29.10.2009 06:41

Gamli ketill

Sigurbjörg Gísladóttir hét sambýliskona Benedikts Benediktssonar og bjuggu úti á Skaga í Húnaþingi (þetta var á síðustu áratugum 19. aldar). Sigurbjörg hitaði kaffi í eldhúsi, úti var hríð og kalt í bænum. Hún kom með ketilinn í baðstofu og kvað:

Þegar hret og hreggviðrin

herða vetrareinkennin

verið getur geðlempinn

gamli ketill vinur minn.

                    Magnús Björnsson Feðraspor og fjörusprek bls. 91(Stytt og umorðað)

Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 122
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 514582
Samtals gestir: 104269
Tölur uppfærðar: 29.11.2020 18:51:52