Langadal 1820-1824 og í Grímstungu í Vatnsdal 1824-1827. Foreldrar: Ólafur Guðmundsson bóndi á Harastöðum á Skagaströnd og barnsmóðir hans Guðríður Bjarnadóttir vinnukona á Vakursstöðum í Hallárdal.

3dSoffía Jónsdóttir, f. um 1783 á Æsustöðum, d. 11. des. 1865 í Ytra-Tungukoti í Blöndudal. Vinnukona á Stóru-Giljá í Þingi 1805-1806, á Akri í Þingi 1806-1807, í Vatnsdalshólum í Vatnsdal 1812-1813, á Hóli í Svartárdal 1816-1817, á Bergsstöðum í Svartárdal 1822-1823, á Barkarstöðum í Svartárdal 1826-1830 og í Víðidalstungu í Víðidal 1830-1832. Húskona á Kambhóli í Víðidal 1832-1833 og á Ægissíðu á Vatnsnesi 1833-1834. Vinnukona á Barkarstöðum 1834-1837, á Flugumýri í Blönduhlíð 1837-1840 og í Valadal á Skörðum 1840-1845. Barnfóstra í Valadal 1845-1851 og í Stafni í Svartárdal 1851-1858. Maður, g. 7. okt. 1830, Sigurður Þorsteinsson, f. um 1776 í Sólheimum í Sæmundarhlíð, d. 18. júlí 1834 á Ægissíðu. Hann var bóndi í Húsey í Vallhólmi 1799-1800, á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi 1800-1801, á Ytri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1801-1803, á Innstalandi á Reykjaströnd 1803-1811, á Skefilsstöðum á Skaga 1811-1821 og á Ytra-Mallandi á Skaga 1821-1825, en vinnumaður á Barkarstöðum 1828-1830. Foreldrar: Þorsteinn Oddsson bóndi á Krithóli á Neðribyggð og kona hans Guðrún Sigurðardóttir.

3eJón Jónsson, f. um 1787, d. 6. mars 1837 á Illugastöðum á Laxárdal fremri. (Skiptab. Hún. 18. maí 1838). Bóndi í Köldukinn á Ásum 1819-1820, á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri 1820-1824, á Holtastöðum í Langadal 1824-1828, á Sneis á Laxárdal fremri 1829-1831, á Stóru-Mörk 1831-1835 og á Illugastöðum 1835 til æviloka. Kona, g. 18. júní 1819, Þuríður Vormsdóttir, f. 11. nóv. 1788 í Hrauni í Öxnadal, d. 9. júní 1862 á Illugastöðum. Hún var vinnukona í Höfðakaupstað 1817-1818 og á Hjaltabakka á Ásum 1818-1819, en bjó ekkja á Illugastöðum 1837-1844. Foreldrar: Vorm Símonsson Bech bóndi á Geitaskarði í Langadal og kona hans Lilja Daníelsdóttir.

3fEinar Jónsson, f. 1. júní 1790 á Syðri-Löngumýri, d. 4. febr. 1872 á Hlaðhamri í Hrútafirði. Fermdur í Víðidalstungusókn í Húnavatnssýslu 1807. Vinnumaður á Hrappsstöðum í Laxárdal 1823-1824. Húsmaður á Efri-Torfustöðum í Miðfirði 1824-1825, í Hátúni í Kálfatjarnarhverfi á Vatnsleysuströnd 1827-1831, í Traðarkoti í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd 1831-1835, á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd 1836-1851, í Móakoti í Kálfatjarnarhverfi á Vatnsleysuströnd 1852-1854, í Norðurkoti í Þórustaðahverfi á Vatnsleysuströnd 1854-1858, á Kálfatjörn 1858-1860 og í Naustakoti í Kálfatjarnarhverfi á Vatnsleysuströnd 1860-1865. Kona, g. 23. okt. 1827, Ólöf Ólafsdóttir, f. um 1797 á Kveingrjóti í Saurbæ, d. 8. júní 1866 á Kjörseyri í Hrútafirði. Hún var vinnukona í Móakoti 1851-1852. Foreldrar: Ólafur Illugason bóndi á Kveingrjóti og kona hans Jóhanna Árnadóttir.

3gIngibjörg Jónsdóttir, f. 1793 á Litlu-Ásgeirsá.

2bAnna Hannesdóttir, f. um 1755 á Sneis, d. 18. júní 1818 á Reykjarhóli hjá Víðimýri. (Skiptab. Skag. 27. júní 1818). Húsfreyja á Nýlendi á Höfðaströnd 1788-1789, á Merkigili í Austurdal 1789-1803 og á Reykjarhóli 1803 til æviloka. Maður: Þorvaldur Sigurðsson, f. um 1747 á Stafshóli í Deildardal, d. 7. mars 1825 á Löngumýri í Vallhólmi. Hann var bóndi í Miðhúsum í Óslandshlíð 1781-1784 og á Nýlendi 1784-1789. Foreldrar: Sigurður Þorleifsson bóndi í Hvammkoti á Höfðaströnd og kona hans Solveig Sigurðardóttir. Börn þeirra: a) Hannes, f. um 1788, b) Bjarni, f. 15. júní 1790, c) Guðrún, f. 23. júlí 1791, d) Gróa, f. 18. júlí 1792, e) Björg, f. 11. maí 1794, f) Guðbjörg, f. 11. nóv. 1795, g) Jón, f. 4. nóv. 1796, h) Benedikt, f. 26. nóv. 1797.

3aHannes Þorvaldsson, f. um 1788 á Nýlendi, d. 2. júlí 1857 á Kirkjuhóli hjá Víðimýri. (Skiptab. Skag. 29. des. 1859). Bóndi á Reykjarhóli hjá Víðimýri 1814-1815 og á Halldórsstöðum á Langholti 1815-1816. Vinnumaður á Reykjarhóli 1816-1818. Bóndi á Reykjarhóli 1818-1857. Kona, g. 22. okt. 1819, Rósa Jónasdóttir, f. 1798 á Reynistað í Staðarhreppi, d. 1. mars 1859 í Brekku hjá Víðimýri. Foreldrar: Jónas Björnsson bóndi á Botnastöðum í Svartárdal og barnsmóðir hans Sigríður Grímólfsdóttir húsfreyja í Torfgarði á Langholti.

3bBjarni Þorvaldsson, f. 15. júní 1790 á Merkigili, dr. 22. mars 1814 á Faxaflóa.

3cGuðrún Þorvaldsdóttir, f. 23. júlí 1791 á Merkigili, d. 16. júlí 1863 á Skarðsá í Sæmundarhlíð. Vinnukona í Sólheimum í Sæmundarhlíð 1816-1828 og á Fjalli í Sæmundarhlíð 1829-1832. Húsfreyja á Auðnum í Sæmundarhlíð 1832-1857. Maður, g. 11. okt. 1833, Björn Árnason, f. 1810 á Stóru-Seylu á Langholti, d. 18. nóv. 1884 á Fjalli í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Árni Árnason vinnumaður á Stóru-Seylu og kona hans Málfríður Sigurðardóttir.

3dGróa Þorvaldsdóttir, f. 18. júlí 1792 á Merkigili.

3eBjörg Þorvaldsdóttir, f. 11. maí 1794 á Merkigili, d. 30. sept. 1859 á Kimbastöðum í Borgarsveit. Vinnukona á Kirkjuhóli hjá Víðimýri 1816-1818 og í Stóru-Gröf á Langholti 1818-1819. Búlaus á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi 1821-1822. Húsfreyja á Kimbastöðum 1834 til æviloka. Fyrri maður: Þorvaldur Rögnvaldsson, f. um 1765, d. 30. sept. 1834 á Kimbastöðum. Hann var bóndi á Kimbastöðum 1791 til æviloka. Foreldrar: Rögnvaldur Halldórsson bóndi á Sauðá í Borgarsveit og kona hans Margrét Jónsdóttir. Seinni maður, g. 1835 eða 1836, Jón Gíslason, f. 3. júlí 1803 á Starrastöðum á Fremribyggð, dr. 9. júlí 1860 í Héraðsvötnum í Skagafjarðarsýslu. (Skiptab. Skag. 29. nóv. 1861). Hann var bóndi á Kimbastöðum 1836-1860. Foreldrar: Gísli Oddsson prestur á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi og fyrri kona hans Agnes Bjarnadóttir.

3fGuðbjörg Þorvaldsdóttir, f. 11. nóv. 1795 á Merkigili.

3gJón Þorvaldsson, f. 4. nóv. 1796 á Merkigili, d. 13. júní 1862 á Litlu-Seylu á Langholti. Bóndi í Brekku hjá Víðimýri 1818-1824 og á Löngumýri í Vallhólmi 1824-1827. Húsmaður á Löngumýri 1827-1831. Bóndi á Litlu-Seylu 1831 til æviloka. Kona, g. 22. okt. 1819, Ingibjörg Jónsdóttir, f. um 1775 á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, d. 14. maí 1826 á Löngumýri. Hún var húsfreyja í Stóru-Gröf á Langholti 1795-1807 og í Geitagerði í Staðarhreppi 1807-1813, en húskona á Reykjarhóli hjá Víðimýri 1815-1818. Móðir: Guðný Bjarnadóttir húsfreyja á Syðri-Brekkum. Sambýliskona: Soffía Jónsdóttir, f. um 1800 í Miklagarði á Langholti, d. 7. júní 1865 í Þverárdal á Laxárdal fremri. Hún var húskona á Löngumýri 1827-1831, en bústýra á Litlu-Seylu 1831-1862. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi í Miklagarði og kona hans Elín Jónsdóttir.

3hBenedikt Þorvaldsson, f. 26. nóv. 1797 á Merkigili, d. 21. júlí 1847 á Örlygsstöðum á Skagaströnd. (Skiptab. Hún. 3. apríl og 29. nóv. 1848). Vinnumaður á Auðnum í Sæmundarhlíð 1816-1817, á Auðólfsstöðum í Langadal 1817-1818, í Rugludal í Blöndudal 1818-1819 og á Reykjarhóli hjá Víðimýri 1819-1820. Bóndi á Saurum á Skagaströnd 1824-1826, á Kálfshamri á Skagaströnd 1826-1842 og á Örlygsstöðum 1843 til æviloka. Kona, g. 13. júní 1824, Herdís Sigurðardóttir, f. 8. sept. 1793 á Egg í Hegranesi, d. 17. maí 1859 á Örlygsstöðum. (Skiptab. Hún. 17. og 22. des. 1859). Hún var vinnukona á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi 1818-1820, á Kjartansstöðum á Langholti 1820-1821, á Reykjarhóli 1821-1822 og í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi 1822-1823, en húsfreyja á Örlygsstöðum 1843 til æviloka. Foreldrar: Sigurður Brandsson bóndi í Pottagerði í Staðarhreppi og kona hans Halldóra Samsonsdóttir.

2cElín Hannesdóttir, f. um 1756, á lífi á Hóli í Svartárdal 1762.

2d*Guðríður Hannesdóttir, f. um 1761, d. 30. júlí 1798 á Miklahóli í Viðvíkursveit. Vinnukona á Þingeyrum í Þingi 1784-1789. Sjúklingur í Viðvík í Viðvíkursveit 1790-1794.

2eSigríður Hannesdóttir, f. um 1763 á Holtastöðum í Langadal, d. 28. júlí 1824 á Kárastöðum á Bakásum. (Skiptab. Hún. 31. maí 1825). Vinnukona í Hamrakoti á Ásum 1784-1793. Húskona í Holti í Svínadal 1793-1795 og í Hamrakoti 1796-1799. Bústýra í Holti á Ásum 1799-1800. Húsfreyja á Gunnfríðarstöðum á Bakásum 1800-1805 og á Kárastöðum 1805 til æviloka. Fyrri maður, g. 15. okt. 1793, Magnús Guðmundsson, f. um 1764, d. 7. apríl 1794 í Ytri-Njarðvík í Vatnsleysustrandarhreppi. Hann var vinnumaður á Stóru-Mörk 1785-1786, á Reykjum á Reykjabraut 1786-1788 og í Þverárdal á Laxárdal fremri 1789-1790, en húsmaður í Holti í Svínadal 1793 til æviloka. Barn þeirra: a) Guðný, f. 16. sept. 1794. Seinni maður, g. 1799 eða 1800, Jón Jónsson, f. um 1771 á Grund í Svínadal, d. 11. mars 1840 á Kárastöðum. (Skiptab. Hún. 2. júní 1840). Hann var bóndi á Kárastöðum 1805 til æviloka. Foreldrar: Jón Hálfdanarson bóndi á Grund og seinni kona hans Þorbjörg Sveinsdóttir. Börn þeirra: b) Kristján, f. 1. sept. 1799, c) Sigurður, f. 1. sept. 1799, d) Jakob, f. 18. okt. 1800, e) Þorbjörg, f. 12. okt. 1801, f) Hannes, f. 17. okt. 1802, g) Hildur, f. 7. nóv. 1803, h) Sólbjörg, f. 3. jan. 1805, i) Sólbjörg, f. 28. júlí 1806, j) stúlka, f. 10. okt. 1807, k) Guðný, f. 15. jan. 1810.

3aGuðný Magnúsdóttir, f. 16. sept. 1794 í Holti í Svínadal, d. 13. jan. 1863 á Syðri-Ey á Skagaströnd. Vinnukona á Holtastöðum í Langadal 1823-1824 og í Sólheimum í Svínavatnshreppi 1824-1825. Húsfreyja í Hvammi í Langadal 1825-1830, í Holtastaðakoti í Langadal 1830-1835 og á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri 1839-1841. Húskona á Kirkjuskarði 1841-1842. Húsfreyja í Núpsöxl á Laxárdal fremri 1844-1845, á Syðri-Ey á Skagaströnd 1845-1848 og á Sneis á Laxárdal fremri 1848-1852. Fyrri maður, g. 30. okt. 1825, Jón Pálsson, f. 5. okt. 1795 í Seljahlíð í Sölvadal, d. 4. mars 1840 á Kirkjuskarði. (Skiptab. Hún. 11. des. 1840). Foreldrar: Páll Jónsson bóndi á Jökli í Saurbæjarhreppi og fyrri kona hans Hallfríður Sigurðardóttir. Seinni maður, g. 23. jan. 1842, Skarphéðinn Davíðsson, f. 2. júní 1804 á Spákonufelli á Skagaströnd, d. 28. maí 1851 í Hofssókn í Húnavatnssýslu. (Skiptab. Hún. 20. mars 1852). Foreldrar: Davíð Guðmundsson bóndi á Sæunnarstöðum í Hallárdal og fyrri kona hans Katrín Einarsdóttir.

3bKristján Jónsson, f. 1. sept. 1799 í Holti á Ásum, d. 2. des. 1854 á Skefilsstöðum á Skaga. (Skiptab. Skag. 22. des. 1856). Vinnumaður í Stóradal í Svínavatnshreppi 1830-1834 og á Hamri á Bakásum 1834-1835. Bóndi á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1835-1837 og á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri 1837-1841. Vinnumaður á Kirkjuskarði 1841-1842, á Mánaskál á Laxárdal fremri 1845-1846, á Þorbjargarstöðum í Laxárdal ytri 1849-1850 og á Skefilsstöðum 1852 til æviloka. Kona, g. 5. mars 1837, Sigríður Jónsdóttir, f. 13. febr. 1806 á Eldjárnsstöðum í Blöndudal, d. 18. nóv. 1838 á Kirkjuskarði. (Skiptab. Hún. 14. mars 1840). Foreldrar: Jón Auðunsson bóndi á Hamri og kona hans Sigríður Einarsdóttir.

3cSigurður Jónsson, f. 1. sept. 1799 í Holti á Ásum, d. 15. nóv. 1799 í Holti á Ásum.

3dJakob Jónsson, f. 18. okt. 1800 á Gunnfríðarstöðum, d. 30. jan. 1811 á Kárastöðum.

3eÞorbjörg Jónsdóttir, f. 12. okt. 1801 á Gunnfríðarstöðum, d. 8. júlí 1859 á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri. (Skiptab. Hún. 11. jan. 1860). Vinnukona á Strjúgsstöðum í Langadal 1826-1828, á Grund í Svínadal 1828-1829, á Geithömrum í Svínadal 1832-1833, á Kárastöðum á Bakásum 1834-1835, á Gilsstöðum í Vatnsdal 1835-1837, í Hvammi á Laxárdal fremri 1839-1841, á Ásum á Bakásum 1841-1842, í Ljótshólum í Svínadal 1843-1844, á Gunnfríðarstöðum 1844-1845, á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1845-1848 og í Litladal í Svínavatnshreppi 1848-1854.

3fHannes Jónsson, f. 17. okt. 1802 á Gunnfríðarstöðum, d. 27. mars 1803 á Gunnfríðarstöðum.

3gHildur Jónsdóttir, f. 7. nóv. 1803 á Gunnfríðarstöðum, d. 22. ágúst 1804 á Gunnfríðarstöðum.

3hSólbjörg Jónsdóttir, f. 3. jan. 1805 á Gunnfríðarstöðum, d. 31. mars 1805 á Gunnfríðarstöðum.

3iSólbjörg Jónsdóttir, f. 28. júlí 1806 á Kárastöðum, d. 29. júlí 1834 í Holtastaðakoti í Langadal. Vinnukona í Hvammi í Langadal 1826-1827 og í Holtastaðakoti 1833 til æviloka.

3jJónsdóttir, f. 10. okt. 1807 á Kárastöðum.

3kGuðný Jónsdóttir, f. 15. jan. 1810 á Kárastöðum, d. 1. okt. 1886 á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Vinnukona á Auðkúlu í Svínadal 1834-1838, á Hrafnabjörgum í Svínadal 1840-1841, í Gafli í Svínadal 1841-1842, í Ási í Vatnsdal 1842-1846, á Ytri-Ey á Skagaströnd 1846-1847, á Syðri-Ey á Skagaströnd 1855-1856 og á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 1856-1857. Húskona á Rútsstöðum í Svínadal 1870-1872.

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478614
Samtals gestir: 92248
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 20:57:10