11.02.2010 10:32

Stikill

Stikill

Grjóthóllinn Stikill finnst sem forðum

framarlega í Blöndudal.

Þar er hann enn í þekktum skorðum

þó að horfið sé mannaval.

Býður hann útsýn vítt til vega,

verði þar dvöl á göngu hals,

í hlíðinni að austan - ofarlega,

utan við mynni Rugludals.


Örnefnið skarpa skýrt hann geymir,

skyldi það haldast alla tíð,

út meðan Blanda að Ægi streymir,

allt er það bundið héraðslýð.


Styðji menn gildi og gömul kynni

gefast mun áfram sagan trygg.

Þú hefur Stikli þrýst í minni

þónokkuð margra - að ég hygg.


Þekking er alltaf þarfur lykill,

þankanum vel sem reynast kann.

Þroska minn örvar þessi Stikill,

þakka ég glaður fyrir hann!

                                    Rúnar Kristjánsson

Þessa hlýju kveðju fékk ritstjóri Stikils IHJ norðan af Skagströnd

Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 569079
Samtals gestir: 125910
Tölur uppfærðar: 29.11.2021 19:51:37