10.01.2010 08:49

sr. Eggert

    Mannaferðir og fornar slóðir er heitið á fyrstu bók Magnús á Syðra-Hóli sem var þá orðinn víðkunnur af þáttum sínum í húnvetnsku ritunum Svipir og sagnir. Þessar bækur Magnúsar urðu þrjár, Mannaferðir og fornar slóðir, Hrakhólar og höfuðból og Feðraspor og fjörusprek hét sú síðasta sem kom út að Magnúsi látnum. Félagar hans úr Sögufélaginu, Bjarni Jónasson, sr. Gunnar og Guðmundur Jósafatsson komu þar til liðs með þá síðustu bók.

          Frá sr. Eggert Bríem á Höskuldsstöðum er fyrsti þáttur MB í Mannaferðir og fornar slóðir. Um hann segir MB:
        "Eggert . . . víðkunnur maður á sinni tíð og þó hóflátur og yfirlætislaus jafnan. Um hann hafa gengið og ganga enn ýmsar sagnir í sóknum hans og víðar, en aflagast óðum og færast í þjóðsagnahorf. Fyrr en varir færast minningarnar um þann merka mann í kaf og hverfa með öllu í ys og þys breyttra þjóðlífshátta. Full sex ár hins sjöunda tugar eru liðin síðan hann lét af prestsskap og flutt frá Höskuldsstöðum, en tæpum þremur árum síðar lést hann. Þeir gerast nú fáir, er muna hann hinn merka fjölhæfa, stórgáfaða og vinsæla mann, er löngum hafði sérstakt lag á því að hneyksla fólk með glettum sínum og meinlegum tilsvörum, en fyrirgafst meir en flestum öðrum vegna mannkosta sinna og drengskapar."
MB: Mannaferðir og fornar slóðir Ak. 1957 bls. 8-9

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478614
Samtals gestir: 92248
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 20:57:10