15.03.2010 13:36

Guðlaugsstaðaætt

Guðmundur Sigurður Jóhannsson:
        
Húnvetnskir ættstuðlar                      

 
                Guðlaugsstaðaætt - um ættforeldrana

Guðlaugsstaðaætt er rakin frá hjónunum Birni Þorleifssyni og Ólöfu Sigurðardóttur, sem bjuggu á Guðlaugsstöðum í Blöndudal um aldamótin sautján hundruð. Afkomandi þeirra hjóna, Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, greinir frá lífshlaupi Björns á eftirfarandi hátt: "Séra Þorleifur faðir hans sendi tvo syni sína í skóla og ætlaðist til að þeir yrðu lærðir menn. Jón yngri, sem var sex árum eldri en Björn, fór í Hólaskóla, en ekki varð nám hans þar langt. Hann leiddist út í að fást við fjölkynngi, eða að minnsta kosti féll á hann galdragrunur, sem varð til þess, að honum var vikið úr skóla. Þá var Gísli Þorláksson biskup á Hólum. Hann var sem fleiri lærðir menn á þeim dögum hjátrúarfullur og galdrahræddur og vildi ekki láta svo illt sæði og fjölkynngi ávaxtast á staðnum og í skólanum. Þetta tilvik varð þó ekki til að standa Jóni fyrir öllum frama, því að hann varð góður bóndi og lögréttumaður, sem fyrr segir, og meira að segja ráðsmaður á Hólum um hríð.

            Björn er sagt að færi í Skálholtsskóla, er hann hafði aldur til. Þótt skemmra væri að sækja í Hóla mun það hafa ráðið, að ávirðing Jóns bróður hans hefur ekki verið talin til meðmæla þar. Hefði það mátt verða Birni til varnaðar og hvöt til að sneiða hjá því skeri, er Jón steytti á. Hnýsnin hefur verið rík í þeim bræðrum báðum og kannske kynfylgja. Hann fór óvarlega með galdrastafi og féll svo sterkur grunur á hann um fjölkynngisbrögð, að honum var vísað úr skólanum, ásamt þrem öðrum nemendum, 1677 eða 1678. Hefur Björn þá verið kominn yfir tvítugt og langt kominn með námið. Útséð var nú um það, að Björn yrði prestur. Hann gerðist þá sveinn Guðbrands sýslumanns Þorlákssonar biskups, Skúlasonar, er þá hafði umboð Hólastaðar í Skagafirði austanverðum og bjó í Vallholti. Hann var góðmenni, en lítill skörungur og enginn fjárgæslumaður. Hjá honum var mannmargt heimili. Þar var vistum stúlka sú, er Ólöf hét Sigurðardóttir ... Björn gerði Ólöfu barn og fékk hennar síðan. ... Þau bjuggu á Guðlaugsstöðum búskap sinn allan og átti Björn jörðina, en Þórunn systir hans skika á móti honum. Hefur jörðin jafnan síðan verið í ætt hans og alla tíð þótt með betri jörðum. Björn var gildur bóndi og virðingamaður. Hann var tvívegis lögsagnari Lárusar Gottrup sýslumanns á Þingeyrum, en ekki hlaut hann hrós í því starfi og hélt því stutt. Virðist ekki hafa verið mjög vinsæll, að því er ætla má, líklega ágjarn og yfirgangssamur." (Feðraspor og fjörusprek, bls. 43-44). Við þessa frásögn er því að bæta, að samkvæmt ættatölum var Birni vikið úr skóla bæði á Hólum og í Skálholti vegna galdraáburðar. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1177; Ættatölub. Jóns Halldórssonar, 135; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 2091).

            Af heimildum má ráða, að Björn hafi gegnt hreppstjóraembætti í Svínavatnshreppi á miðjum aldri. Hann undirritaði ásamt fjórum öðrum manntalsskýrslu úr Svínavatnshreppi hinn 3. júní 1703 og ásamt einum öðrum jarðabókarskýrslu úr hluta Bólstaðarhlíðarhrepps hinn 6. nóvember 1708. Björn tíundaði sjö hundruð lausafjár árið 1700, en tíu hundruð lausafjár árið 1702. Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var tekin í Svínavatnshreppi árið 1706 var búfé Björns 3 kýr, 1 kvíga, tvævetur, mylk, 2 naut, þrevetur, 1 naut, veturgamalt, 1 kálfur, 88 ær, 40 sauðir, tvævetrir og eldri, 48 sauðir, veturgamlir, óvísir, 50 lömb, óvís, 7 hestar, 4 hross, 2 folar, veturgamlir, og 1 fyl. Björn var lögsagnari í Húnavatnssýslu árin 1708 og 1710 og er getið á alþingi seinna árið. Hann bar vitni um landamerki jarðanna Óss og Saura í Nesjum árið 1720, en hin síðarnefnda hafði um tíma verið í eigu föður hans. (Dómab. Hún. 23. apríl, 29. og 30. maí 1720). Hann var þingvitni á manntalsþingi að Svínavatni 29. apríl 1721. Auk ábúðarjarðar sinnar Guðlaugsstaða átti hann hálfa jörðina Gauksstaði á Skaga og part í jörðinni Torfalæk á Ásum.

                       GUÐLAUGSSTAÐAÆTT

Björn Þorleifsson, f. um 1656 í Finnstungu í Blöndudal, d. 1728 á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Foreldrar: Þorleifur Ólafsson prestur í Finnstungu og kona hans Þórunn Kortsdóttir. Nemi á Hólum í Hjaltadal og í Skálholti í Biskupstungum. Þénari í Ytra-Vallholti í Vallhólmi. Bóndi á Guðlaugsstöðum 1699 til æviloka. Kona, g. 1680, Ólöf Sigurðardóttir, f. um 1654, á lífi á Guðlaugsstöðum 1703. Foreldrar: Sigurður Bergþórsson bóndi í Fellshreppi í Skagafjarðarsýslu og fyrri kona hans Þuríður Ólafsdóttir. Börn þeirra: a) Þorkell, f. um 1681, b) Hallur, f. um 1684, c) Guðmundur, f. um 1686, d) Steinunn, f. um 1687, e) Ólafur, f. um 1688, f) Þorleifur, f. um 1691, g) Þuríður, f. um 1692.

1aÞorkell Björnsson, f. um 1681, á lífi í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu 1729. (Skjalasafn Rentukammers Y-34 og Y-35, 30. maí 1729). Bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Hann er kenndur við Brokey. (Magnús Ketilsson III, bls. 441-442). Kona, ls. 1709 eða 1710 / kl. 5. apríl 1710, Guðríður Jónsdóttir, f. um 1681 á Eyvindarstöðum, á lífi á Eyvindarstöðum 1746. Hún var húsfreyja á Eyvindarstöðum 1702-1746. Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi á Eyvindarstöðum og kona hans Guðrún Árnadóttir. Börn þeirra: a) Björg, f. um 1714, b) Þorleifur, f. um 1715, c) Sigríður, f. um 1716, d) Elín, f. um 1718, e) Jón, f. um 1722, f) Málfríður, f. um 1723, g) Guðmundur, f. nál. 1715.

2aBjörg Þorkelsdóttir, f. um 1714 á Eyvindarstöðum, d. 26. okt. 1784 í Finnstungu í Blöndudal. Húsfreyja í Finnstungu 1744 til æviloka. Maður, ls. 1740 eða 1741 / g. 8. mars 1744, Sveinn Jónsson, f. um 1706, d. 10. jan. 1784 í Finnstungu. Hann gæti verið sá sem bjó í Finnstungu 1734-1735 og í Ytra-Tungukoti í Blöndudal 1740-1741. - 1762 voru hjá þeim tveir drengir 22 og 18 ára og ein stúlka 7 ára. -Börn þeirra: a) Jón, f. 1740 eða 1741, b) Ólafur, f. um 1744, c) Þuríður, f. um 1755.

3aJón Sveinsson, f. 1740 eða 1741 í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu, á lífi í Finnstungu í Blöndudal 1778. Búlaus í Finnstungu 1773-1778. Hann er talinn hafa farið vestur. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1844). Hann gæti verið sá sem dó 20. febr. 1785 á Leysingjastöðum í Þingi, 45 ára vinnumaður.

3bÓlafur Sveinsson, f. um 1744 í Finnstungu, d. 4. júlí 1818 á Geithömrum í Svínadal. Bóndi í Finnstungu 1773-1780, á Stóru-Leifsstöðum í Svartárdal 1780-1783, í Finnstungu 1784-1798 og á Geithömrum 1800 til æviloka. Fyrri kona, g. 5. sept. 1771, Halldóra Jónsdóttir, f. um 1747, d. 8. nóv. 1773 í Finnstungu. Seinni kona, g. 21. sept. 1774, Guðrún Benediktsdóttir, f. um 1750 í Holtastaðakoti í Langadal, d. 20. mars 1825 á Grund í Svínadal. Faðir: Benedikt Benediktsson bóndi í Holtastaðakoti.

3cÞuríður Sveinsdóttir, f. um 1755 í Finnstungu, d. 30. okt. 1814 á Hrafnabjörgum í Svínadal. Skylduhjú á Geithömrum í Svínadal 1800-1801. Vinnukona á Hrafnabjörgum 1803-1805.

2bÞorleifur Þorkelsson, f. um 1715 á Eyvindarstöðum, á lífi í Eiríksstaðakoti í Svartárdal 1762. Bóndi á Eyvindarstöðum 1740-1741, á Eiríksstöðum í Svartárdal 1744-1757 og í Eiríksstaðakoti 1757-1762. Kona: Margrét Jónsdóttir, f. um 1711, á lífi í Eiríksstaðakoti 1775. Hún bjó ekkja í Eiríksstaðakoti 1773-1775. Börn þeirra: a) Þorkell, f. um 1743, b) Sveinn, f. um 1749, c) Þórunn, f. um 1752, d) Rósa. Barnsmóðir, ls. 1745 eða 1746, Þorbjörg Bjarnadóttir, f. nál. 1715, á lífi í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu 1746. Barn þeirra: e) barn, f. 1745 eða 1746.

3aÞorkell Þorleifsson, f. um 1743, d. 1775 eða 1776 í Eiríksstaðakoti í Svartárdal. Búlaus í Eiríksstaðakoti 1773 til æviloka. Kona, g. 1770, Ingiríður Jónsdóttir, f. 1744 á Skeggsstöðum í Svartárdal, d. 6. des. 1823 í Kálfárdal á Skörðum. Hún var húsfreyja í Eiríksstaðakoti 1775-1778 og í Kálfárdal 1778 til æviloka. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Skeggsstöðum og kona hans Björg Jónsdóttir.

3bSveinn Þorleifsson, f. um 1749 á Eiríksstöðum, á lífi á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1779. Búlaus í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1773-1774, í Stóradal í Svínavatnshreppi 1774-1778 og á Svínavatni 1778-1779. Hann er talinn hafa siglt. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1178).

3cÞórunn Þorleifsdóttir, f. um 1752 á Eiríksstöðum, á lífi í Eiríksstaðakoti í Svartárdal 1762.

3dRósa Þorleifsdóttir. (JS. 597, 4to, bls. 33).

3eÞorleifsbarn, f. 1745 eða 1746 í Bólstaðarhlíðarhreppi.

2cSigríður Þorkelsdóttir, f. um 1716 á Eyvindarstöðum, d. 18. des. 1792 á Víðimýri í Seyluhreppi. Húsfreyja í Valadal á Skörðum 1762-1783 og í Kolgröf á Efribyggð 1783-1784. Maður: Þorlákur Gíslason, f. um 1717, d. 16. okt. 1797 á Víðimýri. Hann var bóndi í Valadal 1753-1783. Foreldrar: Gísli Jónsson bóndi í Valadal og kona hans Jófríður Jannesdóttir. - 1762 voru hjá þeim einn drengur 16 ára og tvær stúlkur 7 og 5 ára. -

2d*Elín Þorkelsdóttir, f. um 1718, d. 1780 (gr. 4. des. 1780) á Nautabúi á Neðribyggð.

2eJón Þorkelsson, f. um 1722 á Eyvindarstöðum, d. 25. apríl 1785 á Nautabúi á Neðribyggð. Búlaus á Eyvindarstöðum 1745-1746. Bóndi í Kolgröf á Efribyggð 1756-1766 og á Nautabúi 1766 til æviloka. Kona, g. 27. sept. 1744, Rósa Ólafsdóttir, f. um 1722 í Valadal á Skörðum, d. 24. ágúst 1824 í Teigakoti í Tungusveit. Hún bjó ekkja á Nautabúi 1785-1796. Foreldrar: Ólafur Jónsson bóndi í Valadal og kona hans Þórey Gísladóttir. - 1762 voru hjá þeim tveir drengir 13 og 12 ára og tvær stúlkur 16 og 13 ára. - Börn þeirra: a) Geirlaug, f. um 1745, b) Ólafur, f. um 1747, c) Guðrún, f. um 1749, d) Guðmundur, f. 27. okt. 1760, e) Ólöf, f. 1762 (sk. 27. okt. 1762), f) Ólöf, f. 1764 (sk. 21. mars 1764), g) Gísli, f. 1765 (sk. 29. sept. 1765), h) Jón, f. 1766 (sk. 19. ágúst 1766).

3aGeirlaug Jónsdóttir, f. um 1745 á Eyvindarstöðum, d. 25. apríl 1817 á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð. Vinnukona á Ytra-Vatni á Efribyggð 1800-1801. Skylduhjú á Ytri-Mælifellsá 1816 til æviloka.

3bÓlafur Jónsson, f. um 1747 í Valadal, d. 25. febr. 1840 á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð. Bóndi á Kúfustöðum í Svartárdal 1800-1801. Húsmaður á Fossi á Skaga 1816-1817. Þurfamaður á Ytri-Mælifellsá 1817 til æviloka. Fyrsta kona: Ónafngreind. Önnur kona, g. um 1797, Snjólaug Ormsdóttir, f. 1766 (sk. 4. mars 1766) í Krókárgerði í Norðurárdal, d. 1798 (gr. 23. júlí 1798) á Mælifelli á Fremribyggð. Foreldrar: Ormur Jónsson bóndi í Krókárgerði og seinni kona hans Helga Þorleifsdóttir. Þriðja kona: Sigríður Jónsdóttir, f. um 1755 á Eyvindarstöðum í Blöndudal, d. 23. des. 1816 í Hvammssókn í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar: Jón Tómasson bóndi á Eyvindarstöðum og kona hans Ingibjörg Sæmundsdóttir.

3cGuðrún Jónsdóttir, f. um 1749 í Valadal, d. 13. ágúst 1825 á Nautabúi á Neðribyggð. Húsfreyja á Reykjum í Tungusveit 1782-1796 og í Hamarsgerði á Fremribyggð 1796-1806. Fyrri maður, g. 29. nóv. 1782, Tómas Björnsson, f. um 1719, d. 16. okt. 1788 á Reykjum. (Skiptab. Skag. 3. des. 1788). Hann var bóndi á Uppsölum í Blönduhlíð 1747-1764 og á Reykjum 1765 til æviloka. Foreldrar: Björn Ólafsson bóndi í Tungukoti á Kjálka og seinni kona hans Steinvör Jónsdóttir. Seinni maður, g. 20. júlí 1792, Jón Jónsson, f. um 1726, d. 5. júlí 1814 í Hamarsgerði.

3dGuðmundur Jónsson, f. 27. okt. 1760 í Kolgröf, d. 23. apríl 1830 á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð. (Skiptab. Skag. 5. og 23. júní 1830). Bóndi í Brekkukoti á Efribyggð 1788-1804 og á Ytri-Mælifellsá 1804 til æviloka. Fyrri kona, g. 25. okt. 1785, Rannveig Skúladóttir, f. um 1764, d. 2. febr. 1816 á Ytri-Mælifellsá. (Skiptab. Skag. 21. maí 1816). Foreldrar: Skúli Sveinsson bóndi á Skíðastöðum á Neðribyggð og kona hans Vigdís Þorfinnsdóttir. Seinni kona, g. 8. okt. 1816, Ingibjörg Björnsdóttir, f. 2. okt. 1787 í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi, d. 16. jan. 1860 í Kolgröf á Efribyggð. (Skiptab. Skag. 29. júní 1860). Hún var húsfreyja á Ytri-Mælifellsá 1816-1855. Foreldrar: Björn Jónsson prestur í Bólstaðarhlíð og fyrri kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir.

3eÓlöf Jónsdóttir, f. 1762 (sk. 27. okt. 1762) í Kolgröf.

3fÓlöf Jónsdóttir, f. 1764 (sk. 21. mars 1764) í Kolgröf, d. 14. júní 1821 á Nautabúi á Neðribyggð. Vinnukona í Hamarsgerði á Fremribyggð 1800-1801 og á Nautabúi 1816 til æviloka.

3gGísli Jónsson, f. 1765 (sk. 29. sept. 1765) í Kolgröf, d. 12. okt. 1830 í Teigakoti í Tungusveit. Bóndi á Nautabúi á Neðribyggð 1790-1791 og í Teigakoti 1791 til æviloka. Kona, g. 30. ágúst 1790, Elín Einarsdóttir, f. um 1763 í Stafni í Svartárdal, d. 31. ágúst 1844 á Strjúgsá í Saurbæjarhreppi. Hún bjó ekkja í Teigakoti 1830-1833. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi á Skottastöðum í Svartárdal og kona hans Guðrún Ólafsdóttir.

3hJón Jónsson, f. 1766 (sk. 19. ágúst 1766) á Nautabúi, d. 1766 (gr. 20. okt. 1766) á Nautabúi.

2fMálfríður Þorkelsdóttir, f. um 1723 á Eyvindarstöðum, á lífi á Eyvindarstöðum 1792. (Dómab. Hún. 22. maí 1792). Húsfreyja í Tungunesi á Bakásum 1745-1746 og í Finnstungu í Blöndudal 1751-1763. Maður: Símon Egilsson, f. um 1724, d. 31. júlí 1767 í Blöndudalshólasókn í Húnavatnssýslu. Hann var búlaus á Eyvindarstöðum 1739-1741. Foreldrar: Egill Árnason bóndi á Eyvindarstöðum og kona hans Jórunn Símonsdóttir. - 1762 voru hjá þeim einn drengur 12 ára og þrjár stúlkur 18, 8 og 7 ára. - Börn þeirra: a) Guðmundur, f. um 1750, b) Sigríður, f. um 1750, c) Málfríður, f. um 1754, d) Guðríður, f. um 1755.

3aGuðmundur Símonsson, f. um 1750, d. 1779 eða 1780 á Stóru-Leifsstöðum í Svartárdal. Búlaus á Stóru-Leifsstöðum 1773-1774. Bóndi á Stóru-Leifsstöðum 1774 til æviloka. Kona: Valgerður Illugadóttir, f. um 1752, d. 13. okt. 1800 í Krossanesi í Vallhólmi. Hún var húsfreyja á Stóru-Leifsstöðum 1774-1780, á Krithóli á Neðribyggð 1781-1782, á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 1783-1784, í Ytra-Vallholti í Vallhólmi 1784-1786 og í Krossanesi 1786 til æviloka. Foreldrar: Illugi Björnsson bóndi á Stóru-Leifsstöðum og kona hans Þorbjörg Sæmundsdóttir.

3b*Sigríður Símonsdóttir, f. um 1750 á Eyvindarstöðum, d. 1. ágúst 1819 á Æsustöðum í Langadal. Vinnukona á Þorbrandsstöðum í Langadal 1777-1778, í Finnstungu í Blöndudal 1778-1781 og á Stóru-Seylu á Langholti 1781-1782. Húsfreyja í Holtskoti í Seyluhreppi 1786-1787, á Grófargili á Langholti 1787-1792, á Brenniborg á Neðribyggð 1793-1797 og á Ípishóli á Langholti 1797-1804. Vinnukona í Viðvík í Viðvíkursveit 1806-1807, á Steiná í Svartárdal 1816-1817 og á Bergsstöðum í Svartárdal 1818-1819. Maður, g. 3. ágúst 1786, Hrólfur Þorsteinsson, f. um 1734, d. í ágúst 1811 í Skagafjarðarsýslu. Hann var bóndi á Löngumýri í Vallhólmi 1763-1764, á Marbæli á Langholti 1765-1776, á Stóru-Seylu 1781-1784 og í Holtskoti 1784-1787. Foreldrar: Þorsteinn Hrólfsson bóndi á Álfgeirsvöllum á Efribyggð og kona hans Guðrún Jónsdóttir.

3cMálfríður Símonsdóttir, f. um 1754 í Finnstungu, d. 7. maí 1816 í Tungu í Bolungarvík. Húsfreyja á Fjalli í Sæmundarhlíð 1781-1782 og á Ípishóli á Langholti 1782-1784. Vinnukona í Tungu í Bolungarvík 1801. Fyrri maður: Þorkell Sigfússon, f. um 1751, d. 28. des. 1787 í Eyrarsókn í Skutulsfirði í Ísafjarðarsýslu. Foreldrar: Sigfús Þorgrímsson bóndi á Reykjarhóli hjá Víðimýri og kona hans Þórunn Sigurðardóttir. Seinni maður: Júst Ólafsson, f. um 1746, d. 28. maí 1813 í Tungu.

3dGuðríður Símonsdóttir, f. um 1755 í Finnstungu, d. 1. febr. 1839 á Kagaðarhóli á Ásum. Húsfreyja á Eyvindarstöðum í Blöndudal 1797-1806. Húskona í Holti á Ásum 1812-1815, í Skrapatungu á Laxárdal fremri 1816-1817 og á Kagaðarhóli 1817 til æviloka. Maður, g. 2. febr. 1797, Eiríkur Jónsson, f. nál. 1750, á lífi á Eyvindarstöðum 1801. Hann var bóndi á Eyvindarstöðum 1791 til æviloka. Foreldrar: Jón Tómasson bóndi á Eyvindarstöðum og kona hans Ingibjörg Sæmundsdóttir.

2gGuðmundur Þorkelsson, f. nál. 1715 á Eyvindarstöðum, á lífi á Svertingsstöðum í Miðfirði 1759. Bóndi í Óskoti í Miðfirði 1740-1741, á Króksstöðum í Miðfirði 1744-1746, í Hrafnshúsum í Miðfirði 1746-1752 og 1754-1757 og á Svertingsstöðum 1757-1759. Kona: Ingunn Steingrímsdóttir, f. um 1710, d. 3. júlí 1791 á Víðivöllum í Steingrímsfirði. Hún bjó ekkja í Staðarkoti í Hrútafirði 1762-1763. - 1762 voru hjá henni tveir drengir 22 og 16 ára. - Börn þeirra: a) Gunnar, f. um 1744, b) Ólafur, f. um 1745.

3aGunnar Guðmundsson, f. um 1744, d. 1784 (gr. 26. sept. 1784) í Stóra-Vatnshornssókn í Dalasýslu. Bóndi í Geithól í Hrútafirði 1774-1784. Kona, g. 1766, Guðrún Ólafsdóttir, f. um 1746 á Þóreyjarnúpi í Línakradal, d. 25. nóv. 1829 á Víðidalsá í Steingrímsfirði. Hún var vinnukona á Víðivöllum í Steingrímsfirði 1791-1803, en húskona á Víðidalsá 1827 til æviloka. Foreldrar: Ólafur Þórðarson bóndi á Fossi í Hrútafirði og kona hans Helga Hallsdóttir.

3bÓlafur Guðmundsson, f. um 1745, d. 4. febr. 1807 á Hrófá í Steingrímsfirði. (Skiptab. Strand. 5. maí 1807). Bóndi á Víðivöllum í Steingrímsfirði 1785-1803. Kona, g. 1767, Guðrún Ásbjörnsdóttir, f. um 1732, d. 18. júlí 1803 á Hrófá.

1bHallur Björnsson, f. um 1684, á lífi í Húnavatnssýslu 1726. (Dómab. Hún. 27. febr. 1726). Bóndi á Þóreyjarnúpi í Línakradal og á Neðri-Fitjum í Víðidal. Hann er kenndur við Húk. (Feðraspor og fjörusprek, bls. 45). Barnsmóðir, ls. 1708 eða 1709, Þorbjörg Hildibrandsdóttir, f. um 1661, á lífi í Svínavatnssókn í Húnavatnssýslu 1709. Hún var þurfakona í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1702-1703. Barn þeirra: a) barn, f. 1708 eða 1709. Kona: Guðrún Þorsteinsdóttir, f. um 1684, á lífi á Dalgeirsstöðum í Miðfirði 1741. Hún var húsfreyja á Dalgeirsstöðum 1731-1741. Foreldrar: Þorsteinn Jónsson bóndi á Leysingjastöðum í Þingi og kona hans Vigdís Jónsdóttir. Börn þeirra: b) Helga, f. um 1713, c) Árni, f. um 1716, d) Ólafur, f. um 1722, e) Hallgrímur, f. nál. 1715, f) Sigríður, f. nál. 1715, g) Þórunn, f. nál. 1715. h) Bjarni. Barnsmóðir, ls. 1713 eða 1714, Valgerður Einarsdóttir, f. nál. 1685, á lífi í Húnavatnssýslu 1714. Barn þeirra: i) Einar, f. 1713 eða 1714. Barnsmóðir, ls. 1722 eða 1723 og 1724 eða 1725, Þorbjörg Þórðardóttir, f. um 1678, á lífi í Sporði í Víðidal 1732. Hún var vinnukona í Hvarfi í Víðidal 1702-1703, en húsfreyja í Sporði 1725-1732. Börn þeirra: j) Þórður, f. 1722 eða 1723. k) Jón, f. 1724 eða 1725.

2aHallsbarn, f. 1708 eða 1709 í Svínavatnssókn.

2bHelga Hallsdóttir, f. um 1713, d. 8. júní 1792 á Brandagili í Hrútafirði. Húsfreyja á Þóreyjarnúpi í Línakradal 1734-1746 og á Fossi í Hrútafirði 1751-1763. Maður, ls. 1733 eða 1734, Ólafur Þórðarson, f. um 1702 í Bárðarbúð við Hellna, d. 1764 (gr. 10. mars 1764) í Staðarsókn í Húnavatnssýslu. Hann var bóndi á Þóreyjarnúpi 1731-1746. Foreldrar: Þórður Pétursson bóndi í Bárðarbúð og kona hans Guðrún Tómasdóttir. - 1762 voru hjá þeim einn drengur 14 ára og þrjár stúlkur 20, 16 og 12 ára. - Börn þeirra: a) Magnús, f. um 1734, b) Ástríður, f. um 1742, c) Guðrún, f. um 1746, d) Ingibjörg, f. nál. 1745, e) Jón, f. um 1748, f) Guðrún, f. um 1750, g) Ólafur, f. 1754 (sk. 20. okt. 1754).

3aMagnús Ólafsson, f. um 1734 á Þóreyjarnúpi, d. 1803 á Oddsstöðum í Hrútafirði. (Skiptab. Hún. 28. sept. og 20. okt. 1803). Bóndi á Brandagili í Hrútafirði 1762-1802 og á Oddsstöðum 1802 til æviloka. Fyrri kona, g. 1. ágúst 1762, Guðlaug Hallsdóttir, f. um 1727, d. 21. ágúst 1788 á Brandagili. Foreldrar: Hallur Þorsteinsson bóndi á Brandagili og kona hans Björg Aradóttir. Seinni kona: Guðrún Hallkelsdóttir, f. um 1749 á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, d. 24. febr. 1820 í Kirkjuhvammi á Vatnsnesi. Hún var húsfreyja á Oddsstöðum 1802-1812 og 1813-1815. Foreldrar: Hallkell Jónsson húsmaður á Sveðjustöðum í Miðfirði og kona hans Þórunn Hallsdóttir.

3bÁstríður Ólafsdóttir, f. um 1742 á Þóreyjarnúpi, á lífi á Litlu-Hvalsá í Hrútafirði 1807. Fermd í Staðarsókn í Húnavatnssýslu 1754. Húsfreyja á Spena í Miðfirði 1776-1784. Húskona á Brandagili í Hrútafirði 1784-1787. Húsfreyja á Bálkastöðum í Hrútafirði 1790-1791. Bústýra á Borðeyri í Hrútafirði 1791-1793. Húsfreyja á Litlu-Hvalsá 1793-1807. Fyrri maður: Jón Árnason, f. um 1748 á Dalgeirsstöðum í Miðfirði, d. 1776 eða 1777 á Spena. Hann var bóndi á Fossi í Hrútafirði 1773-1775 og á Spena 1775 til æviloka. Foreldrar: Árni Hallsson bóndi á Húki í Miðfirði og kona hans Guðrún Pálsdóttir. Seinni maður, g. 1778 eða 1779, Jón Sveinsson, f. nál. 1740, d. 1783 eða 1784 á Spena.

3cGuðrún Ólafsdóttir, f. um 1746 á Þóreyjarnúpi, d. 25. nóv. 1829 á Víðidalsá í Steingrímsfirði. Fermd í Staðarsókn í Húnavatnssýslu 1760. Húsfreyja í Geithól í Hrútafirði 1774-1781. Vinnukona á Víðivöllum í Steingrímsfirði 1791-1803. Húskona á Víðidalsá 1827 til æviloka. Maður, g. 1766, Gunnar Guðmundsson, f. um 1744, d. 1784 (gr. 26. sept. 1784) í Stóra-Vatnshornssókn í Dalasýslu. Foreldrar: Guðmundur Þorkelsson bóndi á Svertingsstöðum í Miðfirði og kona hans Ingunn Steingrímsdóttir.

3dIngibjörg Ólafsdóttir, f. nál. 1745, á lífi á Torfustöðum í Núpsdal 1785. Fermd í Staðarsókn í Húnavatnssýslu 1760. Húsfreyja á Torfustöðum 1776-1785. Maður, g. 1776, Jóhannes Guðmundsson, f. nál. 1745, d. 20. febr. 1783 í Efra-Núpssókn í Húnavatnssýslu. Faðir: Guðmundur Ásmundsson bóndi á Torfustöðum.

3eJón Ólafsson, f. um 1748 á Fossi, d. 27. okt. 1829 á Bálkastöðum í Hrútafirði. Fermdur í Staðarsókn í Húnavatnssýslu 1761. Bóndi á Óspaksstöðum í Hrútafirði 1775-1813, á Mýrum í Hrútafirði 1813-1815 og á Oddsstöðum í Hrútafirði 1816-1827. Fyrri kona, g. 1774, Þuríður Arngrímsdóttir, f. um 1747, d. 1782 (gr. 18. mars 1782) á Óspaksstöðum. Foreldrar: Arngrímur Hallgrímsson bóndi á Auðunarstöðum í Víðidal og kona hans Vigdís Sigurðardóttir. Seinni kona, g. 1783, Ólöf Árnadóttir, f. um 1760 á Skegghallsstöðum í Miðfirði, d. 24. des. 1818 á Oddsstöðum. Foreldrar: Árni Hallsson bóndi á Húki í Miðfirði og kona hans Guðrún Pálsdóttir.

3fGuðrún Ólafsdóttir, f. um 1750 á Fossi, d. 10. nóv. 1823 á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði. (Skiptab. Strand. 31. maí 1824). Búlaus á Húki í Miðfirði 1777-1778. Húsfreyja í Hrútatungu í Hrútafirði 1778-1785 og á Valdasteinsstöðum 1785 til æviloka. Maður, g. 1777, Björn Árnason, f. um 1750 á Dalgeirsstöðum í Miðfirði, d. 19. júlí 1823 á Valdasteinsstöðum. (Skiptab. Strand. 30. des. 1823). Foreldrar: Árni Hallsson bóndi á Húki í Miðfirði og kona hans Guðrún Pálsdóttir.

3gÓlafur Ólafsson, f. 1754 (sk. 20. okt. 1754) á Fossi, d. 1756 (gr. 19. apríl 1756) á Fossi.

2cÁrni Hallsson, f. um 1716, d. 1. mars 1785 á Fallandastöðum í Hrútafirði. Bóndi á Dalgeirsstöðum í Miðfirði 1744-1755, á Kollufossi í Miðfirði 1755-1756, á Skegghallsstöðum í Miðfirði 1756-1763 og á Húki í Miðfirði 1773-1784. Kona: Guðrún Pálsdóttir, f. um 1717, d. 1779 (gr. 7. júní 1779) á Húki. Foreldrar: Páll Sigmundsson bóndi á Tannstöðum í Hrútafirði og kona hans Ólöf Jónsdóttir. - 1762 voru hjá þeim þrír drengir 14, 12 og 7 ára og þrjár stúlkur 11, 9 og 8 ára. -Börn þeirra: a) Jón, f. um 1748, b) Björn, f. um 1750, c) Ingibjörg, f. um 1751, d) Páll, f. um 1752, e) Guðrún, f. um 1753, f) Vigdís, f. um 1754, g) Ólöf, f. um 1760.

3aJón Árnason, f. um 1748 á Dalgeirsstöðum, d. 1776 eða 1777 á Spena í Miðfirði. Bóndi á Fossi í Hrútafirði 1773-1775 og á Spena 1775 til æviloka. Kona: Ástríður Ólafsdóttir, f. um 1742 á Þóreyjarnúpi í Línakradal. Hún var húsfreyja á Spena 1776-1784, á Bálkastöðum í Hrútafirði 1790-1791 og á Litlu-Hvalsá í Hrútafirði 1793-1807. Foreldrar: Ólafur Þórðarson bóndi á Fossi í Hrútafirði og kona hans Helga Hallsdóttir.

3bBjörn Árnason, f. um 1750 á Dalgeirsstöðum, d. 19. júlí 1823 á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði. (Skiptab. Strand. 30. des. 1823). Búlaus á Húki í Miðfirði 1777-1778. Bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði 1778-1785 og á Valdasteinsstöðum 1785 til æviloka. Kona, g. 1777, Guðrún Ólafsdóttir, f. um 1750 á Fossi í Hrútafirði, d. 10. nóv. 1823 á Valdasteinsstöðum. (Skiptab. Strand. 31. maí 1824). Foreldrar: Ólafur Þórðarson bóndi á Fossi og kona hans Helga Hallsdóttir.

3cIngibjörg Árnadóttir, f. um 1751 á Dalgeirsstöðum, d. 1792 eða 1793 á Skegghallsstöðum í Miðfirði. (Skiptab. Hún. 7. júní 1793). Húsfreyja á Skegghallsstöðum 1776 til æviloka. Maður: Jón Jónsson, f. um 1742 á Vatnshorni í Línakradal, d. 12. júní 1801 á Skegghallsstöðum. Hann var bóndi á Skegghallsstöðum 1776 til æviloka. Foreldrar: Jón Rögnvaldsson bóndi á Dalgeirsstöðum og kona hans Herdís Þorsteinsdóttir.

3dPáll Árnason, f. um 1752 á Dalgeirsstöðum, d. 24. jan. 1791 á Melum í Hrútafirði. Fermdur í Staðarsókn í Húnavatnssýslu 1763. Húsmaður á Melum 1785 til æviloka. Kona, g. 1777, Sigríður Jónsdóttir, f. um 1749 á Tannsstöðum, d. 3. mars 1785 á Tannsstöðum. Foreldrar: Jón Pálsson bóndi á Tannsstöðum og kona hans Sigríður Jónsdóttir.

3eGuðrún Árnadóttir, f. um 1753 á Dalgeirsstöðum, d. 23. júní 1821 í Hrútatungu í Hrútafirði. Húsfreyja á Tannsstöðum í Hrútafirði 1784-1785, á Bálkastöðum í Hrútafirði 1785-1788, í Hrútatungu 1790-1792 og á Fossi í Hrútafirði 1792-1821. Maður: Þorsteinn Jónsson, f. um 1752 á Vatnshorni í Línakradal, d. 28. júní 1835 á Fjarðarhorni í Hrútafirði. Foreldrar: Jón Rögnvaldsson bóndi á Dalgeirsstöðum og kona hans Herdís Þorsteinsdóttir.

3fVigdís Árnadóttir, f. um 1754 á Dalgeirsstöðum, d. 9. júní 1821 á Fallandastöðum í Hrútafirði. Húsfreyja á Fallandastöðum 1777 til æviloka. Maður, g. 1777, Bjarni Jónsson, f. um 1751 á Vatnshorni í Línakradal, d. 1814 eða 1815 á Fallandastöðum. Foreldrar: Jón Rögnvaldsson bóndi á Dalgeirsstöðum og kona hans Herdís Þorsteinsdóttir.

3gÓlöf Árnadóttir, f. um 1760 á Skegghallsstöðum, d. 24. des. 1818 á Oddsstöðum í Hrútafirði. Húsfreyja á Óspaksstöðum í Hrútafirði 1783-1813, á Mýrum í Hrútafirði 1813-1815 og á Oddsstöðum 1816 til æviloka. Maður, g. 1783, Jón Ólafsson, f. um 1748 á Fossi í Hrútafirði, d. 27. okt. 1829 á Bálkastöðum í Hrútafirði. Hann var bóndi á Óspaksstöðum 1775-1813 og á Oddsstöðum 1816-1827. Foreldrar: Ólafur Þórðarson bóndi á Fossi og kona hans Helga Hallsdóttir.

2dÓlafur Hallsson, f. um 1722, d. 3. nóv. 1788 á Óspakseyri í Bitrufirði. Bóndi á Ytri-Þverá í Vesturhópi 1745-1746, á Kollufossi í Miðfirði 1749-1755, á Efra-Núpi í Miðfirði 1755-1756, á Þverá í Núpsdal 1756-1759, á Húki í Miðfirði 1762-1763, á Óspakseyri 1772-1777 og í Gröf í Bitrufirði 1779-1781. Húsmaður á Óspakseyri 1781-1784. Bóndi á Óspakseyri 1784-1785. Húsmaður á Óspakseyri 1785-1788. Hann er kenndur við Tannsstaðabakka. (Feðraspor og fjörusprek, bls. 49). Kona: Kristín Pétursdóttir, f. um 1717, d. 27. nóv. 1782 á Óspakseyri. Foreldrar: Pétur Pétursson bóndi á Þverá og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. - 1762 voru hjá þeim þrír drengir 11, 5 og 2 ára og fjórar stúlkur 16, 15, 13 og 7 ára. - Börn þeirra: a) Ástríður, f. nál. 1745, b) Kristín, f. um 1749, c) Magnús, f. um 1751, d) Guðrún, f. um 1755, e) Ólafur, f. um 1757, f) Hallur, f. um 1760, g) Helga.

3aÁstríður Ólafsdóttir, f. nál. 1745, d. 18. okt. 1776 í Gröf í Bitrufirði. Húsfreyja í Gröf. Maður, g. 29. ágúst 1774, Jón Illugason, f. um 1740, d. 13. júlí 1821 á Þambárvöllum í Bitrufirði. (Skiptab. Strand. 25. júlí 1821). Hann var bóndi í Gröf 1776-1777 og á Þambárvöllum 1779 til æviloka. Foreldrar: Illugi Hallsson bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir.

3bKristín Ólafsdóttir, f. um 1749, d. 19. maí 1803 á Broddanesi í Kollafirði. Húsfreyja á Óspakseyri í Bitrufirði 1779-1784 og á Broddanesi 1784 til æviloka. Maður, g. 6. sept. 1772, Guðmundur Halldórsson, f. um 1739, d. 30. nóv. 1826 á Kirkjubóli í Steingrímsfirði. Hann var vinnumaður á Broddanesi 1762-1763, en bjó ekkill á Kirkjubóli 1803-1813. Foreldrar: Halldór Brandsson bóndi í Hvítuhlíð í Bitrufirði og kona hans Þórunn Eyjólfsdóttir.

3cMagnús Ólafsson, f. um 1751 á Húki, d. 30. sept. 1820 í Veiðileysu í Árneshreppi. Húsmaður í Gröf í Bitrufirði 1780-1781. Bóndi í Gröf 1781-1785. Vinnumaður á Melum í Trékyllisvík 1788-1789 og á Broddanesi í Kollafirði 1789-1804. Kona, g. 24. mars 1777, Guðrún Guðmundsdóttir, f. um 1754, d. 22. ágúst 1799 á Broddanesi. Hún var vinnukona á Þórustöðum í Bitrufirði 1785-1788, á Óspakseyri í Bitrufirði 1788-1790, á Þórustöðum 1790-1792, í Steinadal í Kollafirði 1794-1795 og á Bræðrabrekku í Bitrufirði 1796-1797. Foreldrar: Guðmundur Mikaelsson bóndi á Þórustöðum og kona hans Kristín Jónsdóttir.

3dGuðrún Ólafsdóttir, f. um 1755, d. 7. nóv. 1813 á Setbergi á Skógarströnd. Húsfreyja í Ásgarði í Hvammssveit 1779-1785, í Sælingsdal í Hvammssveit 1785-1812 og í Sælingsdalstungu í Hvammssveit 1812-1813. Maður, g. 13. des. 1778, Jón Steinsson, f. um 1746 í Ásgarði, d. 28. jan. 1821 í Gerði í Hvammssveit. Hann var húsmaður í Gerði 1812-1813, en þurfamaður í Enni í Refasveit 1817-1819. Foreldrar: Steinn Brandsson bóndi í Ásgarði og kona hans Solveig Bjarnadóttir.

3eÓlafur Ólafsson, f. um 1757 á Þverá, d. 29. júní 1841 í Enni í Refasveit. Bóndi á Kleifum í Kaldbaksvík 1787-1788, á Melum í Trékyllisvík 1788-1796, í Stóru-Ávík í Trékyllisvík 1796-1797 og á Krossnesi í Trékyllisvík 1797-1799. Húsmaður í Stóru-Ávík 1799-1800. Timburmaður á Akureyri 1800-1802. Verslunarþjónn í Reykjarfjarðarkauptúni í Árneshreppi 1804-1807. Bóndi í Krossanesi á Vatnsnesi 1807-1817 og í Enni 1817-1822. Húsmaður á Þingeyrum í Þingi 1822-1825. Bóndi í Öxl í Þingi 1825-1827 og í Enni 1827-1839. Húsmaður í Enni 1839 til æviloka. Fyrsta kona: Ragnhildur Jónsdóttir, f. um 1751, d. 18. maí 1816 á Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Hún var vinnukona í Ófeigsfirði í Árneshreppi 1794-1804, í Norðurfirði í Árneshreppi 1804-1805 og á Finnbogastöðum 1805 til æviloka. Faðir: Jón Einarsson bóndi í Litlu-Ávík í Trékyllisvík. Önnur kona, g. 4. júní 1805, Margrét Ólafsdóttir, f. 1781 á Vindhæli á Skagaströnd, d. 29. apríl 1822 í Enni. (Skiptab. Hún. 24. maí 1822). Foreldrar: Ólafur Guðmundsson bóndi á Vindhæli og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Þriðja kona, g. 19. nóv. 1823, Guðrún Ólafsdóttir, f. 1. júní 1796 á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, d. 25. apríl 1843 í Bakkakoti í Refasveit. (Skiptab. Hún. 22. des. 1843). Hún var húskona í Enni 1839-1842, en bjó ekkja í Bakkakoti 1842 til æviloka. Foreldrar: Ólafur Gíslason Waage kaupmaður á Akureyri og barnsmóðir hans Ragnheiður Jónsdóttir Laxdal húsfreyja í Hvammkoti í Seltjarnarneshreppi.

3fHallur Ólafsson, f. um 1760 á Húki, d. 15. júní 1819 í Villingadal í Haukadal. (Skiptab. Dal. 24. júní og 9. júlí 1819). Fermdur í Óspakseyrarsókn í Strandasýslu 1773. Bóndi á Einfætingsgili í Bitrufirði 1780-1784, í Guðlaugsvík í Hrútafirði 1784-1785, á Óspakseyri í Bitrufirði 1785-1788, í Sælingsdalstungu í Hvammssveit 1788-1794, á Melum í Trékyllisvík 1794-1796 og í Ásgarði í Hvammssveit 1797-1804. Húsmaður á Núpi í Haukadal 1807-1808. Bóndi í Skriðukoti í Haukadal 1809-1812 og í Villingadal 1815-1818. Húsmaður í Villingadal 1818 til æviloka. Hann er kenndur við Hólmlátur. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 3771; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 494). Kona, g. 29. ágúst 1779, Kristín Pétursdóttir, f. um 1751 í Mávahlíð í Neshreppi, d. 8. maí 1819 í Villingadal. (Skiptab. Dal. 24. júní og 9. júlí 1819). Foreldrar: Pétur Ólafsson bóndi í Mávahlíðarkoti í Neshreppi og kona hans Rósa Gísladóttir.

3gHelga Ólafsdóttir. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 494). Hún gæti verið sú sem dó 22. febr. 1785 á Fossi í Hrútafirði, 23 ára vinnustúlka.

2eHallgrímur Hallsson, f. nál. 1715, á lífi á Króksstöðum í Miðfirði 1754. Bóndi á Hurðarbaki í Vesturhópi 1749-1752 og á Króksstöðum 1752-1754. Kona: Málfríður Guðmundsdóttir, f. um 1734, d. 24. jan. 1814 á Víðivöllum í Blönduhlíð. Hún var húskona á Silfrastöðum í Blönduhlíð 1801-1802. Foreldrar: Guðmundur Þorkelsson bóndi í Klömbrum í Vesturhópi og kona hans Halldóra Árnadóttir. Barn: Ástríður, f. um 1753.

3aÁstríður Hallgrímsdóttir, f. um 1753, d. í okt. 1819 í Áshildarholti í Borgarsveit. Húsfreyja í Áshildarholti 1787-1816. Maður: Gísli Hallgrímsson, f. um 1753, d. 25. sept. 1819 í Sjávarborgarsókn í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar: Hallgrímur Magnússon bóndi í Keldudal í Hegranesi og fyrri kona hans Þórunn Ásgrímsdóttir.

2fSigríður Hallsdóttir, f. nál. 1715, á lífi á Dalgeirsstöðum í Miðfirði 1746. Búlaus á Dalgeirsstöðum 1744-1746.

2gÞórunn Hallsdóttir, f. nál. 1715, á lífi á Sveðjustöðum í Miðfirði 1762. Hún gæti verið sú sem varð legorðssek með Hákoni Árnasyni í Torfustaðahreppi í Húnavatnssýslu 1738 eða 1739. Búlaus á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal 1745-1746. Húsfreyja í Hornkoti í Víðidal 1751-1753 og á Harastöðum í Vesturhópi 1753-1755. Húskona á Sveðjustöðum. Maður: Hallkell Jónsson, f. um 1723, á lífi í Bjarghúsum í Vesturhópi 1784. (Lbs. 2691, 4to). Hann var húsmaður á Sveðjustöðum 1762-1763, en bóndi á Reynhólum í Miðfirði 1773-1784. Foreldrar: Jón Benediktsson bóndi á Urriðaá í Miðfirði og kona hans Snjólaug Eyjólfsdóttir. - 1762 voru hjá þeim þrír drengir 5, 2 og 1/2 árs og ein stúlka 13 ára. - Börn þeirra: a) Oddný, f. um 1744, b) Guðrún, f. um 1749, c) Þórður, f. um 1757, d) Eyjólfur, f. um 1760, e) Benedikt, f. 1762.

3aOddný Hallkelsdóttir, f. um 1744, d. 17. júní 1806 í Bjarghúsum í Vesturhópi. Húsfreyja í Bjarghúsum 1781-1785, á Þorkelshóli í Víðidal 1785-1791 og í Bjarghúsum 1793 til æviloka. Maður, g. 1. nóv. 1781, Helgi Helgason, f. um 1743, á lífi í Bjarghúsum 1806. Hann var bóndi í Bjarghúsum 1777-1785.

3bGuðrún Hallkelsdóttir, f. um 1749 á Stóru-Ásgeirsá, d. 24. febr. 1820 í Kirkjuhvammi á Vatnsnesi. Búlaus á Sveðjustöðum í Miðfirði 1783-1784. Vinnukona á Sveðjustöðum 1784-1785 og á Þverá í Núpsdal 1785-1788. Húsfreyja á Brandagili í Hrútafirði 1790-1802 og á Oddsstöðum í Hrútafirði 1802-1812. Búlaus á Oddsstöðum 1812-1813. Húsfreyja á Oddsstöðum 1813-1815. Húskona á Reykjum í Hrútafirði 1816-1817 og í Kirkjuhvammi 1817 til æviloka. Maður: Magnús Ólafsson, f. um 1734 á Þóreyjarnúpi í Línakradal, d. 1803 á Oddsstöðum. (Skiptab. Hún. 28. sept. og 20. okt. 1803). Hann var bóndi á Brandagili 1762-1802. Foreldrar: Ólafur Þórðarson bóndi á Fossi í Hrútafirði og kona hans Helga Hallsdóttir.

3cÞórður Hallkelsson, f. um 1757, d. 22. febr. 1831 í Svarðbæli í Miðfirði. Bóndi á Króksstöðum í Miðfirði 1783-1784 og á Efri-Torfustöðum í Miðfirði 1784-1785. Vinnumaður á Staðarbakka í Miðfirði 1785-1786. Bóndi á Staðarbakka 1786-1787. Vinnumaður á Staðarbakka 1787-1788. Bóndi í Litlu-Tungu í Miðfirði 1788-1796 og á Skarfshóli í Miðfirði 1796-1815. Kona: Hólmfríður Gísladóttir, f. um 1760 í Litlu-Tungu, d. 1. júlí 1839 í Gröf á Vatnsnesi. Foreldrar: Gísli Snorrason bóndi í Litlu-Tungu og seinni kona hans Þorbjörg Þorkelsdóttir.

3dEyjólfur Hallkelsson, f. um 1760, d. 15. júní 1810 á Dalgeirsstöðum í Miðfirði. (Skiptab. Hún. 23. júlí og 12. des. 1810). Búlaus á Staðarbakka í Miðfirði 1781-1782. Bóndi á Króksstöðum í Miðfirði 1782-1783, á Bergsstöðum í Miðfirði 1783-1787 og á Dalgeirsstöðum 1787 til æviloka. Kona: Þórný Guðmundsdóttir, f. um 1757 í Ytri-Vallakoti á Vatnsnesi, d. 11. mars 1843 á Barkarstöðum í Miðfirði. Hún bjó ekkja á Dalgeirsstöðum 1810-1813 og 1814-1817, en var próventukona á Barkarstöðum 1827 til æviloka. Foreldrar: Guðmundur Bjarnason bóndi í Grafarkoti í Línakradal og kona hans Guðrún Loftsdóttir.

3eBenedikt Hallkelsson, f. 1762 á Sveðjustöðum, d. 6. júlí 1796 í Bjarghúsum í Vesturhópi. Bóndi á Reynhólum í Miðfirði 1784-1785. Vinnumaður á Efra-Núpi í Miðfirði 1786-1787 og á Bóli á Vatnsnesi 1788-1791. Kona: Valgerður Steingrímsdóttir, f. um 1755 á Auðunarstöðum í Víðidal, d. 15. nóv. 1806 á Auðunarstöðum í Víðidal. Hún var vinnukona á Tannsstöðum í Hrútafirði 1786-1787 og á Melum í Hrútafirði 1796-1802. Foreldrar: Steingrímur Narfason bóndi í Sporði í Línakradal og kona hans Sigríður Bjarnadóttir.

2hBjarni Hallsson. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 36 og 815; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3676 og 5138).

2iEinar Hallsson, f. 1713 eða 1714 í Húnavatnssýslu, á lífi á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði 1755. Vinnumaður á Staðarbakka í Miðfirði 1750-1751. Bóndi á Króksstöðum í Miðfirði 1751-1753 og á Neðri-Torfustöðum 1753-1755. Barnsmóðir, ls. 1733 eða 1734, Ingunn Gunnarsdóttir, f. um 1704, d. 1779 (gr. 6. júní 1779) á Þorkelshóli í Víðidal. Barn þeirra: a) barn, f. 1733 eða 1734. Barnsmóðir, ls. 1734 eða 1735, Ragnhildur Jónsdóttir, f. nál. 1705, á lífi í Víðidalstungusókn í Húnavatnssýslu 1735. Barn þeirra: b) barn, f. 1734 eða 1735.

3aEinarsbarn, f. 1733 eða 1734 í Víðidalstungusókn.

3bEinarsbarn, f. 1734 eða 1735 í Víðidalstungusókn.

2jÞórður Hallsson, f. 1722 eða 1723 í Breiðabólstaðarprestakalli í Húnavatnssýslu, dó ungur. (Dómab. Hún. 27. febr. 1726).

2kJón Hallsson, f. 1724 eða 1725 í Húnavatnssýslu, d. 1784 á Lækjamóti í Víðidal. (Skiptab. Hún. 19. jan. 1785). Bóndi í Bakkakoti í Víðidal 1751-1757, á Lækjamóti 1762-1763, á Auðunarstöðum í Víðidal 1770-1771, í Dæli í Víðidal 1773-1781 og á Lækjamóti 1781 til æviloka. Barnsmóðir: Ónafngreind. Barn þeirra: a) Pétur, f. um 1752. Kona: Þórunn Benediktsdóttir, f. um 1731, d. 1784 á Lækjamóti. (Skiptab. Hún. 19. jan. 1785). - 1762 voru hjá þeim tveir drengir 6 og 1 árs og tvær stúlkur 13 og 4 ára. - Börn þeirra: b) Þorbjörg, f. um 1753, c) Signý, f. um 1758, d) Þórður, f. um 1760, e) Snæbjörn, f. um 1763, f) Jón, f. um 1768, g) Bjarni, f. 1771 (sk. 5. maí 1771), h) Jón, f. 1775 eða 1776 (sk. 1. jan. 1776), i) Jón, f. 1777 (sk. 20. apríl 1777).

3aPétur Jónsson, f. um 1752 í Bakkakoti, d. 13. okt. 1833 á Valdalæk á Vatnsnesi. Fermdur í Víðidalstungusókn í Húnavatnssýslu 1771. Bóndi í Dæli í Víðidal 1781-1789 og á Hrappsstöðum í Víðidal 1790-1815. Kona: Þorkatla Guðbrandsdóttir, f. um 1749 í Grænadal í Miðfirði, d. 5. febr. 1824 á Orrastöðum á Ásum. Foreldrar: Guðbrandur Guðbrandsson vinnumaður í Steinnesi í Þingi og barnsmóðir hans Elín Andrésdóttir vinnukona í Grænadal.

3bÞorbjörg Jónsdóttir, f. um 1753 í Bakkakoti, d. 1776 (gr. 23. nóv. 1776) í Dæli. Vinnukona í Dæli.

3cSigný Jónsdóttir, f. um 1758, d. 17. mars 1814 í Gottorp í Vesturhópi. (Skiptab. Hún. 1. apríl 1814). Fermd í Víðidalstungusókn í Húnavatnssýslu 1771. Vinnukona í Melrakkadal í Víðidal 1783-1784 og í Múla í Línakradal 1788-1799. Búlaus í Gafli í Víðidal 1810-1813. Húsfreyja í Gottorp 1813 til æviloka.

3dÞórður Jónsson, f. um 1760 á Lækjamóti, d. 19. febr. 1828 á Barkarstöðum í Svartárdal. Fermdur í Víðidalstungusókn í Húnavatnssýslu 1775. Bóndi í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal 1797-1803 og á Kúfustöðum í Svartárdal 1805-1818. Húsmaður á Fossum í Svartárdal 1822-1823. Vinnumaður á Barkarstöðum 1826 til æviloka. Kona: Hólmfríður Bjarnadóttir, f. um 1763 á Steiná í Svartárdal, d. 6. ágúst 1846 í Steinárgerði í Svartárdal. Hún var vinnukona á Eiríksstöðum í Svartárdal 1785-1788, í Hvammi í Svartárdal 1789-1790 og 1828-1831, en húskona í Hvammi 1833-1835, á Sveinsstöðum í Tungusveit 1835-1836 og í Hvammi 1836-1837. Foreldrar: Bjarni Ólafsson bóndi á Fossum og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir.

3eSnæbjörn Jónsson, f. um 1763 á Lækjamóti, d. 14. febr. 1785 í Bakkakoti í Víðidal. Fermdur í Víðidalstungusókn í Húnavatnssýslu 1779. Vinnumaður í Bakkakoti.

3fJón Jónsson, f. um 1768, d. 1774 (gr. 11. okt 1774) í Dæli.

3gBjarni Jónsson, f. 1771 (sk. 5. maí 1771) á Auðunarstöðum.

3hJón Jónsson, f. 1775 eða 1776 (sk. 1. jan. 1776) í Dæli.

3iJón Jónsson, f. 1777 (sk. 20. apríl 1777) í Dæli.

1cGuðmundur Björnsson, f. um 1686, d. 1766 eða 1767 á Guðlaugsstöðum. Fósturpiltur í Hrauni í Öxnadal 1702-1703. Bóndi í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu 1720-1722 og á Guðlaugsstöðum 1734 til æviloka. Barnsmóðir, ls. 1706 eða 1707, Guðrún, f. nál. 1680, á lífi í Bakkasókn í Eyjafjarðarsýslu 1707. Barn þeirra: a) barn, f. 1706 eða 1707. Kona: Helga Árnadóttir, f. um 1687, á lífi á Guðlaugsstöðum 1762. Foreldrar: Árni Þorsteinsson bóndi á Gili í Svartárdal og kona hans Valgerður Jannesdóttir. - 1762 voru hjá þeim einn drengur 36 ára og ein stúlka 35 ára. - Börn þeirra: b) Þórdís, f. um 1712, c) Jón, f. um 1719, d) Jannes, f. um 1725, e) Ólöf, f. um 1727.

2aGuðmundarbarn, f. 1706 eða 1707 í Bakkasókn.

2bÞórdís Guðmundsdóttir, f. um 1712, á lífi í Dæli í Sæmundarhlíð 1762. Húsfreyja í Dæli. Maður: Eiríkur Jónsson, f. um 1706, d. 3. febr. 1785 í Geldingaholti í Seyluhreppi. Hann var bóndi í Þverárdal á Laxárdal fremri 1733-1746 og í Dæli 1752-1767. Foreldrar: Jón Andrésson bóndi í Skagafjarðarsýslu og kona hans Guðrún Jónsdóttir. - 1762 voru hjá þeim tveir drengir 13 og 7 ára og tvær stúlkur 24 og 12 ára. -

2cJón Guðmundsson, f. um 1719, d. 14. júní 1785 í Ljótshólum í Svínadal. Bóndi á Guðlaugsstöðum 1773-1783. Barnsmóðir, ls. 1756 eða 1757, Guðrún Þórðardóttir, f. nál. 1725, á lífi á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal 1757. Hún var búlaus í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1756-1757. Barn þeirra: a) Jón, f. 1756 eða 1757.

3aJón Jónsson, f. 1756 eða 1757 í Svínavatnshreppi, á lífi í Svínavatnshreppi 1777. (Dómab. Hún. 27. apríl 1770 og 26. júní 1777).

2dJannes Guðmundsson, f. um 1725, d. 9. mars 1785 á Guðlaugsstöðum. (Skiptab. Hún. 27. apríl 1785). Hann gæti verið sá sem sagður er hafa orðið legorðssekur með Guðnýju Hannesdóttur. Búlaus á Stóru-Giljá í Þingi 1745-1746. Bóndi á Guðlaugsstöðum 1773 til æviloka. Kona: Halldóra Jónsdóttir, f. um 1707, d. 14. okt. 1785 á Guðlaugsstöðum. Foreldrar: Jón Eiríksson bóndi á Reykjum á Reykjabraut og seinni kona hans Ingunn Þorleifsdóttir. Börn þeirra: a) Solveig, f. um 1747, b) Sigríður, f. um 1750.

3aSolveig Jannesdóttir, f. um 1747 á Stóru-Giljá, d. 8. okt. 1819 á Kringlu á Ásum. Húsfreyja á Guðlaugsstöðum 1785-1786, í Ljótshólum í Svínadal 1786-1792 og á Hæli á Ásum 1792-1807. Húskona á Hæli 1807-1809, á Kringlu 1809-1813 og 1815 til æviloka. Maður, g. 14. nóv. 1786, Þórarinn Guðbrandsson, f. um 1749, á lífi á Kringlu 1809. Foreldrar: Guðbrandur Þórarinsson bóndi á Strjúgsstöðum í Langadal og kona hans Guðný Sveinsdóttir.

3bSigríður Jannesdóttir, f. um 1750, d. 18. febr. 1790 í Auðkúlusókn í Húnavatnssýslu. Vinnukona í Ljótshólum 1786 til æviloka.

2eÓlöf Guðmundsdóttir, f. um 1727 á Gili í Svartárdal, d. 1817 (gr. 15. júní 1817) á Guðlaugsstöðum. Húsfreyja á Guðlaugsstöðum 1773-1783 og í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal 1784-1795. Skylduhjú á Guðlaugsstöðum 1800 til æviloka. Maður: Sveinn Pétursson, f. nál. 1725, á lífi í Eyvindarstaðagerði 1795. Hann var vinnumaður í Ljótshólum í Svínadal 1751-1752. Foreldrar: Pétur Nikulásson bóndi á Ytri-Ey á Skagaströnd og barnsmóðir hans Guðrún Helgadóttir vinnukona í Auðkúluprestakalli í Húnavatnssýslu.

1dSteinunn Björnsdóttir, f. um 1687. Húsfreyja á Syðri-Ey á Skagaströnd. Maður: Ólafur Tumason, f. um 1692, d. 1747 eða 1748 á Svínavatni í Svínavatnshreppi. (Dómab. Hún. 25. apríl 1747 og 3. maí 1748). Hann var bóndi á Syðri-Ey 1719-1737 og á Svínavatni 1737 til æviloka. Foreldrar: Tumi Þorleifsson bóndi á Torfalæk á Ásum og fyrri kona hans Solveig Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Solveig, f. um 1720, b) Magnús, f. um 1722, c) Helga, f. um 1725, d) Björn, f. um 1729, e) Ólöf, f. nál. 1720, f) Þorleifur, f. nál. 1720.

2aSolveig Ólafsdóttir, f. um 1720 á Syðri-Ey, d. 11. febr. 1792 á Guðlaugsstöðum. (Skiptab. Hún. 15. maí og 14. okt. 1792). Húsfreyja í Litladal í Svínavatnshreppi 1751-1763, í Ljótshólum í Svínadal 1773-1786 og á Guðlaugsstöðum 1786 til æviloka. Fyrri maður: Arnljótur Jónsson, f. nál. 1725, d. 1753 eða 1754 í Litladal. Foreldrar: Jón Ólafsson bóndi á Stóru-Öxnakeldu við Hellna og seinni kona hans Elín Arnljótsdóttir. Barn þeirra: a) Elín, f. 1752. Seinni maður, g. 1757 eða 1758, Illugi Jannesson, f. um 1725, d. 20. júlí 1788 á Guðlaugsstöðum. (Skiptab. Hún. 15. júlí og 6. nóv. 1789). Hann var bóndi í Haga í Þingi 1753-1757. Faðir: Jannes Bjarnason bóndi í Grundarkoti í Vatnsdal. - 1762 voru hjá þeim tveir drengir 3 og 2 ára og ein stúlka 10 ára. - Börn þeirra: b) Arnljótur, f. um 1759, c) Guðmundur, f. um 1760, d) Þrúður, f. um 1763.

3aElín Arnljótsdóttir, f. 1752 í Litladal, d. 30. júlí 1839 á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Búlaus á Gunnsteinsstöðum 1776-1779. Húsfreyja á Gunnsteinsstöðum 1779-1826. Maður, g. 22. júlí 1776, Árni Sigurðsson, f. um 1743, d. 1815 eða 1816 á Gunnsteinsstöðum. Foreldrar: Sigurður Þorláksson bóndi á Gunnsteinsstöðum og kona hans Elín Sigmundsdóttir.

3bArnljótur Illugason, f. um 1759 í Litladal, d. 15. maí 1834 á Guðlaugsstöðum. (Skiptab. Hún. 18. des. 1834). Bóndi á Guðlaugsstöðum 1792 til æviloka. Kona, g. 7. maí 1799, Rannveig Jónsdóttir, f. um 1775 í Hvammi í Vatnsdal, d. 17. okt. 1828 á Guðlaugsstöðum. Foreldrar: Jón Pálsson bóndi í Hvammi og seinni kona hans Steinvör Jónsdóttir.

3cGuðmundur Illugason, f. um 1760 í Litladal, d. 17. júlí 1795 á Guðlaugsstöðum. Vinnumaður á Guðlaugsstöðum 1786 til æviloka.

3dÞrúður Illugadóttir, f. um 1763 í Litladal, d. 1. jan. 1861 á Gili í Svartárdal. Húsfreyja í Ljótshólum í Svínadal 1793-1794, í Holti á Ásum 1794-1796, á Hjaltabakka á Ásum 1796-1798 og á Björnólfsstöðum í Langadal 1800-1811. Búlaus á Björnólfsstöðum 1812-1813 og á Gunnfríðarstöðum á Bakásum 1813-1814. Húsfreyja á Gunnfríðarstöðum 1814-1833. Maður, g. 15. okt. 1793, Ketill Rögnvaldsson, f. um 1759, d. 26. apríl 1811 á Björnólfsstöðum. (Skiptab. Hún. 6. júlí og 14. nóv. 1811). Hann var vinnumaður á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 1791-1792. Foreldrar: Rögnvaldur Indriðason bóndi á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi og kona hans Þórunn Sveinsdóttir.

2bMagnús Ólafsson, f. um 1722 á Syðri-Ey, d. 1774 eða 1775 á Efra-Skúfi í Norðurárdal. Bóndi á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1749-1754, á Þorbrandsstöðum í Langadal 1755-1763 og á Efra-Skúfi 1773 til æviloka. Kona: Guðný Bjarnadóttir, f. um 1724, á lífi á Efra-Skúfi 1780. Hún bjó ekkja á Efra-Skúfi 1775-1780. - 1762 voru hjá þeim tveir drengir 11 og 9 ára og ein stúlka 7 ára. - Börn þeirra: a) Ólafur, f. um 1752, b) Ólöf, f. um 1756.

3aÓlafur Magnússon, f. um 1752 á Svínavatni, á lífi í Glóru á Kjalarnesi 1812. Búlaus á Efra-Skúfi í Norðurárdal 1774-1779. Bóndi í Öxl í Þingi 1780-1783 og á Hafursstöðum á Skagaströnd 1783-1784. Vinnumaður í Stóradal í Svínavatnshreppi 1786-1788, í Holti í Svínadal 1788-1791 og á Svínavatni 1791-1795. Búlaus á Svínavatni 1797-1798. Sjómaður í Gunnlaugshúsi í Reykjavík 1797-1798. Vinnumaður í Tukthúsinu í Reykjavík 1798-1799. Lausamaður í Tukthúsinu 1799-1801. Bóndi í Hittu í Mosfellssveit 1801-1802 og í Breiðholti í Seltjarnarneshreppi 1802-1803. Húsmaður á Bústöðum í Seltjarnarneshreppi 1805-1807 og í Varmadal á Kjalarnesi 1808-1809. Bóndi í Glóru 1810-1812. Kona, g. 1801 eða 1802, Guðrún Magnúsdóttir, f. um 1759, d. 18. febr. 1838 í Ánanaustum í Reykjavík. Hún var húsfreyja á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd 1784-1788. Foreldrar: Magnús Björnsson bóndi á Akranesi og kona hans ónafngreind Bjarnadóttir.

3b*Ólöf Magnúsdóttir, f. um 1756, á lífi í Reykjavík 1806. Spunakona í Reykjavík 1784-1786. Vinnukona í Reykjavík 1786-1787. Húskona á Hólmi í Seltjarnarneshreppi 1787-1788. Húsfreyja á Hólmi 1788-1792. Vinnukona á Hólmi 1797-1799, í Þerney á Kollafirði 1801 og í Breiðholti í Seltjarnarneshreppi 1802-1803. Húskona í Gesthúsum á Seltjarnarnesi 1803-1804, í Nýjabæ í Reykjavík 1804-1805 og í Egilshúsi í Reykjavík 1805-1806. Maður, g. 10. okt. 1786, Níels Jóhannsson, f. 1760 (sk. 14. apríl 1760), dr. 9. júní 1827 í Seltjarnarnesþingum í Gullbringusýslu. Hann var smali í Viðey á Kollafirði 1805-1806, en fjósamaður í Viðey 1806-1808. Foreldrar: Jóhann Níelsson bóndi á Hólmi og kona hans Ásdís Sigurðardóttir.

2cHelga Ólafsdóttir, f. um 1725 á Syðri-Ey, d. 11. sept. 1814 á Spákonufelli á Skagaströnd. (Skiptab. Hún. 28. okt. 1814, 4. maí og 4. des. 1816). Húsfreyja á Brandaskarði á Skagaströnd 1752-1754, í Höfðahólum á Skagaströnd 1755-1760 og á Spákonufelli 1773-1806. Búlaus á Spákonufelli 1806-1807. Maður: Guðmundur Jónsson, f. um 1726, d. 1802 (gr. 29. des. 1802) á Spákonufelli. Foreldrar: Jón Guðmundsson bóndi á Spákonufelli og kona hans Oddný Davíðsdóttir. Börn þeirra: a) Jón, f. um 1751, b) Ólafur, f. um 1754, c) Hermann, f. 1756 (sk. 17. ágúst 1756), d) Davíð, f. um 1770.

3aJón Guðmundsson, f. um 1751, d. 3. júní 1810 á Ystagili í Langadal. (Skiptab. Hún. 15. júní og 8. nóv. 1810). Bóndi á Ystagili 1793 til æviloka. Kona, g. 1792, Sigríður Sveinsdóttir, f. um 1762, d. 1808 á Ystagili. (Skiptab. Hún. 3. júní 1809). Foreldrar: Sveinn Sveinsson bóndi í Háagerði á Skagaströnd og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Sambýliskona: Þorbjörg Jónsdóttir, f. um 1772 á Grund í Svínadal, d. 6. jan. 1836 í Stóradal í Svínavatnshreppi. Hún var bústýra á Ystagili 1809-1810, en húsfreyja á Ystagili 1810-1811 og í Holtastaðakoti í Langadal 1812-1813. Foreldrar: Jón Hálfdanarson bóndi á Grund og seinni kona hans Þorbjörg Sveinsdóttir.

3bÓlafur Guðmundsson, f. um 1754, d. 2. apríl 1822 á Harastöðum á Skagaströnd. (Skiptab. Hún. 12. júní 1822). Búlaus á Spákonufelli á Skagaströnd 1782-1783. Bóndi á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1783-1786, í Harastaðakoti á Skagaströnd 1786-1787 og á Harastöðum 1788 til æviloka. Fyrri kona, km. 2. júlí 1782 / g. 30. sept. 1782, Steinunn Einarsdóttir, f. um 1758, d. 15. jan. 1798 á Harastöðum. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi á Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi og kona hans Steinunn Árnadóttir. Seinni kona, g. 1801 eða 1802, Guðríður Guðmundsdóttir, f. um 1768 í Höskuldsstaðasókn í Húnavatnssýslu, d. 27. febr. 1846 í Háagerði á Skagaströnd. Hún var húsfreyja á Harastöðum 1802-1839. Foreldrar: Guðmundur Arason bóndi í Vatnahverfi í Refasveit og barnsmóðir hans Guðríður Gottskálksdóttir húsfreyja í Spákonufellskoti á Skagaströnd.

3cHermann Guðmundsson, f. 1756 (sk. 17. ágúst 1756) í Höfðahólum, d. 2. nóv. 1813 í Engihlíð í Langadal. (Skiptab. Hún. 20. des. 1813 og 10. maí 1814). Bóndi í Vatnahverfi í Refasveit 1794-1795 og á Þverá í Hallárdal 1795-1813. Kona, g. 30. nóv. 1793, Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1763 (sk. 23. des. 1763) í Höskuldsstaðasókn í Húnavatnssýslu, á lífi í Engihlíð 1815. Hún var húsfreyja í Engihlíð 1813-1815. Foreldrar: Guðmundur Arason bóndi í Vatnahverfi og barnsmóðir hans Þóra Guðmundsdóttir vinnukona á Ytri-Ey á Skagaströnd.

3dDavíð Guðmundsson, f. um 1770 á Spákonufelli, d. 9. apríl 1839 á Vindhæli á Skagaströnd. Búlaus á Spákonufelli 1794-1795. Bóndi í Spákonufellskoti á Skagaströnd 1796-1801, á Spákonufelli 1803-1818 og á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1818-1826. Húsmaður á Vindhæli 1826 til æviloka. Fyrri kona, g. 3. ágúst 1794, Katrín Einarsdóttir, f. um 1770 á Syðri-Ey á Skagaströnd, d. 19. ágúst 1825 á Sæunnarstöðum. (Skiptab. Hún. 26. júní 1826 og 23. febr. 1827). Foreldrar: Einar Finnsson vinnumaður á Syðri-Ey og kona hans Sigríður Þorbergsdóttir. Seinni kona, g. 23. des. 1828, Svanhildur Ívarsdóttir, f. 1776 (sk. 19. júní 1776) á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð, d. 17. maí 1866 á Þverá í Hallárdal. Hún var húsfreyja á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð 1807-1808, á Nautabúi á Neðribyggð 1808-1816, á Hafursstöðum á Skagaströnd 1816-1817 og á Blálandi í Hallárdal 1821-1829. Foreldrar: Ívar Jónsson bóndi á Syðra-Vatni á Efribyggð og fyrri kona hans Þuríður Magnúsdóttir.

2dBjörn Ólafsson, f. um 1729 á Syðri-Ey, d. 18. febr. 1816 á Orrastöðum á Ásum. Búlaus í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1751-1759. Bóndi í Hvammi á Laxárdal fremri 1762-1763, á Botnastöðum í Svartárdal 1773-1775, á Hóli í Sæmundarhlíð 1776-1784 og í Vík í Staðarhreppi 1784-1787. Húsmaður í Litlu-Gröf á Langholti 1789-1790 og í Glæsibæ í Staðarhreppi 1790-1791. Fyrri kona, g. 1761, Helga Hallsdóttir, f. um 1727, d. 1776 eða 1777 á Hóli. (Skiptab. Skag. 13. júní og í ágúst 1777). Börn þeirra: a) Steinunn, f. um 1763, b) Ólafur, f. um 1765, c) Helga, f. um 1767. Seinni kona: Guðrún Símonsdóttir, f. um 1741, d. 12. okt. 1813 á Hæli á Ásum. Hún var húsfreyja í Utanverðunesi í Hegranesi 1763-1766, á Sjávarborg í Borgarsveit 1767 og á Húsabakka í Seyluhreppi um 1771. Foreldrar: Símon Þórðarson bóndi í Utanverðunesi og kona hans Helga Egilsdóttir. Börn þeirra: d) Björn, f. um 1778, e) Jósevæn, f. um 1780, f) Björg, f. um 1782.

3aSteinunn Björnsdóttir, f. um 1763 í Hvammi, d. 9. des. 1823 í Syðri-Mjóadal á Laxárdal fremri. Vinnukona á Stóru-Mörk á Laxárdal fremri 1789-1790 og í Ytri-Mjóadal á Laxárdal fremri 1800-1805. Húskona í Gautsdal á Laxárdal fremri 1816-1817. Húsfreyja í Engihlíð í Langadal 1817-1818. Þurfakona í Syðri-Mjóadal 1822 til æviloka.

3bÓlafur Björnsson, f. um 1765 í Hvammi, d. 12. ágúst 1825 á Hrafnabjörgum í Svínadal. (Skiptab. Hún. 25. apríl 1826). Bóndi á Hrafnabjörgum 1797 til æviloka. Kona, g. 2. júlí 1796, Halldóra Ólafsdóttir, f. 1775 í Finnstungu í Blöndudal, d. 12. maí 1846 á Hrafnabjörgum. Hún bjó ekkja á Hrafnabjörgum 1825-1841. Foreldrar: Ólafur Sveinsson bóndi á Geithömrum í Svínadal og seinni kona hans Guðrún Benediktsdóttir.

3cHelga Björnsdóttir, f. um 1767, á lífi á Hóli 1777. (Skiptab. Skag. 13. júní og í ágúst 1777).

3dBjörn Björnsson, f. um 1778 á Hóli, d. 2. mars 1827 í Hrútatungu í Hrútafirði. (Skiptab. Hún. 26. nóv. 1827). Fermdur í Svínavatnssókn í Húnavatnssýslu 1794. Bóndi á Hæli á Ásum 1807-1815, á Orrastöðum á Ásum 1815-1818, á Efra-Núpi í Miðfirði 1818-1822 og í Hrútatungu 1822 til æviloka. Kona, g. 25. júlí 1805, Þórdís Björnsdóttir, f. um 1785 á Neðri-Fitjum í Víðidal, d. 7. febr. 1851 á Fögrubrekku í Hrútafirði. Hún var húsfreyja í Hrútatungu 1822-1839 og á Fögrubrekku 1839 til æviloka. Foreldrar: Björn Guðmundsson bóndi í Gafli í Víðidal og seinni kona hans Ingibjörg Þorvarðsdóttir.

3eJósevæn Björnsdóttir, f. um 1780 á Hóli, d. 11. ágúst 1846 á Löngumýri í Vallhólmi. Fermd í Auðkúluprestakalli í Húnavatnssýslu 1799. Vinnukona á Auðkúlu í Svínadal 1800-1801 og á Hæli á Ásum 1810-1811. Húskona á Smyrlabergi á Ásum 1811-1812. Búlaus á Grund í Svínadal 1813-1814 og á Brún í Svartárdal 1814-1815. Vinnukona á Hurðarbaki á Ásum 1816-1817 og í Sauðanesi á Ásum 1817-1818. Húskona í Sauðanesi 1818-1819. Búlaus í Stóru-Gröf á Langholti 1819-1821 og í Vík í Staðarhreppi 1821-1822. Vinnukona á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 1826-1827. Húskona á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi 1828-1829. Vinnukona á Reynistað í Staðarhreppi 1831-1832, í Utanverðunesi í Hegranesi 1832-1833, á Reynistað 1833-1834, á Marbæli á Langholti 1834-1836, á Stóru-Seylu á Langholti 1836-1837, í Jaðri á Langholti 1837-1838 og á Kjartansstöðum á Langholti 1839-1840. Húskona á Kjartansstöðum 1840-1841, í Miklagarði á Langholti 1841-1842 og á Löngumýri 1844 til æviloka.

3fBjörg Björnsdóttir, f. um 1782 á Hóli, d. 4. júlí 1846 í Gafli í Svínadal. Fermd í Hjaltabakkasókn í Húnavatnssýslu 1798. Vinnukona í Holti á Ásum 1801, á Grófargili á Langholti 1816-1817 og á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 1818-1819. Húskona á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi 1826-1827. Bústýra í Sveinskoti á Reykjaströnd 1834-1835. Húskona í Kálfárdal í Gönguskörðum 1840-1841 og á Eyrarlandi á Laxárdal fremri 1845-1846.

2eÓlöf Ólafsdóttir, f. nál. 1720. Húsfreyja á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1751-1754. Maður: Björn Jónsson, f. nál. 1720, d. 1753 eða 1754 á Svínavatni.

2fÞorleifur Ólafsson, f. nál. 1720, á lífi í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu 1763. (Dómab. Hún. 21. sept. 1763). Bóndi á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1749-1754. Búlaus í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1754-1755 og í Höfðahólum á Skagaströnd 1756-1757. Bóndi í Króki á Skagaströnd 1757-1760.

1eÓlafur Björnsson, f. um 1688. Bóndi á Höllustöðum í Blöndudal. Kona: Elín Jónsdóttir, f. um 1690, d. 1736 eða 1737 á Höllustöðum. Hún bjó ekkja á Höllustöðum 1734 til æviloka. Foreldrar: Jón Bjarnason bóndi á Eiðsstöðum í Blöndudal og kona hans Sesselja Sigurðardóttir. Börn þeirra: a) Þórdís, f. um 1717, b) Gísli, f. um 1718.

2a*Þórdís Ólafsdóttir, f. um 1717, á lífi í Stóradalshjáleigu í Svínavatnshreppi 1762. Búlaus í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1739-1740. Húsfreyja á Þröm í Blöndudal 1740-1758 og á Eldjárnsstöðum í Blöndudal 1758-1759. Maður, g. 29. sept. 1749, Helgi Guðmundsson, f. nál. 1715, á lífi á Eldjárnsstöðum 1759. Faðir: Guðmundur Hallsson bóndi í Finnstungu í Blöndudal. - 1762 var hjá henni ein stúlka 12 ára. - Barn þeirra: a) Rannveig, f. um 1750.

3aRannveig Helgadóttir, f. um 1750 á Þröm, d. 30. apríl 1834 á Skinnastöðum á Ásum. Húsfreyja á Hæli á Ásum 1773-1786, á Skinnastöðum 1786-1790 og 1791-1827. Fyrri maður: Magnús Björnsson, f. um 1732, d. 30. nóv. 1784 á Hæli. Hann var bóndi á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1762-1763. Faðir: Björn Magnússon bóndi á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi. Seinni maður, g. 15. júní 1794, Björn Ísaksson, f. um 1728, d. 30. jan. 1805 á Skinnastöðum. Hann var bóndi á Hnjúki í Vatnsdal 1755-1763, á Marðarnúpi í Vatnsdal 1773-1775 og í Melagerði í Vatnsdal 1775-1785, en vinnumaður í Stóradal í Svínavatnshreppi 1789-1792. Faðir: Ísak Bjarnason bóndi í Miðhópi í Víðidal.

2bGísli Ólafsson, f. um 1718, d. 11. febr. 1785 í Sólheimum í Svínavatnshreppi. Bóndi á Höllustöðum í Blöndudal 1738-1751, á Brandsstöðum í Blöndudal 1751-1756 og á Höllustöðum 1756-1762. Búlaus í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1762-1764. Bóndi á Höllustöðum 1765-1769. Kona: Halldóra Jónsdóttir, f. um 1718, d. 13. febr. 1785 á Brandsstöðum. Foreldrar: Jón Símonsson bóndi á Brandsstöðum og kona hans Guðný Jónsdóttir. Börn þeirra: a) Elín, f. um 1749, b) Guðný, f. um 1749.

3a*Elín Gísladóttir, f. um 1749, á lífi á Brandsstöðum í Blöndudal 1801. Vinnukona á Brandsstöðum. Maður: Ónafngreindur.

3bGuðný Gísladóttir, f. um 1749 á Höllustöðum, á lífi í Junkaragerði í Höfnum 1812. Húsfreyja á Höllustöðum 1773-1782, á Þröm í Blöndudal 1782-1783 og í Bolafæti í Ytri-Njarðvík 1784-1785. Bústýra í Bolafæti 1785-1788. Húsfreyja í Bolafæti 1788-1801. Fyrri maður: Gísli Jónsson, f. um 1744, d. 27. febr. 1785 í Bolafæti. Seinni maður, g. 20. mars 1788, Pétur Markússon, f. um 1760 í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, d. 14. maí 1818 í Junkaragerði. Hann var bóndi í Junkaragerði 1812 til æviloka. Foreldrar: Markús Hinriksson bóndi í Tjarnarkoti og kona hans Guðbjörg Rafnsdóttir.

1fÞorleifur Björnsson, f. um 1691, dr. 1728 í Þingeyrasókn í Húnavatnssýslu. Bóndi í Húnavatnssýslu. Barnsmóðir, ls. 1710 eða 1711, Guðrún Jónsdóttir, f. nál. 1670, á lífi í Blöndudalshólaprestakalli í Húnavatnssýslu 1711. Hún mun vera sú sem var vinnukona í Blöndudalshólum í Blöndudal 1702-1703. Faðir: Jón stígandi. Barn þeirra: a) barn, f. 1710 eða 1711. Barnsmóðir, ls. 1715 eða 1716, Guðrún Björnsdóttir, f. nál. 1685, á lífi í Húnavatnssýslu 1716. Barn þeirra: b) barn, f. 1715 eða 1716. Kona: Margrét. (Ættatölub. Jóns Magnússonar, 502; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3677). Barn þeirra: c) Björn, f. nál. 1725.

2aÞorleifsbarn, f. 1710 eða 1711 í Blöndudalshólaprestakalli.

2bÞorleifsbarn, f. 1715 eða 1716 í Húnavatnssýslu.

2c*Björn Þorleifsson, f. nál. 1725, d. 22. jan. 1759 í Vatnshlíð á Skörðum. Bóndi í Vatnshlíð 1756 til æviloka. Kona: Ólöf Ólafsdóttir, f. nál. 1725, d. 23. jan. 1759 á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum. Foreldrar: Ólafur Jónsson bóndi í Valadal á Skörðum og kona hans Þórey Gísladóttir.

1gÞuríður Björnsdóttir, f. um 1692, á lífi í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1755. Búlaus í Svínavatnshreppi 1734-1755. Barnsfaðir, ls. 1710 eða 1711, Helgi Þorbjörnsson, f. nál. 1680, á lífi í Meðalheimi á Ásum 1746. Hann var bóndi á Hnjúkum á Ásum 1733-1735 og í Meðalheimi 1738-1741, en búlaus í Meðalheimi 1745-1746. Barn þeirra: a) barn, f. 1710 eða 1711. Barnsfaðir, ls. 1712 eða 1713, Ólafur Pétursson, f. um 1683, d. 1749 (gr. 16. okt. 1749) í Höskuldsstaðasókn í Húnavatnssýslu. Hann var bóndi í Torfalækjarhreppi í Húnavatnssýslu 1719-1721, á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1734-1739, á Beinakeldu á Reykjabraut 1739-1741 og á Kringlu á Ásum 1744-1746. Móðir: Þorbjörg Pétursdóttir húsfreyja á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi. Barn þeirra: b) Guðfinna, f. 1712 eða 1713.

2a        Helgabarn, f. 1710 eða 1711 í Húnavatnssýslu.

2b Guðfinna Ólafsdóttir, f. 1712 eða 1713 í Másstaðasókn í Húnavatnssýslu, á lífi í Skyttudal á Laxárdal fremri 1762. Húsfreyja á Litlu-Mörk á Laxárdal fremri 1737-1738. Búlaus í Finnstungu í Blöndudal 1738-1739. Húsfreyja í Skyttudal. Fyrri maður: Jón. Barn þeirra: a) Þuríður, f. um 1734. Seinni maður: Jón Tómasson, f. um 1700, á lífi í Skyttudal 1762. Hann var búlaus í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi 1738-1739, en bóndi í Skyttudal 1739-1762. Foreldrar: Tómas Sigurðsson bóndi á Kárastöðum í Hegranesi og kona hans Ásný Árnadóttir.

3aÞuríður Jónsdóttir, f. um 1734 á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi, d. 5. júní 1828 í Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi. Vinnukona í Bólstaðarhlíð 1762-1763. Húsfreyja í Skyttudal á Laxárdal fremri 1773-1788. Vinnukona á Botnastöðum í Svartárdal 1789-1790. Húskona á Skeggsstöðum í Svartárdal 1801. Maður: Guðmundur Oddsson, f. nál. 1730, á lífi í Skyttudal 1783. Hann var bóndi á Litlu-Mörk á Laxárdal fremri 1755-1756. Foreldrar: Oddur Bessason bóndi á Úlfagili á Laxárdal fremri og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir.


 


Eftirmáli:

Ritsmíðar þær sem hér líta dagsins ljós hóf ég að taka saman í frístundum mínum haustið 2005. Á tímabilinu frá 15. desember 2005 til 6. maí 2006, vann ég að þeim sem sérstöku verkefni á vegum svæðisvinnumiðlana, á launum frá Vinnumálastofnun, og lauk þá við þær í megindráttum.

            Eins og nafnið gefur til kynna, er hér ekki um að ræða hefðbundin niðjatöl, þar sem rakið er frá ættforeldrum til núlifandi manna, heldur er aðeins gerð grein fyrir afkomendum í þriðja lið, það er börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, mökum þeirra og sambýlisfólki. Þá er rit þetta snautt að mannlýsingum, ef frá er talinn kaflinn um ættforeldrana, framarlega í bókinni, en aftur á móti hefur verið kappkostað að gera nokkuð ítarlega grein fyrir búsetu fólksins sem um er fjallað. Þessar ritsmíðar eru fyrst og fremst hugsaðar sem grunnur til að byggja á frekara framhald síðar, ef einhver vildi takast á hendur að rekja ættirnar út í hörgul til þeirra sem lifandi verða á þeirri tíð.

            Víða hefur verið leitað fanga í heimildum við ritun verksins, ekki síst í ættatölum og skjallegum heimildum, flestum óprentuðum. Ber þar að nefna öðru fremur ritsmíðar Björns Bjarnasonar annálaritara á Brandsstöðum í Blöndudal um Eiðsstaðaætt og um Skeggsstaðaætt, Ættatölubækur Jóns Espólíns sýslumanns, Ólafs Snóksdalíns verslunarstjóra og Steingríms Jónssonar biskups, sem allar mega teljast klassísk rit í íslenskri ættfræði, og einnig fleiri handrit, minna þekkt, sem varðveitt eru í Handritadeild Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Mjög hefur verið stuðst við dómabækur, skiptabækur og skiptaskjöl (dánarbú) við ritun verksins, en slík plögg eru einhverjar áreiðanlegustu ættfræðiheimildir sem völ er á.

            Í verkinu er vísað til skiptabóka og -skjala, þar sem því verður við komið, en tilvísanir til annarra heimilda eru mun handahófskenndari og heldur við nögl skornar. Heimildaskrá fylgir ekki verkinu. Athygli lesenda skal vakin á því, að heimildatilvísunin "Skiptab." getur vísað hvort heldur sem er til skiptabóka eða skiptaskjala, en hér er um tvo aðgreinda skjalaflokka að ræða. (Sjá: Bráðabirgðaskrár Þjóðskjalasafns I - Skrá um skjalasöfn sýslumanna og sveitarstjórna, Rv. 1973). Þá skal áréttað að heimildatilvísanirnar "Eiðsstaðaætt" og "Skeggsstaðaætt" vísa ekki til þátta minna í þessari bók, sem svo nefnast, heldur til ritsmíða Björns Bjarnasonar annálaritara á Brandsstöðum um áðurgreindar ættir.

            Ritsmíðar mínar, sem hér birtast, eru ekki að öllu lausar við getspeki fremur en flest önnur ættfræðiritverk. Hef ég í allnokkrum tilvikum skráð einstaklinga inn í ættirnar eftir líkum, þótt fulla vissu skorti, og þá auðkennt vafann með því að bæta stjörnu (*) fyrir aftan ættliðamerkinguna þar sem gerð er grein fyrir viðkomandi einstaklingum í textanum. Má vera að slíkum stjörnum sé heldur vant en hitt.

            Undirritaður bjó textann undir útgáfu með aðstoð Sölva Sveinssonar cand. mag. í Reykjavík, sem færði margt til betri vegar. Einkaaðilar og söfn léðu góðfúslega myndefni til birtingar í bókinni. Samskipti við útgefanda hafa jafnan verið með ágætum. Færi ég öllum þessum aðilum alúðarþakkir fyrir sitt tillegg sem og styrktaraðilum útgáfunnar, en þeir eru tilgreindir í sérstakri skrá í bókarlok.

            Þá vil ég nota tækifærið nú þegar þessar línur koma fyrir almenningssjónir og votta þakklæti mitt þeim fjölmörgu sem veitt hafa mér aðstoð við fræðistörf mín, frá því að ég fékk vinnuaðstöðu í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á öndverðu árinu 1982, ýmist með fyrirgreiðslu á heimildum eða mikilsverðum ábendingum og upplýsingum, jafnt lifandi sem látnum. Þessi eru mér efst í huga: Aðalbjörg Sigmarsdóttir á Akureyri, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir á Seltjarnarnesi, Ásgeir Svanbergsson í Kópavogi, Elínborg Jónsdóttir á Skagaströnd, Gerður Hallgrímsdóttir á Blönduósi, Guðleifur Sigurjónsson í Hveragerði, Halldór Gestsson á Flúðum, Hjalti Þórarinn Pálsson á Sauðárkróki, Jarþrúður Pétursdóttir í Reykjavík, Jón Torfason í Reykjavík, Jóna Guðbjörg Torfadóttir í Reykjavík, Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg í Borgarsveit, Nelson Stephen Gerrard í Árborg í Nýja-Íslandi, Pétur Sigurðsson á Skeggsstöðum í Svartárdal, Ragnar Böðvarsson á Selfossi, Sigursteinn Bjarnason í Stafni í Svartárdal, Unnar Rafn Ingvarsson á Sauðárkróki, Valgeir Sigurðsson á Þingskálum á Rangárvöllum, Þórhildur Ísberg á Blönduósi, Þorgils Jónasson í Reykjavík, Þorsteinn Sæmundsson í Reykjavík, Ögmundur Helgason í Reykjavík.

                                       Sauðárkróki um sumarmál 2008,

                                        Guðmundur Sigurður Jóhannsson

Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478523
Samtals gestir: 92241
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 18:46:08