21.07.2007 06:11

Fertugsafmæli Húnavers 7.des. 1997

stóð þáverandi húsnefnd fyrir. Samkoman var haldin kl. 14 og vel sótt, líklega um 200 manns og kvenfélagið sá um veitingar.
Aðalræðumaður var sr. Ólafur á Mælifelli, vel kunnugur í sveitinni eftir prestskap þar nokkrum árum áður. Hann hélt góða hugvekju og minnistæða heimildamanni, þ.e. Sigursteini í Stafni.
Til skemmtunar var annars söngur karlakórsins, feðginin Jóna Fanney og Svavar sungu og svo var ávarp prestsins.
Húsnefnd stóð vel saman að undirbúningi, sendi bréf heim á bæi, valdi dúka á borð og undirbjó salinn og þegar veisludagurinn rann upp með hríðarmyglingi um morguninn sem stytti þó upp er fram á daginn kom, þá var raðað kertum niður Húnaverströppurnar þannig að gestir komu þar að lifandi ljósum og gengu milli þeirra.
Formaður húsnefndar var þá Tryggvi í Ártúnum en í nefndinni voru Sigursteinn, Friðgeir í Hólum, Katrín á Steiná, Erla á Gili og líklega Pétur í Hólabæ.
Eins og áður sagði var samkoman fjölsótt og hefur væntanlega verið stjórnað af formanni húsnefndar TJ. Þannig hittist á að húsvarðaskipti urðu þessa helgi, Sigþrúður og Guðmundur sem höfðu verið húsverðir um árabil fluttu fram að Bergsstöðum en við tóku Sigríður Grímsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson frá Eiríksstöðum.
Upplýs.: frá Sigursteini Bjarnasyni í Stafni
Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 31
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 478532
Samtals gestir: 92242
Tölur uppfærðar: 3.4.2020 19:21:12