26.01.2010 23:55

300 svanir

Um 1860 hrifust tveir þýskir ferðamenn, Preyer og Zirkel að nafni, af fergurð Vatnsdals og Þings, en um 300 svanir sátu á Hópinu þegar þeir áttu hér leið um. Hlíðar Vatnsdalsfjalls voru "að hluta til grasi grónar en tindarnir snævi þaktir. Lækir steyptust eins og silfruð bönd niður hlíðar og sólgeislum stafaði á gróðurteppin. Til beggja handa var fagurt beitiland og í forgrunni elskuleg stúlka að sinna mjólkurverkum. Í þessu fagra landslagi saknaði maður naumast trjágróðursins." Jón Torfason. Húnaþing eystra árbók FÍ 2007 bls. 7

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478532
Samtals gestir: 92242
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 19:21:12