02.11.2008 22:04

Bjarni Jónasson

Bjarni Jónasson kennari og fræðimaður í Blöndudalshólum 1891-1984 segir frá starfi sínu við kennslu. Anna Hinriksdóttir hefur unnið merka ritgerð um þau Hólahjón sem er lokaverkefni hennar til meistaraprófs í hagnýtri fjölmiðlun og þessi kafli er tekin úr því verki:
7.

Eg á margar og góðar endurminningar úr kennarastarfinu, bæði frá Blönduósi og úr

sveitinni. Námstíminn á Blönduósi var ólíkt lengri, allur veturinn hjá hverju barni, en í

sveitinni komu ekki nema 8-12 vikur í mesta lagi á hvern nemanda. Eg varð því að

haga störfum allt öðru vísi eftir að eg kom í sveitina. Til þess að tryggja sæmilegan

árangur þar, varð eg að leggja mikið meira upp úr heimanáminu, en eg gerði á

Blönduósi.

Á Blönduósi skipti eg hverri kennslustund í lesgreinum í tvennt. Fyrri hlutanum varði

eg til þess að fara í verkefni dagsins, en síðari hlutann notaði eg til þess að gera grein

fyrir næsta verkefni. Var þannig farið tvisvar yfir hvert verkefni. Á Blönduósi gafst

tími til þess að gera Íslendingasögunum veruleg skil. Lét eg elztu nemendurna taka

einstaka sögu eða sögukafla til meðferðar. Fékk hver nemandi sérstakt ákveðið

verkefni. Átti svo nemandi síðar að gera grein fyrir verkefninu í kennslustund. Bjó eg

þau sérstaklega undir þetta, hvert í sínu lagi. Fékk eg stundum ágætar úrlausnir.

Minnist eg sérstaklega t.d. Björns Bjarnasonar (Björns í Iðju). Flutti hann skipulegt

erindi í heilan kennslutíma. Beztu framsögn fékk eg líka á Blönduósi, hjá Þóreyju

Jónsdóttur, sem varð kunn leikkona á Skagaströnd. Hafði annars margt duglegra

nemanda meðan eg kenndi á Blönduósi, þó að hér séu ekki fleiri nafngreindir.

Við farkennsluna var ekki hægt að taka þetta eins föstum tökum. Þar varð að leggja

aðaláherzluna á að tryggja heimavinnuna. Það gerði eg með því að fjölrita

spurningakver og verkefnaskrár, sem nemendur höfðu heim með sér og áttu að leysa úr

heima.

Í sveitinni voru engin sérstök skólahúsnæði, - skólinn var farskóli. Til þess að fá

skipun í farskólahéra" þurfti a" liggja fyrir þinglýsing frá a.m.k. tveim bændum í

fræðsluhéraðinu um að þeir legðu þá kvöð á jörð sína að halda farskólann meðan

hlutaðeigandi kennari gegndi þar störfum. Eg gegndi farskólakennslu fyrst í

Svínavatnshreppi og svo í Bólstaðarhlíðarhreppi. Eg kenndi alls á 15 bæjum í hvorum

hreppi. Oftast voru kennslustaðirnir ekki nema tveir á vetri. Oft átti eg langa leið að

fara að heiman frá Blöndudalshólum og á kennslustað. Eg fór að jafnaði að heiman á

mánudagsmorgni og heim á laugardagskvöldi. Voru þetta stundum mjög erfiðar ferðir,

sem reyndu mikið á fæturna, og geld eg þess nú í ellinni.

Farkennslan hafði auðvitað mikla galla, og það skipulag gat ekki orðið til frambúðar.

En farkennslan hafði þó sína kosti. Nemendurnir voru jafnan töluvert færri en í föstu

skólunum. Kynning kennara og nemanda varð því meiri. Þá var hitt ekki minna um

vert, að kennarinn kynntist náið foreldum barnanna og þau styrktu hann að jafnaði í

starfi.

8.

Hvaða starf eg hefði kosið mér, ef eg hefði ekki orðið kennari og bóndi? Hugurinn

hneigðist mest til sagnfræði og hagfræðilegra efna. - Störf sem snertu það efni hefðu

því verið mér hugstæðust. Eg hefði því kunnað vel t.d. störfum, sem nú er völ á við

Árnasafn. Eins hefði eg kunnað vel störfum hjá Hagstofu Íslands. - Annars gat eg

hrifist af ólíkum verkefnum. Í því lá bæði styrkur minn og veikleiki. Mikil afköst á

hrifningarstundunum, en e.t.v. ekki næg þrautseigja. Þessi kafli er svör við spurningum sem Sigvaldi Hjálmarsson ritstjóri sendi Bjarna


Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478591
Samtals gestir: 92247
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 20:25:06