04.02.2010 09:39

Einn er skipstjórinn

Jón Trausti:
ÚR "VORHARÐINDUM"

Þegar hann sigldi inn í íshroðann kallaði hann til stýrimannsins og fól honum að stýra.
Sjálfur bjó hann sig út eftir bestu föngum, dúðaði sig og vafði og kleif upp í reiðann.
Þar settist hann á efri þverrána með sjónauka sinn og brá um sig kaðli og batt sig við siglutréð.
Þaðan stýrði hann hreyfingum skipsins........
Stinningsgola var og lét Larsen ekkert draga úr seglunum því að það var um að gera að hafa skrið á skipinu svo að það léti vel að stjórn.
Hann gaf fyrirskipanir sínar með bendingum því að varla heyrðist orðaskil. Brakið í reiðanum og ískrið í ísnum yfirgnæfðu köll hans.........Maður kom eftir mann að stýrinu því að enginn þoldi að standa þar til lengdar í frostinu.
Skipstjórinn einn leyfði engum að leysa sig af hólmi.
Í 36 klst. sat hann þannig uppi í reiðanum og stýrði skipinu þaðan........
.....Loks þegar ekki var annað eftir en að róa inn á leguna á Raufarhöfn lét hann sækja sig og styðja sig ofan úr reiðanum. Þá var hann svo þrekaður að hann gat hvorki staðið uppréttur né gengið óstuddur.
Þá lét hann færa sig niður í ból sitt og og færa sér vænt glas af ósviknu koníaki.Byggt á sannri sögu um ákvörðun og afrek danska skipstjórarans sem sigldi með nauðsynjar norður á Sléttu til þeirra sem glímdu þar við harðindi og hungur. IHJ
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 569124
Samtals gestir: 125910
Tölur uppfærðar: 29.11.2021 20:47:55