25.11.2008 10:06
Hektari handa trjám
Sunnudagurinn 7. júlí 1946 hefur orðið bjartur dagur hjá samherjunum Bjarna í Hólum og Tryggva í Tungu. Þessi dagur var kosningadagur til hreppsnefndar og þeir skoruðust undan endurkjöri ásamt Stefáni á Gili. En að kosningadagsmorgni hélt hreppsnefndin með sér fund og ákvað að láta 1 hektara til skógræktar af nýkeyptum 10 hekturum á Botnastaðamó. Stikill 3 bls. 11
Á kosningadegi 1946
Ár 1946 sunnud. 7. júlí að morgni átti hreppsnefnd Bólstaðar-hlíðarhrepps fund með sér að Bólstaðarhlíð. Þetta gerðist: Samkvæmt tillögu skógræktarnefndar hreppsins ákvað hrepps-nefndin að láta nú ca. 1 ha lands á Botnastaðamó til skógræktar
Hafsteinn Pétursson
Bjarni Jónasson Stefán Sigurðsson
Tryggvi Jónasson
Áðurgreindan dag 7. júlí 1946 voru eftirtaldir menn kosnir í hreppsnefnd:
Hafsteinn Pétursson með atkv. 64
sr. Gunnar Árnason - 58
Sigurður Þorfinnsson - 52
Jón Tryggvason - 48
Bóas Magnússon - 30
Þrír menn: Stefán Sigurðsson, Tryggvi Jónasson og Bjarni Jónasson höfðu neitað endurkosningu.
Í sýslunefnd var kosinn sem aðalmaður
Hafsteinn Pétursson með 67 atkv.
sem varamaður Tryggvi Jónasson - 28 -
Síðan fór fram talning atkvæða viðvíkjandi fjárskiptum
Sögðu 46 já
- 3 nei
Gili 7.7. 1946
Stefán Sigurðsson
Gunnar Árnason Guðm. Jósafatsson
Sjá hér að framan Stikla frá Tungufeðgum: dagbók JT þ. 8. júlí
Ár 1946 lau. 10. ág. Heimavistarskóli
hreppsnefndarfundur. Kennarinn BJ sagði frá heimavistarskólanum á Árskógsströnd,
Ár 1947 föstud. 14. febr. Sumarskemmtihús á Botnastaðamó
hreppsnefndarfundur á Gunnsteinsstöðum kl. 13
7. Oddviti flutti tillögu er honum hafði borist frá Bóasi Magnússyni þess efnis að ákveðið væri að byggja þegar á næsta vori sumar-skemmtihús á Botnastaðamó.
Sigurður Þorfinnsson bar fram eftirfarandi tillögu í því sam-bandi. Hreppsnefndin ákveður að kjósa tvo menn í nefnd ásamt manni frá ungmennafélaginu og kvenfélaginu og Karlakór Bólstaðarhlíðar-hrepps er komi fram með tillögur um vænlegasta lausn á samkomu-hússmálunum. Er til þess ætlast að hún hafi skilað áliti sínu fyrir 1. apríl n. k.
Tillagan samþykkt í einu hljóði. Þessir voru kosnir í nefndina:
Sigurður Þorfinnsson og sr. Gunnar Árnason
Ár 1947 má. 2. júní Ákvörðun um samkomuhús verði frestað
er ákveðið á hrnfundur. þar sem till. um styrk til samkomuhússbygginga liggja nú fyrir alþingi: "Hreppsnefndin samþykkir að Bólstaðarhlíðarhreppur taki þátt í byggingu félagsheimilis á Botnastaðamó með kvenfélagi hreppsins, ungmennafélagi hreppsins, karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Búnaðar-félagi hreppsins og gerir ráð fyrir að þátttaka hreppsins verði helmings-framlag. Ætlast er til að framkvæmdin geti hafist á næsta vori. Áskilið er samþykki sveitarfundar og að húsið verði styrkhæft samkv. lögum um félagsheimili."
Ár 1947 lau. 7. júní Sveitarfundur samþ. till. hrn um frestun sbr. 2.júní
Ár 1947 má. 4. ág. Félagsheimili á dagskrá
hrnfundur. Samtöl við Þorstein Einarsson, sem óskar eftir formlegri umsókn ef byrja eigi næsta sumar
Ár 1951 Vantar enn vatnsleiðslu og vatnssalerni í Þinghúsið Sjá Stikil 3 bls. 98-99