10.11.2008 12:14

Jónas Illugason: Hlaupa-Kristín

Hlaupa-Kristín 1796(7)-1884

 

var fædd út á Höfðaströnd, en dvaldi lengi á ýmsum stöðum í Hlíðarhreppi. Hún hafði "alist upp við heldur þröngan kost, en allmikla vinnu og mjög höfð við göngulag og ófínni verk og erfiði. Hún var vart í meðallagi há en gildvaxin, einkum um herðar og mjaðmir, réttleit með nokkuð hátt nef, grá augu meðallagi stór, dökk á hár. Hafði gott vit á algengum erfiðis-verkum, en til sauma kunni hún ekki og gróf þótti tóvinna hennar. Göngukona var hún með afbrigðum. Fékk hún af göngu-léttleika viðurnefnið "Hlaupa Kristín"
....Eftir að hún kom í Hlíðarhrepp var hún alltaf í sjálfsmennsku og hélt þá oft til í kofum, sem voru í túni eða við tún...Átti marga vini og góðkunningja. Var hún ávallt búinn til hjálpar og greiða hvar sem hún kom því við og stóð á sama þótt verkið væri erfitt og sóðalegt, svo sterkleg sem hún var og vön misjöfnu. Heldur þótti hún skröpuleg í orðum og ófín, þegar svo bar undir. Örgerð var hún í mesta máta og þegar hún sagði frá bar hún venjulega ört á
.... Kristín dvaldi um mörg ár á ýmsum stöðum á Laxárdal....Er til marks um hve rösk Kristín var til gangs, að eitt sinn fór hún út á Skagaströnd í vikunni fyrir jólin. Átti hún þá heima annað hvort í Mörk eða í Hvammi,
 ......bar hún töluvert bæði ull og smjör, sem hún verslaði fyrir kaffi og sykur og annað til jólanna. Fór hún snemma af stað því hún var árrisul, en heim kom hún aftur um kvöldið. Er öll þessi leið að minnsta kosti 70 - 80 km
..." Kristín dvaldi í húskofum á Mörk og Botnastöðum og Kristínarhóll er í túninu í Skyttudal, en þar dvaldi hún í kofa með krökkum sínum. Á Botnastöðum var hún fyrst eitt eða tvö ár í bænum. "Síðan flutti hún sig í lítið fjárhús fyrir ofan túnið
 ...Kristín flutti búslóð sína sem ekki var mikil í húsið. Setti hún rúm sitt inn við stafn í norðurkrónni. Lét hún gera þar gluggaboru á þekjuna framan við rúmið, en hlóðir hafði hún fram við stafn norðanvert við dyr. Var svo búslóðin í krónni milli rúms og hlóða. En að vetrinum hafði hún venjulega átta lömb innan til í suðurkró og Brúnku sína þar fyrir framan. Lömbin tók hún alltaf af Þorleifi Klemenzsyni í Bólstaðarhlíð, sem var mikill vinur og velgerðamaður hennar. Þótti Kristínu svo vænt um hann, að allir töldu víst að hún léti lífið fyrir hann, ef þess þyrfti við. Kristín gerði allt ein að heyskap sínum: sló, rakaði, batt og flutti heim á Brúnku sinni, en gekk með. En hætt mun hún þá hafa verið að rista torf, enda komin mikið á áttunda tuginn."

 

Jónas Illugason: Úr Þætti af Hlaupa-Kristínu

- Svipir og sagnir

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478614
Samtals gestir: 92248
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 20:57:10