18.05.2008 09:26

Vertu bæði full og feit og kát og heit og komdu hingað í berjaleit.

 

Bollastöðum 14/1 1908
Elsku Stefana
.... pabbi gamli með málsháttinn: Æ koma mein eftir munað.... því ég er svoddan bjálfi, bæði feimin og fákunnandi. Fréttir eru náttúrlega engar.
Hér hjá karli og kerlingu í Garðshorni ber ekkert til tiðinda, alltaf þetta sama upp aftur og aftur

Bollastöðum 7. apríl 1908
Elskulega Stefana
...... Ég hef lítið gert og ekkert ferðast. Alltaf átti þessi sæla Guðlaugsstaðferð að komast á en það er enn ekki orðið... Vertu bæði full og feit og kát og heit og komdu hingað í berjaleit.
   Þín litla Marjatla

Bollastöðum 3. febr 1908
Elskulega Stefana
................. og lukkuóskir og kossa og hornaugu og allt mögulegt, já mikið verður þetta skjal að borga enda verður það bæði stórt og fallegt og mikið og merkilegt eins og öll bréf eru frá mér eins og þú getur nærri.
 Ég er svo gáfuð og æfð og hámenntuð sem von er eftir 12 ára lærdóm í skóla lífsins. Þá er nóg af þessu og hvað svo?
Af mér er ekkert nýtt að segja, ég er alveg eins og ég var til forna þegar við þekktumst í ungdæmi okkar.
 Ekkert farin að hærast og hárið nokkuð langt alltaf, get bitið í það enn. Þó gerir það nú ekki betur.
 Og mér líður bærilega og með það læt ég mér nægja og sofna róleg á hverju kvöldi, og sef fram á morguninn vel og rækilega, svo þykir mér best að vera allan daginn; að smástökkva upp og hlaupa inn og fram en verst að sitja kyrr nema litla stund í einu og lakast við reikninginn enda geri ég mitt til að hliðra mér hjá honum með lagi og tekst nokkuð.
 Nú er ég búinn að lesa söguna af Sigmundi í Nesi og margt fleira í Alþýðubókinni, þar kennir margra grasa, bæði skemmtilegt og fróðlegt ég hef skrifað upp úr henni bæði kvæði og margar gátur, ráddu þessa:
 Þar er bót ofan á bót og þó sést ekkert nálsporið.
 Þú mátt vara þig að sníða og sauma eins vel.
Ekkert veit ég hvenær pabbi fer á fundinn, hann er víst ekki búinn

      María Pétursdóttir

Sauðárkróki 22/9 1914
Elsku Stefana mín
.........
Heima hjá mér líður vel, allri frískir seinast þegar ég frétti, María systir var hér fyrir norðan um tíma í vetur, hún var hjá Ingibjörgu frænku að sauma, það ætlaði ég líka að gera ef ég hefði verið frísk en margt fer öðru vísi en ætlað er. Á Eyvindarstöðum er líka allt við það sama og áður, enn er Lauga þar kaupakona, nú er Emma orðin stór og dugleg stúlka, hún gengur að heyvinnu með stúlkunum. Þú hefur víst heyrt það að nú er séra Lúðvík fluttur frá Bergsstöðum og að Breiðbólstað, eins og þú getur nærri sjá allir eftir honum því menn búast ekki við að .....

Bollastöðum 3. nóv. 1918

Kæra Stefana
Þakka þér hjartanlega gott bréf nú í sumar ásamt öllu öðru gömlu og nýju.
Þú mátt er taka mjög hart á mér þó að ég hafi ekki skrifað fyrr því eins og þú getur nú ímyndað þér þá verður varla hjá því komist að smittast að taka ofurlítinn þátt í öllu annríkinu í sveitinni, reyndar er langt frá að ég sé knúð til þess því ég má lifa og láta eins og mér sýnist og get ekki með nokkurri sanngirni kennt því um þó ég sé löt að skrifa en nú í vetur ætla ég að verða fjarska viljug að skrifa svo þér er alveg óhætt að skrifa mér að því leyti að þú færð bréfmiða aftur.
Ég hef, guði sé lof alltaf verið frísk svo ég hef ástæðu til að vera glöð enda ér ég það nú líka þegar ég hugsa um það sem liðið er, en maður er svo undarlega vanþakklátur þó að allt leiki í raun og veru í lyndi. Eins og ég sagði þér þegar ég skrifaði þér í sumar hefur pabbi minn verið mikið lasinn af magaveiki en er nú guði sé lof mikið betri en þó ekki nærri góður og verður að fara fjarska varlega, má helst ekki borða nema grauta, mjólk og nýtt kjöt og fisk en því miður er sjaldan völ á því hér fram til dala.
Mamma og Anna eru þetta bærilega til heilsunnar en gigtin er nú samt oft nokkuð svæsin við þær.
Héðan úr dölunum er víst heldur fátt að frétta því ég held þú hafir ekki gaman af að heyra um þettaa mas sem daglega gengur milli bæja. Þú hefur auðvitað heyrt að Eiríksstaðabræður eru nú báðir giftir. Gísli giftist stúlku að vestan og á nú 2 börn og bráðum 3 segir fólkið. Hann er mjög fátækur og heldur ekki duglegur að vinna. Hannes er giftur Svövu Þorsteinsdóttur frá Austurhlíð. Þau búa á Eiríksstöðum, eiga eitt barn og eru fremur fátæk líka, bæði heilsulítil.
Nú er búið að byggja bæinn á Eyvindarstöðum og er hann snotur nú. Þar er allt í uppgangi enda góður ástæður því systkinin elstu eru vel dugleg og vinna alltaf heima. Ósk var lasin í vor og var um tíma undir læknishendi Unnur

 

Bollastaðir 1910           
Pétur Pétursson              1862 Víðimýrarsókn  HB  G 1892
Sigurbjörg Guðmundsd  1861                        KOHS G 1892
Unnur Pétursdóttir         1894                          DOÞE  Ó
María Pétursdóttir         1896                           DOÞE  Ó
Anna Baldvinsdóttir         1862 Hvolssókn Dal  HJÞE   Ó
Sigurbjörg Tómasdóttir 1902                           DOHE  Ó
Hjörleifur Sigfússon        1871 Miklabæjarsókn  HJ   Ó   Marka-Leifi 
Benedikt Árnason           1885 Reykjavík              HJ   Ó
Páll Helgi Halldórsson     1903 Svínavatnssókn  NS   Ó
Ingibjörg Kristín Árnad.     1885 Holtssókn Skag GE   Ó

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 478221
Samtals gestir: 92128
Tölur uppfærðar: 30.3.2020 05:46:01