04.11.2008 21:36

Kennsla Bjarna 1933-´34

Frá kennslu Bjarna í Hólum
Dagana 11. og 12. jan. 2008 safnaði IHJ á Héraðsskjalasafninu á Blönduósi efni frá árinu 1934(1933)
Í lok seinni dags fannst kladdi Bjarna kennara Jónassonar fyrir kennsluárið ´33-´34 og náðist þar að ljósrita það sem mestu máli skipti.
Jólafríið í skólanum var stutt, frá Þorláksmessu til 2. jan., skólinn hófst að hausti 23. okt. og stóð fram að sumardeginum fyrsta 19. apríl, en þriðjud. og miðv.d í vikunni þar á eftir stóðu vorprófin. IHJ

Um kennslu og próf í Bólstaðarhlíðarskóla
Nemendur                                                  Námsvikur
Nöfn                                Heimili          Aldur 
Fullnaðarpróf
1. Guðný Þuríður Pétursdóttir  Vatnshlíð  13 11  Í skóla alls 19 v. 
2. Jakob Skafti Sigurðsson      Steiná       13 11  Í skóla alls 31 v.
3. Ósk Sigurðardóttir         Brandsstaðir   13 11  Í skóla alls 27 v.
4. Pétur Skagfjörð Stefánsson  Æsustaðir  13     heima 
5. Pétur Pétursson               Bollastaðir  13 11  Í skóla alls 43 v.
6. Örn Gunnarsson               Þverárdalur  13 11  Í skóla alls 43 v.
Árspróf
7.  Björn Þorgímsson        Syðratungukot  12 11
8.  Gunnar Emil Sigtryggsson  Austurhlíð  12     heima
9.  Hanna Jónsdóttir               Stóridalur  12   9
10. Herbert Sigurðsson      Bólstaðarhlíð  12 11
11. Ingólfur Bjarnason              Kálfárdal  12   8
12. Jósef Sigfússon               Brattahlíð  12 11
13. Sigmar Ólafsson           Leifsstaðir  12 11
14. Sigvaldi Hjálmarsson  Skeggstaðir  12 11
15. Skarphéðinn O.Eyþórsson  Blöndudalshólar 12 11
16. Erlendur Klemensson      Bólstaðarhlíð  11 11
17. Guðmundur Sigurðsson  Leifsstaðir  11   7
18. Ingimar Ólafsson                   Mörk   11   7
19. Jórunn Guðmundsdóttir              Gil   11   4
20. Jón Bjarnason               Bergsstaðir  11   7
21. Jósef Stefánsson       Auðólfsstaðir  11   7
22. Konkordía Þorgrímsdóttir  Syðratungukot  11   9
23. Sigurjón Ólafsson           Leifsstaðir  11   4
24. Hallveig Eiríksdóttir  Blöndudalshólar 10   9
25. Haukur Bl. Gíslason      Eiríksstaðir  10   4
26. Reynir Sigtryggsson      Austurhlíð  10      heima
27. Sigurður F. Sigvaldason  Kúfastaðir  10   4
28. Steinunn Bjarnadóttir      Kálfárdalur  10   8
29. Theodóra Jónsdóttir          Blönduós  10   5
30. Björn Aðils Kristjánsson  Hvammi Lax    9      heima 
31. Emilía Þorgrímsdóttir  Syðratungukot    9   4
32. Ingibjörg Gunnarsdóttir  Þverárdalur    9   4
33. Jón Haraldsson           Gautsdalur    9      heima
34. Jón Hjálmarsson               Fjós     9   4
35. Pétur Pétursson Gunnssteinsstaðir   9      heima
36. Guðrún Sigurðardóttir  Leifsstaðir    9      heima
37. Ingibjörg Bjarnadóttir  Blöndudalshólar   8   4

Lesið og kennt skólaárið 1933-1934
Fullnaðarprófsbörnin:
1. Íslenska - Við lestrarkennsluna voru notaðar Lesbækur handa börnum og unglingum og Lesarkasafn Jóns Ófeigssonar. Við skriftarkennsluna 3. hefti af forskriftabók Morten Hansen og við réttritun: Ritæfingar Friðriks Hjartar og málfræði Ben. Björnssonar.
2. Reikningur - Reikningsbækur Elíasar Bjarnasonar og Steingríms Arasonar.
3. Landafræði. - Bók Karls Finnbogasonar. Farið yfir alla bókina. Aðrar heimsálfur en Evrópa þó að mestu í yfirlitum.
4. Náttúrufræði. - Dýrafræði J.J. öll 3 heftin, Líkams- og heilsufræði Ásg. Blöndal. Í ágripi B. Sæm. lesnir kaflarnir um eðlisfræði og steinafr. Í grasafr. lesið handrit.
5. Kristinfræði. - Biblíusögur Klaveness og lærðir sálmar.
6. Teiknun. - Teikniheftin "Runa" Flest luku við 4. heftið
7. Handavinna. Kennt að álúnssúta skinn.
8. Danska. Þrjú börnin fóru yfir meiri hl. af Kennslubók J.Ó. I. h.
9. Söngur. Tveir aldursflokkarnir eldri (12 - 13 ára) lærðu nokkur lög síðasta hálfa mánuðinn.

Bjarni Jónasson  Gunnar Árnason
      frá Skútustöðum

Aths.: Börnin voru aðallega í tveim kennsludeildum þó að kennt væri alls á 4 stöðum; Blöndudalshólum 9 vikur, Brattahlíð 4 vikur, Þverárdal 4 vikur og Bólstaðarhlíð 7. Eldri börnin 12-13 ára við nám í Bhl. síðasta hálfan mánuðinn. Prófið þar.

Dagbók nr. 2 Farskólinn í Bólstaðarhlíðarskólahéraði 1933-1934
Athugasemdir fyrir okt.
Mánud. 23. Börnin í Svartárdal heimsótt að Brattahlíð. Nemendur vegnir og mældir og sett fyrir verkefni til heimanáms. Grennslast eftir bókakosti. Kennsla hófst svo í Blöndudalshólum þriðjud. 24. Kennslustofan kvistherbergið uppi. Miðstöðvarupphitun. Ágæt birta. Góð loftræsting. IHJ: 9 nemendur er 7 síðustu daga okt.mán. þarna í kvistherberginu
Nóv.: Kennsla úti í Hólum miðvd. 22. Í dvöl á kennslustaðnum voru nr. 1, 3, 6, 8, 9 og 10. Nr. 2 og 5 gengu frá Brandsstöðum og nr. 4 og 7 frá Syðra-Tungukoti. Fimmtud. 23. hófst svo kennsla í Brattahlíð. Kennt í suðurstofunni. Upphitun frá ofni. Góð birta en ekki hægt að opna glugga og loftræsting því ekki nægileg. IHJ: nr.11-16 í Brattahlíð - 6 nemendur.
Laugardagar kenndir nema 1 þá var kennarinn á fundi á Bl.
Desember: Kennsla úti í Brattahlíð föstud. 22. Í dvöl á skólastaðnum voru nr. 11, 17 og 22. Nr. 12, 15 og 16 gengu frá Fjósum, nr. 13 frá Gili og nr. 14 frá Eiríksstöðum. Laugardaginn 2 voru börnin í Bólstaðarhlíðardeild heimsótt að Bólstaðarhlíð. Farið yfir heimavinnu og sett fyrir að nýju.
Janúar. Þriðjud. h. 2. Börnin í Blöndudalsdeild vegin og mæld í Hólum. Upprifjunarpróf. Sett fyrir ný verkefni. Miðvikud. h. 3. hófst svo kennsla í Þverárdal. Kennt í suðurhúsinu(baðstofa). Upphitun reykofn frá eldavél í miðbaðstofu. Birta sæmileg. Góð loftræsting. Kennsla úti í Þverárdal þriðjud. h. 30. Í dvöl á skólastaðnum voru nr. 24, 25 og 26. Nr. 18 og 12 gengu frá Bólstaðarhlíð og nr. 19, 23 og 27 frá Kálfárdal. Miðvikud. h. 31. Börnin í Blöndudalsdeild fengin til viðtals að Hólum. Upprifjunarpróf. Ný verkefni sett fyrir.
Febrúar: Kennsla hófst í Bólstaðarhlíð fimmtud. h. 1. Kennt í samkomuhúsinu, stofunni niðri.  Kennsla úti í Bólsthl. h. 28. Í dvöl á skólastaðnum: nr. 18, 20, 21, 28 og 29. Nr. 26 gekk frá Botnast. 25 frá Þverárdal, 11 frá Brattahlíð, 13 frá Gili, 19 frá Kálfárdal
Mars: Kennsla hófst í Bldh h.1. Í dvöl á skólastaðnum nr.1, 3, 5, 6, 8,  9, 10, 12, 30. Nr. 2 og 23 gengu frá Brandsstöðum, nr, 4, 7 og 31 gengu frá Syðrakoti.
Apríl: engar athugasemdir, IHJ frí er á sumardaginn fyrsta (19.apríl) en auðv. kennt svo föstud og laugard. en þriðjudag og miðvikudag í næstu viku þar á eftir eru próf.


Flettingar í dag: 115
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478550
Samtals gestir: 92242
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 19:53:22